Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 29 kemiir til þingsetningarfundarins. Með ri Alþingis, Friðjón Sigurðsson. reyna að sameina sundurleitar skoðanir, þannig að minnast megi okkar í sögunni sem heilsteyptrar þjóðar, er kunni fótum sínum forráð á viðsjárverðum tímum, og að orð heimspekingsins megi sannast um hvern Islending. Fyrsti fundur sameinaðs Alþingis: Aldursforseti minntist dr. Kristjáns Eld- járn og tveggja fyrrverandi alþingismanna Dr. Gunnar Thoroddsen aldursforseti Alþingis stjórnaði fyrsta þingfundi sam- einaðs þings í gær, og minntist hann þar þcirra Kristjáns Kldjárn, fyrrum forseta Islands er lést í sumar, og tveggja fyrr- verandi alþingismanna, sem látist hafa frá því þingi var slitið síðastliðið vor, þeirra Jóns Ivarssonar og Odds Andrés- sonar. Fara minningarorð Gunnars hér á eftin A þessum stað og á þessari stundu minnumst við Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta íslands sem and- aðist fyrir tæpum mánuði, 14. sept- ember, 65 ára að aldri. Kristján Eldjárn var fæddur 6. des- ember 1916 á Tjörn í Svarfaðardal. Faðir hans var Þórarinn Kristjánsson Eldjárn bóndi þar, kennari og hrepp- stjóri. Móðir Kristjáns var Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja á Tjörn. Hann fór ungur til mennta, braut- skráðist frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1936 og stundaði síðan nám í fornleifafræði við Kaupmannahafn- arháskóla til 1939 er heimsstyrjöldin rauf þann námsferil. Næstu tvo vetur starfaði hann við kennslu í Mennta- skólanum á Akureyri. Á árunum 1941 — 1944 stundaði hann nám í Há- skóla íslands og lauk þaðan meistara- prófi í íslenskum fræðum vorið 1944. Hann var síðan aðstoðarmaður í Þjóðminjasafni íslands 1945—1947 og þjóðminjavörður 1947—1968. 1. ágúst 1968 tók hann við embætti forseta Is- lands og gegndi því í 12 ár, til 1. ágúst 1980. Síðustu tvö æviárin sinnti hann fræðistörfum. Kristján Eldjárn varð þjóðkunnur snemma á starfsferli sínum. Hann fór víða um land í embættiserindum og kom oft fram í útvarpi. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf önnur með- an hann var þjóðminjavörður. Hann var félagslyndur og gjarnan kosinn til stjórnarstarfa í félögum. Honum var sýndur margs konar sómi fyrir emb- ættis- og fræðistörf, hlaut doktors- nafnbót í heiðursskyni við nokkra er- lenda háskóla. Kristján Eldjárn var gagnmenntað- ur maður og rækti störf síii með áhuga og elju. Hann vann að rann- sókn fornleifa á námsárum sínum og löngum síðar og annaðist þjóðminjar rúma tvo áratugi. Jafnframt ritaði hann margt um þau fræði. Árið 1957 varði hann við Háskóla Islands dokt- orsrit um kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Hann var hagorður og afburðasnjall í ræðu og riti og vand- virkur fræðimaður. Rúmlega fimm- tugur að aldri var hann kjörinn til æðstu metorða, embættis forseta Is- lands, og naut hylli þjóðarinnar í því starfi. Sinnti hann því embætti sem öðrum störfum sínum með árvekni, háttprýði og málsnilld. Kristjáns Eldjárns hefur verið minnst í mörgum sannyrðum eftir andlát hans. í hugum okkar, sem eftir stöndum, býr söknuður vegna fráfalls hans um aldur fram, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt hann meðal okkar. Hann var sómi Islands. Sem slíkur lifir hann í minningu okkar og í sögu þjóðar sinnar. Ég vil biðja þingheim að minnast hins látna fyrrverandi forseta ís- lands, doktors Kristjáns Eldjárns, með því að rísa úr sætum. Frá lokum síðasta þings hafa and- ast tveir fyrrverandi alþingismenn sem hér verður minnst. Jón Ivarsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri og síðar forstjóri andaðist 3. júní, 91 árs að aldri. Oddur Andrésson bóndi, sem átti hér mörgum sinnum sæti sem varaþingmaður, andaðist 21. júní, á sjötugasta aldursári. Jón ívarsson var fæddur 1. janúar 1891 á Snældubeinsstöðum í Reyk- holtsdal. Foreldrar hans voru hjónin ívar bóndi þar Sigurðsson og Rósa húsfreyja Sigurðardóttir. Hann stundaði nám í Hvítárbakkaskóla 1905—1907, í kennaraskólanum fyrri hluta vetrar 1914—1915 og í Verslun- arskólanum 1913—1914 og 1915—1916. Hann var farkennari í Reykholtsdal veturinn 1908—1909, í Lundarreykjadal og Skorradal 1909—1913 og í Andakíl síðari hluta vetrar 1914—1915. Að loknu verslun- arskólaprófi vann hann við verslun í Stykkishólmi 1916—1917, í Borgar- nesi 1917—1921 og var kaupfélags- stjóri í Höfn í Hornafirði 1922—1943. A árinu 1943 varð hann skrifstofu- stjóri Grænmetisverslunar ríkisins og Áburðarsölu ríkisins, en var síðan forstjóri þeirra stofnana 1944 — 1956. A því tímabili átti hann sæti í Fjár- hagsráði 1948—1953 og var síðan einn af forstöðumönnum Innflutnings- skrifstofunnar 1954—1960. Eftir það vann hann lengi lausráðinn hjá Ríkis- útgáfu námsbóka. Hann átti sæti í stjórn Sambands íslenskra samvinnu- félaga 1936—1944 og í stjórn Áburð- arverksmiðjunnar 1951 — 1963. Við aukakosningar í Austur-Skaftafells- sýslu sumarið 1939 var hann í kjöri utanflokka og hlaut kosningu. Sat hann á þingi til vors 1942, á sex þing- um alls. Jón ívarsson var ungur á upphafs- árum ungmennafélagshreyfingarinn- ar hér á landi. Hann gerðist þar liðs- maður og forustumaður í sínum heimahögum. Hann aflaði sér tals- verðrar skólamenntunar. Að loknu verslunarnámi starfaði hann lengi á vegum samvinnuhreyfingarinnar og síðar við stjórnarstörf á vegum ríkis- ins. Hann var reglusamur og starf- samur, sjálfstæður í skoðunum og fastheldinn á þær dyggðir sem hann hafði tamið sér á ungum aldri. Hon- um entist lengi líf og heilsa í rósemi elliáranna eftir langan starfsaldur. Oddur Andrésson var fæddur 24. nóvember 1912 á Bæ í Kjós. Foreldrar hans voru hjónin Andrés bóndi og hreppstjóri þar, síðar á Neðra-Hálsi í Kjós, Olafsson og Ólöf húsfreyja Gestsdóttir. Frá 10 ára aldri til ævi- loka átti hann heimili á Hálsi, vann fyrst á búi foreldra sinna, stóð fyrir búi móður sinnar að föður sínum látn- um, en bjó þar félagsbúi frá 1947, fyrst með bróður sínum, síðar sytii. Hann var varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi tvö kjörtímabil, 1963—1971, og tók níu sinnum sæti á Alþingi á þeim tíma. Æskuheimili Odds Ólafssonar var rómað fyrir myndar- og menning- arbrag. Þar ól hann aldur sinn, stund- aði bú og stóð í framkvæmdum við byggingar og ræktun. Hann kom víða við í félags- og umbótamálum í hér- aði. Hann starfaði í ungmennafélagi, iðkaði hljómlist og stjórnaði söngkór- um. Hann var áhugamaður um skóg- rækt og var í stjórn Skógræktarfélags Islands frá 1968, varaformaður þess 1972—1981. Hann átti sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík frá 1969 og í stjórn Osta- og smjörsölunn- ar frá 1977. Hann var forustumaður i skólamálum sveitar sinnar og héraðs og vann með öðrum að nýrri skipan heilhrigðismála og læknaskipunar í héraði. Hvarvetna gat hann sér orð fyrir samstarfsvilja, ósérhiífni og drenglyndi. Ég vil biðja þingheim að minnast þeirra Jóns Ivarssonar og Odds And- réssonar með því að rísa úr sætum. Gengið frá Dómkirkju til Alþingishúss. Fremst fara forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, biskupinn, Pétur Sigurgeirsson, og Ólafur Skúlason, dómprófastur. Á hæla honum gengur Jón Helgason, forseti Sameinaðs þings, og siðan koma ráðherrar, en af þeim sjást á myndinni: Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, Olafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðherra, Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, og Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. Morgunblaðið/ÓI.K.M. þingmenn undirstriki meir en áður var, hversu þeim hættir ekki síður til en öðrum að vera „mannlegir“, ef með því er átt við það, sem við vildum heldur að fylgdi þeim einum, sem minnu valda en þingmenn. Þegar við fáum ykkur beint inn í stofu hjá okkur og þá á stundum með agnúa- fullu karpi og útúrsnúningum eða vísvitandi misskilningi til að losna við að svara beittri spurningu, þá er eins og nálægðin kalli það meira fram, sem við vildum síður að ein- kenndi ykkur, jafnvel þótt við finnum það í eigin fari, þar sem af ykkur er meira vænzt en gengur og gerist með fólk. Og þegar karpið gerir þátttak- endum, sem eru þó í fylkingu æðstu manna þjóðarinnar, að óvelkomnum gestum í stofum okkar, þá er eins og há sæti missi svip sinn og sá sigi neðar, sem bar sat fyrr háreistur. Eða hví skyldu svo margir hafa haft orð á því, hve ríkulega þess var notið að fá fjóra leiðtoga, sem nú hafa að mestu dregið sig í hlé frá stjórnmálum, heim til sín núna um daginn, þar sem þeir rifjuðu upp at- burði úr þingsögu sjálfra sín og stjórnsýslu? Var það af því, að þeir hafi nú sagt eitthvað það, sem þeim hafi ekki verið ljóst fyrr eða þeim hafi þá fyrst opinberazt eftir að þeir yfirgáfu þingsali? Nei, ég hygg, að ánægjan með þessa þjóðskörunga í sjónvarpsviðtalinu hafi verið í réttu hlutfalli við þá hógværð, sem ein- kenndi viðbrögð þeirra gagnvart sessunautum með fullri tillitssemi. Það leið öllum svo vel að horfa þarna á þá og hlusta á þá, af því að þeir voru ekki að níða skóinn hver niður af öðrum eða að kasta á milli sín hnýfilyrðum svo sem bein bæru, nög- uð og kjöti rúin. Með þetta í huga ætti að vera auð- veldara að svara spurningunni um það, hvort sá kærleikur, sem Kristur hóf í öndvegi, eigi erindi við þing- menn og málflutning þeirra. Og þó að ég sé ekki að segja, að uppgjör Einars Benediktssonar eigi alls kostar heima hér, þar sem líkingin lifir sjálfstæðu lífi og ekki er hægt að heimfæra hana upp á viðfangsefni ykkar, svo háleit sem þau eru, þá má engu að síður af læra: „Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hverja smásál ég er í sátt.“ Og hvað lauk þessum sannindum upp fyrir hinu innblásna skáldi? Feg- urð himins og leikur þeirra ljósa um hásal, sem minnti hann á skapara alls, sem gerði „duftsins son“ þess umkominn að nálgast hinn hæsta og eiga samfélag við hann. Það samfélag köllum við trú, tilbeiðslu, lotningu og hugljómun, en upphafning slíkra andartaka á að birtast í því, hvernig sá sem nýtur lætur kærleikann móta viðbrögð sín í samskiptunum við þá, sem ganga með honum brautir lífs- ins. Slíkur maður leitar eftir því að skilja og setja sig í annars spor, slík- ur maður lætur orð njóta merkingar sinnar, en gerir sér ekki leik að því að færa svo til, að annað komi út en upphaflega var ætlað, slíkur maður leitast við að láta annan njóta sannmælis og meta hvert mál meir út frá tilgangi en tillögumanni. Og slík- ur maður reynir síður að særa, sem hann veit það vel, að betra er heilt en vel gróið. Slíkur maður veit, að lotn- ingin fyrir hinum hæsta mótar við- brögð gagnvart meðbróður: Að elska Guð og að elska náungann. Einfalt er það í framsetningu, en hversu torsótt reynist flestum að fara svo eftir, að ekki verði úr skrípamynd. Þess vegna þarf alltaf að vera að byrja að nýju. Þess vegna þarf alltaf að vera að leið- rétta stefnuna. Þess vegna þarf að gera sér grein fyrir því, að hugljómun andartaksins þarf stöðuga næringu i þeim hversdagsleika, sem getur orðið svo grár að fagurlitir hverfi. Þess vegna þurfum við kirkjuna ekki að- eins á stórum viðhafnarstundum, heldur alltaf, til að vera þannig í ná- lægð við uppsprettuna, sem ein megnar að hreinsa hinn grugguga læk, sem líf okkar breytist svo sorg- lega oft í. Hún nísti angistin í leiðara eins dagblaðsins ekki fyrir löngu, þegar ritstjórinn lét stór orð falla um þá, sem kallaðir eru kristnir í Austur- löndum nær en hafa gerzt sekir um þau voðaverk, sem réttsýna hryllir við. Ekki dettur mér það í hug og vona enginn ætli mér slíkt, að ég sé að réttlæta blóðbaðið ógnarfulla, þó ég bendi á það, að margur er kallaður kristinn til aðgreiningar frá öðrum, þótt frekar sé um að ræða sögulega skiptingu en trúarlega. Þekkjum við þetta frá viðhorfum nær okkur, frá Irlandi, þar sem það eru vitanlega ekki mótmælendur og kaþólskir sem borizt hafa á hatursins banaspjótum, heldur niðjar þeirra forfeðra, sem seldu börnum sinum þann arf í hend- ur, að hatur mótar en ekki kærleikur. Slíkt á sér alls ekki einkenni kristn- innar, hvorki mótmælenda né kaþ- ólskra. Þarna er aftur á móti sífellt verið að leika þá atburði upp á nýtt, sem fortíðin hratt af stað og enn hef- ur vantað þá leiðtoga, sem þora að stíga fram og leiðrétta, já, breyta hatri í kærleika, snúa arfi úr böli í blessun. En sú er ástæða þess, að ég hef gert þennan leiðara að umtalsefni nú, að sú sannfæring hefur styrkzt með mér frekar en hitt, að ekki þurfi að leita svona langt til að finna þá, sem kall- aðir eru kristnir, en sýna það ekki í verki. Voðaverk í fjarlægðinni er auð- velt að fordæma, og geta þar flestir tekið undir. En hversu oft hljótum við ekki sjálf í okkar eigin lífi að hafa sýnt þverrandi áhrif himins? Sá einn brýtur ekki boð Guðs, sem skilur eftir sig blóðidrifna slóð, enda þótt auð- veldast sé að sjá í hverjum friðar- spilli andhverfu þess, sem ætti að einkenna bræður Jesú Krists. Hver og einn, sem lætur hatur, illvilja, öf- und móta viðbrögð sín og afstöðu er að brjóta hið stóra boðorð um kær- leika. Kirkjan skipar ekki fyrir um lausn þjóðfélagslegra vandamála. Biblían varðveitir ekki svör við hverri spurn- ingu, sem upp kann að koma í þing- sölum við væntanleg fundahöld. Þar skyldi aldrei gleymast, að hún á sér sögulegt samhengi og viðmiðun, sem yfirfærist með mestu varkárni frá einum tíma til annars. En sumt er óbreytt frá þeim dögum, er Biblían var að verða til í lífi fólksins, en það er skaparinn að verki og gjöfin í syn- inum blessaða. Kirkjan höfðar því til einstaklingsins í umboði herra síns og vill upplýsa hann án þess að vera með fyrirskipanir. Kirkjan höfðar til barna sinna um ábyrgð hvers skírðs einstaklings og berst fyrir því að hefja hann ofar ryki skóvarpsins til þess að áhrif himins komist þar að, sem hann er að fjalla um mál. Morð í Líbanon sýnir, að þar fer ekki kristinn maður. En hatur á ís- landi sýnir líka mann, sem gengur ekki í fótsporum Krists. Alþingi íslendinga skal sett. Þar ganga til starfa menn, sem þurfa þá upphafningu, sem kirkjan getur veitt, þegar hún færir himin niður til fund- ar við jarðarbúa, af því að enn er það rétt, að svo elskar Guð, að hann gef- ur, gefur son sinn, að við megum fyrir trúna á hann öðlast það líf, sem Guði er þóknanlegt og byggja betra sam- félag. Arfleifð er dýrmæt og lokar aðeins sá, sem fávís er, augum fyrir því. En hitt má enn síður gleymast, að við erum ekki aðeins að þiggja frá forfeðrum okkar og þeim, sem á und- an okkur hafa gengið, heldur erum við engu síður að taka að láni frá börnum okkar og öðrum þeim, sem okkur fylgja. Mun það þá ekki sann- ast, að sá gefur stærstu gjöfina, sem kann að þiggja í trú leiðbeininguna um að elska Guð og láta þann kær- leika ná til meðbræðra. Gefi Guð af náð sinni þessari þjóð slíka leiðtoga, já, gefi hann heimi öll- um þá, sem slíkum arfi skila. í Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.