Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Framtídarskipulag utanrík- is- og utanríkisviðskiptamála eftir dr. Hannes Jónsson, sendiherra Um það verður tæpast deilt, að utanríkisviðskiptamál eru meðal mikilvægari þátta utanríkismála. Það er því engin tilviljun, að eitt af atriðunum í stefnu fyrstu þing- ræðislegu ríkisstjórnar lýðveldis- ins, ráðuneyti Ólafs Thors, sem kom til valda 21. október 1944, var — eins og forsætisráðherra lýsti henni í þingræðu sama dag — að gerðar skyldu samningatilraunir við erlend ríki til þess að tryggja Islendingum þátttöku í ráðstefn- um um framtíðarskipan milli- ríkjaverslunar, viðskipta og fram- leiðslu, með það fyrir augum að ná sem hagstæðustum samningum um sölu framleiðsluvöru okkar og sem hagkvæmustum kjörum við innkaup innfluttra vara. Eðlilega var utanríkisþjónust- unni undir forystu Ólafs Thors, forsætis- og utanríkisráðherra, ætlað að vinra þetta verk, enda eru viðskipta. imningar og fyrir- greiðsla vegna viðskiptahagsmuna og efnahagssamvinnu snar þáttur í störfum allra sendiráða og flest utanríkisráðuneyti hafa öflugar utanríkisviðskiptadeildir. Sá var háttur á lengst af hér á landi. Hins vegar hafa utanríkisvið- skiptamálin smám saman þokast út úr utanríkisráðuneytinu og yfir í viðskiptaráðuneytið í Reykjavík, þótt sendiráðin hafi haldið áfram að vinna ötullega að þessum mál- um. Má orsakirnar fyrir öfug- þróuninni í Reykjavík að nokkru finna í misskilinni viðleitni til þess að halda niðri eðlilegum kostnaði við utanríkisþjónustuna á sama tíma sem öðrum ráðuneyt- um hefur leyfst að stækka. Það vakti því verðskuldaða athygli, þegar Ólafur Jóhannesson, utan- ríkisráðherra, lagði skýrslu sína um utanríkismál fyrir Alþingi í mars 1982, að í lok hennar hreyfði hann þeirri hugmynd, hvort ekki væri hyggilegt „að ailir megin- þættir utanríkismála, þar á meðal utanríkisviðskiptamál, séu í hönd- um utanríkisþjónustunnar bæði erlendis og hér heimá". Jafnframt tók utanríkisráð- herra fram, að það væri einróma álit þeirra starfsmanna utanríkis- þjónustunnar, sem mest hafa hugleitt þessi mál, að æskilegt væri að þessari breytingu yrði komið á, þ.e. að ekki aðeins sendi- ráðin annist fyrirgreiðslu erlendis vegna íslenskra viðskiptahags- muna, heldur fari utanríkisráðu- neytið í Reykjavík einnig með utanríkisviðskiptamálin, svo sem það gerði í upphafi. Segir utanríkisráðherra enn- fremur, að hann hafi varpað fram þessum hugmyndum í lok skýrslu sinnar „til þess að koma af stað umræðum um framtíðarskipulag þessara mála“. Því miður hafa næsta litlar rökræður farið fram um málið á opinberum vettvangi. Hvorki starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar né málsmetandi stjórnmála- menn hafa gefið sér tíma til þess að taka boði utanríkisráðherra um að skoða málið og rökræða opin- berlega, enda þótt nokkrar stuttar fréttagreinar og ritstjórnargrein- ar hafi verið birtar um það í ein- staka blaði. Viöskiptaráöherra til varnar I framhaldsumræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Al- þingi 27. apríl sl., var Ólafur Jó- hannesson, utanríkisráðherra, fjarverandi. Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, gegndi þá utanríkisráðherraembættinu í forföllum. Kom þá greinilega fram, að viðskiptaráðherra hafði gagnstæða skoðun á málinu. Taldi hann best fara á því, að allir þætt- ir viðskiptamála, þar á meðal allir þættir milliríkjaviðskipta, inn- flutnings- og gjaldeyrismál, fram- kvæmd gildandi viðskiptasamn- inga, þátttaka í fríverslunar- samstarfinu innan EFTA og EBE og bankamálin, væru undir einu og sama ráðuneyti, ekki utanrík- isráðuneyti, heldur viðskiptaráðu- neyti. Taldi hann viðskiptahags- munum okkar best þjónað með óbreyttri skipan frá því sem nú er og vildi ekki breyta aftur í átt til hins upprunalega skipulags. Ekki er þó að sjá á frásögnum blaða af ræðunni, að viðskipta- ráðherra hafi stutt skoðun sína rökum, heldur sett sjónarmið sín fram sem almennar fullyrðingar byggðar á þeirri staðreynd að gott samstarf hafi verið á milli utan- ríkis- og viðskiptaráðuneytis. Verður þetta góða samstarf ekki talin röksemd fyrir fyrirkomulag- inu sjálfu, því það útilokar ekki að betur mætti gera með öðru skipu- lagi. Skoðanamismunur sá, sem kem- ur fram í skrifum utanríkis- og viðskiptaráðherra, kallar á rök- ræna greiningu á málinu, þannig að skynsamleg rök ráði jafn mik- ilvægu skipulagsatriði og það er, Söguleg rök fyrir breytingu Sé litið á málið í sögulegu sam- hengi, kemur í ljós, að núverandi fyrirkomulag um að utanríkisvið- skiptamálin séu í viðskiptaráðu- neytinu en ekki í utanríkisráðu- neytinu, byggjast á slysni fremur en á rökrænum ákvörunum. Það er t.d. augljóst, að þegar Al- þingi samþykkti árið 1928 að kjósa í sameinuðu alþingi nýja fasta- nefnd, utanríkismálanefnd, þá var ætlunin að til hennar skyldi vísað öllum utanríkismálum, þ.á m. þeim mikilvæga þætti utanríkis- mála sem utanríkisviðskiptin eru. Samkvæmt tillögunni um stofnun utanríkismálanefndar, sem sam- þykkt var með 43 samhljóða at- kvæðum á Alþingi 1928, ber nefndinni að starfa einnig á milli þinga og skyldi ráðuneytið, sem fór með utanríkismál, alltaf bera undir hana þau utanríkismál, sem fyrir kynnu að koma. Á þessum grundvelli hefur utanríkismála- nefnd starfað frá upphafi. Hefur samvinna hennar og utanríkis- ráðuneytisins, síðan það var stofn- að, verið mjög náin, utanríkisráð- herra yfirleitt setið fundi hennar og ráðuneytisstjóri hans eða skrif- stofustjóri að jafnaði verið ritari nefndarinnar. Þannig hefur verið náið samstarf milli löggjafar- Dr. Hannes Jónsson, sendi- herra í Genf, hefur verið embætt- ismaður utanríkisþjónustunnar síðan 1954 og m.a. starfað í sendi- ráðum íslands í Bonn, London, Moskvu, New York auk Genf og í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. I grein þessari skoðar hann gagn- stæð sjónarmið utanríkis- og utan- ríkisviðskiptamála. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að skoðun utanríkisráðherra sé studd sterk- um rökum en skoðun viðskipta- ráðherra byggð á órökstuddri al- mennri fullyrðingu. Hugleiðingar um lokakafla skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 1982 Dr. Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra hvernig haga skuli framkvæmd utanríkis- og utanríkisviðskipta- mála á íslandi. Tímabærar umræður Breytingar á meðferð utanríkis- og utanríkisviðskiptamála verða haganlegast gerðar með forseta- úrskurði um starfsskiptingu ráð- herra að undangengnum stjórn- armyndunarviðræðum og samn- ingum flokka um stjórnarstefnu. Telja verður víst að slíkir atburðir séu ekki langt undan þar sem kosningar fara fram á fyrri hluta næsta árs. Hlýtur að vera tíma- bært að skoða málið nú og greina á rökrænan hátt til þess að ljóst liggi fyrir hvaða fyrirkomulag sé í senn heppilégast og hagnýtast fyrir íslenska JÚkið og útflytjendur og innflytjendur. Við næstu stjórnarmyndunarviðræður þyrftu viðkomandi aðilar að vera búnir að gera upp við sig, hvort hyggilegt sé að fara eftir sjónar- miðum viðskiptaráðherra um nú- gildandi fyrirkomulag eða hvort fara eigi að nýju inn á þær braut- ir, sem í upphafi utanríkisþjónust- unnar voru lagðar og utanríkis- ráðherra og reyndari starfsmenn utanríkisþjónustunnar hafa bent á að séu heppilegri. Andstæðar skoðanir utan- ríkisráðherra og viðskipta- ráðherra á framtíðarskipu- lagi utanríkis- og utanríkis- viðskiptamála innan stjórn- sýslunnar í Reykjavík kalla á rökræna greiningu á málinu, svo skynsamleg rök ráði þessu mikilvæga skipulags- atriði. valdsins og utanríkisráðuneytisins um utanríkismálin, við viðskipta- ráðuneytið hefur engin bein tengsl haft við utanríkismálanefnd. T.d. var mér skýrt frá því nýlega, að ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins hafi í fyrsta sinn á meira en 30 ára starfsferli komið á fund í utanríkismálanefnd 28. júní, 1982, þegar verið var að ræða efnahagssamninginn við Sovétrík- in, sem miklar deilur urðu um, og viðskiptaráðherra og ráðuneytis- stjóri hans beittu sér fyrir að gerður var. Þeirri sögulegu staðreynd má heldur ekki gleyma, að þegar Sveinn Björnsson, sendiherra, kom heim frá Danmörku eftir hernám hennar vorið 1940, varð hann ráðunautur ríkisstjórnar- innar í utanríkismálum. Vann hann m.a. að því að undirbúa bráðabirgðalög um utanríkis- starfsemina, sem gefin voru út 8. júlí 1940. Var þar gert ráð fyrir, að ráðuneytið færi með öll utanrík- ismál, og utanríkisviðskiptamál ekki undanskilin. Sama gildir um lögin um utanríkisráðuneyti ís- lands og fulltrúa þess erlendis, sem gefin voru út 27. júlí 1941. Undif utanríkisráðuneytið falla samkvæmt þeim öll utanríkismál í Tómas Arnason, viðskiptaráðherra víðustu merkingu þess hugtaks, þ.e. öll mál er varða gæslu hags- muna Islands eða viðskipta út á við. Vegna hinna fjölþættu verkefna var utanríkisráðuneytinu fljótlega skipt í deidir, þ.e. almenna deild, alþjóðadeild, utanríkisviðskipta- deild, upplýsinga- og menning- armáladeild og síðar varnarmála- deild og prótókolldeild. Starfaði viðskiptadeildin lengi að milli- ríkjaviðskiptum og sá um gerð og framkvæmd viðskiptasamninga við önnur ríki og fleiri atriði milli- ríkjaviðskipta, en fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna íslands erlendis hefur alltaf verið snar þáttur í störfum allra sendiráð- anna og er enn. Gerð viðskiptasamn- inga og samskiptin við alþjóðlegar efnahags- og viðskiptastofnanir Þegar viðskiptaráðuneytið varð til við myndun þjóðstjórnar Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 17. apríl 1939, var ráðherrum fjölgað úr 3 í 5. Fékk Eysteinn Jónsson þá emb- ættisheitið viðskiptamálaráð- herra. Stofnað var nýtt ráðuneyti, sem fór með þau mál, er heyrðu undir viðskiptaráðherra. Voru það einkum viðskiptamál landsins, bankamál, gjaldeyrismál, verslun- armál og verðlagsmál. Utanríkis- ráðuneytið fór hins vegar með utanríkisviðskiptamálin frá því að það var stofnað 1940, þar til keðj- ur af slysni — einkum þó misskil- in viðleitni til sparnaðar í rekstri utanríkisþjónustunnar á meðan öðrum ráðuneytum var leyft að stækka — orsökuðu að viðskipta- ráðuneytinu var falið að fara með verkefni viðskiptadeildar utanrík- isráðuneytisins. Skulu tildrög þeirrar slysni og framvinda ekki rakin hér, en vissulega væri fróð- legt, ef t.d. Pétur Thorsteinsson, sendiherra, vildi rekja framvindu þess máls opinberlega, svo og greina frá hvernig viðskiptadeild utanríkisráðuneytisins starfaði á meðan hann stjórnaði henni og hvernig þróunin leiddi til núver- andi skipunar. Þess skal þó getið til fróðleiks, að dr. Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því í erindi, sem hann flutti á Þing- völlum 12. maí 1979 um ísland, Fríverslunarsamtökin og Efna- hagsbandalagið, sem síðar var prentað í Fjármálatíðindum, að þótt hann hefði tekið sæti í ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar 1956 sem iðnaðar- og menntamálaráð- herra, hefði verið ákveðið með for- setaúrskurði, að allar alþjóða- stofnanir á sviði fjármála og við- skipta skyldu einnig heyra undir hann, en um þessi mál hafi hann embættislega látið fjalla í við- skiptaráðuneytinu. Gylfi fór svo með viðskipta- og menntamál samfleytt frá 1958 til 1971. Var á því tímabili smiðshöggið lagt á verkið og með reglugerð um Stjórnarráð íslands frá 31. des- ember 1969 ákveðið annars vegar, að utanríkisráðuneytið færi m.a. með „samninga við önnur ríki og gerð þeirra", etc., en hins vegar, að viðskiptaráðuneytið færi m.a. með „undirbúning og framkvæmd við- skiptasamninga, samskipti Is- lands við alþjóðleg efnahags- og viðskiptasamtök og fjármála- stofnanir“. Hafi það vakið fyrir dr. Gylfa við myndun stjórnar Hermanns Jónassonar 1956 að taka alþjóðleg viðskipta- og efnahagssamvinnu- mál undir sinn ráðherrahatt til þess að þau Ientu ekki hjá Alþýðu- bandalagsráðherra, þá er það e.t.v. kaldhæðni örlaganna, að þessi mikilvægu utanríkismál hafa síð- an lent hjá tveimur Alþýðubanda- lagsráðherrum, sem urðu við- skiptaráðherrar eftir að dr. Gylfa tókst að koma smiðshögginu á verkið 1969. Utanríkisþjónusta frá upphafi lagt megináherslu á utanríkisviðskiptam- ál Til marks um það hversu mikla áherslu utanríkisþjónustan hefur alltaf lagt á gæslu viðskipta- hagsmuna íslands má geta þess, að 5. kafli leiðbeiningarbókar fyrir starfsmenn utanríkisráðu- neytisins frá 14. mars 1947, sem að mestu var saminn af þeim Islend- ingi, sem þá hafði mesta alhliða reynslu af utanríkismálum, Sveini Björnssyni, fyrrverandi forseta ís- lands og sendiherra, og gefin út undir umsjá eins reyndasta emb- ættismanns utanríkisþjónustunn- ar, Agnars Kl. Jónssonar, þáver- andi ráðuneytisstjóra og af dr. Bjarna Benediktssyni, þáverandi utanríkisráðherra, fjallar nær eingöngu um gæslu íslenskra við- skiptahagsmuna og hvernig sendi- ráðin skuli vinna að þeim. Segir þar m.a., að embættis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.