Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Hallað réttu máli Athugasemd við nýja bók Gunnars M. Magnúss eftir Einar G. Œafsson Stór þáttur í íslenzkri bókaút- gáfu eru æfisögur og þættir úr lífi manna, ýmist ritaðir af þeim sjálfum eða sagnariturum. Einn af mikilvirkustu rithöfundum okkar, Gunnar M. Magnúss, hefir nú sent frá sér nýja bók um Ingi- mund fiðlu og fleira fólk. Sunnudaginn 3. október sl. birt- ist kafli úr þessari bók, sem þá var óprentuð, í Lesbók Morgunblað- sins. Það var af nokkurri forvitni að undirritaður las þessa grein, einkum vegna þess að hann er í tengslum við konu þá, er Ingi- mundur var kvæntur og þar er getið. Kom í ljós við lestur grein- arinnar að hér var stórlega hallað réttu máli, ekki einungis á kostnað konunnar og dóttur hennar, held- ur og á Ingimund sjálfan. Var þar meðal annars sagt, að hann hafi verið trúlofaður dóttur konunnar, sem þá var aðeins 12 ára stúlku- barn, og einnig að þá hafi hún ver- ið orðin ekkja. Þessar missagnir og fleiri, munu að nokkru komnar úr æfisögu Þorsteins Kjarval, bróður Ingimundar. Undirritaður hafði samband við útgefanda bókarinnar og bauð fram aðstoð við leiðréttingar. Því var fremur stirðlega tekið, en þó hafði höfundur samband við und- irritaðan og tók niður upplýs- Einar G. Óiafsson ingar. Líkiega mun höfundi hafa þótt „stíll“ sinn missa nokkurs í við að fara með rétt mál, því sami tónn er í frásögninni eftir sem áður, að því undanskildu að nú á Ingimundur að hafa beðið tjón á geðheilsu sinni af sambúðinni við eiginkonuna, en áður var það við lát „unnustunnar". Sannleikurinn í málinu er þessi: Þeir bræður, Þorsteinn og Ingi- mundur munu hafa gist heimili hjónanna Guðbjargar Sigurðar- dóttur og Ólafs Gíslasonar í Götu- húsum á Eyrarbakka og Ingi- mundur verið þar til heimilis síð- ari hluta ársins 1896. Ólafur Gíslason var bróðir konu Bjarna Pálssonar, organleikara bróður kennara Ingimundar í organleik, og mun það sennilega hafa verið ástæðan fyrir því að hann dvelst á heimili þeirra hjóna. Þá er telpan Kristín aðeins 12 ára. Fædd 23. september 1884. Það þótt ekki við hæfi og þykir ekki enn, að full- orðnir menn, Ingimundur var þá 23 ára, felli hug til 12 ára stúlku- barna, enda mun hér um hugar- fóstur höfundarins að ræða. í umræddri Lesbókargrein, sem er raunar aðalatriðið, þar sem les- endur Lesbókar eru margfallt fleiri en væntanlegir lesendur um- ræddrar bókar, er því haldið fram að Ingimundur hafi fengið bréf austan af Bakka, þangað sem hann dvaldi í verstöð ásamt bróð- ur sínum, suður með sjó. Hann hafi hraðað för sinni austur að Eyrarbakka til að finna „unnustu" sína veika, telpuna, en komið of seint. (Kristín lézt úr taugaveiki árið 1899 aðeins 15 ára að aldri.) Hann hafi síðan orðið eftir hjá ekkjunni sem þá var raunar ekki orðin ekkja. (Ólafur dó úr blóð- eitrun 28. júlí 1898.) Þessir at- burðir eiga hinsvegar að hafa gerst á útmánuðum 1897. Síðan segir í bók Gunnars „leið- réttingunni" að Ingimundur hafi vistast til Guðbjargar sumarið 1898, eftir að hún var orðin ekkja. Við athugun kemur í ljós að Ingi- mundur hefir hvorki heimilisfang í Götuhúsum, eða annars staðar á Eyrarbakka, fyrr en árið 1901 að hann kvæntist Guðbjörgu. (Hús- vitjunarb. Stokkseyrarsóknar.) Til að gera hlut þessarar konu sem minnstan segir Gunnar að Ingimundur „hafi lent á ekkjunni og gifst henni". Gæti ekki alveg eins verið að konan hafi setið uppi með, eins og stundum er komist að orði, þennan lánlitla 28 ára gamla . mann. Almannarómurinn var óvæginn á þessum tímum. Rétt er þó að gera ráð fyrir að þetta hafi gerst með eðlilegum hætti. Trú- lega hefir þetta hjónaband ekki fært henni mikla gæfu og honum kannski ekki heldur. Guðbjörg var efnuð kona á þeirrar tíðar mæli- kvarða og því eftirsótt kvonfang. Þorsteinn Kjarval segir í æfi- sögu sinni: „Það var um töluverða fjármuni að ræða fyrir Ingimund bróður. Nokkrar þúsundir voru töluverðir peningar þá.“ Þessu sleppir Gunnar. Hinsvegar er full vissa fyrir því að í sambúðinni við Ingimund tapaði Guðbjörg öllum eigum sínum. Þótt Gunnar M. Magnúss geti tekið sér „skálaleyfi" er hann yrk- ir eða semur skáldverk er það ekki við hæfi í sagnfræðilegu verki. Hitt er annað mál að það eru fleiri en Gunnar, sem leita í hugar- fylgsnum sínum eða jafnvel í sorptunnum til að búa til söguleg atvik um persónur sínar. Þegar Guðbjörg og Ingimundur fluttu til Reykjavíkur seldi Guðbjörg hús sitt á Eyrarbakka, en keypt var hús við Skólavörðustíg. Og nú „dramatíserar" Gunnar frásögn sína: „Hann var bundinn ráðsettri konu, sem gat verið mamma hans og vildi ráða flestu um þeirra hag. Hann þurfti að púla til þess að sjá heimilinu far- borða. Hann svaf að vísu hjá þess- ari konu, en hún veitti honum ekki þann unað, sem hann þráði. Hann hafði ekki notið ástarinnar með unnustu sinni, sem hvarf á þeim björtu vordögum. Og með hverjum degi sem leið var eitthvað af hug- sjónum hans að fyrirfarast." Þá vitum við það. Síðan segir hann að söguhetja hans hafi: „ ... orðið allur annar maður en hann áður var“. Gunnar segir að Guðbjörg hafi verið ráð- sett kona, en þrátt fyrir það tapar hún öllu sínu í sambúðinni við Ingimund. Hér er alls ekki verið að halla á Ingimund, heldur verið að sýna fram á, hve léttúðarfullir sumir höfundar eru í umgengni við sannleikann og heimildarlaust þvaður veður uppi í „verkurn" þeirra. Ingimundur fiðla hefir sjálfsagt alla tíð Iifað í sínum eigin heimi verulegum og ímynduðum. Hann hefir verið listamaður og sveim- hugi í eðli sínu og við það hafa hvorki hann né aðrir ráðið. Það er ömurlegt til þess að vita, að rit- höfundur á borð við Gunnar M. Magnúss skuli leggja sig niður við rangfærslur í því skyni einu að gera sögu sína læsilegri eða sögu- legri, í þeim eina tilgangi að þókn- ast útgefanda sem gefur út bókina í hagnaðarskyni. Menn eiga ekki að græða peninga á óhróðri um látið fólk. Því miður er Gunnar og útgefandi hans ekki einsdæmi um slíka hluti en engu betra fyrir það. Stjórn Hússtjórnarkennarafélags íslands, talið frá vinstri: Anna Sigurðar- dóttir, gjaldkeri, Gerður II. Jóhannsdóttir, formaður, Sigríður Haraldsdóttir, varaformaður, Asdis Magnúsdóttir, meðstjórnandi, og Elísabet S. Magnús- dóttir, ritari. A myndina vantar Guðnýju Jóhannsdóttur, deildarstjóra, og Hönnu Kjeld, meðstjórnanda. Hússtjórnarkennara- félag Islands stofnað FVRIR nokkru var stofnað Hús- stjórnarkennarafélag íslands en hér á landi eru á þriðja hundrað hús- stjórnarkcnnarar. A sameiginlegum fundi i Félagi hússtjórnarkennara í grunnskólum og Kennarafélaginu Hússtjórn var ákveðið að leggja þessi tvö félög niður, en stofna í staðinn eitt ödugt fagfélag fyrir allt landið. Markmið félagsins eru m.a.: — að gæta hagsmuna félaga sinna og stuðla að aukinni menntun þeirra. — að efla alla fræðslu sem snertir heimilishald. — að taka þátt í norrænni sam- starfsnefnd um hússtjórnar- fræðslu. Þegar hefur fréttabréf félagsins verið sent út til félagsmanna og fram hafa farið umræður um menntun og kjör. Einnig er í und- irbúningi að stofna deildir í hverju fræðsluumdæmi landsins. Fyrirsjáanlegur er mikill kenn- araskortur í hússtjórnargreinum á næstu árum. Eftirspurn eftir kennslu hefur hins vegar aukist gífurlega, sérstaklega á fram- haldsskólastigi. Stjórn félagsins skipa: Gerður H. Jóhannsdóttir, formaður, Sig- ríður Haraldsdóttir, varaformað- ur, Elísabet S. Magnúsdóttir, rit- ari, Anna Sigurðardóttir, gjald- keri, Guðný Jóhannsdóttir, deild- arstjóri, Hanna Kjeld og Ásdís Magnúsdóttir meðstjórnendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.