Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 39 Helgi J. Theodórsson verkstjóri — Minning Fæddur 19. september 1920 Dáinn 3. október 1982 í dag kveðjum við góðan vin, Helga Theodórsson, sem verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Helgi var fæddur að Svalbarða á Álftanesi, en fluttist 13 ára gamall að Grund í Hafnar- firði. Meðan móðir hans lifði héldu þau heimili saman, seinni árin að Álfaskeiði 42. Það hús byRgði Helgi á árunum 1952—53. Helgi var mikill hug- og dugn- aðarmaður. Hann hljóp ekki á torg með tilfinningar sínar, en börnin okkar og við fjölskyldurnar fengum að finna það heita hjarta sem inni fyrir sló. Fyrir börnin hafði hann ótakmarkaða þolin- mæði, enda fannst þeim ekkert af- mæli, engin hátíð án hans. Eins hefði verið skrítinn fermingardag- ur án Helga. Eftir fráfall móður sinnar fór Helgi að ferðast mikið. Fyrst um landið, en síðan lá leiðin til ann- arra landa. Hann var einn þeirra fyrstu sem notaði sér ferðir Smyr- ils. Þá gat hann ferðast frjáls eins og fuglinn, með gamla góða bílinn sinn. Helgi tók mikið af myndum á ferðum sínum og sýndi okkur þeg- ar heim var komið. Einnig eigum við ánægjulegar minningar frá ferðum með Helga bæði hér að heima og erlendis. Um leið og við kveðjum Helga að leiðarlokum, þökkum við fyrir allar samverustundirnar og alla hans hjálp í gegnum árin. Við er- um þess fullviss að algóður Guð tekur nú á móti honum og leysir hann frá öllum þjáningum. Benni, liulda, Gauja, Gunnar og börnin. Hér má með fyllsta sanni segja: Góður drengur genginn, að vísu nokkuð óvenjulegur maður, maður sem hafði mótað sér sína hætti og Minning: Fæddur 27. september 1925 Dáinn 8. ágúst 1982 Reynir, eins og hann var ætíð nefndur, fæddist í Hafnarstræti 79 á Akureyri, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Anna Jónatans- dóttir (d. 12. febr. 1937) og Hjalti Sigurðsson húsgagnasmiður (d. 3. okt. 1979). Þau hjónin voru bæði Eyfirðingar, hún frá Litla-Hamri en hann frá Merkigili. Reynir var þriðji í röð fimm barna þeirra hjóna. Eldri eru Karl og Rósa en yngri Anna og Hjalti. Ung misstu þau móður sína og hafði það áreiðanlega djúpstæð áhrif á Reyni. Þó reyndist stjúp- móðir þeirra systkina þeim öllum sem besta móðir, en Hjalti heitinn faðir þeirra giftist aftur. Seinni kona hans er Ingileif Ágústa Jó- hannesdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Guðrúnu. Öll systkini Reynis eru búsett á Akureyri með sínar fjölskyldur og hefur ætíð ríkt mikil samheldni í þeim hópi. Hjalti faðir þeirra átti og lét reisa húsið Hafnarstræti 85, steinsnar frá miðbænum, fyrst neðstu hæðina, sem hann notaði sem verkstæði, en síðar þrjár hæðir þar ofan á, sem urðu íbúð- arhæðir. Efstu hæð þessa húss keypti Reynir af föður sínum og bjó þar síðan. Þann 11. okt. 1947 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðríði Önnu Friðriksdóttur frá Grenivík. Þau eignuðust tvær dætur, önnu Lilju og Ingu Hrönn. Þær eru báð- ar giftar og búsettar á Akureyri, rækti þá samviskusamlega sem allt annað. Orsökin til kynningar okkar hjóna við þennan góða mann var, að hann vann hjá Vita- málum ásamt einum af okkar fjöl- skyldumeðlimum og fyrr á árum var það greinilegt, að þann félags- skap kaus hann sér helst, er hann þurfti ekki að sinna móður sinni er hann hélt heimili með. Það leyndi sér samt ekki, að umhyggja fyrir henni var alveg framar öllu öðru. Er hérvist hennar þraut fyrir mörgum árum, varð það alveg greinilegt, að ekkert tafði hann frá því að vera með Rögnu okkar og Valgeiri tengdasyni í ferðalög- um sem fjölskyldufagnaði og börnum þeirra. Það varð manni því vel ljóst, að hann valdi sér ekki stærri félaga- og vinahóp en hann komst yfir að sinna af alhug og njóta gagnkvæmrar umhyggju og vináttu. Það var alveg sama hvort það var austur á Arnarstöðum í Flóa, eða hér í bænum, ef eitthvað var á seyði, þar voru hinar liðtæku hendur Helga til taks, samhugur sem hans eigin væri, ljúfmennska í verki sem við börnin. Er maður heyrði, að þau hjónin Unnur Ragna og Valgeir höfðu skroppið suður í Hafnarfjörð til Helga í heiraboð, eða til einhverrar sam- hjáipar, að neinn annar hefði ver- ið þar fyrir né komið þar. Einn leikbróðir Helga frá bernskuárum mun að ég held vera sá eini er þar kom oft. Á.m.k. einu sinni á ári fór Helgi í ferðalag til nágranna- eða fjarra landa, oftast á sama veg, í sínum nosturhirta bíl og ekki gleymdist myndatöku-úthaldið né viðlegu-útbúnaðurinn svo að til svefns gat hann lagst hvar sem hann óskaði sér og taldi sér öryggi til, í tjaldi sínu eða bílnum. Ekki var erfitt að leita til Helga til hverskonar hjálpar, koma með myndavélina, taka myndir eða sýna myndir, jafn vel fór hvort Anna gift undirrituðum og Inga Eiríki Óskarssyni. Barnabörnin eru sex og voru öll mjög hænd að afa sínum, enda lét hann sér mjög annt um þau. Reynir og Dúdda (eins og hún er jafnan kölluð) voru mjög samhent hjón. Þau bjuggu sér og börnum sínum heimili af bestu gerð. Það fundu þeir sem komu í heimsókn og þeir voru ekki fáir. Gott var að eiga Reyni að vini. Jákvætt viðmót hans, lífsgleði og hressilegt tal, allt var þetta svo uppörvandi og innilegt, að ekki var hægt annað en hrífast með. Það átti ekki við Reyni neitt hálfverk á hlutunum, hann vildi gjarna hafa nóg fyrir stafni og við nutum sannarlega góðs af því, sem í kringum hann vorum. Að búa í haginn fyrir fjölskylduna og hlúa að henni á allan hátt var líf hans og yndi. Reynir vann við verslun alla ævi. Fyrst við „Verslun Eyjafjörð- ur“, sem rak umfangsmikil við- skipti um langt skeið, síðan við byggingarvöruverslun Kaupfé- lagsins. í slíku starfi var hann réttur maður á réttum stað, fljót- ur til orðs og æðis, öruggur og vandvirkur, enda í miklum metum hjá þeim, sem höfðu saman við hann að sælda. Nálægðin við ys og þys miðbæj- arins og hafnarinnar hefur eflaust átt þátt í vali hans á ævistarfi. Bærinn var honum kær og heima- héraðið með sína fallegu náttúru. Áhugamálin voru mörg og tengd- ust flest útivist og ferðalögum. Fyrst deildi hann þessum áhuga- tveggja úr hendi sem í viðmóti. Hvorki heyrði maður Helga minnast neitt á sitt fólk, né hnjóða í nokkurs manns garð. Horfandi á þennan mann með börn þessarar fjölskyldu í fang- inu, rétt eins og hann ætti þau sjálfur, umhyggjuna fyrir þeim, heimilunum, dýrunum og öllu sem eigið væri, hlaut manni að verða hugsað sem svo: er þetta aleiga hans, enda kom það skýrt í ljós, er hann fann þrek sitt á þrotum, þverrandi málfæri hvað þá hreyf- ingar og friðleysi af kvölum, að hann óskaði eftir þessum tvennum hjónum til sín, börnum Rögnu og Valgeirs sem komu oft, oft á degi hverjum. Vel vissi Ragna það, að ekki mundi þurfa að hafa áhyggjur af erfðamálum, hann hafði fyrir löngu sagt henni, að hann hefði fullgengið frá slíku, sem kom líka í ljós. Lögfræðingnum var kunnugt um, að fatlaðir og lamaðir, van- gefnir og blindir skyldu njóta, þ.e. þessi líknarfélög, hreinir erfingjar allra eigna hans, húss, bíls og bankaeigna, þeim veikustu vildi hann helst rétta sínar bróður- hendur. Þessar eignir voru vel fengnar, fyrir þeim hafði hann sjálfur unn- ið, lifað vel mannlega eins og málum með systkinum og félög- um, síðar með konu sinni. Saman áttu þau margar góðar stundir á ferðalögum bæði erlendis, en þó sér í lagi hér innanlands. Að skoða landið, renna fyrir silung, safna fáséðum steinum og slá upp tjaldi á friðsælum stað, þetta kunnu þau að meta. Oft slógust í för með þeim vinir eða vandamenn og dæt- urnar eiga margar góðar minn- ingar frá slíkum ferðalögum er fjölskyldan fór saman. Það var í réttu framhaldi af þessum áhuga á útiveru, að þau tóku sér fyrir hendur fyrir tveim- ur árum að byggja sér sumarhús á fallegum stað í heiðinni handan við fjörðinn. I gamni sögðust þau vera að byggja sér elliheimili, þar gætu börnin og barnabörnin heim- sótt þau í sveitina. En glíman við „Elli kerlingu" var ekki hafin er dauðann bar að garði. Nú er Reynir allur og missirinn er sár, en eftir lifir minningin. Það er mér mikils virði að hafa átt samleið með honum. Guð blessi minningu hans. Magni Hjálmarsson ferðalögin sýndu en farið vel með allt, ekki einu sinni reykt hvað þá veitt sér aðrar nautnir eða lakari skemmtana tilraunir. Allir kannast við svar móður- innar, er sonur hennar lét lífið í baráttu fyrir fagurt hugsjónamál, að hún vildi bara að hún ætti fleiri sonu til að fórna sér svo vel, slíkt gæti verið ósk vorrar fósturjarðar, slíkur lífsferill er dýrmætur sjóð- ur hvers samfélags. Náin kynning við slíka menn er mannbætandi. Að endingu þökkum við Helga af alhug allar okkar skuggalausu samverustundir, óskum honum blessunarlegrar lausnar þraut- anna og góðra vistaskipta og blessunar Guðs á nýjum leiðum eilífðarinnar. llna og lngþór í dag, 12. október kl. 1.30, fer fram jarðarför Helga J. Theo- dórssonar frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sunnudaginn 3. október lést á Borgarspítalanum heimilisvinur okkar og góðvinur Helgi J. Theo- dórsson, verkstjóri, Álfaskeiði 42. Okkur er efst í huga þegar við minnumst Helga hvað honum fylgdi hressandi andblær þegar hann kom inn úr dyrunum. Dugn- aðurinn, krafturinn í öllu fari hans, prúðmennskan. Heilsteypt- ur heiðursmaður sem vildi öllum gott gera, var sannur vinur okkar allra. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa, hvort sem var í Sigtúni eða í sumarbústaðnum við Arn- arstaði, þar sem Helgi átti mörg handverk. Helgi var mikill trúmaður, fór oft í kirkju, fræddi litlu barna- börnin okkar um Jesúm Krist og fallegt hugarfar. Helgi var mikið í KFUM sem drengur. Þar fékk hann sína uppfræðslu sem hann bar mikla virðingu fyrir. Helgi kom aldrei á stórhátíðum í Sigtún 45 fyrr en eftir kirkjusókn. Þá kom hann með Guðsblessun í bæ- inn. Helgi og Benedikt, sonur okkar, voru miklir vinir, fóru saman í ferðalög og tóku mikið af lands- lagsmyndum sem þeir sýndu okkur sameiginlega. Við fórum víða um landið með Helga í ferða- lög og einnig til útlanda og eru okkur það ógleymanlegar ferðir. Hvað hann vildi sýna okkur mikið og fræða. Helgi fór oft til útlanda. Hann kom alltaf hress til baka og sýndi allri fjölskyldunni mikið mynda- safn. 8. ágúst kom Helgi í sumarbú- staðinn á nýja Volvo-inum sínum og bauð okkur með sér austur und- ir Eyjafjöl). Þetta var gleðidagur okkar allra. Þetta var hans síðasta ferð. I maí veiktist Helgi. Hann kom í Sigtúnið og trúði okkur fyrir veik- indum sínum, sem virtust ekki mikil í fyrstu, en 12. júní fór Helgi á St. Jósepsspítala. Þaðan átti hann afturhvarf heim, mikið veik- ur. Hann keyrði sjálfur á milli spít- alanna þangað til þrekið þraut. Þá tókum við hjónin við. Slepptum aldrei af honum hendinni. Við vor- um hans fjölskylda eins og hann sagði sjálfur á Borgarspítalanum. Aftur komum við hjónin 4. sept- ember á Álfaskeið 42 að sækja okkar kæra vin og flytja hann á Borgarspítalann þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt frá. Helga er best lýst hvernig hann ráðstafaði eignum sínum. Þeim ráðstafaði hann til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Blindravina- félags Islands og Styrktarfélags vangefinna. Guðs blessun fylgi gjöfinni. Blessuð sé minning hans. Ragna og Valgcir, Sigtúni 45 Útför ástkærs eiginmanns míns og fööur okkar, HERMUNDAR GUNNARS GUNNARSSONAR, flugvirkja, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. október kl. 13.30. Inga-Lill Gunnarsson, Helena Hermundsdóttir, Elísabet Hermundsdóttir, Gunnar Friörik Hermundsson, móöir og systkini hins látna. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeir, sem vildu minn- ast hans, vinsamlegast látiö Krabbameinsfólagið njóta þess. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUDLAUG BJÖRNSDÓTTIR OLSEN, Nökkvavogi 34, sem lést aö Hrafnistu, aöfaranótt 3. október, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 13. október kl. 13.30. Anna Olsen, Halldór Snorrason, Borgþór Olsen, Þórunn Krístjánsdóttir, Ásgeir Olsen, Unnur Ólafsdóttir, Vigdis Danielsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HALLDÓR ODDSSON, Kárastíg 8, lést á Hvítabandinu laugardaginn 9. október. Stefán Halldórsson, Oddrún Halldórsdóttir, Óskar Halldórsson, Aðalheiöur Halldórsdóttir, Hanna Halldórsdóttir, Oddgeir Halldórsson, Guörún Halldórsdóttir, Sigríður Tómasdóttir, Guömundur Sígfússon, Ragna Bjarnadóttir, Þórir Guðmundsson, Maria Eggertsdóttir, Þorsteinn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sigurður Reynir Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.