Morgunblaðið - 27.11.1982, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1982
uftvcik tr bankarinn m'\nr\ cá>
Qenz K^r inni ?w
Með
morgnnkafijnu
Mér er sagt að þið hafið ekkert
samband við nágranna ykkar hér í
dalnum. Ég get selt ykkur reyk-
laust brenni.
I lifandi sambandi
við fólkið í borginni
Ai.f__ ______
Steindór Ólafsson skrifar:
„I öllu því flóði auglýsinga og
hringinga, sem nú berast þeim
sem taka þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins, vil ég biðja menn
að staldra við og íhuga örlítið
störf eins frambjóðandans að mál-
efnum Reykvíkinga undanfarinn
áratug. Þar á ég við Elínu Pálma-
dóttur blaðamann og borgarfull-
trúa um árabil.
Ég tek undir orð Edgars Guð-
mundssonar verkfræðings hér í
blaðinu að starf Elínar að
menntamálum, útivistar- og um-
hverfismálum (Bláfjöllum) og
fleiru, hefur haft mikla þýðingu
fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur
á nær tveimur áratugum. Hún er
kona með mikla stjórnmálalega
reynslu, þar með reynslu af mál-
Elín Pálmadóttir
efnum Reykjavíkur. Hún er í Iif-
andi sambandi við fólkið í borg-
inni og hefur sýnt að hún tekur
mannlega á málum. Ef að er gáð,
fer ekki fram hjá neinum að öll
störf hefur Elín leyst af hendi af
vandvirkni og fylgt málum fast
eftir sem hún hefur talið rétt.
Ekki látið sér nægja að tala fal-
lega og flytja um þau tillögur. Ef
menn vilja líta á verkin, er ég ekki
í vafa um að þeim finnist hún eiga
erindi á Alþingi.
Réttilega er mikið talað um að
framboðslisti sjálfstæðismanna
verði að vera vel mannaður konum
í þetta sinn og eru það orð að
sönnu. I framboði eru margar
hæfar konur, en ég kýs að vekja
sérstaklega athygli á Elínu."
Verðugur fulltrúi
nýrrar kynslóðar
Það hefur líklega ekki farið fram-
hjá neinum að um næstu helgi fer
fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Það er án efa nokkuð
breytilegt með hvaða hugarfari fólk
tekur þátt í prófkjöri. En okkur ber
að gera flokk okkar gagn með því að
velja hæft fólk hverju sinni í efstu
sætin. Það er mikið í húfi að velja
traust og gott fólk núna þar sem
vandamál í stjórnun þjóðarbúsins
eru stór. Það verður að takast á við
þjóðmálaverkefni næstu ára af
festu og áræðni. Þess vegna þurfum
við fulltrúa sem eru einarðir í skoð-
unum og hafa kjark til þess að taka
ákvarðanir.
Ein þeirra kvenna sem nú gefur
kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins er Bessí Jóhannsdóttir,
formaður Hvatar. Bessí er kona
með kjark og ákveðnar skoðanir.
Hún er kona sem við getum samein-
ast um. Hún er verðugur fulltrúi
nýrrar kynslóðar í flokknum.
Bessí er fædd árið 1948 í Reykja-
vík. Hún er cand. mag. í sögu og
félagsfræði, hefur setið í stjórn
SUS og Hvatar og er nú formaður
síðarnefnda félagsins. Bessí hefur
setið í framkvæmdastjórn flokksins
og verið varaborgarfulltrúi um átta
ára skeið. Hún hefur setið í æsku-
lýðsráði, félagsmálaráði, stjórn
Borgarbókasafns og situr nú í
fræðsluráði.
Baráttumál Bessíar eru athyglis-
verð. Hún leggur áherslu á húsnæð-
ismál, málefni aldraðra og stjórn-
arskrármálið. Hún vill einföldun
húsnæðismálakerfisins, og að dreg-
ið verði úr skriffinnskubákninu,
jafnframt því sem lán verði af-
greidd hraðar.
Hún leggur áherslu á það að ein-
staklingar fái að halda persónulegu
og efnahagslegu sjálfstæði sínu
þrátt fyrir að aldurinn færist yfir
þá. Og það mikilvægasta: Hún legg-
ur áherslu á, einn maður eitt at-
kvæði, eins og nú er í forsetakosn-
ingum, í stað þess hrikalega ósam-
ræmis sem nú er á atkvæðavægi.
Það skiptir miklu máli að sýna
það í prófkjörinu að konur þurfa að
eiga sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins. Það eykur mjög á sigurlíkur
hans í næstu alþingiskosningum.
Ég vil hvetja alla þá er taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til að
setja kross við nafn Bessíar."
HÖGNI HREKKVÍSI |
(íBf
i ^
„é<3 K(ZEFST f>ESS AE> 3£7ÁL*0A BÍ*tA FAR.I AF WAPPi-ie>SBe-KK3L)KiOM.' ■'
Kosningavinna sem
er tii fyrirmyndar
Jón Bjarnason skrifar:
„Ég er einn þeirra sjálfstæð-
ismanna, sem er flokksbundinn í
Reykjavík, þekki marga og er við
síma allan daginn í minni vinnu. Á
mér hafa dunið í síbylju símhring-
ingar frá kosningaagentum fram-
bjóðenda í prófkjöri.
Ég fæ ekki orða bundist yfir
vinnubrögðunum. Hringt er, stund-
um oft frá sama aðila, svo ekki er
allstaðar góð verkstjórn, og þetta
er fólk sem talar vélrænt og óper-
sónulega um einhvern einn fram-
bjóðanda, sem það segist mæla
með, en er alls ófært um að veita
svör ef frekar er spurt.
Aðeins frá einum stað virtist
vera eitthvert „perspektiv" í hlut-
unum. Ég felli mig svo vel við slíka
víðsýni og djörfung í kosninga-
vinnu, að ég hefi orð á því hér.
Björg Einarsdóttir og Esther Guð-
mundsdóttir höfðu persónulegt
samband við mig, minntu á sig,
lögðu til að kosnar væru minnst
fjórar konur af tíu, það væri
Björg Einarsdóttir
Esther Guðmundsdóttir
flokksleg nauðsyn að fjölga konum
á þingi og sömuleiðis að kjósa þá
flokksforystu, sem landsfundar-
fulltrúar völdu í fyrra.
Ég segi bara, heyr fyrir þeim
Esther og Björgu að hafa djörfung
til að standa við sína kenningu í
eigin kosningabaráttu. Þær skulu
fá mitt atkvæði út á það og trúað
gæti ég að svo yrði um fleiri. Allt
sem er svona jákvætt mælist vel
fyrir."
j