Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 23 „Ekki veldur sá er varar“ eftir Lárus Jónsson, alþingismann Mikil umræða fer nú fram manna á meðal og í fjölmiðlum hver muni verða afdrif bráða- birgðalaga rikisstjórnarinnar í Al- þingi. Nú bregður svo við, að ýmsir þingmenn stjórnarflokkanna segj- ast krefjast þess, að fyrstu vikur þingsins komi frumvarp til stað- festingar þeim til atkvæða i neðri deild. Með þessu þykjast þessir þingmenn stilla stjórnarandstöð- unni upp við vegg. Þeir gera sér Ijóst, að torvelt gæti reynst að koma nýjum og heilsteyptari efnahagsráðstöfunum fram fyrir 1. des. að bráðabirgðalögunum felld- um. Spyrja má: Hvers vegna kröfð- ust þingmenn stjórnarflokkanna ekki þess með stjórnarandstöð- unni í sumar, að Alþingi yrði þegar í stað kvatt saman, fyrst þeir töldu brýna nauðsyn bera til þess að fá vilja Alþingis sem fyrst fram? Svarið liggur í augum uppi. Þá var ekki hægt að hóta löggjafar- samkomu þjóðarinnar með því að segja: Annað hvort samþykkirðu þetta eða þið takið afleiðingunum. Þá hefði verið unnt að efna til kosninga og gera nýjar ráðstafanir fyrir 1. desember og undirbúa gagngera nýja efnahagsáætlun frá áramótum. Algerlega ábyrgðar- laus vinnubrögð Það vekur athygli, að Alþýðu- bandalagsmenn eru fremstir í flokki þeirra, sem krefjast at- kvæðagreiðslu sem fyrst um bráðabirgðalögin. Einstaka Framsóknarþingmenn eru á sömu skoðun. Þeir vilja stilla löggjafarsamkomunni upp við vegg í timahraki fyrir 1. desem- ber, til þess að freista þess að draga athygli þjóðarinnar frá al- gjöru skipbroti efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þessir flokk- ar hafa ráðið tíu ráðuneytum af þrettán. Þeir hafa aldei haft eins mikil áhrif á ríkjandi efnahags- og atvinnumálastefnu í landinu eins og síðustu árin. Niðurstaðan er sú, að Alþýðubandalagið er orðinn mesti „kaupráns“-flokkur í íslenskum stjórnmálum skv. eigin skilgreiningu og slagorð Framsóknar um „niðurtalningu" verðbólgunnar er orðið að öfug- mæli á heimsmælikvarða sem taka ætti upp í heimsmetabók Guinness. Úr vöndu er að ráða og þá hefur þessum snillingum orðið það helst fyrir að grípa það hálmstrá að brigsla stjórnar- andstöðunni um ábyrgðarleysi, ef hún neitar að fallast á bráða- birgðalögin af hreinni nauðung, dögum eða vikum áður en aðal bjargráð þeirra á að taka gildi. Sem betur fer eru þetta fá- heyrð vinnubrögð í íslenskri pólitík, enda algerlega ábyrgðar- laust af ríkisstjórnarflokkum, sem ráðið hafa ferðinni í stefnu- mörkun undanfarin ár og setn- ingu þesara bráðabirgðalaga. Þessir flokkar áttu að krefjast þess með stjórnarandstöðunni, að þing yrði þegar í stað kvatt saman og bráðabirgðalögin afgreidd eftir að Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson lýstu yfir því, að þeir styddu hvorki bráðabirgða- lögin né ríkisstjórnina. Þá hefði tóm gefist til fyrir nýjan þing- meirihluta að kosningum lokn- um að gera ráðstafanir í tæka tíð, að þessum margnefndu lög- um felldum. Það hefðu verið heiðarleg vinnubrögð og lýðræð- isleg. Stálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu vísa að sjálfsögðu á bug allri ábyrgð á afdrifum bráðabirgðalaganna úr því sem komið er. Afstaða þeirra var ljós þegar i sumar. Þá var tóm til að afgreiða þessi lög á aukaþingi á heiðarlegan og lýðræðislegan Lárus Jónsson Stjórnarandstaðan krafdist þess, að þegar í ágúst sl. reyndi á stuðning við bráða- birgðalögin á Alþingi hátt. Þeir vöruðu stjórnarflokkana við. Eigi veldur sá er varar. Hver er afstaða einstakra þingmanna stjórnar- flokkanna til bráðabirgðalaganna? En ekki er úr vegi að spyrja. Liggur afstaða einstakra þing- manna Alþýðubandalagsins og Framsóknar fyrir til bráða- birgðalaganna og hliðarráðstaf- ana, sem samkomulag átti að vera um í ríkisstjórninni? Eins og menn rekur minni til skundaði Guðmundur J. heim frá Luxemburg. Honum var þá lofað breytingu á orlofslögum til ^þess að fá hann til fylgis við bráðabirðgalögin. Liggur fyrir, að ríkisstjórnin flytji frv. til breytinga á orlofslögunum? Framsóknarmenn þykjast hafa loforð um, að ríkisstjórnin flytji frumvarp um nýja vísitöluvið- miðun og nýjar reglur um verð- bætur á laun. Samþykkir Alþýðubandalagið það frum- varp? Ef svo er ekki, samþykkja þá Framsóknarmenn orlofs- frumvarpið, en það er forsenda þess, að Guðmundur J. fallist á bráðabirgðalögin?! Þessar spurningar minna ef til vill á gamanþáttinn Löður, en hér er um dæmigerð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar að ræða og engin ástæða til að þeim linni nú, þegar ríkisstjórnin „er kom- in að þrotum", eins og einn ráð- herrann orðaði það. Afstaða ein- stakra þingmanna stjórnar- flokkanna til bráðabirgðalag- anna er því næsta óljós. Hvernig væri að hún yrði gerð lýðum ljós? Hver verður svo árangurinn af öllu saman? Hver verður svo „árangurinn" af bráðabirgðalögunum? Verðbólgan verður á næsta ári um 60%, kaupmáttur taxta- kaups almennra launþega minnkar um 6%, viðskiptahalli og erlend eyðsluskuldasöfnun heldur áfram í stórum stíl. Skattar verða enn hækkaðir. Er hægt að kalla slíkt alvöru efna- hagsráðstafanir? Landspítalanum afhent tölvusneiðsmyndatæki: Viljum vera í fararbroddi hvað yarðar hagræðingu og sparnað — segir Davíð Á. Gunnarsson NÝTT tölvusneiðmynda- tæki var tekið í notkun í Landspítalanum í gær. í til- efni þess var gestum boðið til móttöku þar sem m.a. Davíð Á. Gunnarsson for- stjóri Ríkisspítalanna flutti ávarp og heilbrigðisráð- herra afhenti tækið. í ræðu Davíðs kom m.a. fram, að hið nýja tæki sé í raun bylting á sviði rönt- gengreininar, en ljóst væri að það kæmi að litlum notum ef ekki nyti við dugmikils starfs- fólks og búnaðar til að nýta þær upplýsingar sem fást úr tækinu. Síðan sagði Davíð: „Hvað varðar starfsfólk hefur Landspítalinn alltaf notið þess að vera í fararbroddi. Þegar kemur að búnaði og aðstöðu hefur stofnunin hins vegar ekki þróast eins hratt og við hefðum óskað. Nú eftir helg- ina verður lagt fram fjárlaga- frumvarp á Alþingi. í umræð- um um síðasta fjárlaga- frumvarp vakti formaður fjár- veitinganefndar Alþingis at- hygli á því, að stöðugildi á rík- isspítulum jafngiltu um 110 togaraáhöfnum og þótti út- gerðin nokkuð stór. Við reikn- uðum síðan út og sendum hon- um upplýsingar um að hér fæðast 150 og deyja 23 togara- áhafnir á ári. Á hverjum degi liggja á spítalanum 37 togara- áhafnir og 13 áhafnir koma á göngudeildir. Á hverjum sól- arhring koma í eða vistast á ríkisspítölum a.m.k. 100 tog- araáhafnir. Okkur er það ljóst, bæði starfsfólki og stjórnendum, að slíkri stærð fylgir ábyrgð. Okkur er það líka ljóst að það að taka við tæki þar sem hver einasta rannsókn kostar 3.000 kr. er mikil ábyrgð. Við vitum að þetta tæki mun koma i veg fyrir að bæði Hið nýja tölvusneiðmyndatæki LandspíUlans. Kolbeinn Kristófersson prófessor flytur ræðu þegar töívusneiðmyndatækið var afhent. börn og fullorðnir muni þurfa að gangast undir kvalafullar og stundum lífshættulegar rannsóknir. Við vitum líka að tölvusneiðmyndatækið mun auk nýtingu spítalans, stytta legu og rannsóknatíma sjúkl- inga og koma í veg fyrir óþarf- ar skurðaðgerðir. Við vitum því að tækið mun stuðla að hagkvæmni í rekstri spítalans. Á árunum 1977 til 1981 hækkaði kostnaður á legudag á Landspítalanum miðað við fast verðlag um 4,9%. Við vitum vel að þetta er góður árangur. Við erum ekki feimin við að láta bera okkur saman við það besta hvort sem er hjá einka- framtaki eða í opinberum rekstri. Á sama tíma og okkur tekst að halda kostnaði í lágmarki er veitt hér háþróuð læknis- þjónusta. Hér er veitt sú sér- fræðiþjónusta sem á að taka við þegar önnur heilbrigðis- þjónusta á landinu ekki megn- ar. Hér er rekinn dýrasti hlekk- ur heilbrigðisþjónustu þessa lands. Sá hlekkur þar sem síð- ustu vonir bregðast eða sem betur fer rætast oft. Ég veit að ég tala fyrir munn bæði stjórnenda og starfsfólks þess- arar stofnunar þegar ég full- yrði að við viljum gjarnan vera í fararbroddi hvað varðar sparnað og hagræðingu. En við viljum líka vera fremst á sviði sérhæfðrar læknisþjónustu. Það taeki, sem verður afhent hér á eftir, er liður í þeirri viðleitni, sagði Davíð Á. Gunnarsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.