Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 — söguleg skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvík „10. apríl 1656 voru tveir feðgar brenndir á báli í Skutulsfírði. Var þeim gefíð að sök að hafa ofsótt sóknarprest sinn með göldrum og valdið honum sárum þjáningum, andlegum og likamlegum. Að dóm- inum og aftökunni stóðu tveir sýslumenn, Magnús Magnússon á Eyri í Seyðisfírði og Þorleifur Kortsson, sem hvað mest hefur komið við sögu íslenskra galdra- ofsókna. Um þessa atburði ritaði prest- urinn séra Jón Magnússon Písl- arsögu sína þa sem hann leitað- ist við að réttlæta gerðir sínar. Sú bók er varnarrit og birtir ein- ungis sjónarmið prestsins. í skáldsögunni Dauðamenn hefur Njörður P. Njarðvík endurskap- að sögu feðganna, sem brenndir voru, í dramatískri og spennandi frásögn." Svo segir í kápukynningu nýrrar bókar Njarðar P. Njarð- vík sem er að koma út hjá Iðunni um þessar mundir. Dauðamenn er 150 bls. að stærð og skiptist í 26 kafla. Hér er sem sagt um sögulega skáldsögu að ræða, þar sem heimildirnar eru fyrst og fremst Píslarsaga Jóns Magnússonar og dómurinn yfir feðgunum Jóni Jónssyni yngra og eldra, auk heimilda um daglegt líf og atvinnuhætti þessa tíma. Sagnfræði — skáldskapur Blaðamaður Mbl. átti stutt spjall við Njörð í tilefni þessarar nýju skáldsögu, og spurði hann fyrst að því hvar mörkin á milli skáldsögu og sagnfræði lægju. — Njörður, nú er Dauðamenn söguleg skáldsaga, hvað gerir þetta verk þitt að skáldsögu en ekki sagnfræðiriti? „Það er til gamall útúrsnún- ingur við þessari spurningu þinni um muninn á skáldskap og sagnfræði. Hann er á þá leið, að á meðan sagnfræðingurinn gengur með þá grillu að hann sé að segja satt, þá dettur skáld- sagnahöfundinum það ekki í hug. Annars er stundum sagt — og þá er ekki verið að snúa út úr — að sagnfræði segi frá og út- skýri, en skáldsagan sýni. Sagnfræðingur má ekki ganga lengra í ályktunum sínum en heimildir gefa tilefni til. Hann getur ekki leyft sér að spinna upp samtal sem á að hafa gerst fyrir 300 árum, og hann hefur enga heimild fyrir. En það getur höfundur sögulegrar skáldsögu hins vegar mæta vel gert. Og það er einmitt það sem ég geri í þess- ari sögu. Beinagrindina af at- burðarásinni hef ég fyrst og fremst úr Píslarsögu séra Jóns Magnússonar. En ég kemst fram hjá heimildunum með því að segja sögu feðganna sem voru brenndir. Þannig get ég betur sýnt mína túlkun á þessum at- burðum. Eg gef mér líka vissar for- sendur sem eiga sér litla eða enga stoð í heimildum. Það kem- ur hvergi fram í heimildunum hvernig standi á fjandskap séra Jóns og feðganna, eða hvers vegna séra Jón grunar þessa menn um galdra frekar en ein- hverja aðra. Ég reyni í sögunni að búa mér til forsendur fyrir þessum fjandskap. Á einum stað í sögunni geng ég meira að segja gegn heimild- unum. Ég læt atburð gerast sem Jón Magnússon segir að hafi ekki gerst. Ég læt pína Jón yngri til sagna. I Píslarsögunni segir séra Jón að Þorleifur Kortsson hafi spurt sig hvort ekki væri til töng á bænum og kol til að hita hana. „Og virtust mér þau upptök skynsamleg," sagði Jón Magnús- son, og harmar að pyntingar- tólin hafi ekki verið notuð. Ég læt nota tólin, og það er einkum af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess að mér finnst ekki alltaf hægt að trúa orðum prestsins. Og í öðru lagi af þeim sökum að menn sem grunaðir voru um galdra voru oft pyntaðir til sagna — og ég er ekki aðeins að skrifa sögu þess- ara manna sem þarna eiga í hlut, heldur jafnframt að gefa einhvers konar almenna lýsingu á galdrafárinu hér á íslandi.“ — Nú er því stundum haldið fram að séra Jón hafi verið geð- veikur. Hvað heldur þú um það? „Píslarsagan er einstök að því leyti að þetta er í eina skiptið — á Islandi a.m.k. — svo vitað sé að maður lýsi því á prenti hvað ger- ist í eigin sálarlífi við að upplifa galdra. Það eru þessar lýsingar séra Jóns sem hafa gert það að verkum að menn hafa látið sér detta í hug að hann hafi verið geðveikur, sennilega haldinn „schizophreníu". Á þessum tíma vissu menn auðvitað lítið sem ekkert um skitsófreníu, eða þær ofskynjan- ir sem henni fylgja gjarnan. Það er því ósköp eðlilegt að séra Jón hafi dregið þá ályktun að ástæð- an fyrir vanlíðan sinni væri sú að hann væri beittur göldrum." — Heldur þú að séra Jón hafi ekki gert sér grein fyrir því hví- líkt níðingsverk hann var að drýgja? „Nei, alls ekki. Það kemur skýrt fram í Píslarsögunni — og ég held að það sé engin hræsni — að Jón Magnússon telur sig ekki aðeins vera að bjarga sjálf- um sér, heldur einnig þessum mönnum sem hann lætur brenna. Hann lýsir þeim þannig að þeir séu í sjálfu sér ekki vond- ir menn, heldur ofurseldir hinu illa valdi sem þeir ráði ekki við. Og það er þetta illa vald sem Jón •er að berjast við. Hann álítur sig vera að gera góðverk, og það er einmitt hið átakanlega við þessa sögu.“ Til að gefa lesandanum kost á því að bragða svolítið á stíl bók- arinnar Dauðamenn birtum við hér á eftir, með leyfi Njarðar, stuttan kafla framarlega úr bók- inni. Myrkrið leggst yfir fjörðinn Sólin er horfin. Sólin er horfin og sést ekki á ný fyrr en í lok janúar. Fjörðurinn liggur falinn í skuggaþrengslum brattra fjalla. Skammdegismyrkur fer í hönd. Fyrir kemur að bjarmi sést á himni ofar fjallsbrúnum. Rétt eins og óljós minning um bjarta veröld fulla af sólskini og hlýju. En hún er fjarlæg í tíma og rúmi. Bak við þúsund fjöll og handan við óteljandi nætur. Hér og nú er veröldin dimm. Hún hvílir undir skugga hausts og vetrar og myrkurs. Myrkrið leggst yfir fjörðinn eins og lok. Það byrgir alla sýn. Það sést varla lengur til Guðs nema í svipulli andrá. Þegar föl himin- birtan nær að speglast í köldu logni fjarðarins. En myrkrið er ekki lengi að gleypa slíka mynd. Það sígur æ þéttar niður í fjörð- inn, niður í byggðina, niður í huga manneskjunnar. Þeir sem eru á ferli varpa ekki lengur neinum skugga. Þeir eru sjálfir orðnir að sínum eigin skugga. Myrkrið spennir greipar utan um þá og heldur þeim föstum. Afl þess er óumflýjanlegt. Það ríkir í veröldinni. I þessari skuggaveröld er skuggi á ferli. Hann líður hljóð- laust eftir fjörunni, framhjá bátum og upp Eyrina. Hann smýgur framhjá kirkjugarði og milli húsa. Hann leggst á skjái og snuðrar við dyr. Fyrr en varir er hann kominn upp á baðstofu- þekju. Þar hniprar hann sig saman og samlagast myrkrinu. Allt verður kyrrt og hljótt. Myrkrið heldur áfram að þétt- ast. Skyndilega er þögnin rofin. Þrjú hás krunk kveða við. Ómennskur hljómur þeirra er krefjandi og þó átakanlegur. Líkt og örvæntingarkvein. Þau hverfa inn í myrkrið eins og allt annað. Hver ætti sosum að sinna slíkum hljóðum? Koma þau ekki úr barka þess sem er samlitur nóttunni og kyrjar söng ömur- leikans? Þau líða hjá eins og annað. En nú kveða þau við öðru sinni. Þrjú í röð. Hærri og áleitnari en fyrr. Þögnin verður ekki söm og áður. Innan stundar er rjálað við dyr. Skugginn á þekjunni færist úr stað. Hann lætur sig síga fram á brúnina og horfir niður. Þegar gengið er út, hrökklast hann til baka upp þekjuna. Svo hverfur hann í myrkrið. Hefur hann sig til flugs eða rennir hann sér niður vegginn? Er þetta hrafn eða maður? Eða ef til vill mannhrafn? Vinnumaðurinn er sleginn óhug. Hann verður að beita sig hörðu til að ganga kringum bæj- arhúsið. Þar er ekkert að sjá. Hvergi hreyfing. Ekkert minnsta hljóð. Hafa hljóðin áð- an máski komið úr myrkrinu sjálfu? Hann hraðar sér inn og gaddar bæinn með snöggu hand- taki. En slagbrandurinn dugar skammt á myrkrið. Það er einnig hér inni. Það liggur á öllu eins og mara, ósýnilegt og óáþreifanlegt. Undan því brýst enginn. Captain W. E. Johns og stolnu skartgripírnir Ný Bennabók KOMIN er út nú Bennabók, en hér á árum áður áttu þeir Benni og fé- lagar sér marga aðdáendur og eiga vafalaust enn. Benni starfar fyrir Scotland Yard og lendir í margvíslegum ævintýrum. Þessi nýja bók, „Benni og . stolnu skartgripirnir", segja frá því þegar þeir félagarnir eru fengnir til að hafa uppi á dýrum djásnum, sem horfið hafa á und- arlegan hátt. Leitin berst til Afr- íku, til þess hluta svörtu álfunnar sem manninum er hvað fjandsam- legastur, og þar rekast þeir á und- arlegt virki í eyðimörkinni. Hætt- ur leynast á hverju leiti og þá reynir á styrk þeirra og hugprýði. Bókhlaðan hf. gefur bókina út en setningu og prentun annaðist Hagprent. Skálholt gefur út plötu með jólasálmum HLJÓMPLATA með jólasálmum er komin út hjá útgáfunni Skál- holti. Þrír kórar sjá um flutning sálmanna, þ.e. Dómkórinn, und- ir stjórn Marteins Hunger Frið- rikssonar, Kór Bústaðakirkju, undir stjórn Guðna Þ. Guð- mundssona, og Kór Keflavík- urkirkju, undir stjórn Siguróla Geirssonar. Auk framan- greindra aðstoða ellefu hljóð- færaleikarar við flutninginn. Er meðal annars leikið undir á gít- ar, fiðlur, flautur og slagverk. Ríkisútvarpið annaðist upp- tökuna, sem fram fór í Foss- vogskirkju, en Alfa hf. sá um vinnsluna. Jólasálmarnir eru einnig fáanlegir á kasettu. Steinar hf. sér um dreifinguna. ®RAUM\ RAÐNiNGA BÓKINÞÍN + ÞESSI BOK HEFUR EKKI FYRR KOMIO UT A ISLENSKU Hvað dreymdi þig i nótt? Svartan hest eða epli. Þá þarftu aö vita hvað draum- arnir merkja. Flettu upp í DRAUMARAONINGABOKIN ÞlN, um 3000 uppsláttarorð og tilvisun til skildra oröa svo ná megi meiri nákvæmni i ráðningunni. Haföu þessa bók á náttborð- inu og lestu úr draumum þin- um strax meðan þú sérö þá fyrir þér Ijóslifandi. Utgefandi: INGÖLFSPRENT sími: 38780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.