Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Fólk og fréttir í máli og myndum Gordon Banks, markmaður Englands í lokakeppni HM 1966, sem árið 1972 missti svo til alla sjón í bílslysí, er kominn aftur til Stoke City, liðsins sem hann spil- aöi áöur með. Banks, sem varla greinir bolta frá spörfugli, er þó ekki kominn í markið aftur eins og gefur að skilja, heldur er hann sérstakur markmannaþjálfari þeirra Peter Fox og Eric Mcman- us. — O — Carlos Alberto, fyrirliði lands- liðs Brasilíu 1974, hefur ákveðið að hætta með New York Cosmos. Hann var stoð og stytta liösins er þaö tryggði sér noröur-ameríska meistaratitilinn 1977, 1978 og 1980, en skipti síöan í maí 1981 yfir í California Surf vegna mis- sættis viö þáverandi þjálfara Cosmos, Hennes Weisweiler. Carlos spilaöi reyndar aöeins með Cosmos í innanhúsdeildinni á síðasta keppnistímabili. — O — Sammy Mcllroy, 30 ára gamall og fyrirliöi N-írlands í heims- meistarakeppninni, hefur yfirgef- ið sitt gamla félag, Manchester United, síöastur hinna svokölluðu „Busby-stráka“, en svo voru þeir kallaðir sem Matt Busby, fyrrver- • í sex-daga-hjólreiðakeppninni sem fram fer árlega í Evrópu eru fagrar meyjar til staðar til að trekkja að áhorfendur, eöa hvaö? Fer „sex“ og sex-daga-hjólreiöakeppni saman? íþróttir og kroppasýn- ingar? Um það má deila, en allt er gott ef endirinn er góður. • Þegar mikil þrengsli eru á íþróttavöllum og erfitt er að fylgjast með, er oft gripið til ýmissa ráða til að sjá betur. I tenniskeppni í V-Þýska- landi brá þessí ungi maður á það ráð að hafa stiga með sér á völlinn. Útkoman: Stúkusæti án þess aö borga eyri. • Þaö er orðinn fastur liöur að fagna stórsigrum í íþróttum með því aö væta kverkarnar með kampavíni. Hér eru það Evrópumeistararnir í körfuknattleik, Sqibb Cantu frá Ítalíu, sem senda víngusu yfir áhorf- endur og Ijósmyndara um leið og flaskan er opnuö. • Stærsti knattspyrnuvöllur í heimi. Hann er engin smásmíði. Maracana í Rio tekur 220 þúsund manns. Hér má sjá völlinn og áhorfendastæðin þéttskipuð. andi framkvæmdastjóri, geröi fræga sem unglinga á árunum 1950—1960. Mcllroy, sem spilaö hefur fyrir Manchester United í 15 ár, var seldur til Stoke City fyrir 250.000 pund. — O — Gríska forystudeildarliöiö Ap- ollan hefur ráöiö hinn 43 ára gamla vestur-þýska Gerd Prakap sem þjálfara. Samningurinn gildir í 16 mánuði og gefur Prakap 25.000 kr. í mánaöarlaun. — O — New York Cosmos hefur gert VfB Stuttgart tilboð upp á næst- um 9 milljónir kr. fyrir Didier Six, en þýska liðið vill bara alls ekki sleppa þessum franska lands- líðsmanní. — O — Ungverska knattspyrnusam- bandiö hefur fyrirskipað að eng- inn knattspyrnumaður skuli þéna meira en sem nemur 1500 kr. yfir mánuöinn. — O — Samningurinn sem Charlie George gerði við 4. deildar-liðiö Bournemouth gildir í hvorki meira né minna en einn leik í senn. — O — Þegar það varð Ijóst, að Uru- guay kæmist ekki í lokakeppnina á Spáni, voru 60 leikmenn seldir til liða úti í heimi. — O — Strax eftir heimsmeistara- keppnina á Spáni seldi brasilíska liðið River Plate landsliösmann sinn Nasherto Alanso til Flumin- ense í Rio fyrir röskar 10 milljónir Dkr. — O — Lokauppgjör liðanna Flamingo og Vasco da Gama í Rio de Jan- eiro er orðinn stórviöburöur, sem fáir láta framhjá sér fara þar í landi. Þegar liðin áttust viö síðast í desember 1981 i meistara- keppni um Rio-titilinn, borguöu sig inn á völlinn 161.899 áhorf- endur, en Flamingo vann þann leik, 2—1. Áhorfendafjöldi þessi er sá mesti síöan 4. apríl 1976, þegar 174.770 áhorfendur komu á völlinn. Áhorfendamet á vellinum er hins vegar 213.391, þegar Brasilia og Paraguay áttust viö í úrslitaleik HM 1969. — O — Knattspyrnuliðíð Willem 2 I Til- burg er í svo miklum fjárhagserf- iöleikum, að það á þaö á hættu aö verða lýst gjaldþrota. Liðið skuld- ar um 1 milljón kr., en í fyrra þén- aöi þaö 4 milljónir á því aö selja Tony van Mierlo og Bud Brocken til Birmingham City. Fimmtán þúsund manns undirrituðu skjöl til bæjarstjórnar þess efnis að veita fjárhagsaðstoö, og Johan Cruyff, knattspyrnumaöurinn kunni, hélt ræöu á fundi þar sem hann hvatti alla til að hjálpa Will- em 2. Daginn eftir skoraði Johan Cruyff síöan tvö mörk í 4—1-sigri Ajax. Andstæðingurinn? Jú, Will- em 2. — O — Spánska liðiö Cadiz var svo hundóánægt meö Tékkana tvo, þá Dusan Callis og Jan Pivornik, sem liðið haföi keypt fyrir sam- tals 900.000 kr., aö þaö sendi þá báða heim aftur. — O — Leopolde Lugue sem var fram- herji argentínska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni 1978 klæðist nú aftur blá-hvítröndóttu peysunni, en þó ekki landsliðs- peysunni. Mexíkanska liðiö Tampico sem hann hefur spilaö meö hefur nefnilega leigt hann til eins tímabils til Racing fyrir 400.000 Dkr. Peningar þessir fara þó ekki í vasa þeirra Tampacom- anna heldur til þriðja liösins, sem komíö er inn í myndina Velez Sarsfield. Málið er það aö Tamp- aco fékk leigðan markmanninn Landaburu frá Velez Sarsfield en hafði ekki enn borgaö leiguna og lét því Leopolde vinna fyrir leig- unni hjá Racing. Juri Gavrilov framherji rússn- eska landsliðsins lenti í heilmikl- um erfiöleikum eftir einn leikinn í lokakeppni um heimsmeistaratit- ilinn, þegar hann var kallaður í læknisskoðun þar sem athugað var hvort hann hefði neytt örv- andi lyfja fyrir leikinn. Þegar taka átti þvagprufu af Juri gat hann með engu móti kreist úr sér einn dropa, jafnvel þó hann hefði drukkið vatn og gosdrykki eins og óður maöur og staðiö á ís- klumpum á meðan. Það var ekki fyrr en honum var fært mikiö magn af bjór að hann gat kastaö af sér nægjanlega miklu þvagi. En þá var komiö babb í bátinn, Juri var búinn aö drekka svo mik- inn bjór aö hann gat ekki staðið á iöppunum og varö því að bera hann heim á hótel, en hvað gera menn ekki fyrir læknavísindi. — O — Erwin Kastedde, 36 ára gamall framherji Werder Bremen hefur ákveöið aö skipta yfir í Osna- briich sem spilar í 2. deild Bund- eslígunnar. Er liðið það níunda sem þessi fyrrum landsliösmaöur spilar með á sínum langa knattspyrnuferli. • Svona á að taka aukaspyrnur í knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.