Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 61 Löngumýrarguðspjall Ellilífeyrisþegi nr. 7167-6625 skrifar: „Velvakandi. Hálærður maður í hagfræði, dr. Magni Guðmundsson, birti í Morgunblaðinu útleggingu á guð- spjalli Björns bónda á Löngumýri um verðbólguvandann. Fiest af því sem þarna er upp talið hefur maður nú heyrt oft áður, a.m.k. eins oft og sjálft jólaguðspjallið. Doktorinn bætir við nokkrum skýringum frá eigin brjósti, en he|dur sig annars við ritualið, eins og góðum Biblíuskýranda sæmir. Björn á Löngumýri er manna gleggstur að fjalla um eignarhald á útigönguhossum, lausgöngu stóðhesta og sauðfjárbaðanir, en ekki sannar það, að hann sé svo slyngur á refaslóðum fjármál- anna, að hann geti þar með krafist þess af öðrum, sem embætti hafa í fjármálum, að þeir segi af sér, eins og krafist er. Skósmiður, haltu þér við leist- inn þinn, og reyndu heldur að hefna þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi. Það eru einföld sann- indi, sem flestir búandi menn skilja, hvort sem þeir lifa við sjó eða í sveit, og hafi þeir lágmarks búhyggindi, að ekki er hollt að hleypa sér í þær skuldir, sem von- laust er, að þeir fái nokkru sinni greiddar. Þetta gildir þó ekki, ef sá hinn sami ætlar sér að greiða lánið til baka með því að stela frá öðrum. Ekki er líklegt, að guð- spjallamaðurinn og klerkur hans vilji það. Hér hefur því orðgíf- ursháttur Löngumýrarbónda orð- ið vísindamanninum að fótakefli. Allir vita, að í ráðvilltu óðaverð- bólguþjóðfélagi eins og hér eru margar samverkandi orsakir. Rætt er um orsök og afleiðing. Auðvitað eltir hvað annað; þetta er kallað vítahringur. Um þetta þarf því að ræða af skynsemi og rökum, en ekki slagorðum og rakalausum fullyrðingum. Einn er sá þáttur, sem þeim fé- lögum verður tíðrætt um og gera úr ógnvald. Það eru vextir. Þenn- an eina þátt reyna þeir meistarar að flækja í viðjar og gera tor- tryggilegan. Ekki eru þeir einir um það. En maður ætlast til, að háskólagenginn doktor í fræði- greininni leitist við að hafa það, sem sannara reynist, og skýri ein- falt og rétt frá staðreyndum. Vextir? Hvað eru vextir? Einfalt dæmi: Jón Jónsson legg- ur 10 þúsund krónur inn á banka- bók með 4% vöxtum. Að ári liðnu tekur hann út peninga sína. Bank- inn borgar honum 400 krónur aukalega sem verðlaun fyrir sparsemi, ráðdeild og þá góðu við- leitni að leggja fé í sameiginlegan sjóð, sem aðrir fá lánað úr til upp- byggingar þjóðfélagsins. Er þetta rangt? Er þetta ónauð- synlegt eða óheiðarlegt hjá Jóni? En veitið því athygli, að þetta gildir aðeins í verðbólgulausu þjóðfélagi, að Jón fær þessi kjör. Nútíma-Jón leggur inn á banka 100 þúsund krónur í formi venju- legs sparifjár. Menn segja, að nú sé 60% verðbólga, ekki minna. Hverjir mundu vextir Jóns verða að ári liðnu, ef miðað er við þau kjör, sem buðust síðastliðinn október, áður en vextir voru lítil- lega hækkaðir sællar minningar, eins og olli úlfúð og vandlætingu margra? Svarið er, að í 60% verð- bólgu, eins og nú er reiknað með, verður beint tap Jóns 26% eða í krónum talið 26 þúsund. Það mun- ar um minna. Er þetta góð fjármálapólitík hjá Jóni? Nei, svona vitlaus er Jón ekki. Væri hann bóndi, mundi hann heldur hressa upp á girð- ingarnar sínar eða kaupa baðlög — en að gera þennan andskota. Jón hefur heyrt talað um verð- tryggða 6 mánaða sparireikninga hjá bönkunum. Hann lítur á það og leggur inn 100 þúsund krónur. Hvað fær hann eftir árið? Eitt þúsund krónur, eða 1%, í vexti. Það er allt og sumt. En verðbólgan hefur ekki rænt hann réttmætri eign. Fyrir ári gat hann keypt sér húsbúnað fyrir féð sem hann lagði inn í bankann. Nú getur hann kannski keypt sér sams konar húsbúnað fyrir innstæðu sína, ef allt er með felldu. Hann hefur ekkert grætt, nema ef menn telja þessar eitt þúsund króriur gróða. Er það til að öfundast yfir? Nú er öllum ljóst, að Jón verður að vera með mikinn hluta síns fjár óbundinn, sem hann fær enga vexti af, nema þeir félagar vilji telja, að það sem maður geymir laust, með 20—30% neikvæðum vöxtum, gróðasöfnun. Ljóst er, að sá, sem tekur lán í banka, verður að borga eitthvað fyrir milligöngu lánastofnunar, en ekki er við Jón að sakast um það. Hvers vegna að gera þá, sem leggja fé inn í banka, tortryggi- lega og villa um fyrir fólki? Fá menn doktorsgráðu fyrir svona hagspeki? Eitthvað slær þó sam- viskan doktorinn og hann vill viðra sig upp við gamalt fólk og segir að hægt sé að tryggja hag þess sérstaklega og sparifé þess. Hefur það fólk, sem nú er að ljúka ævistarfi sínu, gert einhverjar kröfur um, að því sé eitthvað íviln- að umfram aðra þjóðfélagsþegna? Fáir munu gefa það í skyn. Er lík- legt, að eftir að því hefur verið yfir lýst, að núverandi vextir séu ránskapur og fjárkúgun, að þá óski sérstaklega gamalt fólk eftir að hirða þá blóðpeninga? Stund- um er betra að hugsa, áður en tal- að er. Auk þess er það ekki gamalt fólk, sem yfirleitt er aflögufært með sparifé; svo rækilega hefur verið nagað utan af beinum á und- anförnum árum hjá þeim, sem eitthvað höfðu reynt að leggja til hliðar til elliáranna. Hið mikil- væga er, að það er hinn almenni borgari, sem á að geta lagt fé sitt inn í bankakerfið án þess að eiga á hættu, að hann verði féflettur af skuldakóngum og fjárglæfra- mönnum. Að lokum þessar spurningar: Er æskilegt, að menn leggi fé inn í bankakerfið? Ef svo er: Er þá lík- legt, að menn geri það með stór- lega neikvæðum vöxtum eða vaxtalaust, þó að verðbólga sé bætt? Hvað gerist, þegar menn hætta að leggja fé inn í banka- kerfið? Ef þessu verður svarað, má þá vænta þess, að svörin verði einföld og heiðarleg? GÆTUM TUNGUNNAR GOOD'fÝEAR VEYRAR DEKK hIheklahf Ll LAUGAVEGI 170-172 SIMAR 28080 OG 21240 ÖRYCGI GÆÐI ENDING Björn Pálsson fv. alþm. um verðbólguvandann eftirdr. Magna GuómundMon „LéBfUBiírwbóndÍM ber (löcr "ky* 4 I 10 r>*v birtrat M»«i UIUl hrtJra.tr »*>• *hnl 4 Ii.ntn r.oui rik Bjorn Pái-on. bóhfnBMr. M*tu m«r( „u„.h_kk.Blr J U* WI* *“k* .Iþnj Þ*«Y.rforvUn.U*thrtr ur bóklrtróur vel vlð (rMnrai^l.k«U«* *• _ ÍL mr „mkmMm* ■** «f •»“■ •“!*' ^ r 3sas=*“ ~ SlíSXAK-tf -__________________________Si'rí'iKXSUS Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Dönsku orðin „at advare" eru á íslensku að vara við, og „advarsel" er því á íslensku viðvörun. 53^ SlG£A V/öGA fi \iLVZMi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.