Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 Heimsins besti knattspyrnu- bakvörður, Leovegildo Lins Gama - öóru nafni kallaóur Junior • Hann heitir löngu nafni, og er þaö sjálfsagt ein ástæöan fyrir því að hann ber gælunafniö Jun- ior. Hann hefur og unnið sár aöra nafnbót: besti bakvöröur heims- ins. Viö Íslendíngar fengum aö- eins að sjá til hans þegar sýnt var frá heimsmeístarakeppninni í knattspyrnu síðastliöiö sumar. Hans fulla nafn er Leovegildo Lins Gama, en í fótboltaheiminum er hann kall- aður þvr stutta og laggóöa nafni Junior. Junior er langt frá því að sá topp knattspyrnumaður sem venjulegast er tengdur atvinnu- knattspyrnu, þvert á móti hefur hann þaö mörg áhugamál aö fótboltinn er aöeins hluti af til- veru hans. Junior hefur fjárfest talsvert í íþróttaverslunum í Rio, les um hagfræöi og ekki er óal- gengt aö hann fari aö tala um efnahagsástandið í Brasilíu í miðju viðtali um fótbolta. Juníor er einn af mörgum fótbolta- mönnum í Brasilíu sem sýnt hef- ur meðfædda knattspyrnugetu sína baöstrandargestum á hinni kílómeterslöngu Copacabana- strönd við Río. Junior átti á þeim tíma sinn draum en þaö var aö spila í Flam- ingo — og fyrir hönd Brasilíu. Þaö var samt útsendari frá félaginu Botafogo sem fyrstur manna fékk augastaö á Junior, en stjórn liösins fannst ekki þess viröi aö eyöa í hann samning. Hins vegar rættist draumur hans aö hálfu leyti árið 1973 en þá komst hann til Flam- ingo á samning, 19 ára að aldri. Hann spilaði fyrst stöðu miðvall- arspilara í unglingaliöinu, en tók stöóu vinstri bakherja skömmu síöar eftir aö sá síðarnefndi meiddist. Árið eftir var hann valinn í aöalliðið, og þjálfari hans var þá Claudio Coutinho, maöurinn sem bar ábyrgö á landslióinu í Argent- ínu 1978. Áriö 1975 rættist draum- ur Juniors aö fullu og hann fékk aö spreyta sig í landslióinu. Það var því toppurinn af öllu saman er hon- um var falið aö spila sömu stööu á vellinum og hans aöal átrúnaðar- goö frá barnæsku, helgisögumað- urinn Nilton Santos sem spilað haföi meö brasilíska landsliöinu er þaö varö heimsmeistari árin 1958 og 1962. Tele Santana núverandi lands- liösþjálfari Brasilíu metur Junior sem besta vinstri bakvörö allra tíma. Sjálfur bendir Junior á Nilton Santps — eins og hann með aö- dáun og virðingu setur Paul Breitner og ítalann Antonio Cabr- ini efsta á blaö yfir sóknarmenn í heimsmeistarakeppninni 1982. Al- mennt talar Junior þó um liös- félaga sinn Zico sem besta knatt- spyrnumann heimsins í dag. „Hann er sá besti síðan Pele hætti,“ segir Junior. „Allt í lagi Maradona er líka góöur og einhvern daginn veröur hann kannski betri en Zico, en hann veröur aö betrumbæta hugs- un sína inni á vellinum og læra aö brúka hægri löppina til annars en aö hlaupa, labba og standa á.“ Junior átti mikinn þátt í því aö Flamingo vann brasilíska meistaratitilinn 1980 og áriö eftir gat hann enn fagnaö sigri, þar sem Flamingo varö Suöur-Ameríku- meistari og síöan heimsmeistari félagsliða er þaö sigraöi Liverpool 3—0 í lokakeppninni í Tókýó. Þetta sama ár spilaöi Junior líka meö landslióinu sem t.d. fór Evr- ópuferö og vann þar England 1—0, Frakkland 3—1 og Vestur- Þýskaland 2—1. Sýndi Junior hvern stórleikinn af fætur öörum í þessari ferð og skoraöi meöal ann- ars sigurmarkið á móti Þýskalandi, þegar hann sendi þrumufleyg beint úr aukaspyrnu yfir markmanninn, Eike Immel, í slána og inn. Junior uppliföi enn stóra stund heima fyrir þetta ár er hann spilaöi sinn fimm hundraóasta leik fyrir Flamingo. Andstæöingur Flamingo í þeim leik var enginn annar en Botafogo — liöiö sem eitt sinn haföi hafnaö Junior sem knatt- spyrnumanni. Leiknum lauk með sigri Flam- ingo, 6—0, takk fyrir síöast. Starf hans sem knattspyrnumaður tekur aö sálfsögöu mikinn tíma frá hon- um og fyrir lið sitt og landslióió spilar Junior í kringum 80 leiki yfir áriö. í sambandi viö hvern félags- leik getur farið langur tími í flug- ferðir á milli staöa og áriö 1981 segist Junior hafa eytt fleiri tímum í loftinu heldur en á fótboltavellin- um. Tómstundum sínum ver Junior einkum viö aö dansa, hlusta á tón- list, syngja, labba úti í náttúrunni, lesa hagfræöi eöa ræóa málin vió bræöur sína þrjá, sem hann um- gengst mikiö. „Það eru nefnilega fleiri mikil- vægir í lífinu en þeir sem hafa eitthvaö meö fótbolta aö gera,“ segir Junior. Aö gefnu tilefni: Jóhannes getur ekki titlað sig sem HM-meistara ’81 Laugardagínn 26. sept. birtist á íþróttasíöu Morgunblaðsins nokkuð langt samtal við norö- lenskan lyftingamann og í fram- haldi af því var sérstakt greinar- korn með heldur niörandi fullyrö- íngum um Lyftingasambandiö í fyrirsögn. Greinarkorniö endar á annarri fullyröingu, að fróölegt yrðí að heyra skýringar LSÍ á meintum slælegum vínnubrögð- um þess. Trúlega hefur sá, er greinar- korniö skrifaói, ætlaö aö hringja og fá að heyra skýringuna, en þar sem sá hefur ekki fundió tíma til þess, hvorki áöur en hann setti fram fullyröingar sínar, né síöar, vil ég færa þær í letur og gefa þannig lesendum umræddrar greinar tækifæri til aö lesa þær. Rétt þykir aö fara nokkrum orö- um um ferð hans á heimsmeistara- mótiö í fyrra, því þar má finna hlufa þess, aö skýringa er þörf nú. Jóhannes frétti þá um keppnina, hvar og hvenær hún færi fram og hann skráöi sig sjálfur til keppn- innar, án þess; aö tilkynna LSÍ þaö, óska eftir keppnisleyfi LSÍ, sem þarf aö gera, né fara þess á leit viö sambandiö aö þaó sæi um það. Sambandiö vissi ekki um aó hann hefói skráö sig til keppninnar fyrr en hann þurfti og óskaói eftir, aö fá staðfestingu LSI á því að hann væri íslenskur meistari og meðlimur íslenska öldungaliösins. Án þeirrar staöfestingar fengi hann ekki keppnisleyfi á mótinu. • Jóhannes með verðlaun þau er hann fékk á síðasta heimsmeist- aramóti öldunga í kraftlyftingum. Enda þótt aldrei hafi fariö fram meistaramót öldunga í lyftingum á íslandi, né landslið öldunga veriö valíð, þá ákvað stjórn LSÍ aó senda þessa staöfestingu utan og gera honum þátttökuna mögulega, enda þótt staöfestingin væri í orö- sins fyllstu merkingu sannleikan- um samkvæm, því viö álítum, aö ef þessar keppnir heföu fariö fram. þá myndi hann vafalaust hafa verið þar í. Þá þykir rétt aö fara nokkrum oröum um keppni í kraftlyftingum. Eiginlega væri réttara aó kalla keppnina kraftþraut, þar sem keppt er í þrem atriðum; hné- beygju, bekkpressu og réttstööu- lyftu og sigurvegari keppninnar er sá, sem lyftir mestri þyngd sam- anlagt úr öllum þrem greinunum. Sé um heimsmeistaramót aö ræöa veröur því sá, sem mestu lyfti sam- anlagt, heimsmeistari. I mörgum mótum, svo sem heimsmeistaram- ótum eru veitt sérstök verölaun — þá oftast minni — fyrir 3 fyrstu sætin í hinum einstöku greinum, sem þökk fyrir góöa frammistööu í greinunum, en þeir veröa ekki heimsmeistarar í greininni, því um þaö er ekki veriö að keppa. í þeim úrslitum sem LSÍ hefur síðan borist frá mótinu, kemur skýrt í Ijós aö annar maður lyfti samanlagt meira en Jóhannes og því varö hann heimsmeistarinn 1981 í 100 kg flokki karla 50—59 ára. Af þessu leiöir aö Jóhannes hefur ekki unnið heimsmeistaratitil í réttstööulyftu í því móti, af því aö ekki var um þaö keppt og getur því ekki titlað sig heimsmeistara 1981. Þá skulum viö snúa okkur aö 1982. Viö vorum viö því búnir, aö Jó- hannes myndi ætla sér á mótið einnig í ár. Því voru honum sendir pappírarnir yfir mótiö strax og þeir bárust til LSÍ og hann beöinn aö fylla út þaö sem þurfti. Voru þetta nokkur atriöi, aöal- lega persónulegar upplýsingar, þær sömu og árið áður. Nokkru síöar var varaformaöur sambandsins á ferö á Akureyri og ítrekaði þá viö Jóhannes að útfylla spurningablaöiö og senda það svo til sambandsins, en það varö að fylgja skráningu. 13. júlí barst síöan beiöni í gegnum síma frá honum um aö pantaó yröi fyrir hann 2ja manna hótel-herbergi og var þaö gert • Junior í lands- líðspeysu Brasilíu. < I meö skeyti til hótels þess, sem framkvæmdaaðili mótsins vísaöi á. 20. júlí bárust svo pappírarnir, sem honum voru sendir, til baka en óútfylltir. Þaö heföi á því mátt skilja aö hann hygöi ekki á för vestur umn haf. Þá var haft samband viö Jó- hannes, þegar hann beið í Reykja- vík eftir aö komast til Færeyja. Þá lofaöi hann aö koma á skrifstofuna en úr því varö þó ekki. Þaö er ekki fyrr en eftir aö til- kynningin átti aó vera komin til mótshaldara aö Jóhannes spuröi hvort ekki væri búiö aö skrá sig. Þaö haföi ekki veriö gert, enda ekki komið fram ósk frá honum, né spurningum svaraö. Þaö var brugöiö skjótt viö, haft telex-samband við ritara Alþjóöa- sambandsins, sem er Svíi og átti aö taka á móti skráningu. Þetta var 19. ágúst. Þessum Svía var tjáö aö vegna sumarleyfa stjórn- armanna LSÍ heföi bréf þeirra bor- ist of seint og hann spuröur hvort Jóhannes kæmist ekki í keppnina. Svíinn brást vel við, því í telexi 23. ágúst, á ensku, staöfesti hann móttöku telexins og þáttöku Jó- hannesar í mótinu. Jafnframt fylgdi telex, sem okkur var uppálagt aö láta Jóhannes fara meö og leggja fyrir mótshaldarann, þegar hann kæmi þangaö. Daginn fyrir brottför, fékk Jó- hannes þetta í hendurnar og brýnt fyrir honum aö leggja þaö fram strax viö komuna þangað. Þar meö höföum við gert allt, sem hægt var að gera, eftir aö Jó- hannes tók viö sér. Aö koma síöan og segja aö sambandiö hafi staöiö sig illa, er aö snúa hlutunum viö. Þaö minnsta, sem hægt er aö ætlast til af þeim sem vilja keppa ytra, er aö þeir láti sambandiö vita um áform sín nógu tímanlega. Vonandi man Jóhannes þaö næsta ár, en samkvæmt viötalinu hyggur hann á framhald þátttöku í þessum karlaheimsmeistaramót- um. Frést hefur aö hann hafi oröiö heimsmeistari að þessu sinni. Fær- um viö honum árnaöaróskir og tökum hann trúanlegan, en árang- ur frá mótinu hefur ekki enn borist sambandinu svo viö getum ekki staðfest aö svo sé. Þar meö vona ég, aö smá- greinahöfundur Morgunblaösins sé nokkru nær og lesendur hafa fengiö aö skyggnast eilítiö bak viö og kynnast gangi mála, en þetta er undantekning. Viröingarfyllst, Guðmundur Þórarinsson formaður Lyftinga- sambands íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.