Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 13 Olís hefur nú tekið í notkun nýtt tæki, olíusugu sem gerir viðskiptavinum kleift að fá skipt um vélarolíu á bílum sínum á ein- faldan og hraðvirkan hátt. Olíusugan sem er til ókeypis afnota, er sett upp miðsvæðis í borginni, á bensínaf- greiðslu Olís við Álfheima, gegnt Glæsibæ. Olíusugan er einföld í meðförum: Sog- röri er rennt niður um olíukvarðagat vélar- innar og óhreina olían sogast upp á auga- bragði. Síðan er nýrri og hreinni olíu hellt á vélina, lesið af kvarðanum til öryggis, - og ekið af stað. Við bendum bíleigendum á að ódýrasta og einfaldasta ráðið til að viðhalda bílvél- inni er að fylgjast vel með olíunni og skipta reglulega. Slíkt stuðlar einnig að minni eldsneytiseyðslu. Við bendum einnig á að Olís býður ein- göngu 1 .flokks gæða olíur frá B.P. og Mobil. Einföld olíuskipti — gjörið svo vel. OLÍUVERZLUIM ÍSLANDS HF. Olíusugan Nýtt tæki ° til þjónustu reíðubúið Að lokum Við erum vonandi sammála um að halda uppi hér á landi þeirri bestu þjónustu sem við megnum að veita hverju sinni. Ef spurning- in um stjórnun heilbrigðisþjónust- unnar vex mönnum svo mjög í augum sem dæmin sanna skulum við snúa okkur að því að leysa það mál, en ekki hlaupa frá því. Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins hafa ályktað um þessi mál bæði 1979 og 1981, ennfremur full- trúaráð og landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga á þá lund að rekstur sjúkrahúsa sé sameigin- legt verkefni allra landsmanna og beri því ríkisvaldinu að sinna því. Þetta mál er margþætt og skoð- anir skiptar. Sem nefndarmaður daggjaldanefndar sjúkrahúsa frá upphafi geri ég mér góða grein fyrir gagnsleysi daggjaldakerfis- ins til mótunar heilbrigðisstefnu. Sem sjálfstæðismaður er ég á móti allri sóun, sem kallar á hærri skatta almennings og sem sveitar- stjórnarmaður í yfir 20 ár veit ég að þetta verkefni, sem til sín tekur 5. hverja krónu af fjárlögum verð- ur að fá verðuga stjórnun fagráðu- neytis sem lýtur pólitískum vilja Alþingis við fjárlagagerð hverju sinni. Annað er óstjórn. fiskveiðar eða fiskvinnslu í landinu, þurfi einhverntíma á starfsferli sín- um að leita til Fiskveiðasjóðs um lán. Veltur því á miklu hverju menn eiga þar að mæta. Þeir eiginleikar Sverris sem ég nefndi áður hafa not- ið sín vel í þessu starfi og þar hefur honum líka komið að góðum notum sú yfirgripsmikla þekking á málefn- um sjávarútvegsins og mönnum og fyrirtækjum í þeim atvinnuvegi, sem hann hafði aflað sér í gegnum störf sín fyrir LIÚ og sem atvinnu- rekandi á því sviði. Hafa störf hans fyrir Fiskveiðasjóð farið honum ein- staklega vel úr hendi og aflað hon- um trausts samstarfsmanna og við- skiptavina. Er okkur, sem starfað hafa þar með honum, þetta vel ljóst og fyrir hönd sjóðsins er mér ljúft að færa honum þakklæti fyrir þau störf. Árið 1968 var Sverrir kjörinn í bankaráð Seðlabanka Islands, en áður hafði hann átt sæti í bankaráði Landsbankans um skeið. Hefur hann verið varaformaður banka- ráðsins síðan 1976. Veit ég, að ég mæli fyrir munn bankastjórnar og annarra sem starfa með bankaráð- inu þegar Sverri er þakkað ágætt samstarf. Það var ekki ætlun mín með þess- ari afmæliskveðju til Sverris Júlíus- sonar að rekja hér svo tæmandi væri þau margvíslegu störf, sem hann hefur gegnt á löngum starfs- ferli, en ég ætla, að það sem hér hefur verið tæpt á sýni vel, að sem kornungum manni var honum sýnt mikið traust og falin ábyrgðarstörf og að hann hefur alla tíð siðan sýnt það, að hann hefur rækt hvert það starf farsællega, sem honum hefur verið falið. En ég get ekki lokið þessu án þess að minnast á konu Sverris, Ingi- björgu Þorvaldsdóttur, sem í meira en 25 ár hefur staðið við hlið hans og búið honum það heimilislega um- hverfi, sem hefur verið honum ómetanlegur styrkur í erilsömum störfum. Þeim báðum óskum við Agústa hjartanlega til hamingju á þessum tímamótadcgi og vonum að þau geti enn notið langra samvista. DaviA Ólafsson Sverrir Júlíusson, forstjóri — Sjötugur í dag verður sjötugur Sverrir Júlíusson, forstjóri Fiskveiðasjóðs Islands, og langar mig af því tilefni að minnast hér stuttlega á manninn og störf hans í gegnum árin. Umhverfis Reykjanesskagann hefur náttúran hagað því svo, að þangað stefna á miðjum vetri og mánuðina þar á eftir milljónir og tugir milljóna af fiskum ýmissa teg- unda í leit að hentugu umhverfi til að auka kyn sitt. Þorskurinn er þar fyrirferðarmestur og hefur þessi fiskmergð orðið grundvöllur hins blómlegasta atvinnulífs á skagan- um, þar sem megin hluti íbúanna lifði af fiski og hrærðist í fiski. Þó þetta hafi að vísu tekið nokkrum breytingum á undanförnum áratug- um, vegna breyttra atvinnuhátta, þá átti þetta enn við í því umhverfi, sem Sverrir Júlíusson fæddist í fyrir sjötíu árum í Keflavík, en sá staður var þá, eins og jafnan síðan, stærstur á Suðurnesjum. Það var því ekki undarlegt að fiskurinn og allt sem honum við kom ætti eftir að verða fyrirferðarmikið í lífi Sverris, svo sem síðar kom fram. Hann var að vísu ekki nema 16 ára gamall þegar hann var gerður sím- stöðvarstjóri í Keflavík, svo snemma var honum sýndur mikill trúnaður. En athafnalífið við sjóinn togaði hann brátt til sín og 22 ára var hann þegar hann hóf eigin út- gerð og hefur alla tíð síðan verið riðinn við útgerð og fiskvinnslu þó önnur störf hafi orðið fyrirferðar- meiri. Sverrir hefur tekið þátt í mörgum fyrirtækjum í sjávarútvegi og einnig á öðrum sviðum og verið falin margvísleg trúnaðarstörf. Það er ekki ætlun mín að fara að telja það allt upp, en læt nægja að minn- ast á fáa þætti í ævistarfi hans sem einir nægja til að halda nafni hans á lofti. I kreppunni miklu, sem gekk yfir efnahagslíf landsmanna á fjórða áratugnum varð sjávarútvegurinn einna harðast úti, einkum vegna þess hversu háður hann var sölu af- urða sinna á erlendum mörkuðum. Undir lok krepputímabilsins bund- ust útvegsmenn samtökum í Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna til þess að vera betur í stakk búnir að gæta sameiginlegra hagsmuna. Tog- araútgerðin hafði haft með sér sam- tök frá því um miðjan þriðja ára- tuginn en nú stofnuðu bátaútvegs- menn einnig sín samtök. Þetta fór hægt af stað á meðan menn voru að þreifa sig áfram enda var bátaút- gerðin dreifð um allt landið, en smámsaman óx þó samtökunum fiskur um hrygg. Útgerðarmenn á Reykjanesskaganum voru hér í for- ustu. Sverrir var kjörinn formaður Landssambandsins haustið 1944 og gegndi því starfi í nær aldarfjórð- ung. Undir forustu Sverris efldust þessi samtök brátt mjög og urðu ein hin öflugustu meðal samtaka at- vinnuveganna. Maður gæti haldið, að forystumaður í slíkum samtökum þyrfti að hafa til að bera hörku bæði til að halda saman svo sundurleitum hópi og einnig til að berjast fyrir hagsmunum meðlimanna. En Sverr- ir sýndi það ekki í sínu starfi. Hann gat verið fastur fyrir þegar það átti við en allt hans starf fyrir samtökin einkenndist meira af lipurð, ljúf- mennsku og sanngirni og það virtist vera honum árangursríkt. Enda naut hann ekki aðeins trausts með- lima samtakanna, sem sést meðal annars á því hversu lengi þeir trúðu honum fyrir forystunni, heldur einnig þeirra aðila, forsvarsmanna ríkisvaldsins, sem hann þurfti oft að leita til í samningum um málefni, sem vörðuðu hagsmuni útgerðarinn- ar. Um þetta get ég vel borið því mörg voru þau skiptin sem við sát- um sitthvoru megin við samnings- borðið og þó stundum hvessti þá jafnaði það sig fljótt. Árið 1970 var Sverrir ráðinn for- stjóri Fiskveiðasjóðs Islands. Er þar sannarlega um að ræða vandasamt trúnaðarstarf, sem snertir sjávar- útveginn mjög. I gegnum Fiskveiða- sjóð fær sjávarútvegurinn megin hluta sinna stofnlána og má segja að hver einasti aðili, sem stundar Sprengju- vargur tekinn Osló, frá fréttaritara Mbl. Jan-Krik Ijiuré. HINN svokallaði sprengju- maður í Osló hefur verið handtekinn og gefin út kæra á hendur honum fyrir að hafa komið fyrir 5 kg dýna- mítsprengju í geymsluhólfi við aðaljárnbrautarstöðina í Osló. í sprengingunni lézt ein kona og margir stórslösuð- ust. Sprengjumaðurinn er aðeins 18 ára og er enn í skóla. Hann var handtekinn fyrir tveimur vikum, eftir að hafa skotið á blaðburðar- barn. Komst þá upp að hann var einnig sprengjumaður- inn alræmdi, en lögreglan hefur leitað hans ákaft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.