Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
15
Grípum tækifærið
— Björg Einarsdóttir
skrifar
ViðrcisnartímabiliA 1959—1971,
þegar stefna Sjálfstæðisflokksins
gilti, var skeið mikilla framfara og
festu í þjóðmálum. Fólk saknar þess
stöðugleika, er þá ríkti og spyr:
Hvers vegna er allt í svona mikilli
óreiðu hér nú?
Að sjá í kviku.
Nýlega var ég stödd á vinnustað,
þar sem hópur kvenna var að
störfum. Umræðan var lífleg og
margt bar á góma. Verður nóg í
launaumslaginu mínu fyrir helg-
armatnum, sagði ein kvennanna
og hafði áhyggjur af frádráttar-
liðunum, sem óneitanlega eru
margvíslegir. Önnur kveið því að
ná ekki að sækja barn sitt á
leikskólann í tæka tíð. Glettni og
gáski var vissulgea þarna, en hjá
flestum skein þó í áhyggjur dag-
lega lífsins.
Það er sama hver er kosinn,
ekkert breytist hjá mér, virtist
viðkvæðið og — þetta er ekkert
jafnrétti, við púlum tvöfalt en
uppskerum einfalt.
Það var eins og að sjá í kviku að
vera þarna og taka þátt í umræð-
unum. Þessi hópur sker sig þó
tæplega úr, hann er fremur dæmi-
gerður fyrir þá spennu og örygg-
isleysi, sem einkennir líf margra
um þessar mundir.
Börnin borga síðar
Við erum sokkin í skuldir sem
okkur endist ekki aldur til að
greiða, var hermt upp á einn
stjórnmálamanninn. Ég get ekki
horft framan í börn mín síðan ég
heyrði þetta, varð einni konunni
að orði, mér skilst að þau eigi að
„Við erum sokkin í
skuldir sem okkur end-
ist ekki aldur til að
greiða, var hermt upp á
einn stjórnmálamann-
inn. Ég get ekki horft
framan í börn mín síðan
ég heyrði þetta, varð
einni konunni að orði,
mér skilst að þau eigi að
borga síðar. Hvers
vegna er allt í svona
mikilli óreiðu.
borga síðar. Hvers vegna er allt í
svona mikilli óreiðu?
Þrá eftir stöðugleika er augljós
og spurning mín til hópsins var,
hvort við ættum ekki að taka
okkur til og breyta hlutunum og
bæta þá, efla einn flokk, Sjálf-
stæðisflokkinn, til ábyrgðar og
koma reiðu á. Gera ísland að líf-
vænlegum stað, þar sem fólk væri
ekki þrúgað af áhyggjum og kvíða
og óöruggt um framtíð barna
sinna.
Fólk á verkfærum aldri heldur
uppi framleiðslunni á sama tíma
og það sér börnum sínum farborða
og ber ábyrgð á uppeldi þeirra.
Þetta tvennt verður að hafa fram-
gang, þar í felst öll önnur fram-
vinda. Mörgum reynist þetta
ofviða vegna óhagstæðra skilyrða.
Skipulag og samræming
Úrbætur er meðal annars að
finna í bættu skipulagi á vinnu-
markaðinum og samræmingu á
vinnutíma og skólatíma (og
opnunartíma dagvistarheimila og
leikskóla), samfelldum skóladegi
og fljótandi eða sveigjanlegum
vinnutíma. Átak í þessum efnum
mundi létta daglegan róður fjölda
fólks, karla og kvenna, auðvelda
rekstur heimilanna og skapa skil-
yrði fyrir meira fjölskyldulífi.
Margur saknar þess hversu lítinn
tíma fjölskyldurnar hafa til sam-
veru.
Bætt skipulag og meiri sam-
ræming á nauðsynlegum þáttum
daglegs lífs myndi auka líkurnar á
jöfnum möguleikum karla og
kvenna til að njóta lífsins á þann
hátt, sem hver og einn kýs sér. Það
er ein leið til aukins jafnréttis.
Konur skilja þetta
Þessa þætti skilja konur án efa
betur en karlar, vegna þess að þeir
eru meira samofnir daglegum
skyidustörfum þeirra. Það er ein
ástæðan fyrir því að fjölga verður
konum bæði í sveitarstjórnum og
á Alþingi.
í prófkjörinu hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík nú eru kon-
ur í framboði, sem hafa sýnt það
og sannað að þær láta sér annt um
þau mál, sem hér hafa verið reif-
uð.
Grípum tækifærið og kjósum kon-
ur til áhrifa.
Prófkjör Sjálfstæðismanna
í Reykjavík
28. og 29. nóvember 1982
Stuðningsmenn " mínir
veita upplýsingar og
akstursþjónustu
prófkjörsdagana
sunnudag og mánudag.
Sími 84069
— 16121
Esther
Guömundsdóttir
Skrifstofa stuðningsmanna Geirs H. Haarde er að Túngötu 6. Símar 27227 og 19999. Skrifstofan er opin frá 14—22. Stuðningsmenn velkomnir. Stuömngsmenn
VELKOMINN
aftur í baráttuna
Fyrir síðustu alþingis-
kosningarvék Ellert B.
Schram úröruggu sæti. Það
gerði hann til að sameina
sjálfstæðismenn og koma í
veg fyrir sundraðan flokk í
Reykjavík. Með þessu móti
sýndi Ellert drengskap og
þor sem fátítt er meðal
stjórnmálamanna.
STUÐNINGSMENN
Ellert hefur nú aftur boðið
fram liðveislu sína og sækist
eftir þingsæti. Við stuðn-
ingsmenn hans hvetjum alla
sjálfstæðismenn til að
greiða honum atkvæði í
prófkjörinu og bjóða hann
þannig velkominn aftur.