Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 37 „Tréð í garðinum mínum“ Fyrsta ljóðabók Normu E. Samúels- dóttur komin út hjá Máli og menningu „UPPHAFLEGA ætladi ég að hafa þessi ljóð með í bók sem ég er að vinna að um þessar mundir, en ákvað síðan að gefa þau út sér. Ljóðin í bókinni fjalla í stuttu máli um konu sem gengur í gegnum ákveðnar krísur. Þessi kona er við það aö örmagnast er hún fer að virða fyrir sér tré í garðinum og þegar hún sér hvernig það stendur af sér alla erfiðleika eykst henni kraftur á ný. Ég held að þessi kona eigi sér marga sálufélaga, það er oft erfitt að ganga í gegnum erfið- leika af þessu tagi, en þeir stæla fólk oft eftir að það hefur unnið bug á þeim.“ Norma E. Samúelsdóttir gaf út fyrstu bók sína 1979, og hét hún „Næst síðasti dagur ársins" og nú er komin út hjá Máli og menningu fyrsta ljóðabókin sem ber heitið „Tréð fyrir utan gluggann minn“. „Það má segja að ljóðin fjalli einnig um leit einstaklingsins að sjálfum sér, en það getur oft tek- ið fólk mjög langan tíma að það finni hvað það vill gera. Ég held að mikið af óhamingju fólks stafi af því að það þekkir ekki sjálft sig og veit því ekki hvað hentar því best. í skáldsögunni sem ljóðin áttu upprunalega að tilheyra, fjalla ég um 20 ár í ævi konu nokkurrar sem ég nefni El- ísabetu M. Markúsdóttur. Sagan hefst er þessi stúlka er 14—15 ára og er henni lýkur er sögu- hetjan 35 ára gömul og er að velta fyrir sér hvort hún eigi að verða rithöfundur eða ekki. Nú ert þú einstæð móðir með þrjú börn, er ekki erfitt að sam- eina heimilisstörf og barnaupp- eldi ritstörfum? „Jú, ljóðin lýsa líka þessari togstreitu, en þetta er nokkuð sem kvenrithöfundar kannast flestir við. Hjá mér mæta rit- störfin alltaf afgangi því börnin eru alltaf númer eitt. En mér liggur svo sem ekkert á, ég hef aðallega verið að þreifa fyrir mér í ritlistinni hingað til og er ekki komin með neitt fast form sem hentar mér best. Annars minnir mig að Nexö hafi ein- hvern tíma sagt að það væri hálfgert sjúkdómseinkenni að vera alltaf að skrifa og pæla í einhverju andlegu, íþróttamenn „Má segja að Ijóðin fjalli um leit einstaklingsins að sjálfum sér.“ Norma E. Samúelsdóttir með einu barna sinna, Klöru Dögg, og í baksýn er tréð sem Ijóðabókin ber nafn sitt af. Ljósm. RAX væru hinsvegar ímynd heilbrigð- innar. Ef þetta er rétt ættu helst engin skáld og listamenn að vera ta- Og þú ert sem sagt að vinna að þessari skáldsögu núna? „Já, ég er að skrifa hana upp í þriðja sinn og bókinni er reyndar rétt ólokið. Ég er að lesa Laxness núna, og leggja hönd á síðasta kaflann, en í honum skrifar söguhetjan Elisabet M. Magn- úsdóttir nóbelsskáldinu bréf þar sem hún er m.a. að velta því fyrir sér hvort hún eigi að leggja út á rithöfundarbrautina af full- um krafti. Eru skáldsagan og ljóðin byggð á eigin reynslu? „Bæði og. Ég nota eins og gengur talsvert úr minni eigin reynslu og ann- arra sem ég hef umgengist. Ég hef skrifað alltaf annað slagið frá því ég var svona 14—15 ára og átti því ýmislegt í kistunum, og hef síðan bætt við það.“ Bók með 150 trúarljóðum VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út Ijóðabókina Helgimyndir í nálar- auga eftir Ingimar Érlend Sigurðs- son. Þetta er þrettánda bók Ingi- mars og hans áttunda Ijóðabók. Á bókarkápu segir m.a.: „ ... á síðari árum hefur Ingimar Er- lendur einkum lagt stund á ljóða- gerð; gjörólíka þeirri samkynja aðferð er flestir aðrir höfundar tíðka: ljóð hans eru einstaklings- bundin að efni sem aðferð, meitluð í byggingu og máli birta þau óvænta sýn á gamalkunnug en ótímabundin og sammannleg yrk- isefni svo þau verða sem ný; ljóða- bókin Helgimyndir í nálarauga inniheldur trúarljóð eingöngu, sem mun einsdæmi í nútímabók- menntum íslenzkum, og bera ljóð- in flest, 150 að tölu, vitni um fyrr- nefnt aðal þessa höfundar." Bókin er 170 blaðsíður, unnin hjá Prentsmiðju Árna Valde- marssonar hf. og Bókbandsstof- unni Örkinni hf. Ingimar Erlendur Sigurðsson 11. Luciu-hátíð Karlakórs Akureyrar KARLAKÓR Akureyrar færir upp sína II. Luciuhátíð í Akureyrar- kirkju þann 10. desember kl. 20.00 og II. desember kl. 18.00, segir í frétt frá Karlakór Akureyrar. Að þessu sinni aðstoða konur úr kirkju- kór Lögmannshlíðar og „Hörpu“, kvenfélagi Karlakórsins ásamt ung- um stúlkum úr Menntaskóla Akur- eyrar. Bjernstjerne- sýning í Lands- bókasafni LANDSBÓKASAFN íslands efnir á 150 ára afmæli Bjsrnstjerne Bjnrnsons til sýningar í anddyri Safnahússins á verkum skáldsins bæði á frummálinu og í íslenskum þýðingum og ýmsu, sem um Bjornstjerne Bjornson hefur verið ritað. Um hann hefur verið sagt, að enginn Norðmaður hafi lifað jafn auð- ugu og viðburðaríku lífi sem hann, seg- ir í frétt frá Landsbókasafni íslands. Sýningin í anddyri Safnahússins mun standa nokkrar vikur á venju- legum opnunartíma Landsbóka- safns, kl. 9—19 mánudaga til föstu- daga og á laugardögum kl. 9—12. Einsöngvarar eru þau Helga Al- freðsdóttir sópransöngkona og Óskar Pétursson tenórsöngvari. I sönghléi syngur þekkt sópran- söngkona úr Hafnarfirði Inga María Eyjólfsdóttir verk eftir Schober, Hándel, Stradela og Adolphe Adam. Einnig syngur hún hlutverk „Glódísar" í radd- setningu William Rees við texta Konráðs Vilhjálmssonar. Söng- stjóri er Guðmundur Jóhannsson og undirleik annast Ingimar Ey- dal. Þessi siður, að halda Luciuhátíð, er upprunninn í Svíþjóð, og er fyrst tekinn upp af Karlakór Ak- ureyrar 15. des. 1946 með samsöng í Nýja Bíó að áeggjan Jónasar Jónssonar frá Brekknakoti og sænsks söngkennara, sem hér starfaði, Myrgárd að nafni. Hefur kórinn fært upp þessa samsöngva alls 10 sinnum og nú hin síðari ár hefur þetta verið árlegur við- burður. Ef færi og veður leyfir verður einnig sungið á sunnudag 12. des. í Skjólbrekku kl. 13.00 og í Húsavík- urkirkju kl. 17.00. Væntir kórinn þess, að sem flestir sjái sér fært að sækja þessa samsöngva og býð- ur hlustendur velkomna, segir í fréttinni frá kórnum. kb. 17.270.- STGR. eöa útborgun frá kr. 2.500.- og eftirstöövar til allt aö 6 mán. System 11H nn|rPLBYSy^q /MEIAL HUOMBÆR ■■iFII HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.