Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 46 SÉRLEVFO ENOJRINÍÝJAO SI\TTR AFTUR Jqmes, Bona , . er kominn. atturl James Bond þarf ekki að kynna, sögupersónuna sem breski rithöfundurinn Ian Fleming gerði ódauðlega í bókum sínum. Aðdáendur Bonds skipta milljónum um allan heim, hvort heldur kappinn birtist í bók eða kvikmynd. Ian Fleming lést hins vegar fyrir allmörgum árum, svo ekki hafa verið skrifuð ný ævintýri Bond’s um nokkurt skeið. Nú geta aðdáendur 007 á hinn bóginn andað léttara, því erfingjar höfundarréttar að James Bond hafa samið við rithöfundinn John Gardner, um að hann taki að sér að blása nýju lífi í kappann og finna honum ný verkefni að glíma við. Gardner var valinn úr stórum hópi rithöfunda, og ekki verður annað sagt en valið hafi tekist vel, því tvær fyrstu Bond-bækur hans hafa náð feiknavinsældum bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hér birtist á íslensku fyrsta bók Gardners, þar sem James Bond snýr aftur, umvafinn fögru kvenfólki og harðsvíruðum þrjótum sem fyrr, og búinn að fá sér- leyfi sitt til að drepa, númer 007, endurnýjað. Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Sími: 1 88 30. HÚSGÖGN Langholtsvegi 111, Reykjavik. Sími 37010 — 37144. Metsölublad á hverjum degi! Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Hún- vetningafélagsins Staðan eftir 4 umferðir í hrað- sveitakeppninni: Valdimar Jóhannsson 2373 Gunnlaugur Sigurgeirsson 2228 Haukur Isaksson 2149 A.m.k. einni umferð er ólokið en það skýrist betur á nýja árinu því næsta spilakvöld verður 12. janúar 1983. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1983 Fyrirkomulag Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni 1983 verður með svipuðu sniði og ver- ið hefur; fyrst er opið mót með 16 spila leikjum, og spila allir við alla. Síðan spila 4 efstu sveitirn- ar úr þessu móti til úrslita í sér- stakri keppni. Sú nýbreytni verður hins veg- ar núna, að stigaflutningur verð- ur frá opna mótinu yfir í úrslit- in. Það er ekki endanlega frá gengið með hvaða hætti það verður gert, en það verður kynnt síðar. Opna mótið verður allt spilað í janúarmánuði, á tímabilinu 5.-22. Þetta þýðir að skráningu í mótið þarf að vera lokið fyrir ára- mót. Fyrirliðar sveita eru beðnir að tilkynna þátttöku til Guð- mundar Páls Arnarsonar eða Gests Jónssonar í stjórn BSR sem fyrst. Spiladagar og -staðir eru sem hér segir: 1. umf. miðvikudag 5. jan. kl. 19.30 Domus Medica. 2. umf. fimmtudag 6. jan. kl. 19.30 Domus Medica. 3. umf. laugardag 8. jan. kl. 13.00 Hreyfilshúsið. 4. umf. sunnudag 9. jan. kl. 13.00 Hreyfilshúsið. 5. umf. miðvikudag 12. jan. kl. 19.30 Domus Medica 6. umf. fimmtudag 13. jan. kl. 19.30 Domus Medica 7. umf. miðvikudag 19. jan. kl. 19.30 Domus Medica 8. umf. laugardag 22. jan. kl. 13.00 Hreyfilshúsið. Það er hugsanlegt að við bæt- ist dagur, eða breyting verði á spilatíma um helgar. Úrslitin verða spiluð helgina 12,—13. feb. á Hótel Loftleiðum. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmótið í tvímenningi var spilað helgina 4.-5. des. í Hafnarfirði. Mótið fór vel og friðsamlega fram undir góðri stjórn keppnisstjórans Vigfúsar Pálssonar. Mótið var allan tímann jafnt og tvísýnt og skiptust pör á um að leiða keppnina. Undir lokin stóð baráttan milli feðganna Vilhjálms Sigurðssonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar ann- ars vegar Og Guðna Sigurbjarn- arsonar og Ómars Jónssonar hins vegar. Fóru leikar svo að Guðni og Ómar sigu framúr og urðu þar með Reykjanesmeistar- ar 1982—1983. Röðin varð ann- ars þessi: Guðni Sigurbjarnarson — Ómar Jónsson 169 Vilhjálmur Sigurðsson — VUhjálmur Vilhjálmsson 150 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 128 Aðalsteinn Jörgensen — Kristján Blöndal 118 Kristófer Magnússon — Guðbrandur Sigurbergssonll4 Ármann Lárusson — Ragnar Björnsson 103 Sýning Guðmundar Myndlist Valtýr Pétúrsson Guðmundur Pálsson er með sína aðra einkasýningu í Ás- mundarsal, en hann var þar á ferð fyrir ári með frumraun sína sem sýningaraðili. Þá reit ég um hann hér í'blaðið ogóiafði nokk; uð gaman af þeirri sýningu. í dag er Guðmundur árinu eldri og hefur gefið sér tíma til að stunda málverkið af nokkrum eldmóði ásamt því að leggja stund á læknisfræði. Þessi sýning Guðmundar Páls- sonar sýnir, að hann hefur eflst í átökum við hina dansandi línu, en einmitt línan er aðal við- fangsefni Guðmundar og var það einnig á hans fyrstu sýningu. Hann vinnur myndir sínar af meiri öryggi nú árinu seinna, og hann hefur miklu meiri tök á litnum og nær í hann vissum til- gangi, sem stundum minnir á marga bestu menn á þessu sviði. Ég held, að Guðmundur sé orð- inn nokkuð sérstæður meðal yngri manna, og hann eins og öðlast meira öryggi við mynd- gerð sína eftir því sem fram líð- ur tíð. Það er líkur tilgangur í þessum verkum Guðmundar og fyrir ári síðan, en hann hefur svo auðsjáanlega öruggari tök á því, er hann ætlar sér, að ég verð að endurtaka þetta atriði hér. Það er að vísu nokkur munur á þessum verkum, sem nú eru til sýnis, en syndirnar eru svo smá- ar og auðvirðilega, að ég nenni ekki að tína þær til hér. Því verður ekki að sinni gert upp á milli þeirra mynda, sem Guð- mundur sýnir frá seinasta ári. Snotur sýningarskrá fylgir þess- ari sýningu, og þar yrkir Guð- mundur langt ljóð til hinnar frjálsu línu, viðauki, sem verkar skemmtilega og gefur hugmynd um, að listamaðurinn viti, hvað hann er að gera. Eins og fyrri sýning Guð- mundar, er þetta skemmtileg og hressileg sýning. Hún er dálítið í sama dúr og sú í fyrra, en eitt ár er ekki langur tími í lífi skap- andi listamanns. Það má því segja með sanni, að ásamt erfiðu námi, sé það merkilegt, að Guð- mundi skuli hafa tekist að koma þessari sýningu saman á jafn viðunandi hátt og dæmin sanna. Ég hvet fólk til að fylgjast með framvindu mála hjá þessum unga manni og vonast til, að hann fái tækifæri til að halda því striki, sem hann nú stýrir eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.