Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 62 Singultus úr Garöatxs. DRON, sigurvagari kvöldsins. Centaur í svaiflu. Hörkuf jör, mikió fjölmenni og f jórar afbragóssveitir Svo mikid or vist, aö áhuginn á músíktilraunum SATT ( Tóna- bæ hefur fyrir löngu fariö fram úr vonum þeirra allra bjartsýn- ustu. Fyrsta kvöldió sóttu 150 manns og hlýddu á 4 sveitir leika. Á öóru kvöldinu hafói hljómsveitunum fjölgaó í 5 og áhorfendum í 220 (mióaö vió greidda aögöngumiða). Á síó- asta kvöldi borguóu sig um 280 manns inn og fengu líka 6 hljómsveitir í kaupbæti. Hafí annaó kvöldið verið mun betra en það fyrsta er víst að þaó þriója, sem haldið var sl. fimmtudag, sló öll met. Synd var, að ekki skyldu nema tvær hljómsveitir komast áfram því a.m.k. fjórar verðskulduðu það. Bæði Singultus og Medium eru betri sveitir en t.d. Sokkabandið og Meínvillíngarnir, sem þegar hafa tryggt sér sæti á lokakvöld- Úrslitin á fimmtudag urðu þau, að DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) bar sigur úr býtum með 2.340 stig í pokahorninu. Centaur kom næst með 2.215 stig í pokahorninu, þá Singultus með 1.961, Trúöurinn 1.671, Medium 1.580 og Útrás meö 1.539. Þar meö hafa sex sveitir tryggt sér sæti á úrslitakvöldinu, en alls verða þær 10, sem þreyta kapp þar. Reflex, Sokkabandiö. Mein- villingarnir, Strados, DRON og Centaur eru allar komnar í úrslit. Sex hljómsveitir etja kappi sam- an annaö kvöld og á sunnudag koma eigi færri en átta sveitir saman eftir hádegiö. Tvær þeirra keppa síöan meö hinum átta á lokatónleikunum á sunnudag. Þaö var hljómsveitin Medium frá Sauöárkróki, sem reiö á vaöiö á fimmtudag. Sjálfir kynntu meö- limirnir tónlist sína sem nýbylgju, en þegar á daginn kom reyndist tónlistin hreinræktaö rokk, dulítiö í ætt við BARA-flokkinn. Medium er prýöisgóö hljómsveit, en leiö sennilega fyrir þaö, aö koma fyrst fram. Trúðurinn tróö þvínæst upp þrátt fyrir aö meölimirnir virtust vera aö „krepera" úr feimni. Þeir stóöu sig miklu betur en þegar ég sá þá í Hafnarbíói, en dugöi ekki til. Annars kom vel í Ijós þarna, aö Trúðurinn er eiginlega tveggja manna sveit. Trommur og bassi bera hana uppi, hinir tveir eru aukahjól. Útrás úr Kópavoginum mætti næst til leiks. Hún var lakasta sveit kvöldsins, en þó síöur en svo meö öllu ill. T.d. er annar gít- arleikarinn (sá meö afró-háriö) mjög frambærilegur og bassa- leikarinn þrælöruggur. Hins vegar var söngvarinn kauöskur, hinn gitarleikarinn ósannfærandi og trymbillinn hélt ekki alltaf takti. Fleiri sendi tillögur Járnsíðan þakkar bréf og ábendingar Þeim tilmælum var fyrir skemmstu beint til lesenda Járnsíðunnar, að þeir létu í sér heyra og kæmu með tillögur um efni, sem þeir heföu áhuga á að lesa um. Auðvitað er reynt að gera öllum til hæfis, en seint veröur svo gert að öllum líki. Járnsiöunni hafa þegar borist nokkrar ábendingar og í vikunni komu fleiri ábendingar frá Akra- nesi um fréttir af minna þekktum hljómsveitum, s.s. Comsat Ang- els, New Order og Stranglers svo eitthvaö væri nefnt. Síöast en ekki sist lét Daviö nokkur Pálsson í Alfheimunum frá sér heyra og bauö fram glænýja vinsældallsta í viku hverri. Auövitað var boöi hans tekiö meö þökkum. Járnsíðan þakkar fyrir þessar ábendingar og umsjónarmaöur hennar hvetur jafnframt enn fleiri aö láta í sér heyra. Mestu máli skiptir, aö sem flestir séu sáttir viö efniö. Slíkt gerist helst meö góöri samvinnu viö lesendur og þeir enn hvattir til aö láta í sér heyra. Singultus, tríó úr Garðabæn- um, mætti næst til leiks. Þar voru líkast til jafnbestu hljóöfæraleik- arar kvöldsins samankomnir. Bæöi gítarleikarinn og trommar- inn hörkugóöir og bassaleikarinn stróö þeim lítt að baki. Singultus lék fjögur mjög löng lög í rokj<- fusion-stíl. Þau voru vel flutt, en náöu ekki almennilega til þess áheyrendahóps, sem var í Tóna- bæ. Annars gott band. DRON var næstsíöust á dag- skránni. Þetta eru hörkufjörugir rokkarar úr Fossvogi og Kópa- voginum. Þessi hljómsveit spilaöi lög sín hnökralítiö og aö auki voru þeir þrælfjörugir. Söngv- arinn athyglisveröur og sviðs- vanur vel og þá vöktu bassa- og gítarleikarinn athygli. Þetta er hljómsveit sem hefur alla buröi til aö ná til mun breiðari hóps. Bárujárnssveitin Centaur tróö síöust upp. Þaö sannaöist vel á henni, aö bárujárnsrokkiö á sér dyggan fylgismannahóp hér á landi þótt ýmsir hafi viljaó mæla því í mót. í stuttu máli sagt er Centaur einhver allra efnilegasta bárujárnssveit hérlendis, sem undirritaöur hefur séö til þessa og þaö sem meira er, þessir drengir athafna sig svo sannar- lega eins og rokkarar á sviöinu. Þetta eru fimm traustir sveinar; jafngóöir hljóöfæraleikarar meö rokktrymbil aö baki og góöan söngvara í forgrunni. Centaur á eftir aö gera rósir, veriö þiö viss. SSv. “•* Suggs, söngvari Madness, með sinni heittelskudu á brúðkaupsdaginn. Smotterí að utan Hljómsveitin The Jam hef- ur ákveðið að hætta störfum. Paul Weller og félagar geta þó verið ánægöir þessa dag- ana því síöasta smóskífa sveitarinnar fór rakleitt í fyrsta sæti breksa vinsælda- listans. Ekki amalegur endir á ferlinum. Lagió Abracadabra ætlar svo sannarlega aö afla höf- undi sínum almennilegra tekna. Höfundurinn er auóvit- aó Steve Miller, forsprakki samnefndrar hljómsveitar. Lagið (á smáskífu) hefur selst í 5,5 milljónum eintaka á þessu ári og sýnt þykir að þetta verói söluhæsta smá- skífan í ár. Heldur er nú tekiö aö halla undan fæti hjá þeim fjörkálf- um í Madness og indíána- foringjanum Adam Ant, yfir- maur. Nýjustu plötur þessara kappa seljast nær ekki neitt og er af sem áöur var. Þetta er e.t.v. enn sárgrætilegra fyrir þessa drengi fyrir þá sök, að plötur meö John heitnum Lennon, ABBA og Led Zeppe- lin seljast eins og heitar lummur. HljómNveitin Comsat Angels. Nú eru það sjö sveitir Fjórða músíktilraunakvöld SATT í Tónabæ á morgun Fjórða kvöldið í músiktil- raunum SATT verður í Tónabæ annað kvöld. Að þessu sinni mæta eigi færri en sjö sveítir til leiks. Það eru Mogo Homo, Gift, E. K. Bjarnason Band, Nefrennsli, Sharem, Englabossar og Hin rósfingraða morgungyðja (þvílikt hljómsveitarheitil). Heiðursgestur kvöldsins verö- ur Tappi Tíkarrass. Til stóð aö kvöldin yröu aö- eins fjögur, en vegna gífurlegrar ásóknar veröur aö efna til fimmtu tónleikanna. Veröa þeir kl. 14 á sunnudag og koma þá átta hljómsveitir fram. Hafa þá alls 30 hljómsveitir tekiö þátt í þessum vel heppnuöu tilraun- Lokatónleikarnir verða síöan í Tónabæ á sunnudagskvöld kl. 20. Koma þar fram sigurvegar- arnir á kvöldunum fjórum og á sunnudaginn, alls 10 sveitir. Ef marka má aösóknina til þessa veröur vafalítió troöfullt á loka- tónlelkunum. Þar mun hver sveit leika tvö lög. Sem fyrr kostar aðeins 50 krónur að berja sveítirnar aug- um, eða jafnmikiö og í btó. Kostakjör atarna. Útrás úr Kópavogi. Medium af Króknum. Trúðurinn á galopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.