Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Um kirkjueignir og andvirði seldra kirkju- jarða og prestssetra — eftir sr. Jón Einarsson prófast, Saurbæ í fréttatíma Ríkisútvarpsins hinn 19. þessa mánaðar var viðtal við séra Birgi Ásgeirsson, sókn- arprest á Mosfelli. Tilefni viðtals- ins mun hafa verið nýafstaðið kirkjuþing, umfjöllun þess um kirkjueignir og meðferð ríkisins á kirkjujörðum og prestssetrum og andvirði þeirra eigna, er seldar hafa verið. í viðtalinu var því sleg- ið föstu, að andvirði seldra kirkju- jarða og prestssetra rynni beint í ríkiskassann. Þar sem hér gætir nokkurs misskilnings og er ekki að öllu leyti rétt með farið, vil ég leyfa mér með grein þessari að vekja athygli á nokkrum þáttum þessa máls. í lögum um Kristnisjóð frá 9. maí 1970 segir meðal annars, að „andvirði kirkjujarða, annarra en prestssetursjarða, sem seldar verða eftir ( Idistöku laganna," skuli renna í sjóðinn. Með þessu ákvæði mætti ætla, að ríkisvaldið hefði viðurkennt eignarrétt kirkj- unnar yfir téðum jörðum, en þó verður vart talið, að svo hafi orðið í reynd. Eftir gildistöku laganna hefur andvirði seldra kirkjujarða að vísu runnið í Kristnisjóð, en ekki í ríkiskassann, og þar með komið kirkjunni að haldi í þjón- ustu hennar og starfi. Hins vegar hefur stjórn Kristnisjóðs ekki ver- ið kvödd til ráða eða ákvarðana- töku í sambandi við sölu kirkju- jarða. Hlýtur slíkt að teljast mjög óeðlilegt, þar sem Kristnisjóður á svo mikilla hagsmuna að gæta. Oft hef ég hugleitt, hvers vegna þessi lagaákvæði um andvirði seldra kirkjujarða skyldu ekki einnig vera látin taka til prests- setursjarða og embættisbústaða presta í þéttbýli, sem svo margir hafa verið seldir á síðustu árum. í áður nefndu útvarpsviðtali var skýrt og réttilega á það bent, að andvirði seidra prestsbústaða hef- „l»að er skoðun mín, að nú- verandi skipan á fjármála- tengslum ríkis og kirkju þurfi að breyta og setja skýr- ari ákvæði um réttarstööu kirkjunnar gagnvart ríkis- valdinu.“ ur runnið beint í ríkiskassann, þrátt fyrir eindregin mótmæli kirkjulegra aðila og ítrekaðar til- raunir til að fá þessu fjármagni varið til kirkjulegs starfs. Við, sem vinnum, og unnum kirkjunni, teljum það mjög ósanngjarnt, að ríkið skuli bein- línis græða á því að selja embætt- isbústaði, sem það hefur áður af- hent kirkjunni og fjármagnað með lögum frá Alþingi. Við teljum, að það, sem kirkjunni hefur þannig verið afhent, hljóti að vera hennar eign. Hins ber að gæta, að með tilvís- un til áðurnefndra laga um Kristnisjóð mun ríkið ekki vera skuldbundið til að afhenda kirkj- unni þá fjármuni, er fást fyrir seld prestssetur. Ég tel það mjög mið- ur, að lögin^skuli ekki vera skýr og ótvíræð, hvað þetta snertir, og að þar skyldi ekki strax í öndverðu vera ákveðið, að andvirði allra seldra kirkjueigna rynni í Kristni- sjóð. Ekki verður annað séð en að kirkjuþing og kirkjuráð hafi látið sér lynda, að lögin væru með þeim hætti, sem þau eru. Að minnsta kosti voru þau þannig afgreidd á kirkjuþingi árið 1966. Ekki er mér kunnugt um, að kirkjuráð hafi reynt að fá þessu ákvæði laganna breytt, eða flutt frumvarp þar um á kirkjuþingum. Hins vegar hafa prestar ítrekað gert samþykktir til að mótmæla sölu á prestssetr- um og meðferð ríkisins á andvirði þeirra. Slíkar samþykktir hafa einnig verið gerðar á kirkjuþing- um og því jafnframt mótmælt, að prestar í mesta þéttbýlinu skuii ekki lengur njóta embættisbú- staða. Samþykkt um að fá þessu breytt til fyrra horfs var síðast gerð á því kirkjuþingi, sem nú er nýlokið. í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings greindi kirkjumála- ráðherra frá því, að hann hefði ákveðið að skipa nefnd til að gera könnun á eignum kirkjunnar. Kirkjuþing kaus einum rómi dr. Sigurbjörn Einarsson biskup til að taka sæti í nefndinni. Ber að fagna því, að hann skyldi fást til að taka þetta að sér, því að fáir eða engir búa yfir eins mikilli þekkingu og reynslu í þessum efn- um sem hann. Við upphaf kirkjuþings lagði ég fram eftirfarandi tillögu um kirkjueignir, sem var samþykkt óbreytt og einróma á þinginu: „Kirkjuþing fagnar þeirri ákvörðun kirkjumálaráðherra að skipa nefnd til að gera könnun á eignum kirkjunnar. Það er álit kirkjuþings, að kirkj- an skuli sjálf hafa eignarhald og ráðstöfunarrétt á eignum sínum. Því beinir þingið þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnar og Al- þingis, að ekki verði sett lög eða teknar ákvarðanir um sölu og ráðstöfun kirkjueigna, þar á með- al prestssetra og kirkjujarða, nema að fengnu samþykki kirkju- þings. Þá skorar þingið á presta og söfnuði landsins að standa trúan vörð um eignir og rétt kirkju og prestssetra." Það er vissulega ærin ástæða til, að kirkjuþing geri slíka álykt- un. Staðreynd er, að ríkisvaldið hefur haldið illa á eignum kirkj- unnar, og prestar og söfnuðir hafa ekki ávallt gætt þeirrar árvekni sem skyldi í þeim efnum. Sr. Jón Einarsson Talið er, að árið 1907 hafi kirkjujarðir í landinu verið að minnsta kosti 700. Mikill meiri- hluti þeirra hefur verið seldur, og hefur sölugjald þeirra oftast verið langt undir markaðsverði. Gerð hefur verið skrá yfir seldar kirkjujarðir á tímabilinu 1876—1974, eða um 100 ára skeið. Á þessari tæpu öld voru seldar 527 jarðeignir kirkjunnar. Heildar- söluverð allra þessara eigna nam tæplega 9,5 milljónum gamalla króna. Þar af voru fimm jarðeign- ir seldar árin 1973—1974 fyrir rúmlega 7,1 milljón. Hinar jarð- STÍJDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur ályktað um kosningaþátttöku í albönsku kosningunum, sem fram fóru á dögunum, en þar studdu 1.627.968 manns kommúnistaflokk landsins, 8 atkvæði voru ógild, en einn var á móti. Ályktun Stúdenta- ráðs, sem gerd var 18. nóvember, er svohljóðandi: „Stúdentaráð Háskóla íslands lýsir yfir ánægju sinni með virki- lega góða þátttöku albönsku þjóð- arinnar í nýafstöðnum kosningum þar í landi. SHÍ telur að með þessu hafi albanska þjóðin sýnt öðrum þjóðum þessa heims gott fordæmi. Albanska þjóðin er sér greinilega meðvituð um skyldu sína í sam- bandi við kosningarétt. Væri vel ef eignirnar allar, 522 að tölu, voru því seldar fyrir aðeins rúmlega 2,3 milljónir. Má ljóst vera, hversu lítið verð það er, þó að vissulega sé erfitt að meta raungildi þess mið- að við aðstæður og raungildi pen- inga í dag. Fleiri dæmi mætti nefna um slælega ráðsmennsku ríkisins varðandi eignir kirkjunnar. Það gerðist til dæmis árið 1973, að 256 hektarar kirkjueignar í nágrenni Reykjavíkur voru seldir fyrir að- eins 3,4 milljónir króna, og var augljóslega um smánarverð að ræða. í blaðaskrifum um málið var sýnt fram á, að með þessari ráðstöfun hefði ríkisvaldið haft stórfé af kirkjunni miðað við verð- gildi peninga þá. Jafnframt lá það í augum uppi, að ef téð land hefði verið í einkaeign, þá hefði viðkom- andi kaupandi þurft að greiða fullt markaðsverð fyrir landið, en af því að kirkjan átti í hlut, þá mátti selja svona lágu verði. Slíkri ráðsmennsku ríkisvaldsins getur kirkjan ekki unað til lengdar. Það er skoðun mín, að núver- andi skipan á fjármálatengslum ríkis og kirkju þurfi að breyta og setja skýrari ákvæði um réttar- stöðu kirkjunnar gagnvart ríkis- valdinu. Nauðsynlegt er að efla og auka frumkvæði og sjálfstæði kirkjunnar og gera henni kleift, bæði stjórnunarlega og fjárhags- lega, að þjóna betur þeirri þjóð, sem hún ber ábyrgð á og er kölluð til að flytja fagnaðarerindið. Með þökk fyrir birtinguna. Saurha* á llvalfjarAarströnd, 22. nóvembvr 1982. allar þjóðir myndu taka eins vel til hendinni í kosningum eins og albanska þjóðin hefur nú gert. Einnig lýsir SHÍ ánægju sinni með einhug albönsku þjóðarinnar. Samstaða þjóðarinnar er í einu orði sagt lofsverð. Það er greini- legt að í Albaníu á sér ekki stað óþarfa ágreiningur sem oft vill verða hjá öðrum þjóðum þessa heims. SHÍ þakkar af alhug alb- önsku þjóðinni það fordæmi sem hún hefur sýnt. SHÍ hvetur albönsku ríkis- stjórnina til að bæta um betur svo að í næstu kosningum verði ekki aðeins 100% þátttaka heldur og 100% kjósenda kjósi það sem í boði er.“ Stúdentaráð ánægt með kosningaþátttöku í Albaníu Ö6VIKIN ÍSLENSK TONLIST LETT LEIKIN OSVIKIN ISLENSK TONLIST J.ET'i' LEIKIN 0SVIKIN ISLENSK TONLIST LETT LEIKIN ÓSVIKIN ÍSLENSK TONyST LE wLr.Ntíh. TONLÍST LET'i ras1 i.-w ffíf*? ; y.yns jo.v tj Hljóm otur Árrii Johnsen a lagvissu ogl hlyomfögru tónfalii. Það ber votfl um gamansem, Magga Kjlrtans Saml. Ve !*r plðtunni nafnið Samkvæmt iæknisráði, því ef mönnurn íærist að hiuaU á meta goða tónlist þýðir það í raun minna álag á taugakerfi manna og jafnvel Uugadeildir spitaianna. Upptaka Jónasar R hemr rndL num ÞannÍK að maður hJ Zfn .ar Íti,fín”‘ngunni að Mi«g, sitj, við hljóðfæri sitt í firr>iírx,.r; *s » *< SSS ’?*<•■ Mr")™ ~~mt Magg!--------- mORGUNBLAPIÐ. dagblaðið & VÍSIR. j MANUDAGUR 19. JULl 1982. ■ I öllu þessu plötuflóð, sem dynur yfir I þjóðina er Samkvæmt læknisráði virki- J lega skemmtileg tilbreyting frá þeim | frumsömdu tónUst sem hinar ýmsu hljómsveitir eru að senda frá sér þessa daeana w Nýjar plötur Fyrir alla þá sem finnst tilveran stressandi vU ég benda á að Sam- kvæmt læknisraði stendur vel undir nafni sinu, þú slappar vel af við að hlusta á plötuna. HK. IBV»»- LAUGARDAGUR 2«. JÚLl 1»82 hljómplata & kassetta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.