Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 IjK p;í;‘ Snnjnn; „Ég sagfc' þér ab vera. ekkí cu> éta. popplcorn, cí meb<xr> þú lr\e-(-é\r hilcs'tíXnrv. " ... að lofa henni að hjúfra sig upp að þér þegar hún er þreytt. TV Reg U.S. Pat Off.—<11 riQhts resarved •1982 Los Angoles Tlmm Syndlc«1e Innbrolsþjófurinn var hár og vel vaxinn maður með fæð- ingarblett á hægra læri! J»ó hann sé 10.000. gesturinn — og heiðursgestur í senn, þá er mælirinn nú fullur! HÖGNI HREKKVISI E6 SKAL 5TJORNA NEVPAJeSTýRINU Þessir hringdu . . . Hvers vegna eru jóla- skreytingarnar ekki komnar í miðbæinn? Gunnar hafði samband við Vel- vakanda og sagði: — Hvernig stendur eiginlega á því, að ekkert bólar á jólaskreytingum hérna í miðbænum, og komið fram í aðra viku aðventu? Ég sakna þeirra ákaflega og finnst mikið vanta á jólastemmninguna. Það er að spara á öfugum enda, ef sparnaður er ástæðan fyrir þessari vöntun, og því skora ég á þá aðila sem hingað til hafa ekki látið sitt eftir liggja í að skapa jólastemmningu í mið- bænum, að gera það einnig nú — og sem allra fyrst. Það má spara á fjölmörgum öðrum liðum og ég er alls ekki á móti ráðdeild og að- gætni. Sendu hjálp og sýndu náð Kuglavinur hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Það er skrýtið, að þegar maður kemur inn í búð, þar sem mikil fjölbreytni er í sæl- gæti og alls konar matvörum, þá verður annað upp á teningnum, ef ætlunin er að biðja um korn handa smáfuglunum, til þess að gæða þeim á. Aðeins ein tegund er á boðstóium ár eftir ár, hálfgerður grjótmulningur, sem maður veigrar sér við að bjóða þeim, þegar þeir leita á náðir manns. Er of mikið af hafa til taks tvær til þrjár tegundir handa þessum góðu gestum yfir há- tíðina? Ég lærði þessar vísur fyrir um sjötíu árum síðan: fli nýyur ruglinn minn, sem forAum sönjj í runni. Kkkert pláss á auminginn, og ekkert sætt í munni. I.júfur Drottinn líttu á hann, leyfAu að skíni sólin. Láttu ekki aumingjann eiga bágt um jolin. Að gera hreint fyrir sínum dyrum Velvakanda hafa borist til- mæli um að hvetja fólk til að gera greiðan aðgang að húsum sínum til að tryggja öryggi heimilismanna og annarra sem þangað eiga erindi, svo sem blaðbera og póstburðarfólks. í þeirri umhleypingatíð, sem nú fer í hönd, með snjóum og svellalögum og marauðu á milli, ríður á að hver „geri hreint fyrir sínum dyrum“, moki gönguslóða heim að dyr- um, ef þarf, eða strái sandi á glerhálan klakann. Einnig er mikilvægt, að fólk láti loga á útiljósum, þar sem þess er kostur. Slíkt eykur á öryggið í skammdegismyrkrinu og auð- veldar póstburðarfólki að lesa sundur jólapóstinn. Drottinn, þú átt þúsund ráð og þekkir ótal vegi. Sendu hjálp og sýndu náð, svo hann ekki deyi. Sýnum varúð og tillitssemi. I m i' 9; C Fósturlíf og framlíf Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Fáir hafa treyst sér til að bera blak af fóstureyðingalögunum frá árinu 1975, sem sett voru án þess að almenningur væri spurður, eða skoðanakannanir gerðar. Þau voru eitt af þessum málum sem laumað hefur verið í gegn skyndilega, og með því að nota sér veika bletti á hugsanlegum andstæðingum. En þeir sem slíkum aðferðum beita eru sjaldnast jafn öruggir mál- svarar gerða sinna eftir á og þeir eru skjótir að efna til þeirra. Þeim er oftast nær annað betur gefið en að taka á sig ábyrgð af gerðum sínum. Þess vegna hefur enginn viljað gefa sig í að verja áminnst lög og hið hugvitssamlega kerfi, sem byggt var ofan á þau og leitt hefur af sér dauða þúsunda ís- lendinga fyrir tímann á liðnum árum — þangað til fr. Lilja Ólafsdóttír fær birta grein og mynd af sjálfri sér í Morgunblað- inu 17. nóv. 1982. Hún segist vona að frumvarp Þorvalds Garðars Kristjánssonar alþingismanns um niðurfellingu „félagsmálapakk- ans“ í lögunum frá 1975 nái ekki fram að ganga. Það er vonandi að sú von rætist ekki. Fr. Lilja hefur það fyrir aðal- röksemd fyrir áframhaldandi, og vaxandi, fóstureyðingum, að ekki sé fullt samræmi milli þess að gera læknisfræðilegar ástæður fullgildar til þess að eyðing megi fara fram, og hins að félagslegum ástæðum til hins sama sé hafnað. „Læknisfræðilegar ástæður láta þeir óátaldar," segir hún (and- stæðingar laganna frá 1975). Við þessu er það að segja að fullt rök- rænt samræmi næst sjaldnast við framkvæmd nokkurra mála, en það skiptir mestu máli, hvaða stefna er tekin og hver aðalnið- urstaðan verður. Segja má að fóst- ureyðingalöggjöfin frá 1975 hafi hafizt á stríðsyfirlýsingu á hendur konum sem áttu „mörg“ börn en ekki var tiltekið hversu mörg þau þyrftu að vera til þess að eyðingar gætu hafizt. Ætla má að orðið „mörg“ hafi verið túlkað frjáls- lega. En þó var ekki látið þar við sitja, heldur átti það einnig að vera næg ástæða að hin verðandi móðir væri ung að árum og hefði ekki átt barn áður, eða af alveg gagnstæðri sök við það sem byrjað var á. Lögin frá 1975 voru fóstur- eyðingahvetjandi fyrst og fremst, enda hafa afleiðingar þeirra vissu- lega orðið þær sem til var stefnt — samanber þúsundatölurnar um eyðingar síðan. — Það gæti verið fróðlegt að sjá birtar tölur um hlutfallið milli „félagslegra" og læknisfræðilegra eyðinga á siðari árum, og má þó ætla að reynt hafi verið að koma sem mestu yfir á læknisfræðilegu ástæðurnar. Það að líta á fóstur í móðurkviði sem eitthvert æxli eða kýli, sem nema megi burt að vild („konan á að ráða yfir líkama sínum“) er af- leiðing hugsunarháttar, sem við- urkennir ekki sjálfstætt gildi eða sjálfstæða tilveru einstaklinga, heldur lítur aðeins á þá sem hluta af mergð, sem nota megi til að þjóna ákveðnum markmiðum. Svarið við þeim hugsunarhætti eða öllu heldur hugsunarleysi er fólgið í vitneskjunni um það, að líf er eftir þetta líf. Um leið og vitað er að hver einstaklingur á fyrir sér framlíf, missa hinar röngu hugmyndir mátt sinn. En þeir sem berjast gegn því að þetta sé vitað eru vitandi eða óafvitandi að leggja lið hinum drápgjörnu hugmyndakerfum. Fóstureyðingasinnar munu aldrei þora að taka þátt í umræð- um um framhald lífsins. Til þess er samvizka þeirra of slæm.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.