Morgunblaðið - 27.11.1982, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
Minning
Bjarnveig Jóhannes-
dóttir frá Hólmavík
í dag kveðjum við Bjarnveigu
Jóhannsdóttur frá Hólmavík
hinstu kveðju.
Veiga, eins og hún var kölluð,
var fædd að Gíslabala í Árnes-
hreppi á Ströndum 18. febr. 1942
og ólst þar upp til 13 ára aldurs.
Flutti hún þá með foreldrum sín-
um að Bassastöðum í Steingríms-
firði. Foreldrar hennar voru þau
Jóhann Andrésson, er lést 1973 og
Guðmunda Kristveig Guðjóns-
dóttir, nú búsett hjá dóttur sinni í
Garði.
Veiga var sjöunda barnið af tíu
systkinum. Ólafur, elsti bróðirinn
lést 1951, tvítugur að aldri.
Það sem einkenndi Veigu mest
var hennar létta og ljúfa lund.
Alltaf gat hún hlegið og var gott
að vera í návist hennar, einnig átti
hún mjög létt með að blanda geði
við hvern sem var.
Ég man fyrst eftir Veigu, er hún
kom í hús foreldra minna til að
ala sitt fyrsta barn þar í bæ.
Seinna dvaldi ég hjá henni eitt
sumar við barnapössun, voru
börnin þá orðin tvö og hið þriðja
væntanlegt þá um sumarið.
Veiga giftist frænda mínum
Arthúri Friðriki Guðmundssyni
31. des. 1961, og eru börn þeirra
sjö: Guðmundur 22 ára búsettur í
Grundarfirði ásamt Helgu unn-
ustu sinni, Ólafur Jóhannes 20
ára, Sigurður Kristinn 18 ára,
Röfn 16 ára búsett á Hólmavík
ásamt Sigurði unnusta sínum,
Fjóla Stefanía 14 ára, Vala 13 ára
og yngst er Rut aðeins 4 ára göm-
ul.
Mörgu hefur þurft að huga að
og í mörg horn að líta með þennan
stóra hóp. Börnin voru þeim hjón-
um allt og báru þau mikla um-
hyggju fyrir þeim. Samt létu þau
sig ekki muna um að opna heimili
sitt fyrir mér og vinkonu minni, er
við komum norður árið 1973 til að
vinna þar um veturinn. Á ég þeim
hjónum báðum margt að þakka
frá þeim tíma. Vorum við strax
teknar eins og við værum fjöl-
skyldumeðlimir. Minnist ég
margra góðra stunda, sem við átt-
um saman í eldhúskróknum hjá
þeim langt fram á nótt. Það var
eins og Veiga hefði alltaf nægan
tíma fyrir alla. Veiga vann alltaf
öðru hvoru úti og mikið til sam-
fellt eftir að börnin fóru að kom-
ast á legg.
Fyrir um það bil einu ári kenndi
Veiga þess sjúkdóms, sem nú hef-
ur þorið sigur af hólmi.
Hvern hefði órað fyrir því að
Veiga yrði kölluð svo fljótt, og svo
langt um aldur fram.
Nú hefur sorgin barið að dyrum
hjá þér, Arthúr minn, en í öllu
myrkrinu er þér sendur sólar-
geisli, litli afadrengurinn, sem án
efa á eftir að veita ykkur öllum
mikla gleði.
Nú þegar ég kveð Veigu í hinsta
sinn, þakka ég allar samveru-
stundirnar og bið algóðan guð að
styrkja Arthúr frænda, börnin og
aðra ástvini.
Megi minningin um góða eigin-
konu og móður verða ykkur styrk-
ur um ókomin ár.
Blessuð sé minning Bjarnveigar
Jóhannsdóttur._
Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir
t
SIGMAR BJÖRNSSON
prentari,
Hátúni 10B, Reykjavík, ,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29. nóvember
kl. 13.30. Blóm eru afþökkuö, en þeir sem kynnu aö vilja minnast
hans eru vinsamlegast beðnir að láta Öryrkjabandalag Islands
njóta þess.
Vandamenn.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar og
ömmu,
HÓLMLAUGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Goðheimum 21, Reykjavík.
Árni Stefánsson,
Stefán Árnason, Guöný Árnadóttir,
Árni Sæmundsson og önnur barnabörn.
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild
Rangæinga-
félagsins
Sjö sveitir taka þátt í hrað-
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita þessi:
Sigurleifur Guðjónsson 1744
Pétur Einarsson 1688
Eiríkur Helgason 1682
Gunnar Helgason 1618
Bridgefélag kvenna
Eftir 6 umferðir í barómeter-
keppninni er staða efstu para
þessi:
Halla Bergþórsdóttir
— Kristjana Steingrímsd. 589
Sigríður Pálsdóttir
— Ingibjörg Halldórsdóttir 459
Nanna Ágústsdóttir
— Ragnheiður Einarsdóttir 362
Sigrún Pétursdóttir
— Árnína Guðlaugsdóttir 276
Guðrún Einarsdóttir
— Guðrún Halldórsdóttir 248
Ásgerður Einarsdóttir
— Rósa Þorsteinsdóttir 219
Bridgefélag
Sauðárkróks
Úrslit í tvímenningi 10. nóv-
ember:
A-riðill:
1. Garðar Guðjónsson
— Páll Hjálmarsson 126
2. Ólafur Ásgrímsson
— Sverrir Einarsson 120
3. Ingibjörg Ágústsdóttir
— Stefán Skarphéðinss. 119
4. Einar Svansson
— Skúli Jónsson 118
B-riðill:
1. Bjarki Tryggvason
— Gunnar Þórðarson 125
2. -3. Hjördís Þorgeirsd.
— Steinunn Oddsdóttir 120
2.-3. Haukur Haraldsson
— Erla Guðjónsdóttir 120
4. Broddi Þorsteinsson
— Agnar Kristinsson 111
Laugardaginn 13. nóv. var
haldið Kristjánsmót félagsins.
Spilaður var Barometer-
tvímenningur með þátttakend-
um frá Sauðárkróki, Siglufirði,
Fljótum og Hvammstanga, þrátt
fyrir óhagstætt veður. Alls spil-
uðu 20 pör, og keppnisstjóri var
Kristján Blöndal, sem mótið er
kennt við.
Úrslit:
1. Valtýr Jónasson
— Viðar Jónsson, Sigluf. 104
2. Reynir Pálsson
— Stefán Benediktss. Fljótum 96
3. Páll Hjálmarsson
— Garðar Guðjónss. Sauð.kr. 93
4. Gunnar Guðjónss.
— Gestur Þorsteinss. Sauð.kr. 80
5. Hinrik Aðalsteinss.
— Haraldur Árnas., Sigluf. 66
6. Bjarki Tryggvason
— Gunnar Þórðars., Sauðárkr.43
7. Árni Rögnvaldsson
— Jón Jónasson, Sauðárkr. 34
8. Jón Kort Ólafsson
— Guðlaug Márusd., Fljótum 33
Bridgefélag Selfoss
og nágrennis
Úrslit í Höskuldarmótinu, sem
lauk fimmtudaginn 18. nóvem-
ber 1982.
Meðalskor 780 stig.
Sigfús Þórðarson
— Kristmann Guðmundsson 912
Sigurður Sighvatsson
— Vilhjálmur Þ. Pálsson 909
Leif Österby
— Brynjólfur Gestsson 863
Kristján M. Gunnarsson
— Gunnar Þórðarson 853
Halldór Magnússon
— Haraldur Gestsson 848
Magnús Pálsson
— Hermann Erlingsson 833
Sigurður Hjaltason
— Þorvarður Hjaltason 832
Gylfi Gíslason
— Ólafur Björnsson 807
Einar Axelsson
— Gísli Þórarinsson 800
Bjarni Sigurgeirsson
— Oddur Einarsson 798
Eygló Gránz
— Valey Guðmundsdóttir 798
Páll Árnason
— Leifur Eyjólfsson 797
Valgarð Blöndal
— Auðunn Hermannsson 793
Bjarni Guðmundsson
— Guðmundur Lýðsson o.fl. 793
Fh. Bridgefélags Selfoss
og nágrennis
Bridgefélag
Kópavogs
Spilaáætlun til vors 1983:
Keppnir
02.12-16.12 ’82
Jólabutler. Tvímenningir,
3 kvöld.
06.01 ’83
Tvímenningur, 1 kvöld.
13.01—17/24.02 ’83
Aðalsveitakeppni BK.,
6-7 kvöld.
03.03-31.03 ’83
Barometer. Tvímenningskeppni,
5 kvöld.
07.04-21.04 ’83
Board on a matc. Sveitakeppni,
3 kvöld.
28.04-12.05’83
Óráðstafað, 3 kvöld.
Spilað er á fimmtudögum í
Þinghóli v/Hamraborg, Kópa-
vogi, og hefjast keppnir kl. 20.00.
Keppnisstjóri Vigfús Pálsson.
Minning:
Þórunn Lilja
Kristjánsdóttir
Fædd 1. apríl 1972
Dáin 20. nóvember 1982
í önn hversdagsins er það hlut-
verk blaðamannsins að segja
fréttir af voveiflegum atburðum
sem og öðru. Kalt og rólega verður
að meta hlutina án tilfinninga —
slíkt er starfið. Svo allt í einu er
nærri manni höggvið.
Á laugardagskvöldi um mið-
nætti hringir síminn skyndilega.
Hörmuleg tíðindi. Hún Þórunn
Lilja er dáin. Aðeins 10 ára er hún
í burtu kölluð á sviplegan hátt.
Það hjálpar lítið að segja við sjálf-
an sig, að þeir sem guðirnir elski
deyi ungir. Maður fær ekki skilið
þessi örlög. Svo ung. Svo efnileg.
Hvers vegna?
Þórunn Lilja var dugmikið
barn. Hún var samvizkusöm í
skóla og stóð sig vel í námi. Hún
var ákveðin og lét ekki sinn hlut ef
því var að skipta. Hún kom suður
til Reykjavíkur í haust ásamt for-
eldrum sínum og systkinum og
dvaldi hjá ömmu og afa í nokkra
daga. Brosið hennar þá daga er
kannski það, sem lengst geymist.
Lítill frændi Þórunnar í Reykja-
vík ieit upp til hennar frænku
sinnar með aðdáun er hann fékk
að fara með henni í Þjóðleikhúsið.
Nú fær hann ekki skilið, að Þór-
unn frænka á Akureyri sé farin til
Guðs á himnum. Við, sem eldri er-
um, eigum líka erfitt með að skilja
það.
Það er erfitt að hugsa sér heim-
sókn til fjölskyldunnar á Stapa-
síðu á Akureyri án þess að hitta
Þórunni. Þar ríkir sorgin þessa
dagana. Elsku Vallý, Kristján, Jón
Ivar og Sigrún; bænin og traustið
á honum, sem öllu ræður, er það
eina sem læknar.
„I»að er einn sem heyrir
<>X aldrei neitar
og hjálparvana
mitt hjarta leitar
til han.s sem er Ijósið
og hjálpin manns.
kg heygi mig niður
og bið tjj hans.“
(Stefán frá llvítadal.)
Við systkinin og okkar fólk
sendum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ágúst Ingi
Ólöf Þorleifs-
dóttir - Kveðja
Fædd 5. febrúar 1903
Dáin 3. nóvember 1982
„Hve sæl, ó hve sa*l er hver leikandi lund,
en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund.**
Hún Ólöf frá Hömrum er dáin.
Það var snögglega klippt á þráð-
inn, þar sem hún sat heima í stof-
unni sinni ásamt systur sinni
Guðveigu, sem var í heimsókn,
Ólöf var nýbúin að vera í Reykja-
vík hjá vinum og vandamönnum.
Hún var á 50 ára afmæli kvenfé-
lagsins tveim dögum eftir heim-
komuna þar sem hún var gerð að
heiðursfélaga og þann heiður átti
hún, því hún var búin að starfa
með félaginu frá stofnun þess.
Ólöf Þorleifsdóttir var fædd í
Stykkishólmi, hún var dóttir hjón-
anna Önnu Guðmundsdóttur og
Þorleifs Jóhannssonar, Ólöf var
elst af fjórum systkinum. Hún
giftist Páli Þorleifssyni skipstjóra
og bónda frá Hömrum í Eyrar-
sveit, eignuðust þau fimm börn.
Ég sem þessar línur rita þekkti
Ólöfu frá þeim tíma að ég flutti
vestur árið 1928. Er hún mér
minnisstæð fyrir margt. Hún var
sérstakur persónuleiki, ákaflega
jákvæð manneskja, glöð, jafnlynd
og sá alltaf björtu hliðarnar á líf-
inu. Sérstaklega var ánægjulegt
að vinna með henni öll félagsstörf,
hún lagði gott til allra manna og
málefna. Eg á yndislegar minn-
Leiðrétting
í minningargrein um
Karl Guðmundsson frá
Valshamri misritaðist dán-
ardægur hans. Karl lést
hinn 15. nóvember síðast-
liðinn, ekki hinn 8. Þetta
leiðréttist hér með.
ingar frá síðustu hérvistardögum
hennar. Hvað hún var hamingju-
söm og þakklát fyrir lífið og til-
veruna. Henni þótti vænt um
Grundarfjörð og var hlýtt til
þeirra sem þar áttu heima.
Ég veit að hennar verður saknað
þar. Það er alltaf mikil eftirsjá að
þeim sem allsstaðar koma fram til
góðs.
Börnin hennar, tengdabörn og
litlu langömmubörnin og barna-
börn kveðja hana með þakklæti og
virðingu. Ég bið Guð að blessa þau
öll og flyt þeim mínar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Sérstakrar samúðar og blessun-
ar Guðs bið ég til handa systur-
inni Guðveigu og hennar fjöl-
skyldu. Ég veit það er mikil hugg-
un fyrir hana að hafa verið síð-
ustu stundirnar með sinni kæru
systur.
Guð blessi ykkur öllum minn-
inguna um góða móður, ömmu og
systur.
Klísabet Helgadóttir