Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 „Eins og að sjá æskudraumana sína rætastu — sagöi maóurinn, sem fann flakið af Mary Rose, flaggskipi Hinriks VIII, þegar aldan brotnaði á því á ný eftir 437 ár l'orLsmoulh, 11. oklóbcr. Al’. MARY ROSE, Tlaggskip Hinriks VIII Englandskonungs, reis upp úr sinni votu gröf í dag, mánudag, 437 árum eftir art þaö sökk með 660 mönnum í sjóorrustu við Frakka. Það var stórkostlegt að sjá þegar vatnsflöturinn brotnaði og sjórinn féll með boðaföllum af þessu fræga fleyi. Þriggja ára stansiaust strit hafði borið árangur. k'allbyssurnar í Southsea-kastala heilsuðu Mary Rose og buðu hana vel- komna inn í 20. öidina, trega- blandinn tónn barst frá þoku- lúðrum fjölda skipa og mann- fjöldinn á ströndinni hrópaði upp yfir sig af fögnuði. „Þetta er eins og að sjá æsku- draum sinn rætast," sagði Alex- ander McKee, rithöfundurinn og frístundakafarinn, sem fann flakið af Mary Rose árið 1970. „Fólk sagði, að það fyndist aldr- ei og að ég væri ekki með réttu ráði.“ Margaret Rule, fornleifa- fræðingur og formaður sjóðs- ins, sem hefur kostað björgun- ina, skálaði í kampavíni við Karl prins og sagði um leið og hún strauk fagnaðartárin af vanga sínum: „Við erum í sjöunda himni. Við áttum Mary Rose þegar hún sökk en nú er hún allra eign.“ Bretar hafa verið sem á nál- um síðustu þrjá dagana. Alls kyns erfiðleikar hafa komið upp l'rá björgun Mary Rose. Myndin var tekin þegar flakinu af herskipinu var lyft upp úr sjónum undan Portsmouth. símamynd — AP. á og tafið björgunina og í dag rigndi eins og hellt væri úr fötu. Uti við sjóndeildarhring voru líka komnar blikur á loft enda spáð stormi á Ermarsundi. Það óhapp varð í dag þegar verið var að lyfta Mary Rose, að taug í málmrammann, sem settur var um skipið, slitnaði og féll þá ramminn um metra eða svo. I fyrstu var óttast að einhverjar skemmdir hefðu orðið á skipinu en Margaret Rule sagði, að þær væru óverulegar. Mary Rose, sem heitin var eftir systur Hinriks VIII, Mary Tudor, var búin 91 fallbyssu. Hún sökk í júlí 1545 í orrustu á milli Frakka og Englendinga þegar þeir fyrrnefndu reyndu að ná undir sig höfninni í Portsmouth. Enn er óljóst hvort Mary Rose varð fyrir fallbyssu- skoti eða hvolfdi vegna þess, að allt of margir voru um borð, eða 700 manns. Sagt er, að Hinrik konungur hafi verið skelfingin uppmáluð þegar hann horfði á þetta stolt sitt, flaggskipið Mary Rose, umlykjast öldunum og hverfa í djúpið ásamt 660 mönnum. Mary Rose, flaggskipi Henriks VIII, var glæsilegt skip. Það var smíðað 1509—10 og endurbyggt 1545. Það var búið 19 fallbyssum og áhöfnin var 200 sjóliðar, 185 hermenn og 30 skotliðar. Þegar það sökk voru um 700 manns um borð. Ef myndin væri í lit mætti sjá að skutfáninn er i engu frábrugðinn íslenska fánanum nú á dögum. Stjórnarkreppa í Finnlandi eftir 6% lækkun marksins llelsinki, II. október. Krá fréltariUra Mbl., Harry (iranberg. FINNSKA stjórnin, sem er samsteypustjórn fjögurra flokka, lækkaði í gær, sunnudag, gengi finnska marksins um 6% og kvaðst tilneydd vegna 16% gengislækkunar sænsku krónunnar. Tveir af þremur ráðherrum kommúnista greiddu atkvæði gegn gengislækkuninni og er nú stjórnarkreppa yfirvofandi í Finnlandi af þeim sökum. „Þessi gengislækkun er okkur mjög óljúf en við áttum ekki ann- ars kost vegna gengislækkunar sænsku krónunnar," sagði Kalevi Sorsa, forsætisráðherra, þegar til- kynnt hafði verið um lækkun marksins. Þetta er önnur lækkun marksins á nokkrum dögum því sl. miðvikudag var gengi þess lækkað um 4%. Sorsa hafði krafist þess, að allir stjórnarflokkarnir, jafnaðarmenn, kommúnistar, Miðflokkurinn og Sænski þjóðarflokkurinn, stæðu einhuga að baki gengislækkuninni en á það vildu kommúnistar ekki fallast. Tveir ráðherra þeirra lögðust gegn henni en sá þriðji er í fríi í Búlgaríu. „Þessi ákvörðun þoldi enga bið,“ sagði Sorsa, „en ég mun þó ekki draga neinar álykt- anir af framferði kommúnista fyrr en ég hef rætt við alla leið- toga þeirra." Kalcvi Sorsa Auk gengislækkunarinnar var sett á verðstöðvun fram í miðjan desember, álögur á vín og tóbak auknar frá nk. áramótum að telja og framlög iðnfyrirtækja til tryggingakerfisins lækkuð. Ahti Pekkala, fjármálaráðherra, sagði, að án gagnráðstafana hefði lækk- un sænsku krónunnar valdið því, að tugþúsundir Finna hefðu misst atvinnuna. Formaður Kommúnistaflokks- ins, Jouko Kajanoja, sem er at- vinnumálaráðherra, sagði, að kommúnistar hefðu ekki getað samþykkt gengislækkunina vegna þess, að ekki var gert ráð fyrir neinum bótum til hinna lægst launuðu. Flestum ber saman um, að þessir tveir ráðherrar komm- únista, Kajanoja og Jarmo Wahl- ström, samgöngumálaráðherra, geti ekki lengur setið í stjórninni en það mun þó ekki skýrast fyrr en Kalevi Kivistoe, þriðji ráðherra þeirra, kemur heim frá Búlgaríu. ENÍiIN GENGISLÆKK- UN í DANMÖRKU Stjórn borgaraflokkanna í Danmörku vann að því um helgina að tryggja væntanlegum efna- hagsaðgerðum nægan stuðning á þingi en stjórnin hefur aðeins á bak við sig 66 þingmenn af 179. Orðrómur hefur verið á kreiki um gengislækkun dönsku krónunnar í kjölfar gengislækkunar í Svíþjóð og Finnlandi en Schluter, forsæt- isráðherra, aftekur slíkt með öllu. John R. Vane Sune K. Bergström Bengt I. Samuelsson Nóbelsverðlaun veitt fyrir rannsóknir á prostaglandin Verðlaunahafarnir Englendingur og tveir Svíar Stokkhólmi, 11. október. AP. TILKYNNT var í Stokkhólmi í dag hverjir hlytu Nóbelsverðlaunin í læknis- fræði í ár. Komu þau í hlut þriggja manna, Englendingsins John R. Vane og Svíanna Sune Bergström og Bengt Samuelsson, fyrir uppgötvanir og rann- sóknir þeirra á hvatanum prostaglandin. John R. Vane er 55 ára að aldri og hefur frá 1973 stjórnað læknis- fræðilegum rannsóknum við Wellcome-stofnunina í Becken- ham í Englandi. Sune Bergström er rektor við Karólínska-háskól- ann og hann er einnig formaður nóbelnefndarinnar. Hann er 66 ára að aldri og varð deildarstjóri læknadeildar háskólans árið 1963. Hann hlaut bandarísku Albert Asker-verðlaunin 1977 og hefur lengi þótt líklegur Nóbelsverð- launahafi. Bengt Samuelsson er 48 ára gamall og tók við starfi Bergströms sem deildarstjóri læknadeildarinnar árið 1978. Frá 1976 hefur hann verið gestapró- fessor í efnafræði við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Prostaglandin verður til i maga og kemur í veg fyrir að magasýrur skemmi vefina og valdi magasári. Það er einnig notað til að koma af stað fæðingarhríðum og rjúfa þungun og auk þess eru vonir bundnar við, að það geti dregið úr þeim sáru verkjum, sem stundum fylgja tíðum kvenna. Prostagland- in hefur verið reynt gegn öðrum sjúkdómum, t.d. hefur það reynst vel á sjúklingum, sem þjást af æðaþrengslum í fótum, og á þeim, sem þegar líða af magasári. Prostaglandin og skyld efni eru hluti af nýuppgötvuðu lífeðlis- fræðilegu kerfi, sem er myndað af ómettuðum fitusýrum úr frumu- hýðinu. Efnin leysast úr læðingi þegar starfsemi vefjarins truflast af einhverjum ástæðum, sjúkdómi eða streitu, og það er þeirra hlut- verk að koma á jafnvægi að nýju. Prostaglandin er best lýst með því, að það sé staðbundinn hvati, sem verji frumurnar gegn skyndi- legum truflunum, að því er segir í tilkynningu nóbelnefndarinnar. Bergström varð fyrstur manna til að einangra prostaglandin og sýna fram á efnafræðilega upp- byggingu þess. Hann komst einnig að því, að það er myndað úr ómett- uðum fitusýrum. Vane uppgötvaði prostacyclin, sem er skylt prosta- glandin, og skýrði verkanir þess. Hann komst einnig að því, að asp- irín hindrar myndun prostagland- ins og tromboxane, en síðarnefnda efnið víkkar út æðar og kemur þannig í veg fyrir blóðtappa. Sam- uelsson hefur verið samstarfs- maður Bergströms frá því snemma á sjöunda áratugnum og lagt mikið af mörkum til aukinnar þekkingar á þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.