Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982 35 einu sinni er ég sat hjá henni við gluggann á litla bænum og við horfðum á fyrsta haustsnjóinn fjúka fyrir utan. Það var síðla vetrar einu sinni og bátar höfðu róið. A einum þeirra voru þeir feðgar Þorsteinn og Þorleifur ásamt tveimur öðrum. Róið var í blíðviðri og gert var ráð fyrir að komið yrði að landi næsta dag. En skjótt skipast veður í lofti. Um nóttina vöknuðu þeir, sem í landi voru, við að kominn var beljandi stormur og blindbylur. Varð nu engum svefnsamt. Með fyrstu morgunskímu var farið að skima út í kófið og gá hvort bátur sæist þokast inn með hlíðinni. Miðjan næsta dag komu tveir bátar út úr sortanum og undir kvöld birtist sá þriðji. Einn bátinn vantaði enn, bátinn sem þeir feðgar voru á. Veðurhamurinn stóð á fimmta sólarhring. Síðan gekk veður nokkuð niður en hélst samt þannig að ekki gaf á sjó. Hver dagurinn leið af öðrum og vonin dvínaði. A tíunda degi sást svört þúst þokast niður dalinn upp af víkinni. Brátt kom í ljós að hér var kominn Þorsteinn. Bátur þeirra feðga hafði lent í hrakningum en komist við illan leik inn á einn af vestur- fjörðunum. Þegar dagarnir liðu og ekki var hægt að halda heim kom það í hlut Þorsteins, sem þá var rétt fermdur, að brjótast yfir erf- iða fjallvegi til að láta ástvinina vita að allir væru heilir á húfi. Ferðin yfir fjöllin hafði tekið tvo sólarhringa. Þessi litla saga er ekki aðeins brot af sögu einstakl- ings heldur miklu fremur kynslóð- ar sem ólst upp við kjör svo gjör- ólík kjörum þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi. Þann 23. nóvember 1929 gekk Þorsteinn að eiga Guðnýju Þor- gilsdóttur. Foreldrar hennar voru Þorgils Þorgilsson, Guðmundsson- ar frá Skálavík í Mjóafirði við Djúp, og kona hans, Guðrún Guð- mundsdóttir, Pálmasonar sem lengst af bjó á Snæfjallaströnd. Þorsteinn og Guðný eignuðust fjögur börn. Þorleifur, járnsmið- ur, f. 25. júní 1928, kona hans er Ragnheiður Jónsdóttir, ættuð úr Grundarfirði. Garðar Gunnar, f. 1. mars 1930. Hann lést 1950. Þor- gils, járnamaður, f. 11. maí 1932, kona hans er Inga Rósa Hall- grímsdóttir frá Dagverðarár á Snæfellsnesi. Sigríður, f. 1. júní 1934. Hennar maður er Óskar Þórðarson, bílstjóri frá Bolunga- vík við Djúp. Eina systur átti Þorsteinn, Margréti sem í aldarfjórðung var vökukona á Sólvangi í Hafnar- firði. Hún var gift Helga Hannes- syni frá Hnífsdal, kennara á tsa- firði og síðar bæjarstjóra í Hafn- arfirði. Þau slitu samvistum. Fóstursystur átti Þorsteinn tvær, Jóhönnu Jónasdóttur sem nú er látin. Hún var gift Hávarði Hálf- dánarsyni, skipasmið. Og Guð- rúnu Guðvarðardóttur starfs- manni á Þjóðviljanum sem þekkt er fyrir frásagnir sínar og ferða- sögur af Vestfjörðum. Hún er gift Eyjólfi Árnasyni gullsmið. Eins og áður er komið fram hóf Þorsteinn sjósókn kornungur með föður sínum. Stundaði hann sjóinn lengst af fyrir vestan ýmist sem háseti, vélamaður eða formaður. Vélgæsla lék í höndum hans og gekk hann að þeim störfum seinni hluta starfsævi sinnar, fyrst í Súðavík en síðar hér fyrir sunnan. Var hann mjög eftirsóttur til slíkra starfa. 1953 fluttust þau hjónin suður og settust að í Kópavogi. Þar byggði hann hús ásamt Þorleifi syni sínum. Voru ómæld þau handtökin sem Þorsteinn átti í því verki. Þrátt fyrir það að Þorsteinn yrði ekki ríkur að ve'raldlegum hlutum átti hann samt aldrei svo lítiö að hann gæti ekki miðlað öðr- um með sér. Hann var einstaklega gjafmildur og greiðvikinn maður. Bjó hann yfir méiri auðlegð en flestir sem ég hef kynnst. Sú auð- legð fólst í sérstakri glaðværð sem létti öllum lífsbyrðina sem í ná- lægð hans voru og trygglyndi sem var einstakt. Þessa nutu ástvinir hans og samferðamenn í ríkum mæli. Minningin um þennan góða dreng er því vinum og ættingjum ljúfsár. Þeir munu ætíð minnast þess hve ríkulega hann veitti glað- værð og trygglyndi úr nægta- brunnum mannkosta sinna. Haukur Helgason Einar Gíslason Vorsabœ - Minning „<), Drottinn, lát þú Ijóma þitt Ijós í hverri sál og hjörtun enduróma þitl unadsríka mál, svo glöó og s«l við sjáum að svip þinn berum vér, í dag svo fundið fáum þinn frið á jörðu hér.“ (Jón í (íarði) Nú er hann Einar vinur minn látinn. Ekki mun búsmalinn í Vorsabæ njóta gegninga hans framar. Einar Gíslason var fæddur í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi 14. júní árið 1900. Ungur að árum varð hann að flytjast að heiman til að sjá sjálfum sér farborða eins og algengt var í þá daga. Gerðist hann vinnumaður að Fjalli á Skeiðum, en það er næsti bær við Vorsabæ. Þegar afi minn sálugi, Eiríkur Jónsson, hóf búskap í Vorsabæ ár- ið 1916, réði hann Einar í vinnu- mennsku til sín árið eftir. Störf- uðu þeir saman alla búskapartíð afa og ömmu. Mæddi þá umhirða búsins oft mikið á Einari í fjar- veru afa, er hafði ærinn starfa við félags- og sveitarmálefni. Ber frá þeim tíma að þakka hollustu og tryggð Einars við Vorsabæjar- heimilið. Tryggð hans var sem bjarg, er heimilið bjó að. Árið 1966 er Kristrún amma mín dó og Helga frænka tók við búi í Vorsabæ, varð Einar hennar stoð og stytta. Hjálpaði hann henni við búskapinn allt til dauða- dags. Einar hef ég þekkt frá því er ég fyrst man eftir mér, en ég hefi dvalist sumarlangt í Vorsabæ frá sjö ára aldri, innan um fénaðinn sem var í umsjá Einars og voru kynni okkar Einars afar góð. Ætíð mun ég minnast með söknuði þeirra ára, sem ég átti með Einari við búskaparstörf í Vorsabæ. Þó þessi ár hafi ekki verið mörg mið- að við þau ár, sm Einar hafði lifað, voru þau mér mjög kær því þetta voru uppvaxtar- og þroskaár mín. Miðlaði hann mér af þeirri reynslu er hann hafði öðlast við áratuga búskap. Þeirrar þekkingar, sem hann veitti mér, mun ég minnast með þakklæti og ávallt hafa gagn af á ókomnum árum. Áhugamál okkar Einars við búskapinn voru þau sömu. Við höfðum báðir mestan áhuga á sauðfé og hestum. Þó Einar hafi ekki farið mikið á hestbak síðustu árin, hafði hann gaman af að hugsa um þá og horfa á góða hesta. Ekki fóru skoðanir okkar Einars alltaf saman er við rædd- um um það sem við kom hesta- mennskunni, því mikið hefur breyst í sambandi við hestana, frá þvi hann var ungur. Þá var ekki alltaf verið að sportast um á hest- unum. Þeir voru þá þarfasti þjónninn. Oft sagði Einar sögur af Grána sínum, mesta töltara sem hann eignaðist. Og vel ríðandi var hann á þeim bleiku, Hálegg og Háfeta. Fóru þeir margar fjaliferðirnar saman. Yndi hafði hann af að smala afréttinn á haustin og fór hann á fjall í áratugi. Fjallkóngur var hann í áraraðir. Einar vakti áhuga minn á fjall- ferðum, sveipaði þær þeim ævin- týraljóma, sem mér finnst ætíð vera við það að eltast við kindur í óbyggðum íslands. Strax og ég hafði tækifæri til, fór ég á íjall til þess að fá að feta í fótspor Einars. Margar voru sögurnar, er Einar sagði af fjallferðum sínum, kuld- anum og vosbúðinni þegar tjöld fjallmannanna fuku ofan af þeim, eða þegar hann og Bjarni á Brúna- völlum þurftu að fara út í bylinn til að leita að fjallmönnum sem höfðu villst. Þá hefur Ein^r notið þeirrar hörku og þrákelkni er hann bjó yfir, því aldrei gafst hann upp fyrr en ákveðnu tak- marki var náð. Sauðfé var hans líf og yndi og hugsaði hann að mestu leyti um kindurnar, þótt hann gegndi kún- um líka. Man ég það, að á vorin þegar kindurnar báru út um móa og við Einar fórum ríðandi til kinda. Ekki þurftum við að hafa fyrir að rýna í númerin á hornum kindanna, því allar þekkti Einar þær með nafni. Einstaka sinnum þurftum við þó að athuga númerin, en þá var nær eingöngu um tvævetlur að ræða. Erfitt fannst Einari að sætta sig við það, þegar aldurinn færðist yfir, að geta ekki hlaupið á eftir kindunum út um móa og mýrar. Varð hann þá að notast við okkur sem yngri vorum, en alltaf vildi hann vera með í eltingar- leiknum. Snyrtimennska sat ávallt í fyrirrúmi, gekk hann ætíð ein- staklega vel um gripahúsin. Fóð- urgangarnir voru alltaf vel sópað- ir og hver tugga vel nýtt. Gaman var að sjá fallegt handbragð hans í hlöðunni. Hver stallur var af ákveðinni stærð, stálið vel stung- ið. Var því snyrtilegt umhorfs í hlöðunum í Vorsabæ. Oft gáfum við Einar fénu saman og finnst mér núna Einar vanta þegar ég kem um helgar og gef á fjárhúsin. Ekki mun Einar oftar gefa fénu með mér. Hugsa ég þó, að hann fylgist með því sem er að gerast í Vorsabæ, þótt hann hafi kvatt okkur að sinni. Guð blessi minningu hans. Kiríkur Þórkelsson Fíladelfía Breytt símanúmer, nýtt símanúmer safn- aðarskrifstofu og forstööumanna 21111 Ríkisútvarpið — nýbygging Ríkisútvarpið mun viðhafa forval á bjóöendum til lok- aðs útboðs í 4. byggingaráfanga útvarpshússins Hvassaleiti 60, R. í byggingaráfanga þessum verður húsinu lokað og gefa eftirfarandi magntölur til kynna stærð og eðli verksins. 2 Þak með einangrun um það þil 6000 m2 Gluggar með lituöu gleri um það bil 1450 m2 Veggkápa með einangrun um þaö bil 400 m2 Svalaþak með einangrun o.fl. um þaö bil 2600 m2 Svala- og þakbrúnir um þaö bil 650 m Áætlaður byggingartími er eitt ár. Þeir verktakar, sem óska eftir að bjóða í verkið, leggi fram skriflega umsókn sína þar um í síðasta lagi mánudaginn 6. desember nk. til Karls Guðmundssonar, Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26 (5. hæð), en hann veitir nánari upplýsingar, ef óskað er. Umsókninni skulu fylgja þessar uþplýsingar: 1. Skipulag fyrirtækisins, starfslið og reynsla yfirmanna. 2. Fjárhagur, velta og viðskiptavinir síöastliðin ár. 3. Reynsla í byggingarframkvæmdum og skrá yfir verk. 4. Eigin tæki og búnaður til verksins. Byggingarnefnd Ríkisútvarpsins. Jóladagatölin með súkkulaðinu Miöbœr: Airport, Laugavegi — Gleraugnaverlunin Bankastræti 14, — Heimilistæki, Hafnarstræti — Herragaröurinn, Aöalstræti — Lýsing, Laugavegi — Tizkuskemman, Laugavegi. Vesturbær: Hagabúðin — Ragnarsbúð, Fálkagötu — Skjólakjör. Áusturbær: Austurbæjarapótek — B.B. byggingavörur — Blómastofa rriotinns — Garösapótek — Gunnar Ásgeirsson, Suðurlandsbraut — Háaleitisapótek — Heimilistæki, Sætúni — Kjötmiðstööin — Hekla hf. — Hlíðabakarí — Ingþór Haraldsson, Armúla — S.S. Austurveri — Sundaval, Kleppsvegi — Tómstundahúsið — Vogaver, Gnoðarvogi — Örn og Örlygur, Siðumúla 11. Breiðholt: löufell — Straumnes. Lionsklúbbar víðsvegar um landið sjá um dreif- ingu. Aliur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa góð- gerðarmála. Lionsklúbburinn Freyr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.