Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 37 Árið 1927, eftir 4 ára búsetu á Nesjavöllum, festu þeir bræður, Guðmundur og Jóhann, kaup á jörðinni Króki í Grafningi. Þetta var talin drjúg bújörð, ásamt veiði í Þingvallavatni, frá Hagavík að Ölfusvatnsfjalli. Flutt var frá Nesjavöllum að Króki um vorið. Áður var lagður vagnfær vegur frá Nesjavöllum að Hagavík, til flutnings fólks, fénaðar og búslóð- ar. Sauðfé var skilið eftir til hausts. Veginn lögðu þeir bræður með járnkarli, síðan sléttaður með skóflum. Hraun hafði runnið í öndverðu um þessar slóðir. Guðmundur og Jóhann fluttu 260 fjár með gemlingum að Króki um haustið. Að Króki var unnið af dugnaði að uppbyggingu staðar- ins, túnrækt, áveitum og virkjun kom þar árið 1929 og var með þeim fyrstu á landinu. Þeir bræð- ur höfðu það takmark að búa vel, en hafa ekki of mikið umleikis. Vegna kreppunnar urðu þeir að fjölga fé og svo var komið árið 132 að þeir höfðu 400 ær á fóðrum, hvert lamb lagði sig á 7 krónur og greiddu þeir í vexti vegna krepp- unnar 100 lömb. í kjölfar krepp- unnar kom mæðiveikin og voru þá settar á 150 gimbrar, hið flesta meðan veikin gekk yfir. Krókur var með um 560 fjár mest á þess- um erfiðleikatímum. Áður en nokkur traktor kom, var bústærðin 550 ær, 8 kýr í fjósi og 8 hross. Tún voru slegin með orfi og ljá og skipti miklu hvernig staðið var að slíku stórfelldu verk- efni á stórbúi. Sláttur í túni hófst um klukkan hálfátta, en í mýri um klukkan átta. Hætt var slætti um klukkan níu að kveldi. Þeir bræð- ur í Króki fréttu eitt skipti, að Búrfellsbræður byrjuðu slátt klukkan fjögur að morgni. Reyndu þeir Króksbræður þetta háttarlag, gafst ekki vel og var því hætt. I Króki var veiði stunduð jafn- hliða búskap. Þar var gestkvæmt mjög og búskaparreisn hin mesta hjá þeim Guðmundi og Guðrúnu. Jóhann, bróðir Guðmundar, lézt fyrir aldur fram, 9. nóvember 1937, þá 38 ára að aldri, var þá höggvið mikið skarð í fylkingu unga fólksins, sem lagði upp frá Eyvík í upphafi. í Króki fæddust fleiri börn. Þar fæddust Jóhannes Þórólfur Gylfi 20. maí 1931, Sæunn Gunnþórunn 15. júní 1933 og Jóhanna 12. ágúst 1936. Ljósmóðir þessara barna var Kristín Jósepsdóttir frá Bíldsfelli. Þess má geta að ljósmóðir Egils, er fæddist í Eyvík, var Sigríður frá Gelti. Ljósmóðir Guðrúnar Mjallar og Áslaugar Fjólu, sem fæddust að Nesjavöllum, var Sig- ríður Einarsdóttir frá Torfastöð- um. Elfa Sonja fæddist í Landspítal- anum 28. marz 1945 og Erlingur Þór fæddist þar einnig 1. desem- ber 1947. Ljósmóðir þeirra var Jó- hanna Friðriksdóttir. Þau Guðrún og Guðmundur höfðu, eins og sjá má, fyrir mörg- um að sjá, og að auki höfðu þau kaupafólk á hverju sumri, að þeirra tíma sið. Þess ber að geta, að einnig komu fjöldamörg börn til sumardvalar lengri og skemmri tíma og, jafnframt ólu þau upp að nokkru leyti dótturson sinn, Jó- hannes. Öll börn þeirra hjóna hafa tekið miklu ástfóstri við föðurleifð sína, má þar finna verk foreldranna, sem lutu að uppvexti barnanna. Guðmundur og Guðrún lögðu af búskap í Króki árið 1958. Egill sonur þeirra tók þá við búinu. Hér hefur verið fátt eitt sagt af ævi- vegi þessa merkismanns og konu hans. Vegna heilsubrests af völd- um heyryks kvaddi Guðmundur hérað sitt, sem hann hafði valið sér og sínum. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu hafði Guðmundur aldrei misst sjónar á því merki sem hann leit- aði að. Hann hafði unnað fegurð, leitað hennar og fundið hana í hrikalegu og undurfögru umhverfi sögufrægra slóða við Þingvalla- vatn. Kagra sjádu UraCningsgrund, gróðri stráðan völlinn. Vötnin bláu, laufgan lund, Ijósbrýn háu fjöllin. (iuðm. Jóh. Þau hjón festu kaup á íbúð í Ljósheimum 4 í Reykjavík. Lífs- hlaupi Guðmundar frá Króki var ekki lokið. Þrek þessa áræðna manns var ekki í samræmi við lífshætti stórborgarinnar. Hann tók jörðina Krísuvík á leigu og bjó þar frá árinu 1962 til 1963. Hann hafði hug á að kaupa jörðina Herdísarvík en ekki varð af því. Hann unni ljóðum Einars Bene- diktssonar og er einn vísasti mað- ur hérlendis um þann kveðskap. Sjálfur hefur hann ort talsvert sem ekki hefur farið hátt, en sett hefur verið saman bókarkilja í til- efni þessa afmælis hans. Andleg og líkamleg lífsorka Guðmundar frá Króki er undra- verð. Hann hefur frá búskapar- slitum sínum i Króki starfað meira og minna við rif á uppslætti frá nýjum húsum og starfar við það enn þann dag í dag. Hann hefur verið vinsæll hjá vinnuveitendum sínum og enn skortir hann ekki verkefni. Eftir 85 ára afmælið mun hann taka við stórverkefni á þessu sviði og væntanlega ljúka því sem öðru er hann hefur tekið sér fyrir hend- ur á lífsleiðinni. Lít meó gát af lífsins bát, leió frá spjátri ventu. Keyrðu grát og kvíða í mát, klár að sátri lentu. (■uðm. Jóh. Guðmundur Jóhannesson og Guðrún Sæmundsdóttir frá Króki i Grafningi halda hátíðlegt 85 ára afmæli Guðmundar sunnudaginn 17. október nk. í Oddfellow-húsinu við Tjörnina í Reykjavík kl. 15—18. Þau hjón bjóða þangað öll- um er fagna vilja þessum áfanga Guðmundar frá Króki. Gylfi Guðjónsson, Stórateigi 22, Mosf. Helga Thoroddsen, Stórateigi 24, Mosf. Nýju vasamyndavélarnar frá Canon iJj 35mm/auto compactcamera^j SnafifUf 50/20 ekki sambærilegar við venjulegar vasamyndavélar AFSMELLARI AUTO-FOCUS GLUGGI Athugið eftirfarandi eiginleika Snappy-vasam y nda vélarinnar: SnRPPV vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp- ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma. SnRPPV vasamyndavélarnar eru meö sjálfvirka filmuþræöingu. SnRPPV vasamyndavélar eru meö sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur- ábak. SnflPPV vasamyndavélar eru meö innbyggt sjálfvirkt flash. SnflPPV vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar. SnRPPV vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo aö þú náir rétta augnablikinu áöur en það er orðið um seinan. Lítið inn hjá okkur og skoðið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þið um að Snappy er vélin fyrir ykkur. EINKAUMBOÐ A ISLANDI. lyl H Sérverzlun með ljósmyndavörur, Austurstræti 7. Símar: 10966, 26499 Póstsendum írrSÖLUSTAÐIR: Filmuhúsið, Akureyri, Fókus, Reykjavík, Ljósmyndaþjónusta Mats, Reykjavík, Týli, Reykjavík, Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík, Verslunin Eyjabær, Vestmannaeyjum. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? 12 M AI GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGINBLAÐINL Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síöasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituö og með góðu linubili. HOLLENSKAR KASSETTUTÖSKUR Nýkomnar hollenskar töskur fyrir video-spólur og kassettur, gæöavara á góöu veröi. Fás! á útsölustöðum um land allt FÁLKIN N Suöurlandabraut 8, 8. 84870.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.