Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 19

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 19 Stuðmannamyndin Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson Eitt af alvarlcgri atriðum myndarinnar. Egill Ólafsson og Tinna Gunn- laugsdóttir um borð um skemmtiferðaskipi. STUÐMANNAMYNDIN Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson Kvikmyndataka: Iíave Bridges Hljóð: Júlíus Agnarsson og Gunnar Smári Helgason Leikmynd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Leikbúningar: Dóra Einarsdóttir Leikmunavarsla: Þorgeir Gunnarsson Aðstoðarleikstjóri: Tinna Gunnlaugsdóttir Stuðmenn nefna fyrstu kvik- mynd sína Með allt á hreinu. Þessi kvikmynd hefur verið rækilega kynnt sem gamanmynd sem „... henti næstum allri fjöl- skyldunni". Að vissu marki stenst þessi fullyrðing. En á það ber að líta að efnisþráður þess- arar myndar er næsta tragískur. Frá því Kristinn Styrkársson Proppé, söngvari í Stuðmönnum, og Harpa Sjöfn, söngkona í Gær- unum, slíta samvistum, er stöð- ugur þveitingur þessara tveggja hljómsveita um sveitir landsins við misjafnar undirtektir lands- lýðs. Má eiginlega segja að þarna greini áhorfandinn í hnotskurn raunasögu íslenskra popphljómsveita sem verða að láta sér nægja að troða upp í félagsheimilum misvel búnum, en áheyrendur velflestir orðnir heyrnarlausir sökum ofurölvun- ar — áður en ballið byrjar. Og loksins þegar rofar til og heims- frægðin blasir við er aðeins um símagabb að ræða. Hvort Stuðmenn eru að gera hér upp eigin sakir skal ósagt látið en einhvern veginn fannst mér mega greina bak við ólíkindalæt- in vissa eftirsjá eftir þeim tíma er heimsfrægðin leyndist bakvið næsta horn. Nú eru Stuðmenn velflestir orðnir stútungar með drauma æskunnar að baki nema einn sem ekki hefir gefist upp, enda búsettur í Hollywood. „Bravó" Jakob Magnússon. En ekki orð meira um hina tragísku hlið Stuðmannamynd- arinnar, víkjum að húmornum. Eins og áður sagði ber töluvert á ólikindalátum í myndinni, svo mjög að jafnvel má líta svo á að þegar alvaran er hvað mest þá beri áhorfandanum að hlæja hæst. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að áhorfandinn átti sig á hvenær Stuðmenn séu að gantast og hvenær ekki. Ef hann hefir hins vegar náð þeim þroska að lita á lífið sem einn allsherjar brandara þá getur hann vafa- laust velst um þá stund er Með allt á hreinu ber fyrir á tjaldinu. Ég hef því miður ekki átt þess kost að alast upp innan raða Stuðmanna og hefi því dálítið aðra sýn á lífið. Ég hló því ekki ætíð þegar mér bar að hlæja samkvæmt Stuðmannaformúl- unni, hinsvegar hló náunginn í sætinu fyrir aftan mig óaf- látanlega alla myndina í gegn og telst þar með væntanlega inn- vígður Stuðmaður. En Stuðmenn nálgast ekki bara áhorfendur eins og hirðfífl hirðina með ólíkindalátum, þeir bregða og fyrir sig kómískum tilburðum af hefðbundnara tagi. Gott dæmi um kómíska tilburði er að finna í skyggnilýsingar- þætti Eggerts Þorleifssonar. Féll Eggert svo meistaralega í trans að frumsýningargestir klöppuðu óspart (við skulum vona að Stuðmenn hafi skotið það sterkum rótum i þjóðlífi okkar um næstu aldamót að þá klappi bíógestir fyrir alvarleg- ustu tiltektum þeirra). Fleiri dæmi mætti sjálfsagt tína til þar sem hláturtaugar áhorfand- ans eru kitlaðar á hefðbundinn hátt, en hér er sjón sögu ríkari. Nú vona ég bara að lesandinn skilji ekki orð mín svo að kvik- mynd Stuðmanna Með allt á hreinu sé mynd þar sem stöðugt skiptast á kómísk og tragikóm- ísk atriði. Slík uppbygging er næsta vafasöm, sérstaklega þeg- ar ætlast er til að áhorfandinn hlægi allan tímann. Eins og allir vita eru Stuðmenn fyrst og fremst tónlistarmenn. Þannig tengja þeir atburðina í myndinni næsta fimlega saman með músik sem músikfróður vinur minn, er ég kvaddi mér til ráðuneytis, tjá- ir mér að sé fyrsta flokks. Þá má ekki gleyma því að Grýlurnar koma hér fram til jafns við Stuðmenn, en þessar ágætu tón- listarkonur eru fyililega jafnok- ar erlendra kynsystra að því mér var tjáð. Ekki spillir að hljóð- upptakan og hljóðblöndunin er með ágætum. Minnist ég reynd- ar ekki að hafa hlýtt á jafn vandaða hljóðupptöku fyrr í ís- lenskri kvikmynd. Hljóðupp- tökumennirnir Július Agnarsson og Gunnar Smári Helgason eru greinilega með allt á hreinu í þessu efni. Hvað öðrum tækni- legum þáttum viðkemur virðist mér kvikmyndatökumaðurinn „Davíð frá Brú“, leikmynda- hönnuðurinn Anna Th. Rögn- valdsdóttir og leikbúningahönn- uðurinn Dóra Einarsdóttir sömuleiðis vera með allt á hreinu — svo mjög að stundum fannst manni að snilldina vant- aði. En þótt tæknilegir þættir séu á hreinu er ekki leikurinn ætið til fyrirmyndar. Stuðmenn, sér- staklega Égill Ólafsson, Valgeir og Jakob, sýna viss tilþrif að ég tali nú ekki um Eggert Þorleifs- son sem virðist fæddur sprelli- karl, en afskaplega er leikur stúlknanna veikur ef undan er skilin Ragnhildur Gísladóttir, Tinna og Anna Björns, sem eru lausar við vandræðalegt handa- pat og annað slíkt sem fylgir áhugaleikmönnum gjarnan. Flosi er þarna í hlutverki Þórðar barnakennara og ferst það vel úr hendi. Annars skiptir leikurinn ekki svo miklu máli i þessari mynd heldur sá alvörulausi andi sem svífur yfir vötnunum og gerði það að verkum að undirritaður var mun léttstígari er hann kom út af myndinni en þegar hann fór inn í bíóhúsið. Það var ein- hvernveginn einsog maður hefði allt á hreinu þegar komið var út í kófið og vetrarríkið og ég skellihló að fjögurfréttunum í útvarpinu í fyrsta skipti í mörg ár — samt er ég ekki Stuðmaður. Hver veit nema maður öðlist þann þroska. Sumir segja reynd- ar að menn verði ekki Stuðmenn fyrr en komið sé á elliheimilið. Ég óska Ágústi Guðmundssyni til hamingju með að hafa náð þroska svo fljótt sem Með allt á hreinu ber vitni um. Hvort áhorfendur taka jafn fljótt við sér verður tíminn að leiða í ljós. Mikið rit um merkan mann í ritdómi um bókina segir Guömundur Daníelsson rithöfundur svo í blaöinu Suðurlandi 11. desember sl.: „Þessi bók er ekki aðeins saga Ingólfs á Hellu og fjölskyldu hans, heldur stjórnmálasaga landsins marga áratugi, saga gerbyltinga á flestum sviðum. Bókin er mikils- háttar verk um atgerfismann." í ritdómi í Morgunblaöinu 18. des- ember segir Erlendur Jónsson meöal annars: „Meginkostur þessarar bókar er að mínum dómi sá, hversu grannt er farið ofan í saumana á íslensk- um stjórnmálum allan þann tíma frá því er sögumaður tók að fylgj- ast með og þar til þessum hluta endurminninganna lýkur. Ingólfur á Hellu er, eins og Páll Líndal segir í formála, „maður sem hófst af sjálfum sér til æðstu metorða fyrir skarpa greind, óvéfengjanlegt raunsæi, ótvíræöan dugnað og mikla ósérplægni." Páíi Lindal Ingólfur ^ I T . tt . , a tiellu Bókin um Ingólf á Hellu er tvímœla- laust ein athyglis- verðasta bókin sem út hefur komið fyrir þessi jól. I bókinni segir einn mesti stjórnmála- skörungur þessarar aldar frá mönnum og málefnum af hispursleysi og sanngirni. Barónsstíg 18,101 Reykjavík. Sími: 1 88 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.