Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Afmæliskveðja: Guðmundur í Króki 85 ára í dag Með 85 ár að baki í dag, 12. október 1982, stendur Guðmundur Jóhannesson jafn teinréttur og hann stóð fyrir nærri 60 árum er hann fastnaði sér konu og hóf búskap á fæðingarstað sínum í Flyvík í Grímsnesi. Því er erfitt um vik og vill verða fátt um skriftir, þegar slíkur mað- ur á í hlut. Hann hefur að jafnaði gengið á vit ættjarðarinnar — verið hlutlaus um þá hluti, sem varða tízku og prjál, en þó engum lagt illt til í því efni. Við tengdabörn hans, sem þetta ritum, erum fákunnandi í þeim fræðum manngæzku og fróðleiks um íslenzkt líf sem Guðmundur er gæddur. Reynum við þó að senda honum kveðju okkar, til merkis um virð- ingu í hans garð. Byggjum við þessa afmælisgrein á viðtölum við Guðmund og aðra er til hans þekkja. Guðmundur Jóhannesson fædd- ist í Eyvík í Grímsnesi 12. október 1897. Foreldrar hans voru Jóhann- es Einarsson, Einarssonar Ein- arssonar — allir bændur í Eyvík, og Guðrún Geirsdóttir frá Bjarna- stöðum í Grímsnesi. Þau áttu 5 syni og 2 dætur er öll komust upp. Guðmundur hefur getið þess, að sér hafi þótt faðir sinn greindur maður og frjálslyndur í hugsun. Líkaði honum líf sitt vel í uppvexti og minnist þess sérstaklega að aldrei hafi honum orðið sundur- orða við móður sína. Hún hafi enga óvildarmenn átt. Að þeirra tíma hætti, krafðist búið í Eyvík þess, að tekin yrði kaupakona eitt árið sem oftar. Um vorið 1920 birtist þar ung og hugguleg stúlka, er ekki örgrannt um, að Eyvíkurfólk hafi eitthvað til hennar þekkt. Stúikan var Guð- rún Sæmundsdóttir Þórðarsonar múrara frá Reykjavík. Guðmund- ur og Guðrún félldu hugi saman. Vorið 1921 hófu þau Guðmund- ur og Guðrún búskap í Eyvík. Þeirra félagi gerðist Jóhann, bróð- ir Guðmundar. Kolbeinn bróðir þeirra hóf búskap um sama leyti á hinum helmingi jarðarinnar. Guðrún og Guðmundur eignuð- ust sitt fyrsta barn á búskaparár- unum í Eyvík, þann 13. maí 1921. Var það Egill, síðar bóndi í Króki í Grafningi. Guðmundur fann að eigi var framtíð hans og Guðrúnar við þetta skipta jarðnæði í Eyvík. Hóf hann leit að jarðnæði sem hvergi fannst á þeim tíma í Grímsnesi, en gnægð var lausra jarða við Þingvallavatn. Honum var ljós sú staðreynd, að eyðijarðir við Þing- vallavatn væru illa hýstar, girð- ingar engar, en beitiland nokkurt og veiði mikil. Rétt er að geta hér einnar ferð- ar Guðmundar í leit að jörð til ábúðar: Einn dag í fögru veðri í marz- mánuði árið 1922 lagði hann af stað í jarðarleit. Ferðinni var heitið til jarða við Þingvallavatn. Frá Eyvík fór hann á skíðum að Svínavatni, þaðan norður á Lyngdalsheiði. Á háheiðinni, skildi hann skíðin við sig vegna slæms skíðafæris. Stakk hann þeim í skafl og gekk eftir það. Eftir liðlega tveggja tíma ferð frá Svínavatni kom Guðmundur að helli nokkrum, skammt ofan við Laugardalsvelli. Veðrið var milt, krapaelgur eftir hláku og ungi bóndinn bullvotur í fæturna. Hann sá enga skepnu, beitarhús hellisbúanna voru úti í Barma- skarði. Allt var hvítt af snjó. Mjög stór gluggi var á timburgafli í hellismunnanum. Er hann kom að dyrum hellis- ins, birtist húsfreyjan úti fyrir, heilsaði og bauð Guðmundi inn fyrir. Kannaðist hún við föður hans. Var honum boðið upp á kaffi og meðlæti inni í hellinum. Hús- næði þetta var þiljað innan og fannst Guðmundi vistlegt þar. Innst í hellinum var bergleki, notaður sem vatnsból. Hlýlega var þarna í hellinum tekið á móti lún- um ferðamanni, en eftir skamma viðdvöl lá leiðin að Gjábakka, sem þá var í eyði. Síðan að Skógarkoti þar sem gist var um nóttina hjá Jóhanni Kristjánssyni bónda og konu hans. Morguninn eftir hélt Guðmundur enn gangandi að Svartagili, sem þá var í eyði, afar lélegir moldarkofar, en beitiland fagurt. Þaðan fór Guðmundur að Þingvöllum til séra Jóns. Eggjaði prestur Guðmund að taka Gjá- bakka til ábúðar. Hafði Guðmund- ur hug á þvi, en féll frá því síðar, m.a. vegna vandkvæða á að hemja fé sitt frá Eyvík þar. Mun það hafa valdið séra Jóni vonbrigðum Þúkemst'óaá COOPER Hin geysivinsælu COOPER jeppadekk aftur fáanleg síóasta sending seldist upp á svipstundu. Útsölustaðir um land allt JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 að ná ekki þessum unga manni í sveitina. Frá Þingvöllum fór Guðmundur að Arnarfelli við Þingvallavatn. Þar var jörðin til leigu og húsin til sölu, en ekki samdist þar. Á baka- leið til Eyvíkur tók Guðmundur skíði sín úr skaflinum á Lyng- dalsheiðinni. Kom hann að Stóru- Borg örþreyttur og matarþurfi. Síðan kom hann heim til Eyvíkur jarðarlaus. (Þessi frásögn gefur lítinn úrdrátt um þeirra tíma erf- iðleika, samgöngur, ákveðni og dugnað þessa manns að sjá sér og sínum farborða.) Jörðin Nesjavellir í Grafningi losnaði til ábúðar árið 1923. Tóku þeir bræður, Guðmundur og Jó- hann, jörðina á leigu. Fagran vormorgun í áliðnum júní var Guðmundur ferðbúinn ásamt skylduliði sínu á hlaðinu í Eyvík. Söknuður var í sinni unga fólks- ins, ekki sízt Guðrúnar, en henni hafði liðið vel í Eyvík. Jóhannes gamli var kvaddur, en Guðrún kona hans var þá látin. Þrír hestar voru til ferðarinnar, einn sat Guðrún í söðli, þá 19 ára gömul, með Egil son sinn tveggja ára bundinn við sig með trefli. Laufey systir hennar sat annan hest, þeim þriðja var beitt fyrir vagn. Hestarnir hétu Skjóni, Jarp- ur og Bleikur. Guðmundur og Jó- hann teymdu vagnklárinn og kýrnar, önnur hét Grána, nafn hinnar hefur fallið í gleymsku. í vagninum var m.a. sængurfatnað- ur, glertau, pottar og önnur eld- húsáhöld, koffort og gömul kista. Guðrún á koffortið enn þann dag í dag, sem var smíði föður hennar og fermingargjöf. Ýmsar tunnur og koppar urðu eftir, sem Jóhann kom með seinna, svo og féð. Áð var milli Alviðru og Torfastaða í Neðri Grafningi, en þangað var um það bil fimm tíma ferðalag. Þar var náð í bita og gripirnir hvíldir. Um kvöldmat- arleytið komu þau að Ulfljótsvatni og fengu þar volga mjólk, skyr og kvöldmat. Þar var gist um nóttina, hjá þeim hjónum Kolbeini frá Hlíð og Geirlaugu frá Nesjavöll- um. Næsta dag var komið að Vill- ingavatni, til Magnúsar Magnús- sonar og Þjóðbjargar Þorgeirs- dóttur, sem talin var ein fegursta kona kjördæmisins. Svo feginn varð bóndinn á Villingavatni er hann heimti þetta unga fólk í sveit sína, að hann leiddi kýr Guðmund- ar beint í slægju. Dvalizt var þar skamma stund, þegið kaffi og síð- an farið. Áfram hélt fólkið með kerruna til fyrirheitna landsins. Enginn var vegur upp Grafning, en rudd hafði verið kerrubraut frá Hagavík að Villingavatni áður fyrr. Það gerði Guðbjörn í Haga- vík, en hann fór í vatnið. Frá Hagavík var skrönglazt eftir gam- alli hestagötu að Nesjavöllum. Þar var fátæklegt og frumbýlingslegt um að litast. Moldargólf var í gangi og eid- húsi, sem var hlóðaeldhús. Timb- urgólf annars staðar og gamall baðstofustíll að öðru leyti. Nóg var til matar, rjúpan ropaði á stétt- inni. Rjúpnasúpa þótti góð. Sil- ungur veiddur í Þingvallavatni, et- inn saltaður og nýr. Silungurinn gaf nokkuð í aðra hönd, mikið var fyrir því haft, rekið í nótt eftir nótt. Veiðin borin á bakinu heim, sem var klukkustundar gangur frá vatni og oft þung ef vel veiddist. Síðan var farið með silung Dyra- veg að Kolviðarhóli sem var þriggja tíma lestarferð og erfið með baggahest. Þaðan flutt með bifreið til Reykjavíkur. Samfara búskap á Nesjavöllum, sem nánast var biðtími, svipuðust þeir bræður, Guðmundur og Jó- hann, eftir nýrri jörð til kaups og ábúðar. Þess verður að vænta, eftir búskaparlagi og afkomu þeirra Guðmundar og Guðrúnar síðar, að Grafningurinn hafi tekið hlýlega á móti þessu fólki á faraldsfæti, sem flutti sjálft sig og búslóð á hestum og hestakerru frá Eyvík að Nesja- völlum í Grafningi. Hagmælska, rómantík og blíða hafa alla tíð Guðmundar einkennt hann. Heillaður af fegurð sveitar sinnar orti hann: I dalnum tagra mig dreymir um disemdir líf.sins og hnoss. Ilann mærastar minningar geymir og morgunsins sólrortakoss. Kg elska hans einveru hljóóa og ilmandi hlómakrans. Ilann knýr mig til lífsgleói og Ijóóa um litskrúd oj» tijrnarsvip hans. Og reykirnir lyftast og lækka og líóa sem hlævalag. Oj» heiðafujrlarnir hækka sinn hjartnæma j'leðihraj'. Ojj la kirnir hjalandi hoppa «JÍ hrynja í cljúfraþrönj;. Og laufgresið lamhærnar kroppa við laðandi vorsins sóng. Ojj Ofærujrilið sig grettir með gínandi hengiflug. í herginu hlóðrótin sprettur og harnanna gleður hug. Ouðm. Jóh. Þann 17. september 1923 fædd- ist Guðrún Mjöll. Mannlífið er margbrotið, en fábrotið líf þeirra er þarna bjuggu var að mörgu leyti gott. Mannaferðir voru ekki tíðar, enda staðurinn afskekktur og samgöngur eins og geta má nærri. Þau Guðmundur og Guðrún voru gefin saman á Nesjavöllum, að kvöldi Þorláksmessu 1924. Séra Guðmundur Einarsson kom fót- gangandi frá Þingvöllum til at- hafnarinnar. Þann 25. febrúar 1925 fæddist Áslaug Fjóla. Þessir krakkar eiga heima í Fossvogshverfi en þar efndu þau til hlutaveltu til ágóða fyrir aldraða á „Ári aldraðra“. — Alls söfnuðust 130 kr. og krakkarnir sem að þessu stóðu heita Ingi I»ór Guð- mundsson, Árni Steingrímur Sigurðsson, Hjördís Guðmundsdóttir, Ásta R. Oladóttir og Steingrímur Ólason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.