Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 34 Karvel Ögmundsson 9 ára. Drengirnir, sem þeir brædur Karvel og Þórarinn misstu. Frá vinstri: Einar Þórarinsson, Sævar Þórarinsson og Eggert Karvelsson. Ögmundsson skipstjóri, úr krabba, þannig að hvert áfallið rak annað. Þetta voru mér þung- bær ár og á þessum tíma hætti ég algjörlega afskiptum af stjórn- málum. Síðan ég hætti rekstri fyrirtækisins hef ég sýslað eitt og annað og vann á tímabili við við- hald húsa. Ég tók alltaf mikinn þátt í félagsstörfum og var meðal annars formaður Útvegsbændafé- lags Keflavíkur og nágrennis í um 20 ár, formaður Oiíusamlags Keflavíkur í 30 ár, í stjórn Sam- vinnutrygginga frá byrjun til þessa dags, í stjórn Olíufélagsins frá byrjun og stofnandi Ung- mennafélags Njarðvíkur. Þá var ég gæzlumaður barnastúku Ytri- Njarðvíkur og hefur það verið eitt ánægjulegasta starf mitt. Oddviti í Njarð- vík í 20 ár - Ég tók einnig virkan þátt í Gist í Olafsvíkurenni Kaflinn „Gist í Ólafsvi'kurcnni1" úr þriðja bindi æviminninga Karvels Ögmundssonar, sem út kemur á næsta ári. Vegna þessa kafla vildi Karvel taka það fram, að það væri ósk sfn að forráðamönnum þjóðfélagsins bæri gæfa til þess, að leggja öruggan veg fyrir Ólafsvfkurenni, þessa aldagömlu hindrun milli byggðarlaga. „Eftir að hafa gist umrædda nótt f Ólafsvfkurenni skildi cg bctur en áður hvilfkt þrekvirki það var af Hervin Péturssyni, sjómanni f Ólafsvfk, að halda opnu sfmasambandi milli Sands og Ólafsvfkur um áratugaskeið með viðgerð- um á sfmalfnum yfir Ólafsvfkurenni. f miklum rokum og fsingu brotnuðu oft staurar þar svo tugum skipti og það hefur þurft mikið þrek og áræði að koma þvf f samt lag, þegar Ennið var f sfnum versta ham. Þótt Ennið þyki mikilúðlegt að sumri, er það þá svipur hjá sjón miðað við ógn þess í ofsaveðrum á skammdegisnóttum," sagði Karvel. að mun hafa verið í janú- ar 1929. Strandferðaskip- ið Esjan kom frá Reykja- vík með vörur til verslun- ar Proppébræðranna á Hellis- sandi. Ég var við uppskipunar- vinnu á öðrum uppskipunarbátn- um. Meðal þess er flutt var til lands voru 50 olíuföt. Þegar leið á daginn jókst brimið, sem var þó allmikið um morguninn. Við skip- uðum vörunum í land í lend- ingarvörum er voru beint fram- undan Proppéverslun. Það var ákaflega erfitt að koma olíuföt- unum up' á vararvegginn í svo miklu brimi, því öldurnar hrjdtu bátnum fram á klappirnar með aðsoginu, og þegar frá dró rykkti báturinn í festina, er bundin var fram af bátnum, við stóran jarð- fastan klett, svo hann drægi ekki út. Ekki komust nema tveir að því að lyfta hverju olíufati upp á öldustokkinn. Svo var þeim þriðja ætlað að ýta undir botninn og reyna að steypa þeim yfir á var- arvegginn. Ég og Benjamín Hjartarson tókum höndum sam- an undir annan enda olíufatanna og með hinni hendi héldum við um laggir þess enda, er fjær var, þannig höfðum við getað komið flestum olíufötunum upp. En nú vantaði viðspyrnu með svo þung- ar byrðar. Við höfðum lyft einu fati upp á öldustokk, en í því kom alda og hrinti bátnum fram á klappirnar. Þegar stefnið nam við klettinn varð höggið svo mikið að olíufatið hrökk til baka ofan í bátinn. Ég hélt með vinstri hendi til að taka mesta falíið af því, en varð með þá hendi milli lagga á tveimur fötum. Við heyrðum smell, þegar bein í handarbakinu brotnuðu. Ég varð að fá hníf til að skera vettlinginn utan af hendinni. Þegar því var lokið, kom í ljós að höndin frá úlnlið og fram á fingurgóma var blásvört og að lögun var hún eins og blaðra uppblásin. Ég fór til Matthildar Þorkelsdóttur ljós- móður. Hún hafði svo mörgum hjálpað, því enginn læknir var á Sandi. Víða voru tægjur af kjöti út úr skinninu, einkum á hand- arbaki. Matthildur setti pappa- spelkur við höndina, annað var ekki hægt að gera, því hún fann hvergi fyrir beini vegna bólgu. Þá var sóttur læknir til Ólafsvíkur. Það var Sæberg, er var læknir þar. Hann kom og sagði að ekkert væri að gera fyrr en ef eitthvað drægi úr bólgunni. Seinna frétti ég að hann hefði sagt vini mínum, Benedikt Benediktssyni kaup- manni, að vel gæti svo farið að ég missti höndina og þá yrði að senda mig til Reykjavíkur. Nú liðu sjö dagar. Meiðslin höfðust vel við og Sæberg áleit, að útlit væri vonum framar um bata. Ég bar alltaf höndina í fatla. Þremur dögum síðar, það er tíu dögum eftir að ég meiddist, veiktist María dóttir okkar úr lungnabólgu. Hún var á öðru ári. Sóttin harðnaði og henni var ekki hugað líf. Allir bátar voru á sjó og engan fullorðinn hægt að fá til að sækja meðul, en hið versta veður var í aðsigi. Ég ákvað þá að fara til Ólafsvíkur. Viggó Bakk- mann, sem var vörubílstjóri. flutti mig að Rauðusteinum, sem eru rétt fyrir utan Ólafsvíkur-* enni. Það stytti gönguleiðina mikið. Þegar ég kom að Forvaði var skollið á ofsarok, þreifandi aust-norðan bylur og náttmyrk- ur. Þessu veðri fylgdi hörkufrost, og veltubrim. Ég komst með naumindum fyrir Forvaðann og hljóp svo hratt sem ég gat til Ólafsvíkur. Meðulin voru tilbúin, því ég hafði hringt til læknisins, áður en ég fór að heiman. Þegar ég kom til baka út undir Ólafsvík- urenni var orðið svo aöfallið, að ég komst með naumindum út á Forvaða, en það er nokkuð há klettahæð, er gengur í sjó fram. En lengra varð ekki komist, því aldrei lægði brimið, svo að hugs- anlegt yrði að komast vestur fyrir. Að snúa til baka var einnig vonlaust. Hér var ég afkróaður, því brimið var svo mikið, að ég sá að innan stundar yrði þar engum manni stætt. Mér flaug þá í hug hvort mögulegt yrði að synda fyrir, en nú var leiðin orðin löng, og svo taldi ég ólíklegt, að ég kæmist út úr briminu, auk þess minntist ég þess, að vinstri hönd- in var rétt að byrja að gróa. Eina vonin var, að ég gæti klifrað upp af Forvaðanum, þegar þar yrði ekki stætt lengur. En sú leið var ekki heldur árennileg. Allt ein svellbunga. Hvað eftir annað lá við að brimið hrifsaði mig af For- vaðanum. Nú var ekki hægt að dveljast þar lengur. Ég byrjaði að skríða á brattann, en sú ganga sóttist seint, ég hafði týnt léttan- um, en sökum þess að vinstri höndin var veik, þurfti ég að beita framhandlegg og olnboga þeim megin. Stundum fannst mér eins og vindhviðurnar ætluðu að taka mig á loft og fleygja mér til. Nú hafði veðrið breyst, vindur gengið til suðausturs. Kafaldið var hætt, en í þess stað komin slydda, sem breyttist von bráðar í rigningu með ofsa skúrum. Það er sjaldan, sem veður breytist svo snögglega úr frosti í regn. En nú versnaði um allan helming, því hálkan var næstum óyfirstígan- leg, en ég var hræddastur við þessar sterku vindhviður, sem nú komu meira á hlið. Ég heyrði hvininn í þeim löngu áður en þær komu, og ekki sást handaskil fyrir náttmyrkri. Ekki veit ég hve lengi ég hef verið búinn að skríða þetta, þegar allt í einu koma blossar. Það voru víst þrumuljós. En við þetta leiftur sýndist mér ég sjá skugga nokkuð langt fyrir ofan mig. Éf það var rétt, þá hlaut það að vera klettabeltið efst í Ólafsvíkurenni. Ég keppti að því takmarki eins og orkan frekast leyfði. Loksins komst ég að klettabelt- inu og þar féll ég fyrir þeirri freistingu að standa upp, því ég var orðinn sár á hnjám og oln- bogum. Ég litaðist um, en ekkert sást vegna niðamyrkurs. Brim- hljóðið heyrðist ekki lengur, en veðurgnýrinn var ógurlegur. Máski hef ég ekki verið nógu varkár, því nú skall á mig vind- hviða, sem virtist koma frá klett- inum, sem ég stóð við. Ég hrökk til, missti tak hægri handar og greip til með vinstri hendi, en þá lögðust fingurnir aftur. Höndin var ekki nógu gróin til að þola það átak. Ég féll við og rann á bakinu á fleygiferð niður. Ég gat velt mér á magann en mér var ómögulegt að stoppa mig hvernig sem ég reyndi. Nú heyrði ég brimgnýinn, hann varð hærri og hærri. Allt í einu finn ég bara loft fyrir fótunum. Er ég að fara fram af, hugsaði ég, ofan í brimrótið. En allt í einu er eins og rifið sé í skyrtuna rétt við buxnastreng- inn. Óll fötin að ofanverðu þrýst- ast upp að höku. Ég kenndi sárs- auka frá beltisstað upp á brjóst, eins og væri ég rifinn með skarpri nögl. Þar með er ég kyrr, ligg með beran magann og brjóstið á aur og klaka. En hvað hafði gerst? Oddhvöss jarðföst steinnibba, er staðið hafði upp úr klakanum, greip mig eins og bjargandi fing- ur, um leið og ég var að hendast fram af hengifluginu. Ég heyrði að brimið svarraði fyrir neðan. Ég gat mig ekki hreyft og þorði ekki að gera tilraun til þess. En nú kom kuldinn, þessi nístandi kuldi, sem virtist ætla að smeygja sér í gegnum mig. Ég varð strax gegndrepa á inneftir- leið og nú tók maginn að dofna og brjóstið neðanvert. Vatn og aur rann ofan í buxurnar og ég dofn- aði meir og meir. Þá varð ég að taka eina mestu ákvörðun lifs míns, því ekki myndi ég lifa lengi í þessum stellingum. Ég varð að freista þess hvernig sem færi, að gera tilraun til að lyfta mér af þessari bjargandi hraunnibbu, sem ég hékk á. Aðeins andartak lyfti ég huga mínum til hans, sem öllu ræður. Ég kreppti mig sam- an, teygði handlegginn út og fram, þrýsti vanganum og hök- unni ofan í aurinn, fékk aðeins viðnám og lyftist með því að taka á eins og orkan leyfði, þar til ég gat beitt hnjánum til framdrátt- ar. Ég var laus og nú þokaðist ég fet fyrir fet, þar til ég komst aft- ur upp að klettunum efst í Enn- inu. Nú tókst mér að skríða aust- ur með klettunum þar til ég kom í gildrag. í miðju gildraginu var klettur, sem næst mannhæðar hár, en u.þ.b. tveir metrar um- máls að neðan. Þar fékk ég góða fótfestu og gat staðið upp með því að styðja mig við klettinn. Þá fannst mér eins og ég væri með allþunga byrði framan á mér, sem mér væri óviðkomandi. Það var maginn og brjóstið, sem var tilfinningalaust af kulda. Ég sett- ist undir klettinn er gaf nokkurt skjól og nuddaði magann, brjóst- ið og lærin. Þegar ég hafði gert þetta af kappi nokkurn tíma fór lífið að færast í þennan hluta lík- amans, en um leið fékk ég ákaf- lega mikinn kuldahroll. Rétt á eftir tók ég eftir því, að kantur- inn á húfunni minni logaöi af hrævareldi, eins var með vettl- ingana og allar steinnibbur í ná- grenninu. Ég hafði einu sinni áð- ur verið úti í hrævareldi. Hann er einna líkastur maurildi, og er eins og hann hristist um allar skarpar brúnir. Nú breiddist hann yfir mjög stórt svæði. Það birti talsvert. Ég sá langt út á sjó og það var álíka bjart og þegar snjór lýsir upp jörð. Ég tók eftir því að á klettasnös skammt fyrir innan mig var eitthvað dökkt, stundum kyrrt og stundum á hreyfingu, en alltaf á sömu klettasnösinni. Ég gerði mér strax grein fyrir hvað þetta var, því skarfar setjast oft á kletta við sjó, þá flóð er. Þeir sitja stundum kyrrir, en þess á milli blaka þeir vængjunum. Annað gat það ekki verið. Etir nokkra stund syrtir aftur yfir, hrævareldurinn horf- inn og sama svarta myrkrið. Eft- ir því sem regnið jókst, fóru að heyrast dynkir langt uppi í Enni. Þetta gat ekki verið annað en grjót, sem væri að losna, og leit- aði til sjávar samkvæmt þyngd- arlögmálinu. Það var ansi óhuggulegt að heyra steinana færast nær og nær og loks heyra þá fjarlægjast til sjávar. Ég sá engan fyrst, en fann þyt af þeim. En nú heyrast nýir dynkir, langtum meiri en hinir fyrri, þeir nálgast með feiknahraða, loks er eins og skörp vindhviða skelli á mér og um leið kemur bjargið niður af fluginu rétt fyrir framan steininn, sem ég sat undir, í svo sem fjögurra metra fjarlægð. Það hafði því farið yfir klettinn sem ég sat undir. Smágrjót þyrlaðist í allar áttir, en enginn smásteinn hitti mig. Fjallið skalf undir fót- um mér. Nokkrir smásteinar komu sömu leið og stóra bjargið, mér leist ekki á að dveljast þarna lengur. Það var erfitt að stíga fyrstu sporin, ég var nærri dott- inn í holuna, er myndast hafði þar sem stóri kletturinn hafði komið niður á leið sinni til sjávar. Sami ofsi var í veðrinu, en niður eftir gildraginu gat ég fótað mig að mestu. Ég gerði mér von um að svo væri út fallið, að fært yrði fyrir Forvaðann. Loks komst ég niður, þá var fallið undan For- vaða. Ég byrjaði á því að losa sand og aur úr buxunum, því áður var ég svo þungur í hreyfingum. Þegar því var lokið reyndi ég að hlaupa. Það ætlaði ekki að ganga vel að þvinga líkamann til hlýðni, þó var ég búinn að ná sæmilegum hita, þegar ég kom að Hólmkelsá, sem valt fram kolmórauð. Ég held hún hefði ekki verið talin fær í björtu. Hér var enginn tími til ráðagerða, ég held að ég hafi komið að henni á réttu vaði. Ég ákvað fyrirfram að synda ská- hallt undan straumnum ef ég botnaði ekki. En til þess kom ekki, mér tókst að komast yfir án þess. Þegar ég kom heim, mætti ég leitarmönnum við dyrnar. Þeir voru að leggja af stað til að leita að mér með broddstafi og annan útbúnað. Barninu bráðbatnaði af meðulunum og lifir við góða heilsu nú, tæpum fimmtíu árum síðar. Eflaust mun einhver segja, að ég hefði átt að bíða til næsta dags, frekar en að tefla svo djarft. En ef þú, lesandi góður, átt eitt barn sem berst við dauð- ann, myndir þú þá ekki gera hið sama og ég gerði? En þessi gist- ing í Ólafsvíkurenni hefur verið mér minnisstæð. Daginn eftir var Sæbjörn læknir sóttur og gerði hann að handarbrotinu. Var þá hlaupið úr ánni í Hólmkelsá. I Hólmkelsá hefur fjöldi manns farist og faðir minn fórst þar árið 1922, svo sem áður er sagt. Mun hann vera sá síðasti sem þar hef- ur látið lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.