Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 19 Mikill ósigur frjálsra demó- krata í Bayern Fengu engan mann kjörinn í fylkisþingkosningunum Miinchen, 11. oktober. AP. FRJALSIR demókratar biðu mikinn ósigur í kosningum til fylkis þingsins í Bayern í Vestur-Þýzkalandi, sem fram fóru á sunnudag. Fengu þeir aðeins 3,5% atkvæða og því engan mann kjörinn, en til þess þurfti 5% atkvæða. í síðustu kosningum fengu þeir 6,2% atkvæða og tíu menn kjörna. Litið er á þessi úrslit nú sem viðbrögð kjósenda við stjórnarskiptunum i Bonn. Græn- ingjarnir svonefndu fengu ekki heldur neinn mann kjörinn, en þeir hlutu 4,6% atkvæða. Þetta eru fyrstu fylkisþingkosn- ingar, sem fram fara í Vestur- Þýzkalandi síðan stjórnarskipti urðu þar 1. október sl., en þá mynduðu frjálsir demókratar nýja ríkisstjórn með kristilegum demó- krötum, þar sem Hans Dietrich Genscher, leiðtogi frjálsra demó- krata, er utanríkisráðherra. Eftir Kolbe helg- ur maður Páfagarói, II. október. AP. I’ÁLL páfi tók í gær föður Max- imilan Kolbe í helgra manna tölu fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir annan mann í útrýmingarbúðum nazista í síðari heimsstyrjöldinni. Fór athöfn páfa fram í Páfagarði að viðstöddum 200.000 manns og í hópi þeirra var Pólverjinn Francizck Gajowniczek, maður- inn, sem Kolbe bjargaði frá tor- tímingu. Ilann er nú 81 árs gam- all. Gajowniczek táraðist hvað eftir annað, á meðan athöfnin í Páfagarði stóð yfir. Fimm manns aðrir, sem sloppið höfðu lífs úr útrýmingarbúðunum, voru einnig viðstaddir athöfn- ina. kosningarnar nú viðurkenndi Genscher að þaer væru „mikill ósigur“. CSU, flokkur Franz Jósefs Strauss, hefur áfram mikinn meirihluta á fylkisþingi í Bayern, en þar hefur flokkurinn nú verið í meirihluta í 20 ár. CSU hlaut nú 58,3% atkvæða, en fékk 59,1% í síðustu kosningum fyrir fjórum árum. Vegna brottfalls frjálsra demókrata af fylkisþinginu bætti CSU hins vegar við sig þingsætum nú og fékk 133 í stað 127 áður. Jafnaðarmenn fengu 31,9% at- kvæða nú og 71 þingsæti, en fengu 31,4% og 65 þingsæti í síðustu kosningum. Það eru þannig bara tveir flokk- ar, CSU og jafnaðarmenn, sem nú eiga þingmenn á fylkisþinginu í Bayern. Framsókn græningjanna svonefndu virðist hafa stöðvazt að sinni, en þeir hafa fengið menn kjörna í öllum þeim þremur fylk- iskosningum, sem fram hafa farið í Vestur-Þýzkalandi að undan- förnu. Um 8 milljónir manna voru á kjörskrá í þessum kosningum í Bayern og er talið, að úrslit þeirra gefi mikla vísbendingu um afstöðu almennings yfirleitt til frjálsra demókrata eftir stjórnarskiptin í Bonn. Róm: Mikil reiði vegna morðárásarinnar Róm, 11. október. AP. ÍTALSKA lögreglan leitar nú ákaft að fímm mönnum, sem sáust flýja frá samkunduhúsi Gyðinga í Róm eftir að ráðist hafði verið á það með hand- sprengjukasti og vélhyssuskothríð sl. laugardag. Tveggja ára gamall drengur lést í árásinni og 37 særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. Mikil reiði ríkir meðal Gyðinga vegna þessa atburðar og hafa sumir sakað vestræna frétta- menn og jafnvel páfann um að ýta undir Gyðingahatur með „dekri“ sínu við Palestínumenn. ítalska lögreglan grunar sam- tökin Svarta júní eða önnur hryðjuverkasamtök Palestínu- manna um að standa að baki ódæðinu en að sögn vitna virtust tveir mannanna vera ítalir en aðr- ir tveir sem þeir væru upprunnir einhvers staðar í Miðausturlönd- um. Hryðjuverkamennirnir voru búnir póiskum hríðskotabyssum Daher hand- tekinn Buenos Aires, 11. október. AP. AMERICO Daher, sem stjórnaði landher Argentínumanna í Falk- landseyjastríðinu, hefur verið hand- tekinn fyrir gagnrýni hans á með- höndlun stríðsins í heild af hálfu argentínskra stjórnvalda. I bréfi, sem hann á að hafa sent stjórnvöldum með leynd, á hann að hafa kvartað yfir því, að skuld- inni af óförum Argentínumanna í stríðinu hafi verið skellt á þá sem sízt skyldi. Blöð í Argentínu segj- ast hafa komizt yfir efni þessa bréfs og hafa birt ummæli úr því, þar sem segir m.a.: — Ekki eitt einasta af herskipum okkar tók þátt í stríðinu og eftir að við höfð- um misst fáeinar flugvélar, tók flugherinn engan frekari þátt í hernaðaraðgerðunum. og að sögn lögreglunnar voru handsprengjurnar tékkneskar eða annars staðar að úr Austur- Evrópu. Útför Stefano Tache, tveggja ára gamals drengs, sem lét lífið í árásinni, mun líklega fara fram á þriðjudag en fjögurra ára gamall bróðir hans, Gadiel, er enn á milli heims og helju. Hann fékk í sig ótal flísar úr handsprengjunum og segja læknar að hann hafi misst hægra augað og muni e.t.v. einnig missa hægri handlegg. Borgarráð Rómar hélt sérstak- an fund til að tjá 30.000 Gyðingum í borginni samúð sína og alþýðu- sambandið ítalska hvatti til tveggja stunda allsherjarverkfalls til að mótmæla árásinni. ísraelska ríkisstjórnin hefur fordæmt verknaðinn og segir í yfirlýsingu hennar, að hryðjuverk megi „upp- ræta ef orð og athafnir ríkis- stjórna eða annarra verða ekki til að ýta undir þau“. Með þessum orðum eru Israelar taldir vera að vitna til fundar Páls páfa með Arafat, leiðtoga PLO, nú fyrir skömmu. Shlomo Goren, sem er æðstur rabbía í ísrael, var þó ber- orðari og sagði páfa eiga nokkra sök á ódæðinu. „Hryðjuverkin hóf- ust þegar páfi tók á móti leiðtoga morðingjanna, sem kalla sig PLO, eins og um konung væri að ræða,“ sagði hann. Jómfrúreyjarnar bera nafn með rentu: Þar er allt hreint, fagurt og óspjallað! Við getum nú boðið farþegumokkarferðir tileinnar af þessum óviðjafnanlegu eyjum: St. Thomas. A St. Thomas er allt, sem þarf í ævintýrið: Hvít strönd, heiður himinn, hafið blátt, rólegt umhverfi, óviðjafnanleg náttúrufegurð, aðlaðandi fólk og ótæmandi möguleikar til athafna og afslöppunar. St. Thomas var einu sinni dönsk nýlenda, rétt eins og eyjan okkar, og þess vegna bera götur og byggingar gjarnan nöfn, sem hljóma kunnuglega í eyrum og talsvert ber á frændum okkar Dönum og afkomendum þeirra. Eyjan er lítil og íbúarnir aðeins nokkur þúsund, en öllum sem þangað hafa farið ber saman um að annað eins sæluríki finnist varla á jarðríki. Ferðatilhögun: Farþegar geta valið um hversu mörgum dögum þeir verja í Puerto Rico, en á útleið er gist þar a.m.k. eina nótt, áður en flogið er til St. Thomas. Skipt er um vél í New York í báðum leiðum og þar verður fulltrúi Flugleiða hópnum til aðstoðar. Gistinq: Á St. Thomas er gist á hinu stórkostlega hóteli Virgin Isle Hotel, en á Puerto Rico er hægt að velja um gistingu á E1 San Juan Hotel og E1 San Juan Tower. Verð: Puerto Rico: 1 vika 13.001, 2 vikur 15.791. 3 vikur 18.581. St. Thomas: 1 vika 14.162. 2 vikur 17.374. 3 vikur 20.586. Miðað er við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið flugfar, gisting, flutningur til og frá hóteli og íslensk fararstjór. Jómfrúrferðir verða alla þriðjudaga til 30. nóvem- ber. URVAL FLUGLEIÐIR ÚtsÝn Samvinnuferdir -Landsýn VSQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.