Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 39 það því geysilega góður árangur hjá þeim félögum að þeir skyldu lenda í 47. sæti. Voru þeir jafn- framt einu útlendingarnir, sem komust í mark. Hlutu þeir mikið lof frá keppnisstjórn rallsins, sem færði þeim bikar að gjöf fyrir árangurinn og fengu þeir einnig bikar fyrir að vera kepp- endurnir, sem lengst voru komn- ir að. Umboðsmaður Alfa Romeo í Saluzzo varð svo himinlifandi yfir árangri íslendinganna, að hann færði þeim enn einn bikar- inn. ítölsku áhorfendurnir héldu mikið upp á Birgi og Magnús að sögn Maríönnu Friðjónsdóttur, sem fylgdi þeim félögum í rall- inu. Hrópuðu þeir „Islandia, Is- landia" hvar sem þeir óku fram- hjá. Sigurvegarar þessarar keppni voru kappar að nafni Biasion og Siviera, en þeir óku yfir 300 hestafla Opel Ascona. Margir keppenda rallsins voru styrktir af hinum ýmsu bílaverksmiðjum, en rallið var fjórða stærsta keppni Ítalíu og því mikið í húfi. Árangur Birgis Bragasonar og Magnúsar Arnarssonar er mjög lofsverður og mikið afrek að ljúka keppni við svo gjörbreyttar aðstæður. Lofuðu ítölsku blöðin þá félaga fyrir mjög íþrótta- mannslega framkomu. Vonandi verður keppni þessi Birgi og Magnúsi hvatning til frekari dáða, en Birgir er einn af okkar allra bestu rallökumönnum og slíkt hið sama má segja um Magnús, sem aðstoðarökumann. Bilanir hafa hinsvegar sett stórt strik í reikninginn hjá þeim hérlendis, en hugsanlega var þetta rall á Ítalíu vendipunktur í þeim efnum. GK Launakröfur FÍH úti- loka ekki þáttagerð — segir Finnur Torfi Stefánsson hjá FÍH „I'að hefur þvi miður engin niðurstaða fengist enn“, sagði Finnur Torfi Stefánsson hjá FIH, Félagi íslcnskra hljómlistar- manna, er Morgunblaðið innti hann eftir því hvernig miðaði í samningaviðræðum félagsins við sjónvarpið um aukna hlutdeild ís- lensks tónlistarefnis ■ sjónvarpi. greiðslur til hljómlistarmanna næmu aðeins tíunda hluta kostnaðar við gerð tónlistar- þátta. Hann bætti því einnig við að til þessa hefðu hin 90% ekki staðið í veginum, þannig að tæpast væri réttmætt að segja að ósanngjarnar launakröfur FÍH útilokuðu þáttagerð. Jólatrén erukomín! Falleg og fjölbreytileg Gróðurhúsinu við Sigtún: Simar36770-86340 Nú ergaman að vera til. Allterfullt hjá okkur af fallegum jólatrjám af öllum gerðum. Norðmannsgreni eða Norðmannsþynur. Lang-barrheldnasta jólatréð á markaðnum. Dökkgrænt og fallegt á litinn. Rauðgreni. Mikið úrval af þessum fallegu og ódýru jólatrjám. Eigum einnig gott úrval af öðrum tegundum sem alltaf eru vinsælar, t.d. Omórika, blá- greni, fjallafura ofl. Komið í Blómaval, gangið um jólatré- skóginn og veljið jólatréð við bestu aðstæður inni sem úti. Leggjum áherslu á góða þjónustu og vandað val á jólatrjám. an^*lla9s°*ámkkun- ^Pan«ð«'nana£°r9un. blÓíFIOUCll FÍH og sjónvarpið hafa að undanförnu átt viðræður um hvernig megi auka þátt ís- lenskrar tónlistar í sjónvarpi. Til þessa hefur sjónvarpið talið greiðslukröfur FIH vera of háar og því ekki talið sér fært að standa undir þáttagerð með ís- lenskum tónlistarmönnum. Að sögn Finns Torfa eru taxt- ar FÍH alls ekki hærri en geng- ur og gerist hjá sambærilegum félögum. Nefndi hann sem dæmi, að greiðslur til fimm manna hljómsveitar fyrir hálf- rar klukkustundar þátt næmu 15.000 krónum, ef miðað væri við sex tíma vinnu í upptökusal. Væri þá gengið út frá því að hljómsveitin kæmi með lög sín fullæfð. Viðræðurnar að undanförnu hafa ennfremur snúist um ís- lenskt efni í poppþættinum „Skonrokki,,. Til þessa hefur ekkert íslenskt efni verið í þættinum, en fyrsta ísl. hljómsveitin kom þar fram í gær. Sagði Finnur Torfi, að ver- ið væri að reyna að komast að samkomulagi um að sjónvarpið sæi aðeins um myndupptöku fyrir Skonrokk og notaðist við hljómplötur. Með því væri hægt að stórminnka allan tilkostnað. Taldi Finnur Torfi ekki ólíklegt, að greiðslur til hljómlistar- manna myndu við það aðeins verða þriðjungur af áðurnefndri upphæð. Finnur Torfi sagði í lokin, að ISLENSKAR BÆKUR EBLENDAR BÆKUR MYNDBÖND Bókaverslun Snæbjamar , Hafnarstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.