Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Horfnir skólamenn Bókmenntir Erlendur Jónsson FAÐIR MINN SKÓLASTJÓRINN. 247 bls. Auðunn Bragi Sveinsson bjó til prentunar. Skuggsjá. 1982. Faðir minn skólastjórinn er í raun hluti ritsafns sem Skuggsjá er að gefa út þessi árin. Umsjón- armaður þessarar bókar, Auðunn Bragi Sveinsson, segist í formála hafa haft þrjú meginsjónarmið að leiðarljósi, í fyrsta lagi »að við- komandi hefði haft skólastjórn sem aðalstarf meiri hluta starfs- ævi sinnar eða verið þekktastur sem slíkur út í frá. Annað var, að velja skólastjóra sem jafnast úr landsfjórðungum ... Þá var mér ofarlega í huga, að skólastjórar þessir hefðu stjórnað mismunandi skóiastærðum.« Þessar reglur held ég að um- sjónarmaður útgáfunnar hafi haldið og sýnist mér val hans hafa tekist vel. Að vísu er t.d. álitamál hvort Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, var »þekktastur sem slíkur út í frá«. Halldór Þorsteinsson ritar hér um hann. En Þorsteinn var um ævina, eins og Halldór segir, »kaupfélagsstjóri, þingmaður, bóksali, skólastjóri, útgefandi, rit- stjóri, sáttasemjari, bóndi, fulltrúi Framsóknarf. kksins í stjórn Síldarverksmiðju ríkisins, forseti bæjarstjórnar Akureyrar o.s.frv.«. Ég held að hann hafi verið lang- kunnastur sem bókaútgefandi. Halldór greinir frá margvíslegum umsvifum föður síns, rekur per- sónulegar endurminningar honum tengdar og gleymir að sjálfsögðu ekki að víkja að skólastjórn hans. Er auðvitað margt frá henni að segja, t.d. frá samskiptum þeirra, Þorsteins og Sigurðar skólameist- ara. Má af orðum Halldórs ráða að nokkur metingur hafi verið með þeim, skólamönnunum. En sú staðhæfing »að Sigurði skóla- meistara var ekki vel við Gagn- fræðaskóla Akureyrar* þykir mér orka tvímælis. Man ég ekki betur en Þorsteinn M. Jónsson heim- sækti Menntaskólann að minnsta kosti einu sinni meðan undirritað- ur var þar í tíð Sigurðar og sá ég ekki betur en vel færi á með þeim og þeir töluðu hvor til annars með fullri virðingu. En ég get giskað á að þeir hafi verið menn ólíkir. Gísli Gottskálksson var skóla- stjóri í Blönduhlíð í Skagafirði og jafnframt bóndi í Sólheimagerði. Sigrún Gísladóttir ritar um hann. Sem heild felur þáttur hennar í sér prýðilega glögga og minnis- stæða mannlýsing. En um störf föður síns segir Sigrún meðal ann- ars: »Segja má að ævistarf föður míns hafi verið þríþætt. Hann var barnakennari í sveit sinni um rúmlega þrjátíu ára skeið og átti þannig mikinn þátt í að móta æskulýð sveitar sinnar og koma honum til þroska. Fyrir það starf hlaut hann þakklæti og virðingu bæði foreldra og barna. Hann var vegaverkstjóri í 28 ár og vann við það að leggja vegi og gera Skaga- fjörð byggilegri, lagði með því sitt af mörkum til þess að bílaöldin ætti greiðari leið um Skagafjörð og færði um leið ibúa hans saman. Sem bóndi ræktaði hann og byggði upp lítt ræktaða og illa hýsta jörð, ræktaði mörg strá þar sem áður óx eitt.« Nokkru síðar segir Sigrún: »Faðir minn var alla tíð maður framkvæmdanna og þótt hann teldi kennsiuna sitt aðalstarf hygg ég að hin störfin: Að leggja vegi um Skagafjörð, rækta og byggja upp jörðina heima hafi verið hon- um meir að skapi.« Sigurður Thorlacius var þekkt- astur sem skólastjóri, um það er engum blöðum að fletta, meðal annars kunnur fyrir nýjungar í skólamálum. Örnólfur Thorlacíus ritar hér um hann. Sigurður féll frá aðeins hálffimmtugur og hafði þá skilið eftir sig mörg spor. Hann varð skólastjóri Austurbæjarskól- ans eða Nýja barnaskólans í Reykjavík haustið 1930. »Mér skilst á þeim sem til þekkja,« segir Örnólfur, »að fullkomnari skóla- bygging hafi á þessum tíma vart verið til á Norðurlöndum.* Og það verður Örnólfi, rektornum, tilefni til að bera saman framtak kreppu- kynslóðarinnar og »stefnu stjórn- valda nú á tímum«. Þarf tæpast að taka fram að sá samanburður er nútíma stjórnvöldum hvergi í hag. Benedikt Björnsson var skóla- stjóri á Húsavík. Guðmundur, sonur hans, ritar hér um hann. Benedikt fékkst nokkuð við rit- störf, sendi meðal annars frá sér smásagnasöfn tvö undir dulnefn- inu Björn Austræni. Minnist ég þess fyrir margt löngu er ég las sögur Björns Austræna að mér lék mjög hugur á að vita hver leyndist Halldór Þorsteinsson að baki þessu dulnefni en veittist furðu erfitt að fá það upplýst, þó það tækist að lokum. Eftir síðari heimsstyrjöld tók mjög að fjölga barnaskólum í Reykjavík. Einn þeirra var Mela- skóli og fyrsti skólastjóri hans var Arngrímur Kristjánsson. Unnur, dóttir hans, ritar hér um hann. Am- grímur var fyrst og síðast skóla- stjóri og rækti það embætti af hugsjón. Hann féll frá á góðum starfaldri. Unnur lýsir því hversu þungt honum féll að verða að hverfa frá störfum áður en starfsdagurinn væri á enda runn- inn: »Hann tók út sálarkvalir að geta ekki sinnt skyldustörfum sín- um, því hann elskaði starf sitt.« Fimmtán eru þættirnir í bók þessari — af jafnmörgum mönnum. Fjórir voru í heiminn bornir aldamótaárið, einn síðar, hinir allir fyrr. Starfsævi þeirra Sigrún Gísladóttir féll því að megninu til á annan fjórðung þessarar aldar. Þetta voru mætir menn og gegnir. Það, sem störf þeirra skildu eftir, er ekki nema að litlu leyti mælan- legt. Einkunnir má að vísu draga saman og reikna út meðaltal með- altala. En það gæfi ekki allt til kynna. Óbein áhrif sem skólamað- ur getur haft, vega oft jafnmikið eða meira. Kynslóð þá, sem nam af þessum mönnum, þyrsti eftir menntun, jafnvel þótt prófin skil- uðu naumum eða engum réttind- um. Skólinn skyldi vera mennta- stofnun, ekki geymsla eða pakk- hús eins og hann virðist nú vera orðinn að margra áliti. Þess vegna er bjart yfir þessum þáttum. Höf- undarnir skrifa út frá þeirri sannfæringu að feður þeirra hafi unnið góð störf og þjóðnýt, og reisa þeim með góðri samvisku þennan fimmtánfalda minnis- varða. Bara gott í svalanum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Siguróur Pálsson: Norður í svalann, viðtöl við aðflutta íslendinga. Útg. Bókaútg. Salt 1982. Þau tíðindi gerast oftar en menn ætla í fljótu bragði, að hingað koma útlendingar, sem af ýmsum ástæðum kjósa að setjast hér um kyrrt og verða Islendingar. Á stundum, þegar veðráttan eða verðbólgan er hreint að gera út af við okkur þykir okkur þetta rann- sóknarefni; þrátt fyrir heita hveri og Heklu og stórbrotið landslag, þá hygg ég, að okkur finnist það nánast okkar einkamál að geta notið landsins. Það er fróðlegt og forvitnilegt að velta fyrir sér for- sendum búsetu útlendinga hér, þó að auðvitað séu kostirnir okkur, þessum „alvöru“ Islendingum, Ijósir, a.m.k. á hátíða- og mærð- arstundum. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Magnús Kjartansson: FRA DEGI TIL DAGS Austrapistlar 1959—1971. Vésteinn Lúðvíksson valdi efnið. Mál og menning 1982. Vésteinn Lúðvíksson rithöfund- ur hefur tekið að sér að velja til birtingar í bók úr Austragreinum Magnúsar Kjartanssonar 1959— 1971. Á kápu stendur reyndar 1958—1971, en það er villa. í for- mála gerir Vésteinn grein fyrir vali sínu og fer mörgum og lof- samlegum orðum um goðið (sam- anber tal um „goðsagnarkenndan ljóma“ Austragreina), en getur þess einnig að nokkrar greinanna séu „í engu frábrugðnar því hversdagsnagi sem einkennt hefur íslensk blöð frá fyrstu tíð, þær ná ekki að brjótast útúr þeim víta- Sigurður Pálsson hefur unnið gott og bara skemmtilegt verk með bókinni „Norður í svalann" þar sem fimm útlendir íslend- ingar rekja uppvöxt sinn og að svo búnu aðdraganda að komu hingað og síðan af hverju kosið er að taka sér bólfestu. Fyrsta viðtalið er við listmálarann Baltasar, sem er fæddur í Barcelona á Spáni og kemur fyrst til íslands 1961. Vel og lifandi er sagt frá uppvexti hans, ég held að mér hafi þótt sá þáttur í þessari bók skila sér einna bezt og eiga þeir sjálfsagt báðir hlutinn, Sigurður Pálsson og Balt- asar. Hins vegar hefur Baltasar kannski farið full fljótt yfir sögu og kurteislega þegar að því kemur, að hann fer að ryðja sér fyrir al- vöru braut sem listamaður hér- lendis. Einhvern veginn hafði maður á tilfinningunni, að þar væri ekki allt sagt, sem vel hefði mátt koma með. Ester Gunnars- son hjúkrunarfræðingur er frá hring þar sem andstæðingurinn er holdgervingur einhverskonar fúl- mennsku og verður ekki barinn niður nema með meðulum hans sjálfs". Vésteinn heldur því líka fram að Magnús hafi sem „meinhorn" ver- ið ofjarl andstæðinga sinna „í öll- um greinum". Við lestur Austragreina (endur- lestur í flestum tilfellum) hlýtur maður að draga þá ályktun að margar þeirra hafi einmitt verið slíkt hversdagsnag sem Vésteinn lýsir. Meirihluti þeirra er best geymdur á þeim stað sem þær birtust upphaflega. Jafnvel liprir pennar verða að sætta sig við dóm tímans, það sem, tekur mið af pólitísku þrasi sam- tímans verður sjaldan annað og meira en tilefnið, þegar best lætur heimild. Vissulega eru sumar þessara greina pólitískar og menningarlegar heimildir, en sem slíkar heldur dapurlegar. Sigurður Pálsson Eins og mörgum er kunnugt átti Magnús Kjartansson til að bera skarpskyggni sem gerði málflutn- ing hans stundum hressilegan og jafnvel fyndinn þegar á leið ævi hans og honum varð tamara en áður að sjá hlutina í skoplegu ljósi. Sjálfur skildi hann að háðið er beitt vopn. Mörgum andstæð- ingum Magnúsar sveið því undan skotum hans. En eins og mönnum sem þjóna dyggilega einum mál- stað í daglegu amstri (Frá degi til dags) varð það siður hans að ein- falda flókin mál, gera andstæðing- um sínum upp skoðanir, slíta úr samhengi það sem þeir vildu segja og lítillækka þá þannig að þeir virtust aular þegar horft var á þá með augum Magnúsar. Eins talaði Magnús oft niður fyrir sig, beindi orðum sínum til flokkssystkina sem hann var viss um að væru heimskari en hann sjálfur. Hann höfðaði oft til mjög þröngrar hirð- ar sem klappaði fyrir öllu sem Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um og fly'zt til íslands árið 1967 ásamt eiginmanni sínum sem hún hafði kynnzt úti. Vel og einlæg- lega er frá sagt, kristið lífsviðhorf og kærleiksríkt gengur eins og rauður þráður um þennan kafla. Skopskyn höfundar fyrir sjálfri sér, m.a. vegna erfiðleika í máli, kemur glettilega, vel fram. Carl Billich hljómlistarmaður er fædd- ur í Austurríki og kemur fyrst til íslands 1933. Síðar var hann handtekinn af Bretum og sat í fangabúðum í nokkur ár, vegna Hitlersáhrifa í heimalandi hans og komst ekki aftur til íslands fyrr en eftir allmiklar þrengingar mörgum árum síðar. Carl Billich hefur í áratugi verið hjartfólginn Islendingum, bæði sem prýðilegur listamaður og sjálfsagt ekki síður vegna þess hve óvenjulega aðlað- andi manneskja hann er. Einhvers staðar hef ég nýlega lesið annað hvort brot úr veru hans í fanga- búðunum og síðan tilraunum hans að komast aftur til íslands, svo að mér fannst ég kannast við það efni. En rýrir náttúrlega ekki gildi frásagnar hans, þegar til lengri tíma er Iitið. Er þá komið að Rut Magnús Kjartansson hann tók sér fyrir hendur. Læsi maður aftur á móti Austragreinar Magnúsar með því hugarfari að hann væri fyrst og fremst að skemmta sjálfum sér mátti hafa Magnúsdóttur sem er fædd í Þýzkalandi og kemur til Islands 1955, giftist hér Norðmanni og verður bóndakona og síðan organ- isti í sinni sveit. Uppvaxtarár hennar, á mörkum Týrol og Bæj- aralands, eru afar læsileg og frá- sögn Rutar öll fjarska notaleg, án þess að vera beinlínis bráðspenn- andi, einhverra hluta vegna finnst mér síztur veigur í þessum þætti. Klykkt er út með frásögn Einars Farestveit forstjóra sem er frá Modalen í Noregi og kom hingað rúmlega tvítugur 1933 og hefur orðið umsvifamikill á viðskipta- sviðinu og þarf ekki að orðlengja um það. Nema að ég var ekki betur að mér en svo, að ég hélt að Einar væri hér borinn og barnfæddur, en af norsku foreldri. Einar Farest- veit kemur fallega og skemmtilega fyrir og hefði mátt rekja uppvaxt- arár sín öllu nánar. Að öllu samanlögðu: Snyrtilega skrifuð bók, ágætis viðmælendur sem hver hefur vissulega sitt til málanna að leggja. Eru íslend- ingar, hugsa um sumt eins og ís- lendingar, en eiga sér þó þrátt fyrir það gamlar rætur í fjarlægri mold. gaman af sumum þeirra, taka þátt í skemmtun hans. En alltof marg- ar þeirra voru vitnisburður um greindan mann sem sóaði þeim gáfum sem honum voru gefnar í auvirðilegt skítkast. Það var leið- inlegt að bókmenntahneigð Magn- úsar skyldi ekki fá útrás með öðrum hætti því að áreiðanlega hefði hann getað orðið liðtækur á því sviði. Um það eru glögg dæmi. Orðræður Magnúsar við ýmsa stjórnmálamenn, ritstjóra, kirkj- unnar menn, athafnamenn, rithöf- unda (tæmandi upptalning yrði of löng) er fremur marklítil vegna þess að við kynnumst ekki nema einni hlið hennar. Til þess að geta tekið afstöðu með eða móti ýmsum ályktunum þyrftu sjónarmið and- stæðinga að liggja fyrir án hár- togana. Það er til of mikils mælst að bók eins og Frá degi til dags rúmi slíkt. En skoðanir Magnúsar Kjartanssonar tilreiddar fyrir les- endur Þjóðviljans „tengiliður við lesendur" eru ansi þröngar þótt ritleikni hans ljái þeim einstaka sinnum vængi. Jóhann Hjálmarsson Meinhornið skemmtir sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.