Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. desember - Bls. 33-64 „Ýmis lífsreynsla nauðsynleg til frekari þroska á langri Iifsleiðu • • — segir Karvel Ogmundsson, útgerðarmaður og skipstjóri HANN HÓF útgerö á opnum árabáti í samvinnu við jafnaldra sinn um fermingu; hann stundaði vöruflutninga á Breiðafirði; hann var skipstjóri um áraraðir; hann reisti fyrsta hraðfrystihúsið í Ytri-Njarðvíkum ásamt bróður sínum; hann var oddviti sjálfstæðismanna í Njarðvík í tugi ára; hann var náinn vinur Ólafs Thors; hann var sæmdur hinni íslenzku Fálkaorðu 1979; hann var kjörinn fyrsti heiðursborgari Njarðvíkur 1978; hann er heiðursfé- lagi í Sjálfstæðisfélagi Njarðvíkur; honum var veitt heiðursmerki Sjómanna- dagsráðs Keflavíkur 1968 og Hellissands 1976; hann er heiðursfélagi, sem einn af stofnendum í UMFN; hann er Karvel Ögmundsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Njarðvík, sem nú gefur út annað bindi ævi- minninga sinna, „Sjómannsævin". í fyrsta bindi æviminninga sinna fjallar Karvel um sjósókn æskuára sinna, en í öðru bindinu um dvöl sína á ísfirzkum mótor- bátum, vetrarvertíð í Sandgerði og útgerð frá Njarðvíkum. Veiðar á seglskipum fyrir Vestfjörðum og ýmsar minningar, yngri og eldri, sem hafa lifað á vörum eldra fólksins og gengið hafa frá manni til manns og verið færðar í frá- sagnarstíl. Morgunblaðið ræddi vegna þessa við Karvel og rakti hann í stuttu máli æviferil sinn og veitti heimild til birtingar á kafla úr þriðja bindi æviminninnga sinna. Vorum oft þreyttir á kvöldin „Eg er fæddur á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi 30. september 1903. Foreldrar mínir voru Sólveig Guð- mundsdóttir frá Purkey og Ög- mundur Andrésson frá Einarslóni á Snæfellsnesi. Við vorum 12 al- systkinin og einn hálfbróðir, And- rés, sem gerðist útgerðarmaður í Grimsby. Er ég var á sjötta ári brann bær foreldra minna og sluppum við með naumindum úr eldsvoðanum, snauð og klæðalítil. Á tíunda ári fór ég í fóstur til Eggerts Guðmundssonar, for- manns á Sandi og Ingibjargar Pétursdóttur frá Malarrifi og var þar til fermingar. Þá keypti ég lít- inn bát með jafnaldra mínum, Sigurði Sveini Sigurjónssyni, og hófum við þá eigin útgerð frá Sandi og rerum tveir saman fram eftir sumri. Seinnipart sumars fengum við svo liðsauka, Axel Clausen, núverandi kaupmann í Reykjavík. Hann hætti þá við Karvel Ögmundsson. verzlun á Sandi er átti Sæmundur Halldórsson í Stykkishólmi. Okkur gekk mjög vel að fiska á handfærin og linuna og beittum handfærin sandmaðki og línuna síld. Þetta var ákaflega erfitt og við vorum oft þreyttir að kvöldi. Mest veiddum við út af Öndverð- arnesi og Beruvík, lengra var ekki farið í þá daga. Fluttum suöur vegna hafnleysis á Sandi Ég fór síðan á ísfirzku bátana 1924 og var þar margar vertíðar, mest með Helga Benediktssyni á Eggert Ólafssyni og eftir að ég tók sjómannspróf var ég með skipið nokkur ár á handfæraveiðum. 1928 kvæntist ég önnu Olgeirs- dóttur frá Sandi og áttum við 7 börn, 5 dætur og 2 syni. Hún var mikil myndarkona, dóttir Olgeirs Óliverssonar frá Gröf í Grundar- firði og konu hans, Maríu Guð- mundsdóttur frá Stóru-Hellu við Sand. 1927 tók ég við skipstjórn á Eggert Ólafssyni og var með hann í tvö sumur á handfærum. Síðan keypti ég 8 tonna bát frá Keflavík og var með hann nokkrar vertíðar frá Sandi. Þann bát missti ég í ofsaveðri er hann rak á land úr múrningum. Síðan lá leiðin suður á vertíð og var ég þá á Pétursey frá Reykjavík. Síðan keyptum við Þórarinn bróðir minn saman bát, sem lá i óreiðu á Reykjavíkurhöfn. Hann hét Pilot og var eitt elzta skip landsins. Við vorum fyrst með hann í flutningum á milli Breiðafjarðarhafna en síðan á haust- og vetrarvertíðum á útilegu og lögðum við þá upp hjá Kveld- úlfi en síldina stunduðum við á sumrin. Þar sem engin aðstaða var á þessum tíma fyrir bátinn á Sandi neyddumst við til að flytja suður til að halda útgerðinni áfram og varð þá Njarðvík fyrir valinu. Um haustið 1933 fluttum við að Narfakoti í Innri-Njarðvík og vorum þar til 1937. Byggðum hraöfrysti- hús í Njarðvík Þá lét ég byggja hús í Ytri- Njarðvík og fluttumst við þangað um haustið. Þá höfðum við keypt 50 tonna bát frá Svíþjóð, sem hlaut nafnið „Vöggur". í Ytri- Njarðvík byggðum við síðan fyrsta hraðfrystihús staðarins og að- stöðu til söltunar og síldarverkun- ar. Við rákum siðan útgerð og fiskvinnslu í Njarðvík allt til árs- ins 1966 og sá ég um alla drift í landi eftir 1941 og ég held að flest fólk á staðnum, utan þeir menn er voru á bátum annarra á staðnum, hafi unnið við fyrirtæki okkar á þessum tíma. En 1962 misstum við bræðurnir þrjá syni okkar á aldr- inum 18 til 22 ára, Þórarinn tvo og ég einn. Við höfðum reiknað með því að þeir tækju við af okkur en vegna þessa ákváðum við að draga saman seglin og seldum við fyrir- tækið nokkru síðan. Hvert áfallið rak annað 1959 missti ég konuna mína og árið eftir lézt bróðir minn, Daníel SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.