Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 53 könnunarsvæðinu. Merkastar eru minjar hins forna kaupstaðar að Gásum, en þær eiga vart sinn líka hér á landi. Þá er vitað um rústir nokkurra fornbýla á svæðinu, sem gætu verið frá fyrstu tímum byggðarinnar, og á nokkrum stöð- um eru eldfornir vörslugarðar. Á nokkrum bæjum standa enn leifar af gömlum torfbæjum og gömul timburhús, en alls voru skráðar um 90 gamlar byggingaminjar á könnunarsvæðinu. Forn kuml og dysjar voru skráðar á 13 stöðum og um 50 þjóðtrúarstaðir, þ.e. bú- staðir álfa, „fornir haugar", o.fl., en af þeim er margt í Eyjafirði. 7) Könnunarsvæðið nýtur þeirrar sérstöðu að vera hefð- bundið rannsókna- og söfnunar- svæði og á það einkum við ná- grenni Möðruvalla, þar sem segja má að vagga íslenskra náttúru- rannsókna hafi staðið i lok síðustu aldar, sérstaklega á grasafræði- sviðinu, þegar þeir Stefán Stef- ánsson og Olafur Davíðsson störf- uðu þar, en Ólafur var mikilvirkur jurtasafnari, og eru söfn frá hon- um í Kaupmannahöfn, Reykjavík og víðar. Á Víkurbakka á Ár- skógsströnd hefur starfað nátt- úrurannsóknastöð síðasta áratug- inn, þar sem margháttaðar rann- sóknir og söfnun hefur farið fram, bæði á landi og sjó. Gildi þessara svæða til rannsókna og fræðslu er nánast ómetanlegt. 8) Vegna fjölbreytni sinnar í landslagi og lífríki og legu sinnar milli tveggja fjölmennustu stað- anna í Eyjafirði, hefur könnun- arsvæðið mikið útivistargildi. 9) Það, sem upp var talið í 1.—8. grein hér að framan, á meira eða minna við um allt könn- unarsvæðið, en auk þess hafa 10 minni svæði verið útvalin til sér- stakrar verndunar, á grundvelli þeirra upplýsinga sem aflað var í könnuninni. Taka þau yfir flestar verðmætustu náttúru- og sögu- minjarnar og eru í 1.—2. verndar- flokki samkvæmt þeirri skiptingu sem notuð er á verndarkortinu, mynd 118 (í kápuvasa). Þessi svæði eru: 1) Hámundarstaðaháls, 2) Helluhöfði, 3) Þorvaldsáreyrar o.fl., 4) Þorvaldsdalsmynni, 5) Víkurbakka/Götusvæðið, 6) Arn- arnes, 7) Bakkaásar sunnantil, 8) Reiðholt/Selás o.fl. 9) Hörgárdal- ur neðanverður, 10) Glæsibæjar- svæðið. Þessi svæði ber sérstak- lega að vernda fyrir hvers konar raski, einkum þá hluta þeirra sem taldir eru í hæsta verndarflokkn- um, og sum þeirra ætti að friðlýsa a.m.k. að hluta, t.d. Hörgársvæðið (myndir 114—118). 10) Lokaniðurstaða þessarar könnunar verður því óhjákvæmi- lega sú, að Eyjafjörður og könnun- arsvæðið sérstaklega, hafi svo auðugt og fjölbreytt náttúrufar, að tæplega verði jafnað við önnur héruð af samsvarandi stærð hér- lendis. Hvað lífríkið snertir á þetta ekki síður við um sjóinn (Eyjafjörð). Hinir hefðbundnu at- vinnuvegir, sem byggjast á auð- lindum náttúrunnar, standa með miklum blóma í Eyjafirði og leggja til drjúgan hlut af mat- vælaöflun þjóðarinnar. Náttúru- fræðilegt gildi könnunarsvæðisins er ómetanlegt, og þar er margt af verðmætum söguminjum (þjóð- minjum). Verndargildi vesturstrandar Eyjafjarðar verður því að teljast langt yfir því sem almennt gerist á Íslandi og virðist það einnig eiga við um Eyjafjörð sem heild, sam- kvæmt þeim heimildum sem til- tækar eru. Hér er því mikið í húfi ef illa tekst til um landnýtingu eða val nýrra atvinnugreina. Hafa verður í huga, að ýmis náttúruskilyrði, sem mestu valda um auðgi og fjöl- breytni lífríkisins í Eyjafirði (t.d. innilukt lega og staðviðri), geta á hinn bóginn stuðlað að aukinni hættu á skaðlegri loftmengun. í Eyjafirði er því nauðsyn að við- hafa meiri gát í þessum efnum en víðast hvar annarsstaðar á land- inu. Skýrslan verður til sölu hjá Náttúrugripasafninu á Akureyri og í Almennu verkfræðiskrifstof- unni, Fellsmúla 26, Reykjavík, og kostar 200 krónur. <J HEIMILISTOLVAN FJÖLDI FYLGIHLUTA OG FORRITA: Minnisaukar — Sebulbandstæki — Diskettustöð — Prent- ari — Super Expander — Programmers Aid — Alien — Mole Attack — Jelly Monster — Skák — Super Slot — Road Race — Rat Race — Super Lander — Vic Graf — Vic Stat — Vic Rel — Forth — Pirate Cover — Mission Impossible — Raid on Fort Knox — Omega Race — Woodoo Castle — The Count o.fl o.fl. Leiöbeiningabækur. •^JÓLATILBOÐ ★ BASIC ★ 24 LITIR ★ RITVÉLALYKLABORÐ ★ MIKLIR STÆKKUNARMÖGULEIKAR ★ BYRJENDANÁMSKEIÐ KENNETH ROYCE MAKTllÖI) MANNKYNS DAGARNIR Vitaö er, aö olíubirgöir heims- ins muni endast í tuttugu og sjö ár eöa í tíu þúsund daga gróflega áætlað. Ríkin í Mlö-Austurlöndum hafa gert sér fulla grein fyrir þessu og til aö verjast innrás hafa þau lagt öll olíuvinnslu- svæöi sín jarðsprengjum og öðrum vítisvélum, svo Vestur- veldin telja happadrýgst aö fara aö öllu meö ýtrustu gát. En hvernig á aö framkvæma þetta? Tveir flugumenn eru gerðir út af örkinni, annar viö- felldinn Lundúnabúi, en hinn harðskeyttur náungi ættaöur frá New York. Þeim eru falin verkefni, sem viröast nánast óframkvæmanleg. U ÆVILEIKKOYII Ingrid Bergmann er ein mesta leikkona okkar tíma. Hún hef- ur þrívegis hlotiö Óskarsverð- laun auk fjölmargra annarra verölauna og viöurkenninga. Þegar hún hefur leikiö á sviöi hefur hún aö jafnaöi hlotið einróma lof gagnrýnanda. Ævi leikkonu segir sögu Ingrid Bergmann hreinskilninslega og undanbragöalaust. Les- andinn fær aö skyggnast inn í heim stjörnunnar og sjá kon- una sem þar býr. Mikilfengleg saga mikilhæfrar konu. LEIKUR AÐ OrÐuM Árni Grétar Finnsson nefnir þessa fyrstu Ijóðabók sína „Leikur aö orðum“. Ef til vill gefur hann meö því í skyn, aö hann líti fyrst og fremst á Ijóö sín sem tómstundagaman, eins konar leik og athvarf í dagsins önn. Víöa leynist þó djúp alvara aö baki og Ijóðin eru í senn fjöl- breytt aö efni og gerö. Útkoma þessarar bókar sýnir, aö þrátt fyrir gjörbreytta þjóöfélags- hætti og margvíslegt annríki líöandi stundar, gefa menn sér enn tíma til aö yrkja Ijóö og kveöa vísur. Tjáningarform Ijóðsins heldur velli HAUDSKINNA Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.