Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 41 mönnum utanríkisþjónustunnar sé skylt að efla og vernda íslenska viðskiptahagsmuni í landi því, sem þeir starfa og eftir bestu getu: (1) stuðla að eflingu viðskipta milli landanna, (2) gefa að eigin frumkvæði eða eftir beiðni ráðu- neytisins skýrslur um verslun og aðra fjárhagi, (3) svara beinum fyrirspurnum um viðskipta- og at- vinnumál, (4) láta íslenskum at- vinnurekendum (útflytjendum sem öðrum) aðstoð sína í té að öðru leyti. Jafnframt segir í 36. grein leiðbeiningarbókarinnar: „Er fulltrúi vinnur að eflingu ís- lenskra viðskipta, skal hann leggja aðaláherslu á aukningu út- flutnings íslands, en hann skal einnig veita aðstoð sína, eða gefa skýrslur í málum, er innflutning varða.“ Þá eru í 40. grein leiðbeiningar- bókar tekið fram að sendiráðin skuli veita íslenskum atvinnurek- endum og þar með útflytjendum, eins hagnýta aðstoð og frekast er mögulegt í sambandi við fyrir- spurnir um viðskiptamál. Sendi- ráðum er þar líka beinlínis fyrir- skipað að svara sem ítarlegast öll- um fyrirspurnum íslenskra ríkis- borgara um viðskiptamál, hvort sem þeir eru búsettir heima eða erlendis. Rétt er að hafa í huga, að endur- skoðuð fyrirmæla- og leiðbein- ingarbók utanríkisþjónustunnar var gefin út undir forystu Péturs Thorsteinssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, 30. apríl 1974. í henni eru ekki gerðar neinar breytingar á ákvæðunum í 5. kafla leiðbeiningarbókarinnar frá 1947 varðandi viðskiptamál. Eru þau því enn í fullu gildi. Má segja að sá kafli upprunalegu leiðbeiningar- bókar hafi einna best staðist tím- ans tönn. Um hvaða viðskipta- og efnahagsmál fjalla sendiráðin? Störf utanríkisþjónustunnar og íslensku sendiráðanna erlendis að viðskipta- og efnahagssamvinnu- málum eru og hafa lengi verið að greiða fyrir alhliða verslunar- og efnahagsviðskiptum íslands við önnur lönd á sem víðtækustum grundvelli, fylgjast með og sjá um þátttöku íslands í alþjóðastofnun- um um efnahags- og viðskiptamál og vera tengiliður milli íslenskra stjórnvalda og erlendra aðila, sem um viðskiptamál og marghliða efnahagssamvinnu fást. I nánari útfærslu má telja þetta upp í einstökum atriðum eins og gert er í gömlum handbókum utanríkisráðuneytisins og byrja á viðskiptasamningum, fyrir- greiðslu við útflutning islenskra afurða svo og um innflutning. Þá koma vörusýningar erlendis, er- lend tækniaðstoð, alþjóðleg efna- hagsmál, fjármál og tollamál. Lántökur erlendis, efnahagssam- vinnustofnanirnar, eins og Efna- hags- og framfarastofnunin (OECD), Efnahagsbandalag Evr- ópu (EBE) og fríverslunarsamn- inga við það, Fríverslunarbanda- lag Evrópu (EFTA), Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti (GATT), ALþjóðabankinn (IBRD), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF), Efnahagsnefnd Evrópu (ECE), svo og efnahagsmál á veg- um Sameinuðu þjóðanna, Evrópu- ráðsins, Norðurlandanna og Atl- antshafsbandalagsins, o.fl. o.fl. Starfsmenn íslensku sendiráð- anna erlendis fjalla enn um öll þessi efnahags- og viðskiptamál á meðan þeir starfa erlendis. Sú öfugþróun hefur hins vegar átt sér stað að viðskiptaráðuneytinu, en ekki utanríkisráðuneytinu, hefur verið falið að fjalla um þessi mál í Reykjavík, sbr. reglugerðin frá 1969. Þar sem starfsmenn utanríkis- þjónustunnar starfa ýmist í sendi- ráðunum erlendis eða í utanríkis- ráðuneytinu í Reykjavík, er það eitt af höfuðhlutverkum þeirra að vinna að viðskipta- og efnahags- málum þegar þeir eru erlendis, en þegar þeir starfa í Reykjavík falla þessi mikilvægu mál nú undir viðskiptaráðuneytið, ekki utanrík- isráðuneytið. í Reykjavík fá þeir því ekki „þau kynni af viðskipta- málum hér heima, sem þeir fá af öðrum málaflokkum utanríkis- þjónustunnar, en einmitt þau kynni eru afar nauðsynleg til að starfskraftar þeirra nýtist sem best úti í sendiráðunum", eins og segir í skýrslu utanríkisráðherra 1982. „Ennfremur skortir persónu- leg tengsl við samtök og fulltrúa útflutnings og breytir stutt kynn- isdvöl starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar í viðskiptaráðuneytinu þar litlu um“, svo enn sé stuðst við skýrslu utanríkisráðherra. Hagnýtar röksemdir styðja sjónarmið utanríkisráðherra Til viðbótar því sem að framan segir má færa allmörg hagnýt rök fyrir þeirri skipulagsbreytingu að færa aftur utanríkisviðskiptamál- in og milliríkjaefnahagssamvinnu inn í utanríkisráðuneytið. Ég nefni aðeins fá þeirra. I fyrsta lagi eru sterkar stjórn- sýslulegar röksemdir, sem mæla með því, að utanríkisráðuneytið fari með öll utanríkismál. Utan- ríkisráðherra og ráðuneytisstjóri hans eru í beinum stjórnsýslu- legum tengslum við utanríkis- málanefnd Alþingis, sækja reglu- lega fundi nefndarinnar og ráðun- eytisstjóri starfar sem ritari hennar. Viðskiptaráðherra og ráðuneytisstjóri hans eru í engum slíkum beinum tengslum við utan- ríkismálanefnd. I öðru lagi eru utanríkisvið- skiptamálin og ýmis alþjóðleg efnahagssamvinnumál, svo sem aðildin að EFTA, fríverslunar- samningarnir við EBE, aðildin að GATT, aðildin að ECE, aðildin að OECD og fleiri aðlþjóðlegum efna- hagssamvinnustofnunum svo mik- ilvæg hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina, að ekki er forsvaranlegt að um þau sé hér heima aðeins fjállað í viðskiptaráðuneytinu, sem ekki er í neinum tengslum við utanríkismálanefnd. Með því að fara með slík mál án samráðs við utanríkismálanefnd, er viðskipta- ráðuneytið að ganga á eðlilegan rétt fuiltrúa löggjafarvaldsins. I þriðja lagi eru þau sögulegu rök í málinu, að allt frá upphafi var ætlast til þess að utanríkis- málanefnd Alþingis og utanríkis- ráðuneytið, eftir að það varð til, væru í nánum tengslum og fjöll- uðu um öll utanríkismál, þar á meðal utanríkisviðskipti. I fjórða lagi er mikilvægt að samhengi sé í starfi embætt- ismanna utanríkisþjónustunnar að utanrikisviðskiptamálum, þannig að þegar þeir starfa í Reykjavík séu þeir í beinum tengslum við þá aðila þjóðfélags- ins, sem annast útflutnings- og innflutningsverslunina og í bein- um tengslum við sendiráðin um þau mál sem þau þurfa að greiða fyrir erlendis í sambandi við milli- ríkjaviðskipti, undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga, skipti Islands við alþjóðleg við- skipta- og efnahagssamtök, al- þjóðlegar fjármálastofnanir o.s.frv. í fimmta lagi er augljóst að ís- land, eins og önnur ríki, þarf til góðs árangurs að hafa samræmda utanríkisstefnu í öllum utanrík- ismálum, þ.á m. utanríkisvið- skiptamálum. Ríður þá á því, al stefnumótunin og framkvæmdin á öllum utanríkismálum sé í hönd- um sömu aðila þ.e. í höndumn utanríkismálanefndar Alþingis, utanríkisráðherra f.h. ríkisstjórn- arinnar og utanríkisþjónustunnar, bæði í sendiráðum erlendis og í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Viðfangsefni til frekari rökræðu Af ásettu ráði sleppi ég að ræða ýmsa þætti málsins, sem fróðlegt væri að kanna. Ég læt öðrum eftir að fjalla um þá, þar sem ég vona að framhald verði á opinberum rökræðum um málið. T.d. hef ég ekki minnst á fyrir- komulag þessara mála hjá öðrum þjóðum. Væri þó vissulega fróð- legt að skoða fyrirkomulagið t.d. hjá Finnum og það fyrirkomulag sem Svíar virðast ætla að taka upp um áramót. Fyrirkomulag Efnahagsbandalagsrikjanna er líka girnilegt til fróðleiks og þann- ig mætti lengi telja. Ég hef líka af ásettu ráði ekki fjallað um, hvað gera ætti við viðskiptaráðuneytið, ef utanrík- isviðskiptamálin og alþjóðlegu efnahagssamvinnumálin væru flutt aftur í utanríkisráðuneytið. Gæti sumum sýnst, að það gæti starfað þannig rýrt áfram eins og það gerði í upphafi og fram til ársloka 1969. Öðrum kynni að finnast eðlilegt að t.d. bankamál og önnur mál, sem upphaflega heyrðu undir viðskiptaráðuneytið, ættu best heima í fjármálaráðu- neytinu. Það læt ég liggja á milli hluta. Ekki hef ég heldur gert því skil, hversu mikilvægur þáttur utan- ríkisviðskiptastefnan og stefnan í alþjóðlegu efnahags- og viðskipta- samstarfi er í utanríkisstefnu hvers ríkis, né heldur mikilvægi þess að sömu aðilarnir, þ.á m. sami ráðherrann og ráðuneytis- stjóri hans, fjalli um báða þættina í samráði við stefnumótandi aðila löggj af arvaldsins. Éinnig hef ég leitt hjá mér að ræða hvaða fyrirkomulag hyggi- legast væri að taka upp í utanrík- isráðuneytinu, ef utanríkisvið- skipti og alþjóðlegu efnahagssam- vinnumálin kæmu þangað aftur, t.d. hvort sama fyrirkomulag ætti að vera og var áður, eða hvort í ráðuneytinu ættu að vera tveir ráðuneytisstjórar, annar yfir utanríkisráðuneytinu í heild, hinn yfir utanríkisviðskiptaráðuneyti, sem væri starfsdeild í utanríkis- ráðuneytinu. Mundi síðara fyrir- komulagið skapa fleiri möguleika fyrir sendiherra okkar að starfa á íslandi. Þá hef ég einnig forðast að ræða einstakar persónur í sambandi við stjórnun utanríkisviðskiptamála í Reykjavík að breyttu skipulagi, af því að óhyggilegt er að binda skipulagsatriðið stjórnsýslumála við einstakar persónur. Augljóst er, að mannval er ekki minna í utanríkisráðuneytinu en í víð- skiptaráðuneytinu, menn falla fyrir aldurshámarki í báðum ráðuneytum, maður kemur í manns stað, en stofnunin, skipu- lag hennar og hlutverk, heldur áfram. Lokaorð Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi. Með rökrænni at- hugun á að vera hægt að komast að réttri niðurstöðu í málinu. Ég vona því að umræðan haldi áfram og bæði reyndar menn úr utanrík- isþjónustunni, leiðandi stjórn- málamenn, fulltrúar útflutnings- og innflutningsaðila og aðrir emb- ættismenn, taki þátt í henni, þannig að allar hliðar málsins verði skoðaðar í opinni umræðu og hlutlægar niðurstöður liggi fyrir við næstu stjórnarmyndunarvið- ræður. Genf, 17. nóvember 1982. 1 u II o £ 0 1 íTD Metabo RAFMAGWS VERKEERI semjóla^iöf í ár B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.