Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Akureyri, 29. nóvember. Staðarvalsnefnd um iðnrekstur efndi til blaðamannafundar á Ak- ureyri í dag í tilefni þess, að Nátt- úrugripasafnið á Akureyri hefur nú lokið við og lagt fram skýrslu sína um könnun á náttúrufari og minjum á vesturströnd Eyjafjarð- ar, þ.e. Glæsibæjarhreppi (að hluta), Arnarneshreppi og Ar- skógshreppi. Skýrslan er mikið rit, 231 bls. í stóru broti (fjölrituð) og fylgja henni margir uppdrætt- ir, skýringarmyndir og ljósmynd- ir. Helgi Hallgrímsson, forstöðu- maður NA, og Þóroddur F. Þór- oddsson, jarðfræðingur, hafa unn- ið að skýrslunni í heilt ár, en auk þeirra hafa lagt til skýrslunnar mikið starf þau Þórir Haraldsson, líffræðingur, Kristín Aðalsteins- dóttir, líffræðingur, og Hálfdan Björnsson, fræðimaður á Kví- skerjum. Þrír þeirra voru á fund- inum, Helgi, sem var ritstjóri skýrslunnar, Þórir og Þóroddur, en af hálfu Staðarvalsnefndar Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður hennar, Emil Bóasson, starfsmað- ur, Pétur Stefánsson, verkefna- stjóri, og Sigurður Guðmundsson, áætlunarfræðingur. Þorsteinn gat þess, að nefndin væri afar ánægð með verk höf- unda skýrslunnar, enda væri hér um að ræða grundvallarfræðirit um landshagi á fyrrgreindu svæði um langa framtíð. Hann kvað ýmsa staði hafa verið athugaða með tilliti til stóriðjuvers, og væri því ekki að leyna, að Vatnsleysu- vík stæði best að vígi um litla mengunarhættu og umhverfismál en Vogastapi og Dysnes í Arnar- neshreppi um hagkvæmni í rekstri og vegna byggðasjónarmiða. Annars lagði Staðarvalsnefnd fram svohljóðandi greinargerð: „Meginhíutverk Staðarvals- nefndar um iðnrekstur er í því Skýrsla þessi fjallaði einkum um vinnumarkað og landfræðilegar aðstæður ásamt áhrifum staðar- vals á stofn- og rekstrarkostnað áliðju. Niðurstaða áfangaskýrslu þessarar var sú að nefndin mælti með frekari rannsóknum á eftir- töldum stöðum: Helguvík, Voga- stapa, Vatnsleysuvík, Geldinganesi og Dysnesi í Arnarneshreppi. Staðarvalsnefnd vinnur nú að framhaldsathugunum á ofan- greindum fimm stöðum með hliðsjón af hugsanlegri áliðju, og beinast þær rannsóknir einkum að umhverfismálum og félagslegum þáttum. Eftirtöldum rannsóknum er nú lokið í Eyjafirði á vegum Staðarv- alsnefndar og verkefnisstjórnar um áliðjuver: Sjómælingar og botnrannsóknir frá Hörgárósum út fyrir Hjalteyri, kortagerð 1:5000 í Arnarneshreppi, könnun á jarðvegsdýpi við Dysnes og Gils- bakka í Arnarneshreppi, forkönn- un á iðnaðarvatni við vestanverð- an Eyjafjörð og náttúruverndar- könnun sú, er hér liggur fyrir. Þá' hefur Staðarvalsnefnd rekið sírit- andi vindmæla í grennd við Hjalt- eyri frá því í október 1981. Skýrsla Náttúrugripasafnsins er veigamikill þáttur í umhverf- isrannsóknum Staðarvalsnefndar í Eyjafirði. Aformað er að halda vindmælingum áfram um eins árs skeið og verið er að setja upp hita- mæla á 3 stöðum í Vaðlaheiði til að kanna svokölluð hitahvörf. Jafnframt hefur verið pantaður sérlega næmur hitamælir sem áformað er að setja í eina af flug- vélum Flugfélags Norðurlands í sama skyni. í undirbúningi er að fá hingað erlendan sérfræðing til aðstoðar við að gera dreifingarspá fyrir úrgangsefni frá hugsanlegri verksmiðju þegar fullnægjandi upplýsingar um veðurlag liggja Náttúrufar á vestur- strönd Eyjafjarðar Náttúrugripasafnið á Akureyri leggur fram skýrslu sína fólgið að kanna almenn staðbund- in skilyrði fyrir meiriháttar iðn- rekstur á íslandi, óháð tilteknum iðnaðarkostum. í tengslum við þetta meginhlutverk er nefndin nú að reka smiðshöggið á skýrslu um svokallað forval þar sem fjallað er um 34 staði eða svæði víðsvegar um landið. í framhaldi af þessu forvali verða nokkur svæði tekin til nánari athugunar í svokölluð- um staðháttarannsóknum. Eru þær raunar þegar hafnar á nokkr- um svæðum sem einsýnt hefur þótt að forvalið mundi vísa á, auk þess sem þau svæði hafa komið sérstaklega til álita vegna tiltek- inna iðnaðarkosta sem nefndin hefur verið beðin að kanna jafn- hliða almennum störfum sínum. Hluti af þessum staðháttarann- sóknum er fólginn í náttúrufars- könnun á viðkomandi svæðum. Stendur slík könnun yfir á Reyð- arfirði, á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. í janúarmánuði 1982 samdi Staðarvalsnefnd við Náttúru- gripasafnið á Akureyri um að framkvæma slíka könnun á nátt- úrufari í Eyjafirði með sérstakri áherslu á svæðið frá Krossanesi að Hálshöfða. Náttúrugripasafnið hefur unnið ósleitilega að þessu verki og lokið því nú fyrir skömmu. Eintak af skýrslu safns- ins fylgir hér með til kynningar. Af hálfu Náttúrugripasafnsins hafa eftirtaldir aðilar einkum unnið að rannsóknum þessum og skýrslugerð: Helgi Hallgrímsson forstöðumaður, Þóroddur F. Þór- oddsson jarðfræðingur, Þórir Haraldsson líffræðingur, Kristín Aðalsteinsdóttir líffræðingur og Hálfdán Björnsson bóndi, Kví- skerjum. í júlímánuði sl. gaf Staðarvals- nefnd út áfangaskýrsiu um stað- arval hugsanlegs álvers í tengsl- um við hagkvæmniathuganir á vegum iðnaðarráðuneytisins. fyrir. Á grundvelli slíkrar dreif- ingarspár er fyrirhugað að freista þess að segja eins og frekast er unnt fyrir um áhrif af hugsanlegu iðjuveri við Eyjafjörð á náttúru- far. Slíkar rannsóknir eru vel þekktar erlendis og eru þær gjarn- an nefndar afleiðingaspá eða af- leiðingagreining (konsekvensana- lyse).“ Sigurður Guðmundsson skýrði svo frá, að Byggðadeild Fram- kvæmdstofnunar hafi tekið að sér að kanna eftirtalda þætti fyrir Staðarvalsnefnd: 1) Vinnumark- aður, mannafli, mannfjöldi. 2) Fé- lagsleg þjónusta, skipulagsmál, byggingalóðir. 3) Samgöngur, skólar, heilsugæsla o.fl. 4) Ahrif byggingaframkvæmda á byggðina, vinnumarkað, samkeppni um vinnuafl o.s.frv. 5) Langtímaáhrif á mannfjölda og þjónustu. 6) Margföldunaráhrif vörukaupa og þjónustu og áhrif af tekjuflæði í byggðinni. Helstu niðurstöður skýrslunnar fara hér á eftir: Ágrip af niðurstöðum 1. Eyjafjörður er sérstæður meðal héraða landsins, hvað snertir veðursæld og önnur nátt- úruskilyrði sem eru hagstæð lífi, enda benda allar rannsóknir til þess að jurta- og dýralíf sé þar auðugra og fjölskrúðugra en í öðr- um héruðum af samsvarandi stærð. 2. Könnunarsvæðið milli Akur- eyrar og Dalvíkur er á flestan hátt dæmigert fyrir náttúrufar Eyja- fjarðar. Það er óvenju auðugt af jarðfræðiminjum og fágætum jurtategundum, og þar eru ýmsar sérstæðar lífvistir, er viðhalda fjölbreyttu jurta- og dýralífi. Einnig er þar fjöldi merkra sögu- legra minja (þjóðminja). 3. Þær athuganir, sem fram hafa farið á sjólífi í Eyjafirði, sýna að það er óvenju mikið og fjölþætt, enda hefur fjörðurinn jafnan verið einstaklega fiskisæll. 4. Könnunarsvæðið nýtur þeirr- ar sérstöðu að vera betur rannsak- að náttúrufræðilega en flest eða öll svæði af samsvarandi stærð hérlendis, og hefur því ómetanlegt gildi fyrir rannsóknir og kennslu í náttúrufræði. 5. í Eyjafirði stendur búskapur yfirleitt með miklum blóma og á það einnig við um könnunarsvæð- ið. Þar eru miklir ræktunarmögu- leikar sem enn hafa ekki verið nýttir. Gildi svæðisins til skóg- ræktar og útivistar er einnig veru- lega mikið. 6. Af ofansögðu er ljóst, að verndargildi lands og sjávar í Eyjafirði er meira en almennt gerist hér á landi og óvíða er meira í húfi ef illa tekst til varð- andi landnýtingu eða val nýrra at- vinnugreina. Helstu niðurstöður Eins og getið er í innganginum var markmið þessarar könnunar að draga saman þær heimildir sem handbærar eru um náttúru- far Eyjafjarðar og könnunarsvæð- ið sérstaklega, og framkvæma nauðsynlegár vettvangsathuganir til að fylla upp í þá heildarmynd af náttúru svæðisins sem reynt er að lýsa í skýrslunni í myndum og máli. Hér verður þess freistað að laða fram helstu drætti þeirrar myndar, sem jafnframt má kalla lokaniðurstöður könnunarinnar: 1) Landslag er viða fjölbreytt á könnunarsvæðinu og náttúrufeg- urð mikil, einkum við ströndina og til fjalla. Þar er að finna fjölda af jarðsögulegum minjum (um 50 skráðar minjar), sem margar eru dæmigerðar fyrir rof og uppbygg- ingu náttúruaflanna, þ.e. jökla, vatns og sjávar. Einkum eru jök- ulminjarnar fjölbreyttar, svo fá- gætt mun vera að hafa jafn mikið safn af þeim á svo litlu svæði. Einnig eru þar framhlaup af ýmsu tagi og ýmsar aðrar myndanir. 'l'veir af höl'undum skýrslunnar. Talið frá vinstri: l»órir Haraldsson, Helgi llallgrimsson og Þóroddur F. Þóroddsson. Jaröskjálftar koma af og til og valda stundum skaða á mann- virkjum utantil á svæðinu. 2) Veðurfar (í Eyjafirði) er hag- stætt miðað við grannhéruðin og landið í heild, sem rekja má til legu fjarðarins í hinum mikla fjallabálki Mið-Norðurlands. Er loftslagið því meginlandskennd- ara, þ.e. þurrara og staðviðrasam- ara en jafnframt með meiri hit- breytingum en víðast hvar á land- inu. Vindáttir eru einhæfar, þ.e. yfirgnæfandi suðlæg eða norðlæg átt og ofviðri koma stundum og valda skaða, einkum á Akureyri og Árskógsströnd. Snjóþungt er yst á svæðinu (Árskógsströnd), en snjó- létt í Hörgárdal. Hafís kemur oft í fjörðinn í hafísárum, og liggur þar stundum langt fram á sumar. Snjóflóð eru fágæt á könnunar- svæðinu. 3) Lífríki svæðisins er auðugt af tegundum og magn þess allmikið á köflum. Landið er að heita má allt þakið jarðvegi og gróðri, sem nær hér einnig hærra til fjalla en víð- ast hvar á íslandi. Mólendi er al- gengasta gróðurlendið og lyngmó- ar ríkjandi utantil á svæðinu. Er þar víða gott berjaland. Um þriðj- ungur af láglendi könnunarsvæð- isins er nú orðinn tún. Töluvert votlendi er þó enn á svæðinu og af ýmsum gerðum, s.s. flóar, flæði- engjar, mýrar, fen og fitjar, enn- fremur nokkrar tjarnir. Votlendið er helsta undirstaða fuglalífsins, sem telja má mjög fjölbreytt á svæðinu, bæði að tegundum og magni. Um 65 tegundir eru skráð- ar á svæðinu, en þar af eru um 45 tegundir nokkuð öruggir varpfugl- ar. Allþétt og fjölbyggð vörp eru á nokkrum stöðum, einkum á ós- hólmasvæðum og í nokkrum flóa- mýrum. Smádýralíf er einnig fjöl- breytt. Eru um 150 tegundir skor- dýra þekktar á svæðinu, en um 360 í öllum Eyjafirði. Af háplöntum er vitað um 286 tegundir á könnunar- svæðinu en um 340 í Eyjafirði. Nokkrar þeirra eru afar sjaldgæf- ar, t.d. davíðslykillinn, sem ekki er vitað til að vaxi annarsstaðar í Evrópu. Af lágplöntum eru þekktar um 500 tegundir á könnunarsvæð- inu og hafa þær flestar fundist í nágrenni við Möðruvelli og Hof, og margar hvergi annarsstaðar á landinu. 4) Sjólíf í Eyjafirði er með því fjölskrúðugasta og auðugasta sem þekkist í fjörðum á íslandi, og Bjarni Sæmundsson taldi hann „einna merkastan af öllum fjörð- um landsins" hvað fiskveiðar snertir, enda var hann lengst af gullkista byggðanna umhverfis. Árvissar síldargöngur voru í fjörðinn fyrr á öldum og kringum aldamótin síðustu var síldinni ausið þar upp í ótrúlegu magni. Þess munu fá dæmi að fiskur brygðist í utanverðum firðinum fyrr á tíð, og göngufiskur var veiddur alveg inn í fjarðarbotn. Enn er fjörðurinn fiskisæll þrátt fyrir áratuga rányrkju, og veiðar mikið stundaðar á litlum bátum. Um 40 fiskategundir eru skráðar í firðinum, og um 500 tegundir smá- dýra. Botngróður er víða mikill á föstum botni og grunnsævi í firð- inum, eins konar skógar af stór- vöxnum þarategundum, og fjörur eru víðast vaxnar þangi og lífríkar á köflum. Alls eru þekktar um 130 tegundir botn- og fjöruþörunga í Eyjafirði, en smásæiiy þörungar eru þó líklega margfalt fleiri. 5) Búskapur og önnur landnýt- ing hefur jafnan staðið með mikl- um blóma í Eyjafirði, og á það eins við um könnunarsvæðið, bæði á sviði jarðræktar og búfjárrækt- ar, þótt kalskemmdir geri stund- um vart við sig í túnum, einkum utantil á svæðinu. talið er að mestallt land neðan við 100 m hæðarlínu sé ræktanlegt, og að tvöfalda megi túnstærðina frá því sem nú er. Kartöflurækt er nokk- ur og heppnast vel, einkum inn- antil á svæðinu. Mjólkurkýr hafa verið um 900 á könnunarsvæðinu undanfarinn áratug, um 600 geldneyti, 200 hestar og. um 8000 fjár. Svæðið leggur nú til um 3% af allri mjólkurframleiðslu lands- manna, en Eyjafjörður allur um 20%. 6) Sögulegar minjar (mannvist- arminjar o.fl.) eru fjölmargar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.