Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 45 ^^AKANDI SVARAR j SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Tl TIL FÖSTUDAGS Hellissandur séður úr lofti. (Ljúm. Jón Karl Snorruon.) Fyrir hönd foreldra sinna þakk- aði að mig minnir Hallbjörn, en það sem hann sagði gladdi hug okkar í Kvenfélagi Hellissands, því hann sagðist muna svo vel þegar drengirnir í Keflavík, sem við köll- um fyrir innan ána, hefðu verið að horfa á konurnar fara á peysuföt- um á kvenfélagsfund. Þannig var Kvenfélag Hellissands virt í þá daga. Ég er nú svolítið forlagatrúuð og get ekki að því gert, en annar glugginn í kórnum vísar að sjónum og er mynd sem minnir á björgun. Við þessa sömu athöfn í kirkjunni voru skírð þrjú börn, barn Stein- unnar, sem ég hef áður sagt frá. Síðan var þarna drengurinn, sem fór hér út úr Krossavíkinni fyrir fáeinum árum á kajak, að láta skíra sitt fyrsta barn. Það atvik minnir okkur á síöasta sjóslysið, sem hér varð í sumar, er fjöl- skyldufaðir fórst, en börnum hans tveimur og konu hans, Guðbjörgu Haraldsdóttur, var bjargað naum- lega og sýnir það okkur að krafta- verkin eru að gerast enn eins og á dögum Krists. Maður þessi var mikið prúðmenni og öðlingsdreng- ur. Skúli Alexandersson, alþingis- maður, er góður kunningi minn og ætla ég að nota pennann úr því að ég er byrjuð, og þakka honum fyrir ræðuna, sem hann flutti hér á síð- asta sjómannadegi, en þá minntist hann á viðurkenningu þá, sem Sig- urður Kristjónsson, skipstjóri, hiaut frá forseta íslands. Éins og Skúli sagði átti Sigurður þessa orðu margfalt skilið, þó ekki sé hann lengur aflahæstur yfir landið og margoft hefur hann verið afla- hæstur yfir Breiðafjörðinn, en gleðst nú með ungu drengjunum, sem taka við bikarnum í dag. Og sá, sem tók við þessum bikar í Neshreppi í vor sem leið, var oft búinn að vera með Sigurði á Skarðsvíkinni, en hefur hann allt- af stutt sína menn og hugsað vel til þeirra. Ég veit að þetta allt, sem gerðist í sjómannagarðinum í ár á eftir að komast til skila í Sjómannadags- blaðinu, en þeir fyrirgefa mér þó ég minnist á þetta, enda veit ég að þeir eiga eftir að gera því betri skil. Hallbæjarhjónin, eins og þau voru alltaf kölluð hér, Sigurður og Guðrún, gáfu peningagjöf, en Sig- urður Magnússon var heiðraður af sjómönnum þennan dag og gleði- bros var á ungu sjómönnunum hér á Hellissandi, er þeir klöppuðu og hylltu þessi hjón. Önnur gjöf var færð á þessum degi, hún var frá Gilsbakkahjónunum svokölluðum, en þau gáfu Blikann, elsta árabát- inn sem til er í þessum hreppi. A Hellissandi var nýlega stofn- aður sjóður, sem mig langar til að minnast á, en hann er til minn- ingar um bræðurna Tryggva og Ingólf Eðvarðssyni. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta þorrablóti Umf. Reynis 25. febrúar sl. og er ætlaður til styrktar þeim, sem slasast í íþróttum hjá félaginu og er öllum opinn, sem í hann vilja gefa. Ég vona að einhverjir góðir vilji ljá honum lið, hvort sem þeir eiga heima hér eða eru burt fluttir, en bera góðan hug til félagsins og vilja sýna því þannig þakklæti sitt. Stjórn Umf. Reynis hefur með sjóðinn að gera. Ef einhver hefur haft þolinmæði til að lesa þessar línur, þá langar mig að lokum að minna á hve góða presta við höfum átt. Gaman væri að eiga mynd af þeim öllum, kirkj- an gæti sjálf látið innramma þær. Hver vill gleyma séra Magnúsi Guðmundssyni eða röddinni hans; Hreini Hjartarsyni og morgunbæn hans, Ágústi Sigurðssyni, sem tal- aði svo vei íslenskuna, og Árna Bergi Sigurbjörnssyni, sem til allra náði. Eflaust á nýi ungi presturinn okkar eftir að skipa sér í fylkingu með þessum heiðurs- mönnum, þegar hann lýkur hér sínu starfi. Eg vil líka hafa Frið- þjóf Guðmundsson, meðhjálpara, sem oftast í kirkjunni; hann hefur svo mikið og margt fyrir hana gert.“ Verðlagseftirlit: Lögð megináhersla á það sem vegur þyngst í neyslu almennings Eftirfarandi bréf hefur borist frá Verðlagsstofnun: Verðlagsstofnun vill þakka neytanda fyrir ábendingu í Velvakanda 7. þ.m. um verð á gosdrykkjum í nætursölu á Akranesi. Greiðasala að næturlagi er heimiluð á nokkrum sölustöðum í ýmsum bæjum landsins. All- nokkur aukakostnaður mun fylgja slíkri sölu þannig að ekki er óeðlilegt að álagning sé hærri í nætursölu en ella. Eigandi Söluskálans á Akranesi hefur Vegfarandi skrifar: „Á leið minni vestur Hring- brautina nýlega ók ég á eftir vöru- bifreið með Broyt-gröfu í eftir- dragi, en hún var dregin þannig að framhjólum var lyft með skófl- unni sem hvíldi á palli bifreiðar- innar. Það sem vakti athygli mína var að þegar vörubifreiðin beygði, þá fylgdi grafan ekki aksturslínu bif- reiðarinnar og skapaði þannig stórhættu fyrir hjólreiðafólk. Þessar gröfur eru sérlega hættulegar í umferðinni, þó sérstaklega við framúrakstur, því upplýst að einungis gosdrykkir og samlokur o.þ.h. séu seldar við hærra verði í nætursölunni, en aðrar vörur, þ.e. sælgæti og ýmsar pakka- og dósavörur, séu seldar við óbreyttu verði. Ennfremur upplýsti eigandinn að söluskálinn veitti þá þjón- ustu að selja ekki um lúgu held- ur við borð inni þar sem væru stólar auk þess sem viðskipta- vinir hefðu aðgang að snyrti- herbergi. Vegna ábendingar neytand- ans reynir Verðlagsstofnun nú að leggja mat á þann auka- þær eru illsjáaniegar í eftirdragi vörubifreiða. Það er miður að rétt yfirvöld hafa ekkert gert til að gera slysa- hættuna hverfandi af völdum þessara klunnalegu vinnuvéla sem eiga ekki heima í umferðinni. kostnað sem af nætursölu hlýst og hver eðlileg aukaálagning getur verið. Stofnunin leggur ekki dóm á það fyrr en athugun þessari er lokið hvort verð það sem bréfritari nefnir er óeðli- legt eða ekki. Varðandi þá spurningu neyt- andans; hvers vegna verðlagn- ing er látin viðgangast ef hún er ekki innan leyfilegra álagn- ingarmarka skal eftirfarandi undirstrikað. Starfsmenn Verð- lagsstofnunar reyna eftir megni að fylgjast með verði á vöru og þjónustu. Er lögð megináhersla á það sem vegur þyngst í neyslu almennings þar eð ógjörningur er fyrir starfsmennina að fylgj- ast með verði á öllum vörum á öllum sölustöðum. Stöðugt eft- irlit og vakandi dómgreind hins almenna kaupanda ásamt hinu opinbera eftirliti er því ein for- senda árangursríks verðlagseft- irlits. Athugasemdir um verð- lagningu sem kaupendum finnst óeðlileg eru af þessum sökum vel þegnar hvort heldur er í les- endadálkum dagblaða eða ann- ars staðar. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Styrkur friðarhreyfingunnar fer vaxandi. Rétt væri: Styrkur friðarhreyfingarinnar fer vaxandi. Vinnuvélar í umferðinni: Yfirvöld hafa ekkert gert Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. -Honiagðar KOTO- •nahogny-, eikar furu8p*ni ™Va,lð M akápa r?ftin 0ldhútir>n- rétt'nga»mída. Hvítar plast- hillur 1 30 cm, 50 f °0 60 crn ■ br.idd 244 cm á langd. Hurdir á fata- skápa me® •ikar- •P«»i, til- "un«r undir *»kk og b»». Plast- lagöar hillur me® teak 'nahogany- °8 furuvið •rliki. 60 cir • breidd oc 244 cm í iengd. Til- valið i skápa °8 hillur. Það ar ótrúlegt hvað haogt ar að smíöa úr þessum hobbýplötum, t.d. klssða- sképa, eldhúsinnréttingar, hiHur og jafnvel húsgðgn. KJÖLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846 HITAR HÚSIÐ Á AUGABRAGDI Handhægur GAS HITARI í sumarhusið -hesthúsið- bílskúrinn eða þar sem auka hita er þörf. Höfum einnig fyrirliggjandi gas vatnshitara á góðu verði. Leitið nánari upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.