Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
5
Ný bók um sögu
Sverris konungs
STOFNUN Árna Magnússonar
hefur nýlega gefið út bók um
sögu Sverris konungs Sigurð-
arsonar (d. 1202). Höfundur
bókarinnar er Lárus H. Blön-
dal, fyrrum borgarskjalavörð-
ur. Bókin heitir Um uppruna
Sverris sögu og er ávöxtur
margra ára rannsókna og hef-
ur höfundur áður birt nokkurn
hluta ritgerðar sinnar í afmæl-
isriti Sigurðar Nordals 1951.
Sverris saga er í flokki elstu
konungasagna og hún hefur
— eftir Lárus H.
Blöndal
verið samin á meðan þeir at-
burðir sem þar segir frá voru
enn í fersku minni. Sam-
kvæmt formála sögunnar var
heimildarmaður um upphaf
sögunnar Sverrir konungur
sjálfur, en sá sem ritaði var
Karl Jónsson ábóti í
Þingeyraklaustri (d. 1213). En
þess er og getið þar að fleiri
samtíðarmenn hafi sagt frá.
Höfuðhandrit sögunnar eru
fjögur og er eitt þeirra Flat-
eyjarbók, sem hefur formál-
ann í sérstakri gerð. Ummæli
formála í þessum tveim ger-
ðum eru að sumu leyti óljós og
hafa orðið fræðimönnum
drjúgt umræðuefni frá því
sagan kom fyrst út á prenti
árið 1813. Allt þetta efni hef-
ur Lárus tekið til rækilegrar
endurskoðunar og gerir hér
grein fyrir röksemdum sínum
og niðurstöðum um ýmsa
Lárus H. Blöndal
þætti sögunnar. Bókin er með
nafnaskrá og ensku ágripi,
samtals 220 blaðsíður.
Vela fékk á sig
hnút á Siglufirði
— sjór komst í lestir
VELA, lciffuskip Kíkisskipa, fékk á sig
hnút í mynni Siglufjarðar í fyrrinótt,
moð þeim afleiðingum að þéttilisti í
hliðarlúgu gaf sig og sjór komst í lestir
skipsins. Einnig gaf sig olíurör og
komst olía í hluta af farminum.
Óljóst er hversu mikið tjón hefur
orðið á farmi Velu, og verður tjónið
ekki metið fyrr en skipið kemur til
ísafjarðar, en þangað er það vænt-
anlegt í dag.
Vela sneri til Akureyrar eftir að
hún fékk á sig hnútinn og þangað
kom skipið í gærmorgun. Vegna ills
veðurs á Akureyri komst skipið ekki
að bryggju og hafðist við á Pollinum
þar til um miðjan dag, að tekist
hafði að gera við þéttilistann og olíu-
rörið.
Vela var á leiðinni til Siglufjarðar
frá Húsavík, en þaðan var ferðinni
heitið til ísafjarðar og Reykjavíkur.
Mestur hluti farmsins er kísilgúr,
sem tekinn var á Húsavík.