Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Listræn blaðamennska eftir Helga Sœmundsson Valur Gísiasun & lcikhúsið. Jóhannes Ilelgi tók saman. Arnartak. I’rentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1982. Bækur eins og þessa mætti ef til vill kalla listræna blaðamennsku, en sú íþrótt sem þær krefjast mun varla á færi annarra en skálda og rithöfunda. Þrír menn skara fram úr í slíkri bókagerð nú á dögum hér á landi enda allir skáld: Gylfi Gröndal, Jóhannes Helgi og Matthías Johannessen. Framtak þeirra markast af tilefni einskon- ar blaðamennsku en sver sig í ætt við skáldskap að máli og stíl. Sannast hér ennþá einu sinni að skáldin og rithöfundarnir skrifa undantekningalítið best. Jóhannes Helgi gerir bókarefn- inu þau skil að hann á samtöl við Val Gíslason um ævi hans og list en síðan leikarana Helgu Back- mann, Helga Skúlason, Klemenz Jónsson og Gunnar Eyjólfsson um einkenni og áhrif listamannsins. Loks fjallar Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri um Val og gerir grein fyrir sömu atriðum með fræðilegri hætti. Annað efni rits- ins er mikill fjöldi góðra mynda af Val, fjölskyldu hans og mótleikur- um og skrár yfir hlutverk hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, ennfremur leikrit sem Valur hefur leikið í eða leik- stýrt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Hér eru því dregnar saman heim- ildir um þennan Nestor íslenskra leikara, ævi hans og starf. Sennilega verður Val Gíslasyni einna best lýst sem leikara með þeim orðum að hann sé einlægur og heiðarlegur. Við höfum átt fjöl- hæfari og aðsópsmeiri leikara en hann. Samt telst Valur í hópi snjöllustu leikara okkar af því hvað hann er samviskusamur og vandvirkur. Hann er trúr og heill. Mig grunar að enginn af okkar dáðustu og viðurkenndustu leikur- um hafi skilað svokölluðum auka- hlutverkum betur en hann. Raun- ar álít ég að aukahlutverk séu ekki til í leikritum eða aukapersónur í skáldsögum. Eigi að síður má not- ast við þessa hæpnu skilgreiningu eins og tíðkast hefur oft og lengi. Valur Gíslason er svo mikill lista- maður að hann gerir iðulega smátt stórt. Ég gerist hér ekki dómari um list hans, en mér er hann alltaf ógleymanlegur í eftir- töldum hlutverkum til dæmis: Lic- ande majór í Loganum helga, Flanning eftirlitsmaður í Á flótta, Nat Miller í Ég man þá tíð, Cor- vino í Volpone, Panicault í Tópaz, Bárður á Búrfelli í Pilti og stúlku, Don Camillo í Don Camillo og Peppone, riddaraliðsforinginn í Föðurnum, Antrobus í Á ystu nöf, Davies í Húsverðinum, Smith í Sköllóttu söngkonunni, ráðsmað- urinn á Hólum í Galdra-Lofti, Gregory Solomon í Gjaldinu, séra Guðmundur í Sjálfstæðu fólki og Jón gamli Skerínef i Húsi skálds- ins. öll þessi hlutverk túlkaði Vahir Gíslason og Helga Valtýsdóttir í hlutverkum sínum í „Gísl“ árið 1963. Guðmundur Jakobsson Nú erfleyfan í nmti Guömundur Jakobsaon, sem hef- ur skrifaö þessa bók, er ekki ný- græöingur í þeirri iöju. Hann hefur séö um útgáfu af 5 bindum af „Mennirnir i brúnni" og 4 bindum af „Skipstjóra- og stýrimannatal". Auk þess hefur hann staöiö aö út- gáfu yfir 50 annarra sjómanna- bóka, þýddra og frumsamdra, sem Ægisútgáfan hefur gefiö út. Hann er því í þessum efnum allvel hnút- um kunnugur og meöferö efnisins í þessari bók, ber því ótvírætt vitni. Qj t * ♦ mm vwm K1 Viðtöl við sjómenn gamla tímans Hér eru teknir tali þrir aldraðir skipstjórar: Bessi Bakkmann Gislason 80 ára, fæddur og uppalinn aö Sölva- bakka í Húnavatnssýslu. Hann varsjómaður í 30 ár, stýrimaður eða skipstjóri í 20 ár, en varð að hætta á sjó vegna heilsubrests. Hefur nú í aldarfjórðung rekið myndarlegt fiskverkunarfyrirtæki, með vél- þurrkaðan fisk. Bjarni Andrésson er 85 ára gamall, fæddur í Dagverðarnesi við Breiðafjörð, ólst upp í Hrappsey. Hann var skipstjóri á eigin bátum í 40 ár, en sjómaður í nærfellt hálfa öld. Eyjólfur Gislason er einnig 85 ára, fæddur og uppalinn í Vest- mannaeyjum og stundaði sjó þaðan alla tíð. Hann var skipstjóri í 40 vertíðir og sjómaður yfir 50 ár. Auk þess var hann frækinn „bjarg- maður" eins og títt er um þá Eyjabúa. Gódan daginn! Jóhannes Helgi hann mér svo að sköpun virtist líkast. Valur er einstakur skap- gerðarleikari og sérstæður gam- anleikari í senn. Hann reynir aldr- ei að blekkja öðru vísi en við á, en túlkar hlutverk sín af alúð og nærgætni jafnframt alvöru og skopskyni. Þetta er mikið sagt þegar í hlut á listgrein þar sem óvægilegrar samkeppni gætir og sjálfstraust og geðríki skiptir ærnu máli. En framganga Vals einkennist jafnan af kurteisi og stillingu. Vonandi dettur engum í hug að þessi ummæli séu fagur- gali. Þau eru sannleikur sem alls ekki má liggja í láginni. Og sigur Vals er eigi hvað síst frábær vegna þess að hann hefur orðið sá leikari sem hann er af sjálfsnámi, samstarfi við leikstjóra og mót- leikara og þrotlausri vinnu þar sem jafnvægi og samræmi ráða úrslitum, en ekki af skólagöngu og prófeinkunnum sem nú verður sjaldan komist af án. Jóhannes Helgi ritar bók þessa af skemmtilegri íþrótt. Þó er víð- ast stiklað á stóru, og höfundur temur sér varfærni og hófsemi. Samt leynir sér hvergi aðdáun hans á Val Gíslasyni og list hans. Svo er og um samstarfsfólk Vals úr leikhúsunum sem hér ber lista- manninum vitni. Þar eru einkenni og áhrif rakin þannig að lesandi fær skýra heildarmynd af leikar- anum og manninum Val Gíslasyni. Þess er meira að segja getið að hann hafi haft nokkuð fyrir þeim árangri sem hann náði. Af því verður naumast ofsagt. Unninn sigur í sérhverri listgrein og raun- ar sérhverju vandasömu starfi er árangur af vinnustundum og and- vökunóttum sem aldrei komast inn í neitt bókhald. Og það á víst einkum við um þá er skemmta og gleðja með list sinni. Jóhannes Helgi tileinkar verk þetta að sínum hluta Baldri sál- uga Eyþórssyni, prentsmiðju- stjóra í Odda, en Valur Gíslason sinn þátt minningu vina sinna og félaga, Indriða Waage og Brynj- ólfs Jóhannessonar, sem fyrstir leiddu hann og studdu á leiklist- arbrautinni. Bókin lofar líka á sinn hátt þessa ágætu menn og sannar ræktarsemi og drengskap höfundanna beggja. Sagan af bláa gítarnum í mál- verki Picasso er höfð eftir Gylfa Þ. Gíslason í bókinni um Val. Hún er umhugsunarverð. Táknið sem Pic- asso notaði þar er naðusynlegt í allri sannri list svo að hún rísi hátt yfir fábreytileikann og eigi erindi við gáfað og tilfinningaríkt fólk. Þetta tákn er yfirlætislaus en brosandi maður í dagfari og túlk- un Vals Gíslasonar. Það gegnir þar sama hlutverki og blái gítar- inn í málverki spænska meistar- ans. Hins vegar er því vandlýst nema önnur snilli komi til eins og í ljóði ameríska skáldsins er lið- sinnti Picasso þessum orðum: They say you play the blue j'uitar. Why don’t you play thinjjs as they are? And I reply: Things as they are, are changed upon the blue guitar. Greinarkorn þetta er enginn rit- dómur. Mig langaði aðeins að koma á framfæri þakklæti mínu við Jóhannes Helga og Val Gísla- son af þessu tilefni og minna á prýðilega bók. Helgi Sæmundsson Frá afhendingu tækjanna. Borgarspítalanum færðar góðar gjafir Á SL. ári gaf félagsskapurinn Svöl- urnar endurhæfingadeild Borgar- spítalans tækjasamstæðu, sem býður upp á tjáningu og umhverfisstjórnun fyrir mjög hreyfihamlaða einstakl- inga. Um var að ræða grunneiningu tækjasamstæðu. Nú hefur Lions- klúbburinn Njörður ásamt nokkrum öðrum vclunnurum endurhæfinga- deildarinnar gefið deildinni viðbót- arbúnað, sem eykur notagildi tækja- samstæðunnar mjög svo verulega. Hér er um að ræða fleiri tegundir móttakara (með geislum, hljóði og hreyfingum), en sá móttakari sem deildin hefur átt hefur þrýstipúða, sem hefur numið þrýsting, þegar ýtt er á hann. Ennfremur má nefna stórt leturborð, sem eingöngu er ætl- að til notkunar með því tölvukerfi, sem fyrir er og umhverfisstjórnun artæki með 10 stöðvum þannig að unnt er að kveikja og slökkva á mis- munandi tækjum í umhverfinu svo sem sjónvarpi, útvarpi og Ijósum. Þeir sem koma til með að hafa mest not af tækjunum eru veru- lega hreyfihamlaðir og talskertir einstaklingar, bæði fjölfötuð börn og fólk er orðið hefur fyrir alvar- legum sjúkdómum og slysum. Málskertir einstaklingar geta t.d. myndað orð og setningar og átt tjáskipti við umhverfið á sjón- varpsskermi. Verulega hreyfi- hamlaðir geta notað búnaðinn til að létta sér tilveruna og taka þátt í því sem gerist í umhverfinu. Þörfin fyrir búnaðinn hefur ver- ið brýn. Tilfinnanlega hefur vant- að þessa viðbót við þá tækja- samstæðu, sem til var til þess að geta sinnt ákveðnum hópi sjúkl- inga. Iðjuþjálfar endurhæfinga- deildarinnar munu vinna við tæk- in. Auk ofannefndrar gjafar af- hentu Lionsmenn í Nirði endur- hæfingadeildinni í dag svokallað- an göngustól. Hann kemur að góð- um notum fyrir sérstakan hóp hreyfihamlaðra. Sjúkraþjálfarar deildarinnar munu sjá um þá notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.