Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 35 starfi Sjálfstæðisflokksins og var í hreppsnefnd Keflavíkur frá 1938 til 1942 og eftir hreppaskiptin oddviti í Njarðvík í 20 ár, frá 1942 til 1962, og þá var Sjálfstæðis- flokkurinn alltaf í meirihluta. Þá kynntist ég stjórnmálaskörungn- um Ólafi Thors vel og átti engan kærari vin. Ég dáðist að honum sem manni enda var hann óum- deilanlegur foringi eins og fram kemur í bók Matthíasar Johann- essens ritstjóra um Ólaf. Þar hef- ur Matthíasi tekizt að móta meist- araverk, sem þjóðin mun meta og virða um aldir fram, um þann mann, er hún elskaði og virti sem einn af sínum mestu sonum. Ég er ánægður að hinn stórbrotni per- sónuleiki hans fær þar svo rétta umfjöllun eins og raun ber vitni. 1963 kynntist ég Þórunni Guð- mundsdóttur frá Keflavík og bjuggum við saman í 13 ár og eignuðumst einn son saman. Hún er dóttir Guðmundar Kr. Guð- mundssonar skipstjóra og Ingi- bjargar Benediktsdóttur frá Isa- firði. Hún var áður gift og átti fimm börn, sem ég ól upp ásamt henni. Við slitum síðan samvistum og hún fluttist til Bandaríkjanna og býr þar nú. Ég hef kynnzt mörgu góðu fólki og fátæku á uppvaxtarárum mín- um og langri sjómannsævi. Gæfa mín hefur verið fólgin í því að ég hef átt góðar konur og góða fjöl- skyldu og að hafa eignazt vináttu margra góðra manna á lífsleiðinni og verið svo lánsamur að halda henni. Ég hef aldrei neytt tóbaks eða áfengis, barnatrúin hefur ver- ið mitt lífsankeri. Á allri minni starfsævi hefur mér fundizt að yf- ir mér hvíldi sú vernd er leiddi mig farsællega út úr hverjum vanda er að höndum bar. Manni mun ætlað að ganga í gegnum ýmsa lífsreynslu til frekari þroska á langri lífsleið," sagði Karvel. HG Saga úr helför — eftir Simon Wiesenthal FJÖLNIR hf. hefur gefið út bókina Max og Helena eftir Simon Wiesen- thal. Undirtitill bókarinnar er Sönn saga úr helförinni miklu. Simon Wiesenthal, pólskur Gyðingur, var einn þeirra milljóna, sem nazistar settu í fangabúðir, og einn þeirra Simon Wiesenthal. fáu, sem lifðu þá dvöl af. Frá stríðslokum hefur hann helgað sig leit að stríðsglæpamönnum naz- ista og eru endalok Adolf Eich- man m.a. árangur þess starfs. I bókinni um Max og Helenu segir Wiesenthal sanna sögu af ungu pólsku pari, sem eins og hann lifir af dvöl í fangabúðum nazista. Þau komast síðan að þvi, hvar fangabúðastjórinn fyrrver- andi er niðurkominn og Wiesen- thal og menn hans eru komnir á slóðina. En svo fer, að Wiesenthal fellst á beiðni þeirra Max og Hel- enu um að þyrma nazistanum fyrrverandi. Sveinn Ásgeirsson islenzkaði bókina og skrifar formála. Bókin er 134 blaðsíður. Setningu, umbrot og prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar, Bókfell sá um bókand og Rósa Ingólfsdóttir hannaði bókarkápu. Lestur próf- arka annaðist Sveinn Sigurðsson. Karvel ásamt Ögmundi syni sínum. Á fákspori eftir Sigurbjörn Bárðarson EIÐFAXI hf. sendir frá sér bókina „Á fákspori", umhiröa, þjálfun og keppni eftir Sigurbjörn Bárðarson. Bókin skiptist í þrjá megin- þætti. í fyrsta hlutanum er fjallað um reiðhestinn, þjálfun hans og meðferð. I öðrum hlutanum er rætt um þjálfun, uppbyggingu og sýningu keppnishrossa, stökk- hesta sem vekringa. I framhaldi af því er fjallað um gæðingakeppni, íþróttakeppni og sýningu kynbóta- gripa, í síðasta hluta bókarinnar er fjallað um umhirðu hesta og aðbúnað, má t.d. nefna kafla um hesthúsbyggingar, járningar og fóðrun. I bókinni eru yfir eitt hundrað Ijósmyndir og teikningar. Sigurður Haraldsson í Kirkju- bæ ritar forinála bókarinnar og þar segir m.a.: „Að skapa gæð- ing, á hvaða sviði hestamennsk- unnar sem er, verður ekki gert með því að beita þurrum formúl- um eða þröngum fastbundnum að- ferðum. Sífrjór og opinn hugur reiðmannsins, sem alltaf kann að láta sér detta í hug ráð við hverju því sem að höndum ber, er reið- mannsins besti fylginautur. Per- sónuleg kynni mín við höfund bók- arinnar gera alla framsetningu hans og tilsögn mjög svo trúverð- uga fyrir mér og auka á gildi hennar sem kennslubókar í hesta- mennsku almennt, að mínu mati“. PEmFAXI Bókin „Á fákspori" er þriðja bókin í útgáfuröð Eiðfaxa. Fyrsta bókin var „Á hestbaki" eftir Eyj- ólf ísólfsson og önnur var „Að temja" eftir Pétur Behrens. Um hönnun bókarinnar sá Auglýsingastofan hf., Gísli B. Björnsson. Filmuvinna og prentun er unnin í Prenttækni og bókband í Arnarberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.