Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Vestmannaeyjar:
Arni, Guðmund-
ur og Kristján
A X X
fara 1 profkjorið
Netaverkstæði BÚH skemmdist í eldi
Kldur kom upp i netaverkstæði Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar, sem er á hafnarsvæðinu, laust fyrir hádegi í gær,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá rannsóknar-
lögreglunni í gær.
Tilkynning um eldinn barst um klukkan 11.20. Tals-
verðar skemmdir urðu á veiðarfærum og einnig
nokkrar á húsinu sjálfu. Til hefur staðið að rífa
húsið, en af því hafði ekki orðið. Eldsupptök eru
ókunn, en málið í rannsókn.
Meðfylgjandi mynd var tekin af skökkvistarfinu um
hádegisbil í gær.
Ljósm. Mbl. KÖE
Ný lög:
Laugardagar telj-
ast ekki orlofsdagar
Fyrsti mánudagur í ágúst verður almennur frídagur
MEÐAL laga sem samþykkt
vóru á síðasta starfsdegi Al-
þingis fyrir jóiahlé var breyting
á orlofslögum, þess efnis, að
laugardagar teljast ekki
orlofsdagar fremur en sunnu-
dagar og aðrir helgidagar. Orlof
skal vera 2 dagar fyrir hvern
unninn mánuð á siðasta orlofs-
ári „og reiknast hálfur mánuð-
ur eða rneira heill mánuður, en
skemmri tími telst ekki með“,
eins og segir í frumvarpsgrein-
inni.
I 2. gr. segir m.a. „Orlof skv.
lögum þessum skal veitt í einu lagi
á tímabilinu frá 2. maí til 15.
semtember". Heimilt skal þó að
semja um skemmra orlof á þessu
tímabili (í kjarasamningum), þó
að lágmarki 14 dagar á sumaror-
lofstimabilinu. „Nú nýtur orlofs-
þegi eigi lengri orlofsréttar en lög
þessi kveða á um, og skal þá sá
hluti orlofsins, sem tekinn er utan
orlofstímabils, lengjast um 1/4, er
orlof er tekið utan orlofstímabils-
ins að ósk vinnuveitanda.
Um orlof í greiðslum segir: „At-
vinnurekandi skal greiða í orlofsfé
10,17% af launum".
Þá var samþykkt hliðarfrum-
varp sem kveður svo á um að „frá
og með árinu 1983 skal fyrsti
mánudagur í ágúst vera fridagur
og skal greiða laun fyrir þann dag
skv. sömu reglum og gilda í kjara-
samningum um aðra almenna frí-
daga“.
í KOSNINGU fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Vestmannaeyj-
um á sunnudaginn hlaut Guð-
mundur Karlsson, 39 atkvæði til
framboðs í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurlandskjördæmi,
Kristján Torfason hlaut 27 at-
kvæði og Arni Johnsen, Asmundur
Friðriksson, og Gísli Geir Guð-
laugsson 21 atkvæði hver, þannig
að kjósa varð á milli þeirra. Þá
fékk Árni 19 atkvæði, Ásmundur
13 og Gísli Geir 11.
í upphafi fundar fulltrúaráðsins
í Vestmannaeyjum kom fram til-
laga frá Sigurgeiri ólafssyni um
það, að frambjóðendur af hálfu
Vestmanneyinga mættu vera 5
eins og prófkjörsreglur heimila.
Fundarstjóri kvaðst ætla að leita
afbrigða um það hvort tillögumað-
ur mætti bera upp tillöguna og var
það fellt með 17 atkvæðum gegn
13, en 13 sátu hjá.
í prófkjörinu er Suðurlands-
kjördæminu skipt í 4 svæði og í
atkvæðagreiðslu á að velja einn af
hverju svæði og númera þá frá
1—4. í Vestur-Skaftafellssýslu
buðu sig fram þrír menn, Björn
Þorláksson bóndi Eyjarhólum,
Einar Kjartansson bóndi Þóris-
holti pg Siggeir Björnsson bóndi
Síðu. í Árnessýslu buðu sig fram
þrír, þeir Brynleifur H. Stein-
grímsson læknir, Selfossi, óli Þ.
Guðbjartsson skólastjóri, Selfossi
og Þorsteinn Pálsson fram:
kvæmdastjóri, Reykjavík. í
Rangárvallasýslu hafa 5 menn
boðið sig fram, Eggert Haukdal
alþingismaður Bergþórshvoli, séra
Framboðsfrestur vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna í Norðurlands-
kjördæmi eystra rann út um helgina.
Sjö menn gefa kost á sér, en reiknað
er með að prófkjörið verði haldið 22.
og 23. janúar næstkomandi.
Þeir sem gefa kost á sér eru:
Látinn er Helgi S. Jónsson í
Keflavík, fyrrum verzlunarmaður
og slökkviliðsstjóri í Keflavík.
Hann var um árabil fréttaritari
Morgunblaðsins. Hann var 72
ára.
Helgi fæddist 21. ágúst 1910 í
Hattardal í Álftafirði, Norður-
ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans
voru Jón Helgi Ásgeirsson
bóndi og trésmiður þar og kona
hans Sigríður Sigurgeirsdóttir.
Helgi fluttist með foreldrum
sínum til Reykjavíkur 1925 og
til Keflavíkur 1934. Hann rak
verzlun í Keflavík 1941-52 og
var síðan við skrifstofustörf
o.fl. til 1958. Varð síðan slökkvi-
liðsstjóri og heilbrigðisfulltrúi
og gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Keflavíkurbæ.
Þá tók Helgi virkan þátt í fé-
lagsmálum og var í stjórnum
margra félaga. Þá samdi Helgi
mörg leikrit, aðallega stutt, til
sýningar á skemmtunum í
Reykjavík og Keflavík, og auk
þess skrifaði hann smásögur og
Halldór Gunnarsson Holti, Jón
Þorgilsson sveitarstjóri, Hellu, Óli
Már Aronsson framkvæmdastjóri,
Hellu og Sigurður Óskarsson
framkvæmdastjóri, Hellu, en full-
trúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Rangárvallasýslu hefur ekki
ákveðið hvaða þrír menn taki þátt
í prófkjörinu.
Svavar B. Magnússon:
Varð við
beiðni
félaganna
„UNDANFARNAR kosningar
hef ég skipað sjötta sæti listans
og fjölmennur fundur í Sjálf-
stæðisflokksfélögunum hér á
Ólafsfirði óskaði eindregið eftir
því að ég gæfi kost á mér í fram-
boð og ég varð við þeirri beiðni,“
sagði Svavar B. Magnússon
framkvæmdastjóri í Ólafsfirði
sem tilkynnt hefur þátttöku í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandi eystra sem fram fer
i janúarmánuði.
Svavar sagði einnig: Þetta er
nú aðalástæðan en ég hef
starfað mikið innan Sjálfstæð-
isflokksins og í félögunum hér
á staðnum og hafa mér þótt
þau mjög áhugaverð og vart
hægt að segja að stjórnmála-
störf séu mér neitt nýmæli
lengur.
Björn Dagbjartsson Reykjavík,
Halldór Blöndal Akureyri, Júlíus
Sólnes Seltjarnarnesi, Lárus
Jónsson Akureyri, Svavar B.
Magnússon Ólafsfirði, Sverrir
Leósson Akureyri og Vigfús Jóns-
son Laxamýri.
greinar í blöð og tímarit.
Eftirlifandi eiginkona Helga
er Þórunn Ólafsdóttur J.A.
kaupmanns Ólafssonar í Kefla-
vík.
Reykjavík:
Fjörutíu
árekstrar á
föstudaginn
FJÖRIJTÍU árekstrar urðu í
Reykjavík sl. Tdstudag, frá klukk-
an 12.30 til 20.00, samkvæmt upp-
lýsingum sem Mbl. fékk hjá lög-
reglunni í Reykjavík í gær.
Talsvert tjón varð í óhöppum
þessum, en enginn slasaðist.
Þetta var ekki „metdagur",
samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar, en þó var höggvið
þar nærri.
Fékk happdrættismiða
með sömu númerum
FYRIR hefur kotnið að undanförnu
að menn hafa fengið „tvöfaidan
skammt" af happdrættismiðum
þeim sem sendir eru með giróseðl-
um, og fólk greiðir í bönkum og
víðar. Mbl. hefur haft spurnir af þvi
að nokkrir aðilar hafa fengið tvo
happdrættisgíróseðla, en báða með
sama númerinu. Kom maður á rit-
stjórn Mbl. með tvo gíróseðla með
sama happadrættisnúmeri og er
meðfylgjandi mynd af þeim.
Samkvæmt heimildum Mbl. og
upplýsingum forsvarsmanns eins
happdrættanna, er um mistök að
ræða hjá Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar, sem felast
í því að vélum þeim og tölvum
sem notast er við, hættir til að
tvítaka þá gíróseðla sem út úr vél-
unum koma. Því sé fátt annað að
gera fyrir þá, sem fá seðla með
sama númeri, en að fleygja öðr-
um.
Forstjóri Cargolux hef-
ur sagt upp starfi sínu
Unnið að endurfjármögnun fyrirtækisins, segir Sigurður Helgason
EINAR Ólafsson, sem gegnt hefur
starfi ('argolux-flugfélagsins allt frá
árinu 1970, hefur nú sagt starfi sínu
lausu, og hefur Svíinn Steen Grod-
enfeldt, sem setið hefur í stjórn
('argolux, tekið við starfi forstjóra.
Að sögn Sigurðar Helgasonar,
forstjóra Flugleiða, sem sæti á í
stjórn Cargolux, en Flugleiðir eiga
25% hlutafjár, er nú unnið að
endurfjármögnun fyrirtækisins,
sem hefur átt við gríðarlega rekstr-
arerfiðleika að stríða. Sigurður
sagði að þau mál myndu væntan-
lega skýrast á næstu dögum og vik-
um.
Á sl. hausti var 150—200 starfs-
mönnum fyrirtækisins sagt upp
störfum vegna samdráttar í starf-
seminni, en aukin samkeppni og al-
mennur samdráttur á markaðnum
eiga þar stærstan hlut.
Stjórn fyrirtækisins hefur nú til
athugunar ýmsa möguleika varð-
andi framtíðarskipulag á rekstri
fyrirtækisins, en samkvæmt upp-
lýsingum Mbl., er helzt rætt um að
leggja eða koma í önnur verkefni
annarri Boeing 747, Júmbóþotu fé-
lagsins, sem engin verkefni eru
fyrir í dag. Síðan hefur verið rætt
um að reka áfram eina Boeing 747,
Júmbóþotu, og tvær DC-8 þotur.
Ef til þessa samdráttar kemur er
fyrirsjáanlegt að segja verður upp
stórum hópi starfsmanna og hefur
í því sambandi verið rætt um
100—150 starfsmenn. Ekkert hefur
þó verið ákveðið í þeim málum.
Helgi S. Jónsson látinn
Sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra:
Sjö gefa kost á
sér í prófkjörið