Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 226. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföll brjótast út í Gdansk og vlðar Krá atkvædagreiðslunni i pólska þinginu, þar sem samþykkt var ný verkalýdslöggjöf og starfsemi óháöu verkalýðssamtakanna, Samstöðu, bönnuð. Aðeins 10 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða þrátt fyrir öflug mótmæli og varnaðarorð leiðtoga þjóða um heim allan. Pólska þjóðin er farin að grípa til hefndarráðstaf- ana og brutust út verkfiill í (ídansk, vöggu Samstöðu, í gær og búist við áframhaldandi mótmælum. Varsjá, 11. október. AP. ÞÚSUNDIR verkamanna í Lenin-skipasmíðastöðinni í (ídansk lögðu niður vinnu í dag til að mótmæla banni við starfsemi óháðu verkalýðsfélaganna, og á borðum, sem strengdir voru yfir hlið stöðvarinnar, sagði „Samstaöa lifir“. Margir verkamenn settust klofvega á útveggi stöðvarinnar og hrópuðu „Sam- staða, Samstaða", eins og í ágúst 1980. Ráðgerð voru einnig verkföll í stöðinni á morgun, þriðjudag, og einnig fóru óstaðfestar fregnir af verkföll- um í öðrum skipasmíðastöðvum og fyrirtækjum á Eystrasaltssvæðinu, í Gdynia, Sopot, Stettin og víðar. Herstjórnin sagði að öll verkföll og mótmæli yrðu brotin á bak aft- ur með valdi, og herma sjónar- vottar að fjölmennar hersveitir hafi verið á hreyfingu þar sem ófriðar var von. Sagði PAP- fréttastofan að „mótmælin við Lenin-stöðina“ og við járnbraut- Palme kynnir skattastefnu Stokkhólmi, 11. októhor. AP. , OLOF Palme forsætisráðherra Sví- þjóðar kynnti í dag efnahagsmála- pakka stjórnar sinnar, sem er í 12 liðum, en þar er i að finna ýmsar skattahækkanir, sem koma í kjölfar 16% gengisfellingar á fyrsta degi stjórnarinnar á Töstudag. Samkvæmt pakkanum hækkar söluskattur á vörur og þjónustu um tvö prósentustig í nóvember og verður þá 23,46%. Launaskattur hækkar um hálft prósent um ára- mótin og von bráðar verður settur nýr skattur á alls kyns munaðar- vöru, svo sem myndbönd o.þ.h. Jafnframt verður erfðafjárskatt- ur hækkaður og auðæfaskattur, auk þess sem búast má við að álögur á tóbak og áfengi hækki, en skattar á þessar vörutegundir eru þegar mikl- ir. Hins vegar verður skattur á arð af hlutafjáreign lækkaður. í aðgerðum stjórnarinnar er ráð fyrir því gert að gengishagnaði verði deilt, en hagnaður útflutn- ingsfyrirtækja vegna hinnar óvæntu og miklu gengisfellingar hefði annars orðið verulegur. Geng- islækkunin er álitin lækka kaup- máttinn um 4% og auka verðbólg- una um 5%, en hún er nú um 8%. Sjá „Stjórnarkreppa eftir 6% lækkun marksins“ á bls. 18. arstöðina í Gdansk hefðu verið brotin á bak aftur. Vestrænum fréttamönnum, sem reyndu að fara til Gdansk síðdeg- is, var snúið við á leiðinni, en her- inn reisti fljótlega mikla vega- tálma eftir að verkföllin brutust út kl. 9 í morgun. Stundu eftir verkföllin var allt síma og telex- samband við Eystrasaltssvæðið rofið. Krafa verkfallsmanna er að Lech Walesa verði látinn laus úr fangelsi og að Samstaða fái til- verurétt. Herstjórnin lét 308 menn lausa, sem settir voru inn án dóms og laga í desember sl., en Jóhann- es Páll páfi gagnrýndi fangelsanir í kjölfar herlaga harðlega við at- höfn í Péturskirkjunni í dag. Talið var að róstur hefðu brotist út i Stettin þar sem símasamband þangað var rofið, og embættis- maður sagði í einkaviðtali að búist væri við vandræðum í fimm hér- uðum við Eystrasaltið og tveimur annars staðar. Boðað hefur verið verkfall í fyrramálið og hafa verkamenn verið hvattir til að hafast við fyrir utan hlið Iænin-stöðvarinnar ef því verður lokað, en ef sú staða kemur upp, minnir það á atburð- ina 1970, en þá féllu margir verka- menn fyrir utan hliðið í átökum við lögreglu. Leiðtogar Samstöðu hafa hvatt þjóðina til að mótmæla atkvæða- greiðslunni í þinginu á föstudag með fjögurra stunda vinnustöðvun 10. nóvember. Reagan Bandaríkja- forseti hefur mótmælt samþykkt þingsins með nýjum refsiaðgerð- um, og heitið að fá aðrar þjóðir til hins sama. Fjölmargir þjóðarleið- togar hafa um helgina fordæmt ákvörðun pólska þingsins. Sérfræðingar Kohls auðsýna vantrú sína Bonn, 11. október. AP. SÉRFRÆÐINGAR vestur-þýzku stjórnarinnar vöruðu við auknu atvinnu- leysi og nánast engum hagvexti á næsta ári, en Helmut Kohl kanzlari flytur stefnuræðu um efnahagsmál á miðvikudag og var í dag skýrt frá ágreiningi sérfræðinganna fimm og Kohls um efnahagsaðgerðir. Sérfræðingarnir segja ýmsar áætlanir Kohls í rétta átt, en vara alvarlega við hækkun söluskatts um eitt prósentustig, þar sem hann muni einungis draga úr eft- irspurn. Einnig draga þeir í efa ágæti þeirra áætlana Kohls að fjárfesta af krafti í byggingariðn- aði, á kostnað annarra iðngreina. I spá sérfræðinganna segir að Talið að kafbáturinn hafi siglt á sprengju B<‘rga (1ota.st(K>inni, II. október. AP. ÖFLUG neðansjávarsprengja sprakk í sænska skerjagarðinum í dag, i 30 km fjarlægð frá Hársfirði, þar sem óþekktur kafbátur hefur falist, og er talið að kafbátur hafi siglt á sprengjuna. Á sömu slóðum sprungu fjórar 500 kílóa sprengjur á fimmtudag og var talið að kafbátur hefði verið í nágrenni þeirra er flotinn sprengdi þær með fjarstýringu. Sprengjurnar geta hver um sig sökkt kafbáti. Þær voru sprengdar er rafeindamerki gáfu nærveru kafbáts til kynna, þó ekki fyrr en báturinn var talinn í hæfilegri fjarlægð til þess að verða ekki fyrir tjóni. Lítið var annars leitað í Hárs- firði og nágrenni, en öflug gæzla þó við allar hugsanlegar undan- komuleiðir. Sven Carlsson talsmaður sænska flotans sagði í dag, að leitarflokkar hefðu m.a. varpað djúpsprengjum á ísskápa og annað járnarusl á botni Hárs- fjarðar er þeir teldu sig hafa verið á eftir innilokaða kafbátn- um. Sagði Carlsson það einnig há sænska flotanum, að það væri stöðugt erfiðara að finna nýliða með fulla heyrn á bergmáls- hlustunartækin, þar sem diskó- tónlist hefði valdið heyrnartjóni hjá ungu fólki í seinni tíð. Sænski flotinn hefur ekki varpað djúpsprengjum að týnda kafbátnum frá því á föstudag, en talsmenn flotans segja að bátur- inn kunni enn að vera innlyksa, þótt einnig hafi hugmyndum um að honum hafi tekist að flýja .verið varpað fram. Hermt er að hjá yfirmönnum hersins gæti aukins vonleysis um að kafbát- urinn náist. búast megi við að atvinnuleysingj- um fjölgi í 2,25 milljónir á næsta ári, en þeir eru 1,82 milljónir í dag, eða sem nemur 7,5% atvinnu- færra manna. Otto Lambsdorf efnahagsmálaráðherra spáði að framundan væri erfiðasti vetur frá því 1949. Kohl sagði í dag að úrslit kosn- inganna í Bæjaralandi um helgina sýndu að kjósendur myndu styðja efnahagsaðgerðir stjórnar sinnar. Systurflokkur kristilegra demó- krata í Bæjaralandi vann hreinan meirihluta á sama tima og flokkur Hans-Dietrich Genschers utanrík- isráðherra, frjálsir demókratar, var þurrkaður út. Leiðtogar frjáisra demókrata hittust í þrjár stundir fyrir lukt- um dyrum í dag, en voru þöglir að honum loknum. Genscher sagði úrslitin í Bæjaralandi „mikinn ósigur" og þykir formennska hans og pólitísk framtíð í hættu, en þetta er annað áfall flokksins frá því hann dró sig út úr stjórn Helmut Schmidts í september. Hávaðasamur og áhrifamikill minnihluti í flokki Genschers var andvígur brotthlaupinu úr stjórn Schmidts, og er jafnvel talið að takast muni að bola Genscher úr formennsku á flokksþingi í V-Berlín í nóvember. Sjá „Mikill ósigur frjálsra demókrata í Bayern“ bls. 19. Franz-Josef Strauss fagnar vel- gengni flokks síns í kosningunum í Bæjaralandi. Dýrum verkum stolið í Osló Osló, 11. október. Al*. ÁTTA listaverkum eftir þekkta list- málara var stolið úr ríkislistasafn- inu í Osló eftir lokun á sunnudag og er talió aó verðmæti lista- verkanna sé um 3,5 milljónir Bandaríkjadollara. Myndirnar voru eftir Picasso (La Guitare, máluð 1913, og upp- stilling), Rembrandt (Landslag, máluð 1639, og portrett af bróður hans), Van Gogh (fræg sjálfs- mynd), Paul Gauguin (Blóm, og portrett af Mette Gauguin) og Goya (Kvöldmynd, máluð 1810).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.