Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Ford Econoline 4x4 til sölu árg. 1979, ekinn 28 þús. 8 cyl. 302 Cu.in. sjálfsk. Bíll sem sameinar fjölskyldu-, sendi- og fjallabíl. Verð 270 þús. Uppl. i síma 36068. Leitið ekki langt yfir skammt! w Glerungar fyrir steinleir og jaröleir. Steinleir, postulínsleir, dökkur, Ijós og rauöur jarðleir. Leir sem ekki þarf aö brenna. Rennibekkir og ofnar Öll smærri áhöld • ' c til leirvinnslu. \ (f& jji^- GLIT Söluaðilar: Námsgagnastofnun islands Skólavörubúðin. Sími: 28088 Laugavegi 166 Reykjavík Glith.f. Sími: 85411. Höfðabakka 9 Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Háaleitis- hverfi verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriöjudaginn 19. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. "***wÆk Gestur fundarins verður Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Athyglisvert framtak Um plötu Nýja kompanísins, Kvölda tekur Jazz Birgir ísl. Gunnarsson Fyrir íslenska jazzáhugamenn hlýtur það að vekja athygli þeg- ar út kemur hér á landi plata með frumsamdri íslenskri jazz- tónlist. Það er hljómsveitin Nýja kompaníið, sem hér er að verki, en hana skipa Jóhann G. Jó- hannsson (píanó), Sigurður Flosason (altósaxófón og altó- flauta), Sigurður Valgeirsson (trommur), Sveinbjörn I. Bald- vinsson (gítar) og Tómas R. Ein- arsson (bassi). A plötunni eru 8 lög, sem samin eru eða útsett af hinum ýmsu meðlimum hljómsveitarinnar. í ítarlegri frásögn og viðtölum hér í Mbl. fyrir skömmu lýstu aðstandendur plötunnar tónlist- arferli sínum og hverjir hefðu haft mest áhrif á þá hvern fyrir sig. Þar kenndi margra grasa, en einmitt í hinum fjölbreytilegu áhrifum, sem þeir hafa orðið fyrir, liggur vafalaust skýringin á því, hversu fjölbreytt tónlistin á plötunni er. Fyrsta lagið, titillag plötunn- ar, er íslenskt þjóðlag, „Kvölda tekur", undurfallegt lag í útsetn- ingu Jóhanns G. Jóhannssonar. Skandinavar hafa gert mikið af því að taka gömul þjóðlög og leggja út af þeim í jazztónlist. Ég minnist t.d. plötualbúms „Adventures in jazz and folk- lore“ frá 1965 þar sem ýmsir sænskir listamenn léku þennan leik, þ.á m. píanóleikararnir Bengt Hallberg og Jan Johanss- on. Ékki veit ég hvort þeir í Nýja kompaníinu hafa heyrt þá tón- list, en nokkur tengsl fannst mér þarna á milli. Sama má segja um annað lagið á plötunni, en þar útsetur Jóhann G. Jóhannsson annað íslenskt þjóðlag, „Grát- andi kem ég nú guð minn til þín“. Þriðja lagið á plötunni er „Blúsinn hans Jóns míns“ eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, hæg- ur og notalegur blús. Fjórða lag- ið er eftir bassaleikara hljóm- sveitarinnar, Tómas R. Einars- son. Bassinn byrjar laglínuna, sem er falleg og áheyrileg. Verkið og útsetningin er undir greinilegum áhrifum frá Niels Henning Örsted-Pedersen og er ekki leiðum að líkjast. Á hlið tvö eru jafnframt fjög- ur lög og þar ríður á vaðið lag eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, „Nóg fyrir þetta kaup“, snoturt en átakalítið verk, sem gefur gott tækifæri til að „improvis- era“. Því næst kemur lagið „G.O.“, sem er tileinkað minn- ingu Gunnars Ormslev. Það er Sigurður Flosason, sem hefur gert það lag og ber þungann í því Borgar Garðarsson og Gísli Rúnar Jónsson í hlutverkum sínum. Sigvaldi hinn sænskmenntaði SIGVALDI HINN SÆNSKMENNTAÐI Sigvaldi og sænska línan. Þáttur 1 úr félagsheimili gerður af íslenska sjónvarpinu. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Stjórnandi upptöku: Andrés Indriða- son. Höfundur þessa fyrsta þáttar: Guðný Halldórsdóttir. Þá hefur sjónvarpið loksins mannað sig upp í að framleiða léttan myndaflokk svona einsog til að vega upp á móti Löðri og Dall- as. Ég hélt satt að segja þegar ég heyrði um „Þætti úr félagsheim- ili“ að þeir yrðu dáldið bragðdauf- ir og skandinavískir í aðra rönd- ina en svo reynist fyrsti þátturinn Sigvaldi og sænska línan einmitt ádeila á hinn þrautfúla 3ænska hugsunarhátt sem drepur í dróma allt sem kallast skemmtilegheit. Þessi fyrsti þáttur sem gerður er samkvæmt handriti ungrar lista- konu, Guðnýjar Halldórsdóttur, var lýsandi af léttum húmor, slík- um sem finnst gjarnan í dönskum myndum. Guðný er einnig fundvís á myndefni og minnist ég þess ekki að hafa séð fyrr á hvíta tjald- inu skilgreiningu á því fyrirbrigði sem nefnist „leikstjóri útá- landi". Raunar hef ég ætíð saknað þessa fyrirbrigðis frá því ég kynntist því Leíklíst Ölafur M. Jóhannesson í föðurhúsum. I barnshuganum skipaði nefnilega „áhugaleikstjór- inn“ álíka virðulegan sess og að- stoðarráðherra frá Múrmansk. Borgar Garðarsson leikur hinn sænskmenntaða leikstjóra Sig- valda Jónsson sem tekst á við Þorlák þreytta í einhverju ónefndu plássi útá landi. Er Borg- ar hér óborganlegur og reyndar eins og sniðinn í hlutverkið. Skyggir hann nokkuð á mótleikar- ana, sérstaklega á Gísla Rúnar Jónsson sem mér virtist of reyk- vískur í búningi Þórðar barna- kennara. Má Gísli Rúnar vara sig á að tala ekki einsog vélbyssa. Mér sýndist að aðrir leikarar í þessum fyrsta þætti hefðu ekki haft mik- inn tíma til að skilgreina mátt- arstólpana í leikflokknum. Má vera að leikstjórinn, Hrafn Gunn- laugsson, hafi um of beint athygl- inni að Borgari í hlutverki Sig- valda leikstjóra. Mér fannst nefni- lega þáttur leikfélagsins á staðn- um nokkuð athyglisverður frá hendi textasmiðsins, Guðnýjar Halldórsdóttur. Hvað um það vai hægt.að njóta Sigvalda og sænsku línunnar eftir að hafa bergt á Löðri fyrr um kvöldið. Annars finnst mér misráðið að þessi framhaldsmyndaflokkur skuli ekki hafður seinastur á dagskránni. Ég held að okkur ís- lendinga þyrsti í að sjá okkur sjálfa á skjánum. Það er líka reglulega indælt að setjast niður eftir þátt sem þennan og ræða efnið og efnistökin við sjálfan sig eða aðra. Sú síbylja erlendra kvik- mynda sem dynur á nethimnunni kvöld eftir kvöld skilur oft lítið eftir í miðtaugakerfinu. Máski viljum við hafa það svo. í það minnsta ,’irðist mér Guðný Hall- dórsdóttir á þeirri skoðun að ekk- ert gagn sé að snúast gegn hugs- unarleysi hversdagslífsins einsog það birtist í menningarneyslu sveitafólks. Þessi lífsskilningur Guðnýjar ber þess merki að hún hafi ef til vill þroskast fullhratt sem listamaður. Sé raunar búin að tileinka sér lífsviðhorf sem gjarn- an færist yfir fólk á síðasta skeiði æfinnar þegar hið óumbreytan- lega blasir við. Hvað um það þá er Guðný Halldórsdóttir greinilega fundvís kona sem vafalaust á eftir að tína upp af alafaraleið skringi- leg myndefni. Ég hlakka til að sjá hvar hana ber niður næst en kvíði jafnframt dálítið fyrir næstu þáttum úr félagsheimilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.