Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 23 Stewart Johnson lék mjög vel ( liöi KR. Hér leggur hann boltann í körfuna. Ljósm. rax. KR ekki í erfiðleikum með Fram í Hagaskóla KR SIGRAOI Fram örugglega í úr- valsdeildinni í körfuknattleik é laugardag meö tíu stiga mun. Viðureign liðanna í Hagaskóla endaði 93—83 KR í vil eftir aö vesturbæjarliðið haföi leitt 47—43 í leikhléi. Fram, sem var én þriggja leikmanna sem settu svo mjög svip sinn á liðið síðastliöinn vetur, þeirra Símonar Ólafssonar, Guösteins Ingimarssonar og Viö- ars Þorkelssonar, átti ávallt undir högg aö sækja og er greinilegt, að líöið er ekki líkt eins sterkt og • fyrra. En ef til vill lagast þaö þegar á veturinn líöur. Jafnræði var meö liðunum í byrjun og um miðjan fyrri hálfleik haföi Fram fjögurra stiga forustu, 26—22, en KR náði að jafna, 30—30. Yfirburöir KR komu síöan hægt og bítandi í Ijós, og smám saman lagöi KR grunn aö öruggri forustu í leikhléi. Þaö voru öörum fremur tveir leikmenn, sem lögöu Þór vann ÞÓR VANN öruggan sigur á Keflvíkingum, 24—18, í 3. deild í handknattleik á Akureyri á föstu- dagskvöldið. ÍBK byrjaöi leikinn af miklum krafti og komst í 3—1 á fyrstu mínútunum og um miðjan f.h. var staðan 7—5 IBK í vil. Þórsarar fóru nú aöeins aö vakna til lífsins og skoruöu næstu 5 mörk og staöan orðin 10—7 Þór í vil. Staðan i hálfleik var 13—9 Þór í vil. i síðari hálfleik hélst síöan þessi munur og var leikurinn aldrei spennandi, Þór ávallt 4—5 mörk yfir, en lokatölur uröu 24—18. Bestu menn Þórs voru Siguröur Pálsson og Guöjón Magnússon, en hjá ÍBK Jón Ólsen og Björgvin Björgvinsson. KR — Fram 93—83 grunn aö forustu KR. Bandaríkja- maöurinn Stuart Johnson og hinn ungi og skemmtilegi leikmaöur Páll Kolbeinsson. Hvaö eftir annaö stal hann knettinum af þungum leikmönnum Fram og brunaöi upp. Páll, sonur Kolbeins Pálssonar, þess kunna körfuknattleikskappa á árum áöur, er mikiö efni og fram- tíöarmaöur, bæöi í landsliði og KR. Staöan í leikhléi var 47—43 og þessi munur hélst lengi framan af síðari hálfleik. Þannig skildu enn fimm stig um miðjan siðari hálfleik, 68—63, en þá tóku KR-ingar góö- an sprett, skoruöu sex stig gegn aöeins tveimur og níu stig skildu liöin. Eftir þaö var sigur KR aldrei i hættu, aðeins spurning um hve stór hann yröi. Lokatölur, 93—83. Það var öðru fremur sterk liös- heild, sem lagði grunn að sigri KR. Stuart Johnson var gifurlega sterkur, skoraöi 41 stig og hirti auk þess mörg fráköst. Páll Kol- beinsson sýndi skemmtileg tilþrif. Drjúgir leikmenn þeir Ágúst Líndal og Stefán Jóhannsson, sem þó er kunnari af því aö verja mark KR í knattspyrnunni þar sem hann er í alfremstu röö. Lítið bar á Jóni Sig- urðssyni, en hann er engu aö síður mjög mikilvægur hlekkur í liði KR, skorar ekki eins mikiö og á árum áöur, en leggur upp margar körfur. Þaö hefur komið illa niöur á leik Fram aö Símon Ólafsson, einn af buröarásum liösins, meiddist fyrir skömmu. Þar er skarö fyrir skildi og illilega vantar breidd í liö Fram. Þeir Douglas Kintzenger og Þor- valdur Geirsson báru af í liði Fram, svo og átti Ómar Þráinsson þokka- legan leik en lítið bar á öörum leik- mönnum. Mörk Þórs: Jón Sig. • (3). Siggi Pált 4, Guó- jón 4, Gunni Gunn 4, Oddur H. 2, Svarrir ö. 2, Sölvi 1, Gestur 1. Mörk ÍBK: Björgvin B. 5 (2), Jón Ó. 5 (2), Snorri J. 3, Björn J. 2, Sigurbjörn G. 1. Leikinn daemdu Ólafur Hereldaaon og Stetán Arneldsson og daemdu vel. AS HandknalllelKur Stig KR skoruöu: Stuart John- son 41, Páll Kolbeinsson 15, Ágúst Líndal 10, Stefán Jóhannsson 8, Gunnar Jóakimsson og Kristján Rafnsson 6 stig hvor, Þorsteinn Gunnarsson 4 stig. Stig Fram skoruöu: Douglas Kintzenger og Þorvaldur Geirsson 29, Ómar Þráinsson 13, Jóhannes Magnússon 7, Lárus Thorlacius 4 og Guömundur Guöjónsson 2. — H.Halls. Hörkuleik lauk með sigri Valsmanna SL. LAUGARDAG léku í íþrótta- húsinu í Njarövík Njarövíkingar og Valur. Var leikurinn bráö- skemmtilegur og svo hnífjafn all- an tímann að aidrei munaöi meira en fimm stigum á liðunum, en oftast var munurinn 1—3 stig eða stóð jafnt. Aö sigurinn lenti Vals megin að lokum má miklu fremur rekja til nokkurra furöudóma í lokakafla leiksins, en aö Valsliöiö hafi verið betra, svo jöfn eru þessi lið, aö sigurinn heföi alveg eins geta orðið Njarövíkinga, ef dómaravitleysurnar heföu veriö þeim í hag. Eitt hið skemmtileg- asta við þennan leik var þó, að þarna var um uppgjör á milli tveggja góðra liða aö ræða, en ekki einvígi á milli tveggja Bandaríkjamanna, eins og svo oft hefur viljaö brenna viö. Valsmenn hófu leikinn af miklum krafti og skoruöu fyrstu 4 stigin á tæpri mínútu, en Njarðvíkingar voru fljótir aö jafna, og á þriöju mínútu var staöan oröin 8:6 fyrir Njarövík. Á fjóröu mínútu var svo jafnt, 10:10, á tólftu mínútu 25:25 og í lok hálfleiksins 43:43, og mun- urinn aldrei meiri en 3 stig. Þessar tölur segja mikið um gang leiksins, sem var eins og áöur segir hnífjafn og spennandi frá fyrstu til síöustu mínútu. Varnarleikur beggja liö- anna var mjög góöur og baráttan í algleymingi, enda fóru villuvand- ræöin fljótlega aö segja til sín og t.d. var Torfi kominn meö 3 villur strax á 7. mínútu. Dwyer hitti illa framan af, en sótti sig er á leiö og var ásamt þeim Jóni og Kristjáni mjög sterkur í vörninni, aö vísu grófur að vanda, en eftir aö hafa fengiö tæknivíti á 17. mín. róaöist hann og átti allt aö þvi prúöan leik sem eftir var. Viö skorunina voru þeir drýgstir Kristján og Dwyer í fyrri hálfleik, en Ríkharður, Torfi og Jón voru einnig mjög goöir. í Njarövíkurliöinu var Valur Ingi- mundarson áberandi bestur og skoraöi 14 stig í hálfleiknum, og Árni, Gunnar og Júlíus áttu allir mjög góöan leik. Alex Gilbert var mjög sterkur í vörninni en hitti illa körfu andstæöinganna. Hann skoraöi aö visu 11 stig í hálfleikn- um, en misheppnuö skot hans voru a.m.k. jafn mörg. i síðari hálfleiknum hélst sama baráttan áfram. Njarövíkingar komust aö visu 5 stig yfir á 4. mín- útu, 56—51, en Valsarar voru fljót- ir aö minnka þann mun og voru komnir 3 stig yfir á 8. min., 63:60, en á 10. mínútu var staðan jöfn, 64:64. En nú fóru villuvandræöi fljótlega aö segja til sín, einkum hjá Njarövíkingum, og eftir rúmar 6 mínútur hálfleiksins fór Júlíus út af meö 5 villur og tæpri mínútu síðar Kristján Ágústsson úr Vals- liöinu. Viö brottför Kristjáns, sem verið haföi einna atkvæöamestur í Valsliöinu, færöist Torfi Magnús- son allur í aukana. Torfi, sem haföi hitt fremur illa framan af hálfleikn- um, skoraöi nú hverja körfuna á fætur annarri og var í leikslok stigahæstur þeirra Valsmanna, ásamt Dwyer, meö 24 stig, þar af 18 í síðari hálfleik. i Njarövíkurliö- inu héldu sömu menn uppi merkinu og í fyrri hálfleik. Alex fór að hitta betur og var frábær í vörn- inni, og Valur hélt áfram sínu striki viö skorunina og eftir 12 mínútur haföi hann skoraö 14 stig, en þá kom fyrsti furðudómurinn. Eftir aö Valur haföi skorað gullfallega körfu, þrátt fyrir aö brotiö væri á honum, var dæmd villa á hann og karfan dæmd af, og þar sem þetta var hans 5. villa uröu Njarðvíkingar aö leika án hans þaö sem eftir var leiksins. Eftir 15 mínútur fór svo Gunnar út af meö 5 villur, og voru þá aðeins tveir eftir úr byrjunarliöi Njarðvíkinga. A 16. mínútu hálf- leiksins voru Valsmenn komnir 5 stig yfir, 77:82, en Njarövíkingum tókst á næstu 2 mínútum aö minnka muninn í 1 stig, 81:82, en þá geröist þaö atvik, sem jafnvel hefur skipt sköpum í leiknum. Árni Lárusson var meö knöttinn í hraöaupphlaupi, er Ríkharöur Hrafnkelsson hljóp í veg fyrir hann. Bjuggust nú allir viö aö Árni fengi 3 vitaskot, en nei, dómararnir dæmdu villu á Árna??? Eftir þetta virtist Njarövíkurliöiö brotna og sigu Valsmenn fram úr og sigruðu með 88:83. Dómarar leiksins voru Sigurður og Gunnar Valgeirssynir. Þeir dæmdu ágætlega framan af leikn- um, en síðustu 10 mínúturnar fór allt í handaskol. Sem eitt dæmi enn um dómgæsluna mætti nefna, aö á 15. mínútu síöari hálfleiks sparkaði og lamdi Torfi Magnús- son Ástþór Ingason í gólfiö. Heföi veriö full ástæöa til aö sýna Torfa rauða spjaldiö, en dómararnir létu nægja aó dæma víti, en gula spjaldið heföi þarna veriö algert lágmark. UMFN: Valur Ingimundarsson *** Ámi Lárusson ★★ Gunnar Þorvaröarson ★ Júlíus Valgeirsson ★ Stigin: Valur 28, Alex 25, Gunnar 13, Árni 9, Júlíus 7 og Ástþór 1. Valur: Torfi Magnússon **★ Kristján Agústsson ★★ Ríkharður Hrafnkelsson ★★ Leifur Gústafsson ★ Stigin: Torfi 24, Dwyer 24, Ríkharöur 13, Kristján 12, Jón 6, Siguröur 4, Leifur 3 og Tómas 2. ÓT. Basl á báða bóga í leik ÍR og ÍBK KEFLVÍKINGAR unnu ÍR-inga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hagaskólahúsinu á sunnudag meó 70 stigum gegn 64, en í hléi var staðan 35—31 fyrir ÍBK. Leik- urinn var ekki sérlega skemmti- legur fyrir augað, en var þó allan tímann spennandí, þar sem jafn- an var mjög mjótt á munum. Ein- kenndist leikurinn af mikilli bar- áttu beggja liöa en talsvert var um misheppnuð körfuskot og hittnin lengst af í ólagi hjá báó- um. Sennilega hafa Keflvíkingar mætt sigurvissir til leiks eftir aó hafa burstaó KR um fyrri helgi. En ÍR-ingar voru ekki á þeim bux- unum að láta í minnipokann og með mikilli baráttu leiddu þeir leikinn lengst af meö 2—3 stig- um, en oft var þó aö sjá jafnt skor á stigatöftunni. Keflvíkingar sigu fram úr þegar sex mínútur voru eftir, komust í 24—21, en síðan skora ÍR-ingar og ná forystunni, 25—24. Þá taka Keflvíkingar aftur vió og komast í 29—25, en aftur jafna IR-ingar, 29—29 þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Keflvík- ingar skoruöu síðan sex stig á lokamínútunum gegn tveimur stigum ÍR-inga. ÍR-ingar byrjuöu vel í seinni hálf- leik og brátt var aftur jafnt, 37—37, og stuttu seinna 41—40 fyrir Keflavík og baráttan í al- gleymingi. ÍBK kemst þá í 46—40, en ÍR jafnar og staöan 46—46 þegar 12 mínútur eru eftir. Enn er hart barist og þótt Keflvíkingar væru jafnan fyrri til aö skora minnka ÍR-ingar jafna muninn og þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 58—56 fyrir ÍBK. En þá sigu Keflvíkingar smátt og smátt fram úr, þótt spennan héldist svo til alveg út leikinn. Þaö sem fyrst og fremst fleytti IBK var sæmilegur varnarleikur. Keflvíkingar högnuöust einnig á slakri dómgæzlu Eiríks Sturlu, einkum í seinni hálfleik. En þaö er ekki réttlátt að kenna ósigur ÍR- inga slakri dómgæzlu, því dómarar eru mannlegir og geta átt misjafn- an dag eins og leikmenn. Þaö sem geröi útslagið er aö ÍR-ingar eru Kana-lausir, Tim Higgins skoraöi nákvæmlega annaö hvert stig Keflvíkinga, 35 af 70, þar af 22 af 35 í fyrri hálfleik, en var þó ekki meö síöustu mínútur leiksins vegna villuvandræða. Hjá ÍBK voru beztir, auk Higg- ins, þeir Jón Kr. Gíslason og Axel Nikulásson, en hjá IR munaöi mest um baráttu Kristins Jörundssonar og Kolbeins Kristinssonar, og Gylfi hirti mörg fráköst og átti góöa spretti í sókninni. Þaö var fyrst og fremst sóknar- leikurinn sem var í ólagi hjá báöum liðum, ekki sérlega beittur og hittnin slæm, en vonandi lagast þaö þegar á veturinn líöur. Hvort liö um sig missti þrjá menn út af meö fimm villur, hjá ÍR Jón Jör- unds og bræðurnir Hreinn og Gylfi Þorkelssynir, en Björn V. Skúla- son, Óskar Þ. Nikulásson og Tim Higgins hjá ÍBK. Stig ÍR: Gylfi Þorkelsson 16, Hjörtur Oddsson 12, Kristinn Jör- undsson 12, Kolbeinn Kristinsson 12, Kristján Oddsson 4, Jón Jör- undsson 3, Hreinn Þorkelsson 2 og Ragnar Torfason 2. Stig ÍBK: Tim Higgins 35, Jón Kr. Gíslason 11, Axel A. Nikulás- son 9, Einar 0. Steinsson 7, Óskar Þ. Nikulásson 4 og Björn V. Skúla- son 4. — ágás. Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu innanhúss veröur í íþróttahúsi Seltjarn- arness helgarnar 16. og 17., og 23. og 24. okt. Keppt verður um Gróttubikarinn sem nú er í vörslu Pósts og síma. Þátttökugjald er kr. 1.000. Þátttaka tilkynnist í síma 25769 milli kl. 13 og 15 (Sigrún). Knattspyrnudeild Gróttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.