Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Italía:
Hvatti Samstöðu til að
stofna vopnaðar sveitir
— til að gefa pólska hernum ástæðu til valdatöku
Mvnd þessi sýnir hvar
nýveriA, en hann lenti í
inni, eAa sextán manns
Mannbjörg
skipverja er bjargað frá borði fiskibáts frá Taiwan
hrakningum við strendur Nýja Sjálands. Allri áhöfn-
var bjargað.
OPEC samþykkja
óbreytt olíuverð
Vín, 20. dt*semb«*r. Al*.
SAMÞYKKT var á ráðherrafundi
Opec-ríkjanna í dag að halda oliuverð-
inu óbreyttu á næsta ári og ennfremur
að auka olíuframleiðsluna um eina
milljón tunna á dag. Samkomulag
tókst hins vegar ekki um markaðs-
skiptinguna og er það talið geta orðið
mjög afdrifaríkt fyrir samtökin.
Ákveðið var, að olíuverðið yrði 34
dalir fyrir tunnuna á næsta ári eins
og verið hefur að undanförnu og að
hámarksframleiðsla yrði 18,5 millj-
ónir tunna á dag. Ekki náðist þó
samstaöa um það meginmál, sem er
hlutdeild ríkjanna á markaðnum,
mál, sem sérfræðingar segja að geti
skipt sköpum fyrir framtíð Opec. ír-
anir krefjast meiri markaðar sér til
handa á kostnað Saudi-Araba og
höfðu boðað til blaðamannafundar
um það mál seinna í dag.
Sem stendur framleiða Opec-ríkin
19,5 milljónir tunna á dag en fullvíst
er talið, að framleiðslan muni drag-
ast saman vegna enn minnkandi eft-
irspurnar á næsta ári.
Kóm, 20. desember. Al\
LUIGI Scricciolo, háttsettur
starfsmaöur ítalska verka-
lýössambandsins UIL, sem
játað hefur á sig njósnir fyrir
Búlgara, hvatti margsinnis
leiötoga Samstööu til að
koma á fót vopnuðum sveit-
um verkamanna í pólskum
verksmiðjum að því er segir í
fréttum frá Róm. Það gerði
hann til aö gefa pólska
kommúnistaflokknum og
hernum tyliiástæðu til að
lýsa yfir herlögum í landinu.
Scricciolo hafði náið samband
við ýmsa leiðtoga Samstöðu enda
báru Pólverjarnir mikið traust til
ítölsku verkalýðshreyfingarinnar.
Scricciolo var hins vegar ekki að-
eins á snærum Búlgara heldur
pólskra kommúnista einnig og það
var ekki síst fyrir hans sök, að
herinn var fljótur að hafa uppi á
forystumönnum Samstöðu eftir að
herlögum hafði verið komið á.
Scricciolo hóf störf hjá verka-
lýðssambandinu UIL árið 1979 en
þegar árið 1976 var hann kominn á
launaskrá hjá búlgörsku leyni-
þjónustunni. ítalska lögreglan tel-
ur, að Búlgarar hafi staðið fyrir
fjórum meiriháttar tilraunum til
að grafa undan ítölsku samfélagi
og er nú t.d. verið að rannsaka
Niðurstaða alþjóðadómstóls í Frakklandi:
Brenndir lifandi
af sovézku herliði
l'arís, 20. dcscmber. Al\
ALÞJOOLKGIJR mannréuinda-
dómstóll, sem skipaður er kunnum
lögfræðingum, sagnfræðingum og
vísindamönnum, hélt því fram í dag,
að 115 íbúar þorps eins í Afganistan
hefðu verið brenndir lifandi af sov-
ézku herliði í september sl. For-
dæmdi dómstóllinn Sovétríkin fyrir
„brot á þeim lagareglum, sem viður-
kenndar væru i styrjöldum".
Dómstóll þessi, sem skipaður er
mönnum frá Frakklandi, Júgóslav-
íu, Bandarikjunum, Japan, Italíu
og fleiri löndum, komst einnig að
þeirri niðurstöðu, að „fullkomin
sönnun“ væri fengin fyrir því að
Sovétríkin hefðu beitt pyndingum
og eiturefnavopnum í herferð
þeirra gegn uppreisnarmönnum í
Afganistan. Að loknum vitna-
leiðslum, sem stóðu í eina viku,
skoraði dómstóllinn á þjóðir heims
að sameinast um afdráttarlausar
aðgerðir til þess að sannleikurinn
um efnahernað Sovétríkjanna
kæmi fram.
I skýrslu dómstólsins er m.a.
skírskotað til frásagnar
læknastúdents eins, Farida Ahma-
di, frá Afganistan af vist hennar
sem fanga í Kabúl, höfuðborg Afg-
anistans frá apríl til septem-
bermánaðar sl. Sagði hún svo frá,
að hún hefði verið pynduð með raf-
straumi, komið var í veg fyrir, að
hún gæti sofið langtímum saman
og m.a. var hún neydd til þess að
standa kyrr í sömu sporum í 15
daga. Þá kvaðst hún einnig hafa
orðið vitni að pyndingum margra
annarra fanga.
Dómstóllinn ásakar Sovétríkin
ennfremur um að taka fanga af lífi
án dóms og laga það er án nokk-
urra réttarhalda yfir þeim. Og í
hópi þeirra, sem þannig hafi verið
teknir af lífi, séu jafnt særðir
menn sem konur og börn.
Dómstóll þessi hefur áður haldið
réttarhöld vegna Afganistans í
maímánuði 1981 og fóru þau fram í
Stokkhólmi í Svíþjóð. Dómstóllinn,
sem einnig hefur rannsakað
mannréttindabrot í löndum eins og
E1 Salvador, kveðst koma í stað al-
þjóðadómstóls þess, sem kenndur
er við brezka heimspekinginn
Bertrand Russel og komið var á fót
á árunum eftir 1950.
ýmis atvik í sambandi við ránið og
morðið á Aldo Moro, fyrrum for-
sætisráðherra, árið 1978. Leikur
grunur á, að Scricciolo og Búlgar-
ar hafi einnig þar haft nokkra
hönd í bagga.
Á Ítalíu gerast þær raddir nú
háværari með degi hverjum, sem
krefjast þess, að stjórnmálasam-
band verði rofið við Búlgaríu. Bar
það mál á góma á dögunum þegar
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, var í Róm til viðræðna
við ítalska ráðamenn. Er Shultz
sagður hafa hvatt til varkárni og
að ekki yrði gripið til slíkra að-
gerða fyrr en órækar sannanir
lægju fyrir.
Flóttamannastofnun SÞ:
Poul Hartling
endurkjörinn
Sameinuðu þjóðunum, 20. desembcr. AP.
POUL S. Hartling hefur ver-
id endurkjörinn yfirmaður
flóttamannastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna fyrir næsta
kjörtímabil, eða næstu þrjú
ár.
Hartling hafði áður lýst því yfir
að hann væri reiðubúinn að sitja
annað kjörtímabil, sem venjulega
er fimm ár, en var nú stytt niður í
þrjú ár. Talið er að mikinn þátt
eigi í þessari ákvörðun aðalritar-
ans, að Hartling er orðinn 68 ára
gamall, en einnig mun vera vax-
andi óeining meðal fulltrúa Evr-
ópu og Afríku.
Flóttamannastofnuninni var
sem kunnugt er úthlutað friðar-
verðlaunum Nóbels fyrir árið
1981, og umsvif hennar hafa auk-
ist gífurlega undanfarna tvo ára-
tugi. Til marks um það má nefna,
að starfsmönnum stofnunarinnar
hefur fjölgað úr 150 í 1500 undan-
farin tuttugu ár.
Hartling hefur hlotið mikið lof
stjórnarerindreka fyrir leikni sína
Danskur sendi-
herra í Páfagarði
— sá fyrsti í meira en 400 ár
Poul S. Hartling, yfirmaður flótta-
mannastofnunar SÞ.
og hæfileika í starfi og hafa sér-
staklega verið nefnd í þvt sam-
bandi vandamál kambódískra
flóttamanna við landamæri Thai-
lands.
Vatíkaninu, 20. de.sember. AP.
JÓHANNES Páll páfi II tók á laug-
ardag við trúnaðarbréfi frá fyrsta
danska sendiherranum í Páfagarði í
meira en fjögur hundruð ár.
„Þetta er söguleg stund," sagði
páfi við sendiherrann, Erik
Thrane, við afhendinguna, en
Danmörk, Svíþjóð og Noregur
komu að nýju á stjórnmálalegum
tengslum við Páfagarð í ágúst síð-
astliðnum. Allar þessar þjóðir
riftu tengsl sín við Páfagarð með-
Á níAnntíntlim otAA
Félagí ( M ) aSSnumæ
MATTHIASAR JOHANNESSEN
í þessari bók, Félagi orð, eru greinar, samlöl og Ijóð frá ýmsum
tímum sem höfundur hefur nú safnað saman í eina bók. Suml af
þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. í bókinni eru
greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirlar frisagnir
af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Rostropovits,
sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu
sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamcnn
koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um
verkið: Af mönnum og málefnum, Undir „smisjá hugans" (af
Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils ((iuðmundssonar fyrrum
alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sínum tíma), Andóf og
öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt Ijóð Matthías-
ar sem tengjast efni b('»karinnar með sérstökum hætti.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTR/ETI 27 — SÍMI 13510