Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 63 Guðfinnur Jónsson búfræðingur 70 ára 70 ára er í dag Guðfinnur Jóns- son búfræðingur, nú búandi í íbúð sinni að Sogavegi 176 í Reykjavík. Guðfinnur fæddist að Urriða- vatni á Fljótsdalshéraði í Fellna- hreppi, N-Múlasýslu. Móðir Guð- finns hét Oddbjörg Sigfúsdóttir og faðir hans hét Jón Ólafsson. Ólst hann upp að Urriðavatni. 17 ára fer hann í bændaskólann að Hvanneyri. Tók hann fullnaðar- próf með góðum vitnisburði vorið 1932. Veran á Hvanneyri og náms- árin voru Guðfinni mjög gott veganesti út í lífið. Minnist Guð- finnur skólastjórans, Halldórs heitins Vilhjálmssonar, og allra kennaranna með hlýleika og virð- ingu. Vinátta hefir staðið milli þeirra og Guðfinns aila tíð og þá sérlega Guðmundar Jónssonar, síðar skólastjóra að Hvanneyri. Að loknu námi lá leiðin austur aftur. Stundaði hann nú landbún- aðarstörf um árabil, enda áhuga- samur um þau störf, skepnuvinur og glöggur á fé. Arið 1951 breytir Guðfinnur til. Hann heldur til Vestmannaeyja enda tveir bræður hans búsettir þar, Einar, sjúkrahúslæknir, og Guðlaugur, bóndi í Lyngfelli. Guð- finnur var heimilisfastur í Eyjum alla tíð, til 23. janúar 1973, örlaga- nóttina miklu, þegar Eldfellið gaus eimyrju og eyðileggingu yfir Heimaey. Síðan hefir heimili hans verið hér í Reykjavík. 2. mars árið 1952 giftist Guð- finnur Unu Haraldsdóttur, bjuggu þau alla tíð í eigin húsi að Vest- mannabraut 63B í Eyjum. Það hús stendur ennþá og varð ekki gosinu að bráð. Þau eignuðust 4 börn, drengur og stúlka létust í fæðingu. Til Matur er manns- ins megin — ný íslensk matreiðslubók SVART á hvítu hefur gefið út Matur er manns megin, nýja ís- lenska matreiðslubók eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur. Jóhanna hef- ur um skeið skrifað fastan pistil í Helgarpóstinn, um mat og matar- gerðarlist. í frétt frá útgefanda segir m.a. „Þótt víða sé leitað fanga við öflun efnis er allt hráefni í uppskriftirnar fáanlegt í ís- lenskum matvöruverslunum. Heilræði um val og meðferð hráefnisins og matargerðina sjálfa eru óvenju ýtarleg. Matur er mannsins megin, er spennandi og skemmtileg mat- reiðslubók, sérhönnuð fyrir ís- lenska bragðlauka. Bókin er prýdd fjölda lit- mynda." manns komust Jóna Bergljót, gift Guðjóni Jóhannssyni. Stendur heimili þeirra að Strandgötu 9B, Eskifirði. Eiga þau tvær dætur. Halldór Árni, garðyrkjufræðing- ur, heldur hús með föður sínum. Una andaðist á besta aldri að- eins 41 árs, 6. nóvember árið 1966. Var það mikið áfall fyrir Guðfinn og börn þeirra hjóna. í þeim miklu erfiðleikum er fylgdu í kjölfar andláts Unu, sýndi Guðfinnur hvaða mann hann hafði að geyma. Gegndi hann nú bæði móður- og föðurhlutverki með miklum heiðri og sóma. Hélt hann hús sitt ákaf- lega vel og var nærgætinn um þarfir barna sinna. í Eyjum stundaði Guðfinnur erfiðisstörf, bæði hjá Vestmanna- eyjakaupstað um 9 ára skeið og svo hjá Vinnslustöðinni í Eyjum samfellt um 11 ár. Þá voru dag- arnir oft langir, miklar stöður í aflahrotum, þegar unnið var stanzlaust nótt og dag vikurnar út. Guðfinnur er vel af Guði gerð- ur, til sálár og líkama. Aldrei eitr- aði hann líkama sinn með nikotíni eða alkóhóli, bindindismaður hefir hann verið alla tíð. Guðfinnur var alltaf veitandi og ekki þiggjandi, sá hann heimili sínu og börnum mjög vel farborða. Á þessum árum vorum við Guð- finnur nágrannar. Þekkti ég því hagi hans og heimili allnáið. Börn okkar léku sér saman. Aldrei bar skugga milli heimila okkar. Reynsla okkar beggja var sam- stæð í konumissi. Skildum við í rauninni betur hvor annan en annars var unnt. Það vakti undrun mína og aðdáun hverju Guðfinnur fékk áorkað. Gott var til hans að koma, mætti manni hlýja og höfð- ingsskapur, sem ég þakka opin- berlega fyrir mig og mína. Á þess- um árum átti ég nokkrar kindur. Gaman og gagnlegt var að fá Guð- finn í húsin og kynnast þekkingu hans og mati. Enda gegndi hann trúnaðarstarfi fyrir Vestmanna- eyjakaupstað árum saman sem forðagæslumaður. Ennþá er starfsdagur Guðfinns langur, stundvís, trúar og dyggur gengur hann til starfa sinna hjá Seltjarnarneskaupstað, sem hann réðst til nokkru eftir gosið í Eyj- um, eða 14. maí 1973. Það hefir enginn verið svikinn af verkum Guðfinns. Á þessum merkisdegi í lífi Guð- finns eru honum sendar hugheilar hamingjuóskir frá vinum og kunn- ingjum austanlands, úr Eyjum ög héðan frá Faxaflóasvæðinu. Biðj- um við Guðfinni, börnum hans og fjölskyldum blessunar Drottins um ókominn tíma. Einar J. Gíslason Aukið skífa svigrúm með Amarflugi ÁÆTLUNARFLUGIÐ TIL AMSTERDAM, bílaleigubíll eða framhaldsflug til Zurich, opnar ótal leiðir til sjálfstæðra skíðaferða. Pú ferð á eigin vegum, með fjölskyldunni eða í góðum kunningjahópi, velur úr hundruðum gististaða í fimm löndum og kaupir flug, gistingu og e.t.v. bílaleigubíl að auki á hagstæðu heildarverði hjá Arnarflugi. Um leið ertu frjáls í skíðabrekkunum, óháður fyrirfram ákveðinni hópferðadagskrá. Lengd ferðarinnar er frjáls, gistinætur í stórborgunum sjálfsagður viðauki og tilvalið er jafnvel að heimsækja ólík skíðasvæði í sömu ferðinni. Pú hefur þetta einfaldlega eins og þér hentar best. Á söluskrifstofu Arnarflugs eru veittar allar nánari upplýsingar og þar fást bæklingar með öllum upplýsingum um áfanga- og gististaði. Með vali á þeim finnurðu heppi- legasta staðinn fyrir þína fjárhagsáætlun og færð að sjálfsögðu alla aðstoð við skipulagningu í kaupbæti! Verð frá kr. 7.759 Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 Wterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JMtorgiiiiMfifeffe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.