Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Dagatal fylgiblaóanna * ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * IMIOTEA. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróðleikur og skemmtun Mogganum þínum! * Mjólkurfræðingafélag Islands: Fréttatilkynning VSÍ og VMSS er full af ósann- indum og rangfærslum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Mjólkurfræðingafélagi Islands: Vegna fréttatilkynningar sem Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnufé- laganna hefur sent frá sér og birst hefur í fjölmiðlum um helgina vill samninganefnd Mjólkurfræðinga- félags Islands gera svofellda at- hugasemd: Samninganefnd MPFÍ vill harð- lega mótmæla fréttatilkynningu áðurnefndra aðila, sem er full af ósannindum og rangfærslum. í hinu dæmalausa plaggi sem þeir sendu út til fjölmiðla kemur fram að samningar hafi tekist við nær öll launþegafélög innan ASÍ og vinnuveitenda sem gert var 30. júní sl. Hinsvegar er ekki tekið fram að MFFI sendi atvinnurekendum j bréf um sérkröfur mjólkurfræð- j inga dags. 1. júní sl., eða heilum mánuði áður en kjarasamningarn- ir voru undirritaðir. Þrátt fyrir það kannast enginn úr samninganefnd vinnuveitenda við að hafa séð þetta bréf. Vinnuveitendur reyna á lævísan hátt að vinna almenningsálitið sér til handa með allskyns rangfærsl- um og fullyrðingum um að mjólk- urfræðingar heimti 20% launa- hækkun. Sú fuliyrðing atvinnurekenda að mjólkurfræðingar hafi „vegna mis- taka“ fengið 20% launahækkun fyrr á þessu ári vegna úrskurðar gerðardóms er grófleg hagræðing á sannleikanum. Hið rétta er að gerðardómur, skipaður hlutlausum aðilum, komst að þeirri niðurstöðu að laun mjólkurfræðinga voru orðin það lág miðað við laun annarra iðnað- armanna að þessi 20% voru aðeins leiðrétting á þessum mismun. Svo berstrípaðar eru fullyrð- ingar vinnuveitenda að þeir hika ekki við að segja að iðnaðarmenn taki almennt laun eftir 20. og 23. launaflokki, og í „sértilfellum" samkvæmt 26. launaflokki, þegar það liggur fyrir að ekkert iðnað- armannafélag sem VSÍ semur við er með lægri laun en samsvarar 23.-26. launaflokki og sum allt upp í 31. launaflokk, auk þess sem flest fá fæðis- og flutningsgjald eða þá einhver önnur aukalaun. Það væri líka hollt fyrir þessa ágætu menn að kynna sér yfir- borganir þær sem tíðkast í iðnað- inum. Það eru til opinberar tölur um það. Hver er hlutur mjólkurfræðinga þar miðað við aðrar iðngreinar??? Hvað viðkemur 6 tíma greiðslum á viku á næturvinnukaupi ættu at- vinnurekendur að hafa sem fæst orð. Þeir vita líka að margir aðrir launþegar, t.d. verkamenn og bíl- stjórar sem vinna í mjólkurbúum, hafa einnig þessar greiðslur. Þeir vita líka að sumir hafa meira en þessa 6 tíma. „Til að almenningur geri sér enn betur grein fyrir málinu", svo notuð séu orð atvinnurekenda í títtnefndri yfirlýsingu, skal upp- lýst að þessar aukagreiðslur eiga sér langan aðdraganda, eða allt frá því að mjólkurfræðingar þurftu að vinna alla laugardaga og annan hvern sunnudag mest allt árið, til þess að bjarga verðmæt- um frá skemmdum. Já, til þeirra ára sem þessir ágætu menn bentu á laun mjólk- urfræðinga sem dæmi um himin- háar tekjur, þótt aldrei væri tekin inn í dæmið öll sú gífurlega vinna sem lá á bak við þær tekjur. Enginn íslenskur iðnaður státar af eins örri þróun og mjólkuriðn- aðurinn. Menntun mjólkurfræðinga hef- ur stóraukist á sl. árum og sífellt eru gerðar meiri kröfur til mennt- unar þeirra. Mjólkurafurðir okkar eru í stöð- ugri sókn. Nú er svo komið að íslenskar mjólkurafurðir gefa þeim bestu ekkert eftir, en það getur fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar vitnað um, samanber osta- sýningu í Herning í Danmörku fyrir stuttu. Mjólkurfræðingar eru skyldugir að vinna alla laugardaga og alla sunnudaga og alla helgidaga sé þess þörf, sem algengt er á sumr- in. Þeir geta því ekki farið í helg- arvinnubann eins og tíðkast hjá mörgum verkalýðsfélögum. Helgarvinnan í mjólkurbúunum hefur oft komið í veg fyrir stór- fellda gæðarýrnun mjólkurafurða og mun gera það í náinni framtíð. Það er þvi augljós hagur allra að sú vinna verði framkvæmd áfram. Þetta geta atvinnurekendur illa skilið, enda hefur því miður skort mikið á að fulltrúar þeirra í samn- inganefnd geri sér grein fyrir því hvað mjólk í raun og veru er. Þeir halda sumir hverjir að hún sé eitthvert steindautt fyrirbæri sem megi safna á lager og full- vinna svo löngu seinna. Er einhver búinn að gleyma ónýtu mjólkinni í Reykjavík anno 1981? Þessi yfirlýsing atvinnurekenda er síst til þess fallin að leysa þessa verkfallsdeilu sem þeir eru nú búnir að setja í hnút. Ef það er ætlun þeirra að neyða mjólkur- fræðinga til að skrifa undir nauð- ungarplaggið sem þeir hóstuðu út úr sér sl. fimmtudag, þá er það alger misskilningur. Við munum standa fast við kröfur okkar og hvika í engu þar frá, þótt prósentutalan á kröfum okkar sé allt í einu orðin fjórfalt hærri samkvæmt þeirra útreikn- ingi sjálfra, en hún var er sátta- semjari sleit síðasta fundi sl. föstudagskvöld. Buið i Ameriku Einhleypar konur takið eftir Mates International er stærsta hjónabandsmiðlun í Norður-Ameríku. Við erum með yfir 75.000 karlmenn á skrá hjá okkur sem óska eftir ad kynnast réttu konunni — og það gæti verid þú. Mennirnir munu skrifa upp á 90 daga vegabréfsábyrgð til Bandaríkjanna eða Kanada, borga flugfar og útvega ykkur húsnæði, en allt það sem þú þarft að gera er að senda okkur góda mynd af þér, litmynd eda svart/hvíta mynd og skrifa stutt þréf þar sem þú segir frá sjálfri þér aldri, þyngd, áhugamálum, menntun og starfsgrein og öllum þeim uþþlýsingum sem þú vilt koma á framfæri. Öllum umsóknum frá einhleypum konum á aldrinum 16—55 ára verður veitt móttaka, verða að geta talaö einhverja ensku. (Fráskildar — börn OK), verða að hafa áhuga á aö giftast og setjast að í Bandaríkjunum eöa Kanada. Vinsamlega sendið mynd og per- sónulegar upplýsingar: Vid erum stærstir og beztir, vid veljum mennina af kostgæfni og göngum úr skugga um ad þeir geri þetta af einlægni og áhuga og langi til ad kvænast og geti útvegad tilvonandi konum sínum gód heimili. Svariö eins fljótt og unnt er, vid gefum næsta bækling út eftir 6 vikur og verðum því að fá mynd og uþþlýsingar strax ef þú vilt láta skrá þig. Allt þetta er ókeypis fyrir þig. Svarið í dag og sendið mynd og uþþlýsingar á neðangreint heimilisfang — viö endurtökum — svarió í dag. MATES INTERNATIONAL Hudsons Bay Center 2 BloorSt. E. Suite 2612 Toronto, Ontario, Canada M4W 1A6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.