Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID’, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 17 Barnaverndarnefnd Reykjavlkur 50 ára Arið 1932 voru sett fyrstu ís- lensku heildarlögin um barna- vernd og leystu þau af hólmi ýmis dreifð og sundurleit lagaákvæði, sem vörðuðu þennan málaflokk. Með þessum fyrstu lögum var leit- ast við að koma festu á skipan barnaverndarmála og var þar lagð- ur grundvöllur að þeirri tilhögun sem við búum við í meginatriðum enn þann dag í dag. Um þessar mundir eru því liðin 50 ár frá setn- ingu fyrstu barnaverndarlaganna og fyrsti fundur barnaverndar- nefndar Reykjavíkur var haldinn 11. október 1932. Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 1966. Skv. þeim eru barnaverndaryfirvöld tvenns kon- ar. Annars vegar staðbundnar barnaverndarnefndir og hins vegar barnaverndarráð, sem er áfrýjun- ar- og eftirlitsaðili sem nær til landsins alls. Barnaverndarnefnir eiga að vera í hverjum kaupstað og í hverjum hreppi landsins og eru þær kosnar af viðkomandi sveitarstjórn. Verkefnum barnaverndarnefnda skv. lögum má í stórum dráttum skipta í þrennt, eftirlit, umsagnir og fóstur. Kftirlit: a) Eftirlit með aðbúð og uppeldi barna og ungmenna á heimil- um. b) Eftirlit með hegðun og hátt- semi barna og ungmenna utan heimilis. c) Eftirlit með barnaheimilum og uppeldisheimilum í umdæminu. d) Eftirlit með leiksýningum, öðr- um opinberum sýningum og hvers kyns öðrum skemmtun- um. e) Eftirlit með að barni eða ung- menni sé ekki ofþjakað við þunga eða óholla vinnu með löngum vinnutíma, vökum eða óreglulegum vinnuháttum. Ilmsagnir: a) Umsagnir í ættleiðingarmálum, áður en dómsmálaráðuneytið gefur leyfi til ættleiðingar. b) Umsagnir í forsjár- og um- gengnismálum vegna hjónaskiln- aðar eða sambúðarslita i þeim tilvikum er foreldrar deila um forsjá barnanna. Fóstur a) Fóstur skv. umsókn eða beiðni foreldris. í þessu tilviki er barnaverndarnefnd umsagnar- aðili þvi enginn getur tekið barn í fóstur nema að fengnu samþykki barnaverndarnefnd- ar. b) Fóstur á vegum barnavendar- nefndar er liður í úrræðum sem barnaverndarnefnd getur gripið til vegna vandræða á heimili. Barnaverndarnefndum er fengið mikið vald að lögum. Mál þau sem þær fá til meðferðar eru og oft mjög torveld og úrskurðir nefnd- anna geta orðið miklir örlagavald- ar bæði í lífi barnanna svo og for- ráðamanna þeirra. Nauðsyn ber því til að vanda málsmeðferð alla eftir föngum og rasa ekki um ráð fram. Sérstaklega á þetta við um þau mál sem kölluð eru meiriháttar barnaverndarmál en með því er átt við töku barns af heimili, sviptingu forsjárvalds, kröfu um að barn skuli flutt frá fósturforeldrum eða kröfu um að felldur sé úr gildi úr- skurður um töku barns af heimili eða sviptingu forsjárvalds. Til tryggingar réttaröryggi eru gerðar mjög auknar kröfur til meðferðar mála af þessu tagi: 1) Aukinn meirihluti nefnar- manna verður að samþykkja ráðstöfunina. 2) Héraðsdómari tekur sæti í barnaverndarnefnd ef lögfræð- ingur á þar ekki sæti. 3) Foreldrum eða öðrum forráða- mönnum skal gefið tækifæri til að tjá sig um málið fyrir nefnd- inni. Að jafnaði skal einnig gefa barninu, sem málið varðar, tækifæri til að koma á fund nefndarinnar. 4) Málið skal ákveðið með skrif- legum og rökstuddum úrskurði, þar sem m.a. er vakin athygli á því að bera megi úrskurðinn undir fullnaðarúrskurð barna- verndarráðs. Að öðru leyti gera barnavernd- arlög engar' sérstakar kröfur til málsmeðferðar aðrar en þær að aflað sé sem gleggstra upplýsinga um alla hagi barnsins áður en ákvörðun er tekin og að við ákvörðun sé ennfremur haft að leiðarljósi hvað barninu er fyrir bestu. Skv. barnaverndarlögum má fela félagsmálaráðum vekefni barna- verndarnefnda. Á árinu 1967 var gerð sú skipulagsbreyting í Reykjavík að verkefnum barna- verndarnefndar skv. barnavernd- arlögum var skipt milli nefndar- innar og féiagsmálaráðs, sbr. rgj. um þessa verkaskiptingu frá árinu 1970. Skv. reglugerðinni fer barna- verndarnefnd Reykjavíkur með umsagnir til dómsmálaráðuneytis í ættleiðingar-, forsjár- og um- gengnismálum, úrskurðarvald í meiriháttar barnaverndarmálum auk eftirlits með uppeldisstofnun- um, skemmtunum, vinnu og útivist barna og ungmenna. Meginverk- efni félagsmálaráðs á sviði barna- verndar eru aðstoð við fjölskyldur, eftirlit með aðbúð harna, uppeldi og hegðun utan heimilis, auk að- stoðar og eftirlits með börnum sem eiga í erfiðleikum. Samstarf barnaverndarnefndar Reykjavíkur og félagsmálastofn- unar er einkum framkvæmdalegs eðlis, því yfirmaður fjölskyldu- deildar félagsmálastofnunar er jafnframt framkvæmdastjóri barnaverndarnefndarinnar. Framkvæmdastjóri nefndarinn- ar skipuleggur afgreiðslu og fram- kvæmd barnaverndarmála í sam- ráði við formann barnaverndar- nefndar og lögfræðing nefndarinn- ar, ef sérstaklega stendur á. Að öðru leyti má lýsa vinnutil- högun barnaverndarnefndar á þann hátt að starfsmenn nefndar- innar fá til meðferðar hin ýmsu mál, sem upp koma. Þeir vinna síð- an að undirbúningi þessara mála og gefa skýrslu er málið er tekið á dagskrá hjá nefndinni. Rétt er að benda á að einstaka mál, sem ekki cr ágreiningur um, eru afgreidd af starfsmönnum án þess að nefndin fjalli um þau sérstakiega. Starfsmenn nefndarinnar eru því undirbúnings- og fram- kvæmdaaðilar, en nefndin sjálf ákvörðunaraðili. Barnaverndar- nefndarmenn hafa þannig tak- mörkuð bein samskipti við þá ein- staklinga sem 'eiga mál sín hjá nefndinni, nema í þeim tilvikum er forráðamenn barns koma á fund nefndarinnar til að útskýra við- horf sín. Auk þess er formaður nefndarinnar með fasta viðtals- tíma einu sinni í viku þar sem þeir, sem mál eiga hjá nefndinni, geta komið og rætt þau við formanninn. (Frá FélaRsmálastofnun ReykjavíkurborKar.) Hef opnað lögfræðiskrifstofu aö Bankastræti 6, 2. hæö, Rvík, sími 28505. Tryggvi Agnarsson, lögfræöingur. 13í ilamalkadulinn Colt GL 1982 Vínrauður, ekinn 7 þús. Útvarp. (8 gíra kassi). Verð: 125 þúsund. Honda Quintet 1981 Rauður, ekinn 12 þús. Útvar Verð: 150 þúsund. Fiat Ritmo 1981 Ljósbrúnn, ekinn 17 þús. Verð: 100 þúsund. Citroen GSA 1982 Blásans., ekinn 6 þús. Útvarp, segulband. Verð: 138 þús. Mazda RX 1980 Silfurgrár, ekinn 20 þús. 5 gíra, 138 ha vél. Útvarp. Segulband. Verð: 185 þús. DaLsun Pick-up. Diesel 1981 Gulur, ekinn 50 þús. Útvarp, snjó- og sumardekk. Verð: 140 þús. Subaru 4x4 1800 1982 Rauður, ekinn 6 þús. Sílsalistar og grjótgrind. Verð 190 þús. Ilonda Accord EX 1982 Svartblár, ekinn 30 þús. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp. Bíll eins og nýr. Verð: 160 þús. GolfCL 1982 Svartur, ekinn 10 þús. (Skipti á ódýrari bíl). Verð: 155 þúsund. tth.: Gengisskráning 5.10 '82. 5 gíra var kr. 163.500.-. 5 gíra nú kr. 153.000.-. Sjálfskiptur var kr. 168.000.-. Sjálfskiptur nú kr. 157.000.-. 5 gíra EX var kr. 210.000.-. 5 gíra EX nú kr. 193.000.-. Sjálfskiptur EX var kr. 216.000.- Sjálfskiptur EX nú kr. 198.000.- ■ HONDA Á ÍSLANDI Vatnagöröum 24, sími 38772

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.