Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 r • • HUOMPLOTUVERSLUNIN LIST KYNNIR Sex meiriháttar „Islandia lslandia“ Vinsælar nýjar stórar plötur Adam Anl — Friend or foe Al di Meola — Tour de force America Wiew from the ground ABC — The Lexicon of love Abba — The singles Hlanchmange — llappy families Bad Manners — Forgin Ahead Barry Manilow — I wanna do it with you Bow wow wow — I want candy Blue rondo a la turk — ('heving the fat Chicago — 16 Culture (’lub — Kissing to be Clever Casino Lights — tmsir flytja J J. Cale — Crasshopper Depeche Mode — Broken Frame Dionne Warwick — Heartbreaker Dire StraiLs — Love over Gold Billy Joel — The nylon ('urtain Dollar — Dollar Album Donald Fagen — Nightfly Daryll Hall & John Oates — H 2 0 The Damned — The black Album Don jlenley — I cant stand still Kddie (írant — Killer on the rampage Kagles — Greatest Hits Beatles — The 20 greatest hits Foreigner — Kecords Fame — The kids from ‘fame’ Joni Mitchell — Wild things run fast Kool & the gang — As one Lionel Richie — Lionel Richie Mick Karn — Titles (bassaleikari Jap an) Michael Jackson — Thriller (This girl is mine) Marvin Gaye — Midnight Love Madness — The rise and fall Kiss — Creatures of the night Nat King Cole — Love Songs Ozzy Osborne — Talk of the devil Phil Collins — Hello I must Be going Pink Floyd - The Wall Siouxie & the Banshees — A kiss in The dreamhouse Talk Talk — The party’s over UB 40 - UB44 UB 40 — Signing off Whitesnake — Saints & Sinners Þrjár titrandi safnpltítur með fleatum vinsælustu Itígunum siðustu vikur. Þið finnið örugglega það sem ekki er ann- arsstaðar í þessari kynningu á þessum pltítum. Við Suðumark — Ymsir Sprengiefni Vinsælar stórar 2—4 laga 12“ (disco mix) Auðvitað eru allar vinsælustu litlu plöturnar til og hér gefur að líta smá sýnishorn af þeim. A flock of seagulls Wishing ----.........---........—...- Hall & Oates Maneater ........-................... Kvelyn King Back to love ........................ Jah Wobble Body music Mokili ................... Japan Nightporter ----------------......--- Kool & the Gang (K)h la la (let’s go dansi’n) ------- Musical Youth Pass the dutchie -------------------- Phil Collins You cant hurry love ----------------- Soft Cell Where the heart is .................. Ultrayox Hymn ................................ Yazoo The other side of love .............. Kevin Kovland & Dexy’s Ix*ts get this straight ............. John Lennon — Love David Bowie & Bing Crosby Peace on Karth lluman League — Mirror Man Kddie Grant — I don’t wanrfa dance Wham — Young guns Dionne Warwick — Heartbreaker Blancmange — Living on the Ceiling Kenee & Kenato — Save your love Michael Jackson & P. McCartney This girl is mine A flock of Seagulls Wishing Lionel Richie — Truly Yazoo — The other side of love Modern Romance — Best years Kool & The gang — Ooh la la Barry Manilow — I wanna do it with you Talk Talk — Talk Talk Supertramp — It’s raining Madness — Our house Japan — Nightporter Kvelyn King — Back to love Abba — The day before you came Anti nowhere league — for you The jam — Beat surrender (2 plötur í albúmi 5 lög) Culture (’lub — Time Pink Floyd - The Wall Soft Cell - What Duran Duran — Save a prayer Abba — The day before you came Larry Hagman (JR í Dallas) My favourite sins Viö vorum líka að taka upp mikið af bolum og barmmerkjum og svo eru líka frábær plaköt á leiðinni. HUÓMPLÖTUVERSLUNIN LIST (Plötuklúbburinn Tón-List) Aðalstræti 9 2. hæð sími 22 9 77. (Miðbæjarmarkaðurinn). hrópuðu ítölsku áhorfendurnir þegar þeir sáu íslensku rallöku- mennina aka í október sl. tóku raliökumenn- irnir islensku þeir Birgir Bragason og Magnús Arnarsson þátt í rall- keppni á Ítalíu. Kepptu þeir í svo- kölluðu 100.000 Tabbuchi-ralli, sem var liður í Ítalíumeistara- keppninni i rallakstri. Stóðu þeir kappar sig mjög vel og luku keppni, lentu í 47. sæti en alls hófu 123 keppendur rallið. Upphaflega stóð til að Birgir og Magnús kepptu á 120 hestafla Opel Kadett, sem einn ítalanna úr Ljómarallinu íslenska átti, en þegar til kom var sá bíll kominn í keppni í Afríku. Þurftu strák- arnir því að leigja sér keppnisbíl fyrir rallið, sem varð Alfa Rom- eo Alfetta með 80 hestafla vél, gegn hátt í 400 hestafla bílum aðal keppendanna. „Ég vandist ekki bílnum fyrr en undir lok rallsins, fór m.a. í tvígang lítil- lega út af,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. „Keppnin var erfið, skyggnið var ekki nema 5—10 metrar mestan hluta ralls- ins vegna þoku og það var ekki fyrr en á lokaleiðunum, sem við fórum að auka hraðann. ítölsku áhorfendurnir settu okkur dálít- ið út af laginu í byrjun, en þeir stóðu alveg við bílana í mörgum beygjum." Þess má geta i fram- hjáhlaupi, að ítalskir ralláhorf- endur eru þekktir meðal evr- ópskra rallökumanna, sem fífldjarfir oft á tíðum. Um 100.000 áhorfendur fylgdust með rallinu, sem er mun færra en venja er og setti veðrið þar stórt strik í reikninginn. Akstursleið- in var 1200 km löng og var keyrt að næturlagi, tvær nætur í röð. Fyrri nóttina heltust hvorki meira né minna en 70 bílar úr lestinni. Leiðin lá um þverhnípt fjöll og klettabelti, en einnig var ekið á þröngum vegum ýmissa sveitaþorpa í nágrenni bæjarins Saluzzo á norðvestur Ítalíu, þar sem rallið hófst. Undirbúningur Birgis og Magnúsar var í lág- marki fyrir keppnina, en þeir mættu tveim dögum fyrir hana, en allflestir keppendanna voru búnir að æfa sig á keppnisleið- inni í allt að tvo mánuði. Þótti Villi og Tóta búa að sárum Sigga líffræöings. Leikfélag Akureyrar frum- sýnir leikrit um tófuna SUNNUDAGINN 5. desember frum- sýndi Leikfélag Akureyrar nýtt leik- rit fyrir börn og unglinga eftir Sig- nýju Pálsdóttur leikhússtjóra, sem jafnframt er leikstjóri. Það heitir „Siggi var úti“ og rauði þráðurinn í verkjnu er íslenski refurinn fyrr og nú. Asgeir Jónsson söngvari BARA- flokksins samdi tónlistina og flytur hana ásamt Jóni Arnari Freyssyni, hljómborösleikara og Sigfúsi Erni Ottarssyni trommuleikara. í fréttatilkynningu frá LA er sögu- þræði svo lýst: „í ónefndu íslensku hrauni hef- ur líffræðingurinn Siggi búið um sig í helli, sem hann notar sem rannsóknarstöð fyrir rannsóknir sínar á atferii íslenska refsins — alopex lagopus. Þetta er gaman- samur náungi sem gengur gjarnan um gaggandi í tófubúningi til að komas nær tófunum. í hrauninu tjaldar fjölskylda í útilegu, mamman, pabbinn, börn- in Villi og Tóta og afinn Leiknir, sem var fræg grenjaskytta. Aðal- áhugamál barnanna, stjörnuskoð- un og frummenn, eiga sinn þátt í því hvernig þau skynja í byrjun þær óvæntu uppákomur, sem þau lenda í í útilegunni. Fleiri eiga leið um hraunið. I fyrsta lagi lítil tófa, sem líffræð- ingurinn hefur hænt að sér og er elskulegasta dýr, en svolítið þjóf- ótt. Og í öðru lagi maður að nafni Úlfur, sem leikur tveimur skjöld- um — hann læst vinna fyrir líf- fræðinginn en er í rauninni að vinna fyrir tískudrottninguna Stellu, sem ætlar sér að hagnast á loðfeldasölu og misnota sér grenjaskrár Sigga til að láta út- rýma íslenska refnum með nýjum aðferðum og smygla skinnunum úr landi." Leikmynd hefur Þráinn Karls- son hannað og stjórnað smíði á. Viðar Garðarsson er ljósameistari sýningarinnar og Freygerður Magnúsdóttir búningameistari. Leikarar í „Siggi var úti“ eru 9, þar af þrjú börn. Bjarni Ingvars- son leikur líffræðinginn, Marinó Þorsteinsson afann, Ragnheiður Tryggvadóttir mömmuna, Jón- steinn Aðalsteinsson pabbann, Theodór Júliusson Úlf, Sunna Borg Stellu, Melkorka Óiafsdóttir stelpuna Tótu, Gunnlaugur Ingi- valdur Grétarsson drenginn Villa og Jóhanna Sara Kristjánsdóttir litlu tófuna. Næstu sýningar á Siggi var úti verða fimmtudaginn 9. desember kl. 18, laugardaginn 11. desember kl. 17 og sunnudaginn 12. desem- ber kl. 15. Miðasala leikhússins er opin alla daga frá kl. 13. Ekki verða fleiri sýningar fyrr en eftir jól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.