Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 36 Við skýrslugerð Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgir Engilberts: ANDVÖKUSKÝRSLURNAR Útg.: Iðunn 1982 Eins og bókartitillinn gefur til kynna, eru hér á ferð skýrslur, hvorki smásögur né skáldsaga. Þær eru frásagnir þriggja undar- legra kvista, Sigvarðar, Ingibjarg- ar og Þorvaldar, og í fljótu bragði eru sameinkenni þeirra þau að hafa orðið undir í þjóðfélaginu, og líklega eiga þau sér ekki viðreisn- ar von. Aðdragandann að óláni þeirra má ugglaust túlka á ýmsan hátt, umhverfi? sjálfskaparvíti? Ut af fyrir sig á bersýnilega að telja að þessir einstaklingar hafi orðið fyrir barðinu á þeirri ljótu skepnu sem heitir samfélag. Ekki mjög sannfærandi skýring, kannski fyrst og fremst vegna þess að persónurnar vekja ekki samúð og er þó ekki einleikið, hvað lánleysi þeirra er stórbrotið. Miðskýrslan er fyrirferðarmest, Ingibjörg. Hún hittir Steinar á balli og verður ólétt. Neyðist til að giftast honum(f), eða hann neyðir hana til að giftast sér(!). Ingibjörg er á nfóti þessum ráðahag, þrátt fyrir að maðurinn er sterkríkur. Hins vegar er ekki ljóst af hverju Ingibjörg er svona feiknalega and- snúin Steinari í upphafi — nema hún hafi ekki viljað glata „frels- inu“. Út frá þessu öllu er gengið af mjög ósannfærandi forsendum. Aukinheldur er þetta skýrsla Ingi- bjargar um sambúð þeirra, það hefði verið fróðlegt að höfundur hefði gefið þeim persónum, sem mest koma við sögu í skýrslunum, tækifæri til að skýra sitt mál. En þetta er sem sagt skýrsla stúlk- unnar og sú hugmynd þarf alls ekki að vera fráleit. Það, sem mér fannst óþægilegast, var, hversu höfundi var hjartanlega sama um hina dæmalausu lífsreynslu stúlk- unnar — og er það út af fyrir sig rannsóknarefni, þar sem skýrslan er flutt út frá hennar sjónarmiði. Auk þess verður Steinar í lýsingu Ingibjargar (og Birgis) að þvílíkri ófreskju, að engu tali tekur, hann er ekki bara alltaf að lemja hana, heldur læsir hana inni, kemur fram við hana eins og skepnu. Hugarvíl hennar er mikið og mæða hennar stór, en það endar bara með því að maður er með bók í hönd, hefur lesið um allt það versta sem mannlegt eðli getur Birgir Engilberts birt — og manni er bara sama. Hefur aldrei fengið á tilfinning- una, að maður sé að lesa um mannlegan harmleik. Fyrsta skýrslan er í dálítið öðr- um stíl. Og þar skiptir umhverfið meira máli. Þó er höfundur að vissu leyti alveg jafn trúr skýrslu- gerð sinni og áður. Það kom svona nokkurn veginn eins og skrattinn úr sauðarleggnum hvernig hún endar. Leyfist að spyrja einfeldn- islega: Hvers vegna situr maður inni, ef einhver hefur drepizt úr brennivínsdrykkju eða króknað í hel? Ég hef nefnilega enga trú á að hér hafi verið framið neitt ódæði. Það gengur öldungis ekki upp. Samt er þessi skýrsla mið- hlutanum betri og skýrust, himna- ríkisskýrslan númer þrjú var orð- in mjög þreytuleg utan um sig. Það fer lítið fyrir náttúrulýsing- um í þessari bók, og kannski engin ástæða til að krefjast þeirra, það vantar alla rómantík, látum svo vera. En lýrikin þyrfti að vera hér fyrir hendi, þrátt fyrir að höfund- ur hafi valið sér skýrsluformið, sem verður ofnotað og laust í reip- unum. Bókin er ekki samkvæm sjálfri sér. Hún ber ekki vott um mannlega hlýju né skilning. Það þótti mér hreint afleitt. Utgáfa námsgagna fyrir nemend- ur með sérþarfir hornreka — segir í samþykkt Þroskahjálpar A stjórnarfundi Landssamtak- anna Þroskahjálpar var eftirfarandi samþykkt gerð: Vegna þess sem fram hefur komið í umræðum um Náms- gagnastofnun ríkisins, vill stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar benda á að útgáfa námsgagna fyrir nemendur með sérþarfir hef- ur verið hornreka frá upphafi í íslensku skólakerfi og er enn. Óttast stjórnin að réttur um- ræddra nemenda muni enn verða fyrir borð borinn verði fjárlaga- frumvarpið 1983 óbreytt að lögum og sá niðurskurður sem þar kemur fram á fjárlagatillögum Náms- gagnastofnunar að veruleika. Stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar leggur áherslu á að hafist verði handa um útgáfu á námsgögnum fyrir nemendur með sérþarfir hið allra fyrsta og tekur því eindregið undir þá kröfu að Námsgagnastofnun ríkisins verði gert kleift að sinna því hlutverki, sem henni er ætlað. Musica Antiqua Tónlist Jón Ásgeirsson Barokk-meistararnir Tele- mann, Hándel og Bach áttu stundar viðdvöl í anddyri Þjóðminjasafnsins, þar sem myndir frá sama tíma horfa við hljómleikagestum. Þannig sam- einast líðandi nútíð fortíðinni. Það sem einkennir fullkomnun nútímans er leitin eftir hinu ófullkomna og nú er reynt að endurnýja allt það er fortíðin lagði til hliðar fyrir fullkomnari amboð. Þessu hefur verið lýst svo, að maðurinn sé með þessu móti að vinna gegn því að týna sjálfum sér, því hann sé ekki að- eins það sem hann gerir á líð- andi augnabliki heldur og allt það sem hann fær að erfðum. Ál- klæddur geimfarinn mun dvelja við, til að hlýða á Bach, Hándel og Telemann og munu þessir meistarar ekki aðeins vera vituð fortíð, heidur og um langa fram- tíð lifandi afl í sköpun líðandi nútíðar. Það sem gerir þessa staðreynd hrikalega er að engu varðar hversu langt er um liðið og hvort sem Gísli biskup og konurnar hans hafa hlýtt á líka tónlist, sem flutt var þarna sl. laugardag, í lifanda lífi, er ekki aðalatriði, heldur að þennan dag á þessi fjölskylda og barokk- meistararnir stund með okkur, sem nú um sinn eigum þátt í sköpun líðandi nútíðar. Flokkur- inn Musica Antiqua saman- stendur af Camillu Söderberg, Michael Shelton, Helgu Ing- ólfsdóttur og Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur. Allt eru þetta góð- ir listamenn, sem leggja sig ekki aðeins eftir að flytja góða tón- list, heldur og með þeim hætti er sem líkast má ætla að hafi átt sér stað er verkin voru samin. Þó ber þess sérstaklega að geta að Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem um nokkurt skeið hefur lagt sig eftir að leika á viola da gamba, hefur tekið miklum framförum og er nú býsna seigur gamba- leikari, sem eru ánægjuleg tíð- indi, ekki aðeins fyrir flokkinn heldur og aðdáendur barokktón- listar. Fyrstu verkin á efnisskránni voru tvö verk eftir Telemann, tríósónata í d-moll og sónata í B-dúr. Sónatan var leikin á alt- flautu og gömbu. Trúlega er gert ráð fyrir samleik á sembal og einhvern veginn vantaði sam- hljóman raddanna í þessum tví- leik og trúlega hefði semballinn gefið verkinu meiri hrynræna festu en raunin varð á í flutningi þess. Bach samdi sex sónötur fyrir fiðlu og „klavier" og er É-dúr-sónatan sú þriðja. Michael Shelton lék verkið á barokkfiðlu, ásamt Helgu Ing- ólfsdóttur, er lék á sembal. Shelton er góður fiðlari en ein- hvern veginn tolldi verkið ekki saman að öllu leyti enda ekki auðleikið. Tvö verk eftir Hándel voru og flutt, það fyrra var són- ata í F-dúr en það síðara tríó- sónata í c-moll. Sónatan var flutt af þremur eins og vera ber og tríósónatan af fjórum hljóð- færaleikurum og var flutningur verkanna í heild mjög góður. HVÍTIR SVARTIR OG KORNÓTTIR KÚLULAMPAR, Hið íslenzka þjóðvinafélag: Almanak 1983 BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Almanak hins íslenska þjóð- vinafélags 1983. Aðalhluti þess er Almanak um árið 1983 sem dr. Þorsteinn Sæ- mundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað og búið til prentun- ar, en annað efni Þjóðvinafélags- almanaksins þessu sinni er: Fáein minningarorð um Ólaf Hansson prófessor eftir dr. Finnboga Guð- mundssón landsbókavörð, Árbók íslands 1981 eftir Heimi Þorleifs- son sagnfræðing, Um tíðni páska- dagsetninga eftir dr. Þorstein Sæmundsson stjarnfræðing og Úr annal Flateyjarbókar. Þetta er 109. árgangur Þjóð- vinafélagsalmanaksins sem er 183 bls. að stærð, prentað í Odda. Um- sjónarmaður þess er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður og forseti Hins íslenska þjóðvinafé- lags. Forstöðumenn þjóðvinafé- lagsins auk hans eru: Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður, Ein- ar Laxness menntaskólakennari og formaður menntamálaráðs, Jó- hannes Halldórsson deildarstjóri og dr, Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Höfóar til „fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.