Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
27
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö.
Krafa um þögn
Fyrir áhugamenn um
stjórnmál er sérstakt
rannsóknarefni að kanna
þróunina í málflutningi
stjórnarsinna innan Sjálf-
stæðisflokksins frá því að rík-
isstjórn Gunnars Thoroddsens
var mynduð í andstöðu við
meirihluta þingflokks, mið-
stjórnar og flokksráðs sjálf-
stæðismanna. Á flokksfundum
veturinn 1980 reyndu stjórn-
arsinnar að fá ályktunum
Sjálfstæðisflokksins breytt
sér í hag, en lentu jafnan í
minnihluta. Á landsfundi
haustið 1981 var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta
„að stefna og störf núverandi
ríkisstjórnar séu í ósamræmi
við sjónarmið Sjálfstæðis-
flokksins og efli áhrif þeirra,
sem andvígastir eru þeim
sjónarmiðum". Jafnframt
sagði í ályktun landsfundar-
ins: „Fundurinn lýsir yfir ein-
dreginni andstöðu við ríkis-
stjórnina. Stefna stjórnarinn-
ar og framkvæmd hennar er
bersýnilega ekki í samræmi
við grundvallarhugsjónir ráð-
herra úr röðum sjálf-
stæðismanna. Fundurinn
skorar á þessa ráðherra að
ganga úr ríkisstjórninni og þá
þingmenn flokksins, sem stutt
hafa hana, að láta af þeim
stuðningi. Sjálfstæðisflokkur-
inn getur þá einhuga og sam-
einaður staðið að nýrri stjórn-
armyndun á grundvelli stefnu
sinnar." Þetta var það umboð
sem landsfundur veitti mið-
stjórn og öðrum forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins.
Þessu umboði var á engan
hátt breytt á flokksráðs- og
formannaráðstefnu sjálfstæð-
ismanna, sem haldin var í
byrjun þessa mánaðar. Þvert á
móti segir í ályktun þess fund-
ar, sem samþykkt var sam-
hljóða: „Ríkisstjórnin hefur
misst öll tök á efnahagsmálum
þjóðarinnar og skortir starf-
hæfan meirihluta á Alþingi.
Hún er með öllu ófær um að
leysa þann vanda, sem steðjar
að þjóðinni."
Ástæðan fyrir því að þessar
skýru og eindregnu ályktanir
sjálfstæðismanna um and-
stöðu við ríkisstjórnina eru
rifjaðar upp er sú, að fyrrum
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Jón G. Sólnes, sem að vísu
bauð sig fram á eigin lista og
utan flokka í desember 1979,
krefst þess í nýlega í forystu-
grein í íslendingi ,að „forysta
Sjálfstæðisflokksins" láti af
því sem hann kallar „ófyrir-
leitna" baráttu gegn ríkis-
stjórninni, sem Jóni virðist
fyrst og fremst „byggjast á
persónulegri andúð á einstök-
um ráðherrum og þá alveg sér-
staklega á dr. Gunnari Thor-
oddsen". Og enn segir Jón G.
Sólnes: „... en með þessu
skammsýna og neikvæða at-
hæfi sínu er forysta Sjálfstæð-
isflokksins að viðhalda og
auka sundrunguna innan
flokksins, sem getur haft hin-
ar alvarlegustu afleiðingar."
Kjarninn í grein Jóns er í
rauninni krafa um að Sjálf-
stæðisflokkurinn þegi um
ávirðingar núverandi ríkis-
stjórnar, að öðrum kosti skap-
ist ekki það „andrúmsloft inn-
an flokksins, sem góðu heilli
komst á fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar".
Við þessari kröfu Jóns G.
Sólness um þögn getur forysta
Sjálfstæðisflokksins alls ekki
orðið. Hún starfar í umboði
landsfundar flokksins, sem er
alveg skýrt og ótvírætt. Það er
hrein óbilgirni ef stjórnar-
sinnar innan Sjálfstæðis-
flokksins neita að viðurkenna
stefnumótun flokksins að
þessu leyti eftir allt sem á
undan er gengið og það er að-
för að heilbrigðri skynsemi
stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins ef menn halda að
unnt sé að rökstyðja kröfu um
þögn um ríkisstjórnina með
því að höggva sí og æ í þann
knérunn, að sjálfstæðismenn
hafni ríkisstjórninni ekki
vegna dugleysis hennar heldur
„persónulegrar andúðar" á
einstökum ráðherrum.
Á flokksþingum sjálfstæð-
ismanna hafa stjórnarsinnar
stig af stigi dregið sig í hlé og
hætt að halda uppi vörnum
fyrir axarsköft ríkisstjórnar-
innar. í sumar rituðu þeir Al-
bert Guðmundsson og Eggert
Haukdal forsætisráðherra
bréf og tilkynntu honum, að
þeir væru ekki lengur til þess
búnir að veita stjórninni lið á
Alþingi. Þar með fóru þeir að
vilja landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins, því miður er ekki
enn unnt að segja sömu sögu
um ráðherrana þrjá.
Sé það nú ætlun stjórnar-
sinna að taka til við að ýfa þau
sár, sem mynduðust innan
Sjálfstæðisflokksins við tilurð
þessarar dæmalausu stjórnar,
einmitt þegar hún er að syngja
sitt síðasta og kosningar eru á
næsta leiti er augljóst að þess-
um mönnum er alls ekki
kappsmál að ná þeim sáttum
innan Sjálfstæðisflokksins,
sem þeir þykjast þó alltaf hafa
í huga. Til að lýðræðið verði
ekki skrípaleikur verður
minnihlutinn af og til að
minnsta kosti að líta í eigin
barm og leiða að því hugann,
hvort það geti ekki verið að
meirihlutinn hafi rétt fyrir
sér. Eitt er víst, það verður
ekki þagað um ríkisstjórnina í
næstu kosningabaráttu þótt
stuðningsmenn hennar kjósi
)að helst af eðlilegum ástæð-
um.
Óveðrið um helgina:
Talsverdar skemmdir í Vík í
Mýrdal og undir Eyjafiöllum
ÓVEÐRIÐ sem geisað hefur á landinu undanfarna daga gekk heldur niður í gær víðast hvar.
Veðurstofan spáði því í gær, skömmu áður en Mbl. fór í prentun, að það færi þó ekki að draga
verulega úr veðri fyrr en seinnipartinn í dag. Þá var spáð áframhaldandi norðanátt næsta
sólarhringinn a.m.k.
FÆRÐIN í GÆR OG
FYRIRHUGAÐUR MOKSTUR
Mbl. hafði samband við vegagerð-
ina í gær og fékk upplýsingar um
færð og væntanlegan mokstur. I gær
var ófært um Hellisheiði en hægt var
að komast um Þrengslin. Undir Eyja-
fjöllum var mikið hvassviðri í gærdag
og ófært af þeim sökum. Þó brutust
mjólkurbílar þar um en voru 4 tíma á
leiðinni. Þá var ófært á Suðurlandi í
grennd við Höfn í Hornafirði. Það var
ófært um allt Austurland nema
nokkrir vegir út frá Egilsstöðum.
I gær var fært um Mosfellsheiði á
jeppum pg einnig í Hvalfirði og Borg-
arfirði. Á norðanverðum Vestfjörðum
var hins vegar stórhríð og allir vegir
ófærir. Sama gilti um Norðurland.
Þar var blindhríð og ófært og lítið
hægt að kanna vegi.
Fyrirhugað var að hefja mokstur í
Trilla sökk 1
Neskaupstað
Ne.skaupstað, 20. desember.
AFTAKAVEÐUR vir hér í nótt og fram-
undir hádegi, austan og suðau.stan veó-
urofsi. Skemmdir urðu ekki verulega
miklar utan það að fjögurra tonna triHa
sökk i höfninni og ein gömul boga-
skemma Síldarvinnslunnar eyðilagðist.
Þá fuku þakplötur víða í sveitinni. Má
því segja að við höfum sloppið vel miðað
við veðurofsann.
Snjókoma var hér ekki mikil um
helgina, en ís hlóðst á línur og urðu
miklar rafmagnstruflanir í bænum í
dag. Varastöðvar eru keyrðar á fullu,
en allt kemur fyrir ekki.
Kolófært er yfir Oddsskarðið og
slæm færð var á götum í morgun, en
búið er að ryðja götur núna.
Ásgeir
dag víða um land. Það er alltaf mokað
daglega til Víkur, en austan Víkur og
til Egilsstaða verður mokað samfleytt
fram til jóla. Síðan verða ruddir
fjallvegir á Austfjörðum við fyrsta
tækifæri. Þá var ráðgert að byrja að
moka í dag á Snæfellsnesi og sunnan
Búðardals og halda því verki áfram í
þrjá daga. Þá stendur til að ryðja vegi
vestur í Reykhólasveit og víðar á Suð-
vesturlandi. Einnig var ætlunin að
hefja mokstur á mörgum stöðum á
Norðurlandi, ryðja til Húsavíkur,
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, m.a.
Þessi mokstur mun standa samfleytt
í þrjá daga.
TJÓN AF VÖLDUM
ÓVEÐURSINS
Sem betur fer er ekki vitað um nein
slys á mönnum af völdum veðurofs-
ans undanfarið. Hins vegar urðu tals-
verðar skemmdir á mannvirkjum,
sérstaklega í Vík í Mýrdal og undir
Eyjafjöllum. Þá urðu einnig nokkrar
skemmdir í Mosfellssveit.
Undir Eyjafjöllum brotnuðu 36
rafmagnsstaurar. Þessar skemmdir
hafa valdið rafmagnsleysi víða, en
Mbl. fékk í gær þær upplýsingar hjá
Rafmagnsveitum ríkisins að ef veðrið
skánaði eitthvað ætti að vera komið
rafmagn í sveitirnar þarna í kring um
hádegið í dag.
Miklar skemmdir af völdum óveð-
ursins urðu í Vík í Mýrdal. Rúður
brotnuðu í a.m.k. 15 íbúðarhúsum og í
Víkurskála fóru allar rúðurnar sem
sneru í norður. Þá fuku járnplötur af
tveimur íbúðarhúsum, tveimur iðnað-
arhúsum og plötur fuku af gripa- og
útihúsum víða. Hluti af hlöðu hesta-
mannafélagsins á staðnum fauk til,
svo og tveir skúrar, þar af annar á
rafmagnsstaur og braut hann. Þrír
bílar fuku um koll, tveir þeirra í eigu
félaga í björgunarsveitinni Víkverja,
en félagar í Víkverja hafa unnið
sleitulaust að hjálparstarfi frá því kl.
sjö á sunnudagskvöld.
Símasamband komst á í gærdag í
Vík, en þá var heldur farið að draga
niður í veðurofsanum og vindur hafði
breyst úr fárviðri í hvassviðri. Færð
var ekki afgerandi slæm í Vík, ein-
faldlega vegna þess að snjó festi ekki
á vegum fyrir roki.
Einar Óddsson, sýslumaður, sagði
að skemmdir væru þó alls ekki að
fullu kannaðar í Vík og ekkert væri
farið að meta tjónið. Einar sagði að
meðlimir björgunarsveitarinnar Vík-
verja hefðu fengið 30 útköll á tíma-
bilinu frá kl. átta á sunnudagskvöld
til kl. fjögur um nóttina. „Það var
mikið af járnplötum og öðru lausa-
drasli sem fauk um svæðið," sagði
Einar, „og því augljóst að björgun-
armenn lögðu sig í talsverða hættu
við störf sín.“
Þá sagði Einar að almannavarna-
nefndin í Vík hefði komið saman á
fund í gær og komist að þeirri niður-
stöðu að rétt væri að óska eftir 1.000
kílówatta stöð til að hafa á svæðinu.
Taldi Einar að reynsla undanfarinna
ára hefði sýnt að mikil þörf væri fyrir
stóra vararafstöð í Vík.
Mbl. hafði samband við Þóri Kjart-
ansson, félaga í Víkverja, en hann var
farþegi í einum þeirra bíla sem fuku á
sunnudaginn.
„Við vorum stórum Bens, Unimog,
sem er frá þýska hernum, bill á þriðja
tonn. Við vorum á leiðinni upp að
Víkurskála þegar við fengum á okkur
þennan rosalega vind og bíllinn hent-
ist á hliðina út af veginum og fór eina
og hálfa veltu. Við vorum þrír í bíln-
um og máttum teljast heppnir að
sleppa með skrámur, en bíllinn er
stórskemmdur," sagði Þórir. Hinir
bílarnir tveir sem ultu voru jeppar.
I Mosfellssveit urðu nokkrar smá-
skemmdir, rúðubrot og minniháttar
fok á þakplötum. Mesta tjónið varð
þegar timburhús, langt komið i bygg-
ingu, fauk.
HRAKNINGAR
Það urðu engin slys á mönnum,
eins og áður sagði. Hins vegar lentu
nokkrir í alvarlegum hrakningum,
sérstaklega þó maður frá Djúpavogi
sem þurfti að yfirgefa bifreið sína
skammt frá Svínafelli og skríða með
þjóðveginum þriggja km leið þar til
hann rakst á kyrrstæðan langferða-
bíl, sem hafði orðið að stoppa vegna
blindbyls.
Guðmundur Albertsson, bílstjórinn
á áætlunarbíl Austurleiðar segir svo
frá:
„Við lögðum af stað á laugardags-
morguninn kl. hálf níu úr Reykjavík
og var ferðinni heitið til Hafnar.
Þetta gekk allt ágætlega austur í Vík,
en það skóf talsvert frá Vík til
Klausturs. Við héldum síðan frá
Klaustri til Svínafells og það gekk
vonum framar. En síðan þegar við er-
um komnir 2 km austur fyrir Svína-
fell skellur á blindbylur, svo rosa-
legur að maður sá ekki nokkurn skap-
aðan hlut, ekki fet út úr bílnum. Það
var ekki annað að gera en að bíða og
það gerðum við til kl. sex, hálfsjö um
Káskrúðttfírði, 20. desember.
I ÓVEÐRINU er gekk hér yfir að-
faranótt sunnudags urðu skemmdir
á raflinum, þannig að nú er sveitin
utan við Brimnes í Fáskrúðsfirði og
einnig á Reyðarfjarðarströnd raf-
magnslaus. Tveir staurar brotnuðu í
línunni utan til í Fáskrúðsfirði auk
þess sem línan slitnaði víða.
Á Kolfreyjustað, þar er prest-
setrið, urðu skemmdir á fjárhúsi
sem fauk að einhverjum hluta, en
þar hefur Eiríkur Guðmundsson,
bóndi á Brimnesi II, haft fé und-
anfarin ár. Drápust sex ær en það
sem eftir var af fénu hefur verið
morguninn, en þá snerum við aftur að
Svínafelli. Við höfðum lagt af stað frá
Svínafelli kl. hálfníu á laugardags-
kvöldið og því setið í bílnum í 10—11
tíma. Það var nægur hiti, en ég neita
því ekki að mér og 27 farþegum var
hætt að standa á sama þegar ekkert
var hægt að gera svo lengi.
Það gerðist á meðan við biðum að
maður kom skríðandi að bílnum,
talsvert illa haldinn. Hann hafði.
komist á Skoda-bifreið 3 km austar
en við, en þá höfðu rúðurnar hrein-
lega fokið úr bíl hans og því var ekki
annað að gera fyrir hann en að reyna
að komast fótgangandi til Svínafells.
Það má segja að það hafi verið lán í
óláni að rútan sat föst þarna og hann
losnaði við að þreifa sig áfram 3 km í
viðbót."
Á Mosfellsheiði misstu þrjár
rjúpnaskyttur bíl sinn útaf aðfara-
nótt sunnudagsins. Guðjón Haralds-
son, formaður björgunarsveitarinnar
Kyndils, sagði að mennirnir hefðu
dvalið í bílnum 6—8 tíma áður en
þeim barst hjálp. Mennirnir hlutu þó
engan skaða af.
flutt inn að Brimnesi. Plötur fuku
á íbúðarhúsið og brotnuðu m.a.
rúður í einum glugga.
Truflanir hafa verið á rafmagni
hér í allan dag, en orsakir þess eru
að línan frá Reyðarfirði yfir
Hryggstekk í Skriðdal virðist vera
algerlega úr sambandi, en við
fáum rafmagn núna frá línu sem
liggur yfir Eskifjarðarheiði og
línu sem Iiggur frá Stöðvarfirði,
suðurlínu, auk þess sem dísilstöð-
in er keyrð á fullu.
Mikil ófærð er hér um allt og
hefur kyngt niður miklum snjó.
Albert.
Raflínur skemmast
í Fáskrúðsfirði
Morgunhlaðið/KAX.
Heimsfrumsýning var sl. laugardagskvöld í Bíóhöllinni, en þá sýndi bíóið fyrst allra kvikmyndina „Konungur
grínsins" með Robert de Niro og Jerry Lewis í aðalhlutverkum. Fjölmörgum gestum var sérstaklega boðið til
þessarar viðhafnarsýningar og má sjá hluta gestahópsins á meðfylgjandi mynd.
Linnulaus stórhríð
á Sauðárkróki
SEGJA má að linnulaus norðan
stórhríð hafi geisað hér síðan að-
faranótt sunnudags, svo varla hef-
ur sézt milli húsa. Veðurhæð er
mikil. Snjó festi lítið í fyrstu, en
nú hefur dregið í skafla og ófærð
er víða á götum bæjarins. Lögregl-
an hefur aðstoðað fólk sem hefur
itt í erfíðleikum við að komast
leiðar sinnar.
Að sögn Vegagerðarinnar er
ekki vitað um færð á vegum í
héraðinu, þar sem ekki hefur
gefizt ráðrúm til að kanna
ástandið, en ugglaust er ófærð
mikil. Bílstjórar sem aka pósti
frá Sauðárkróki á sveitabæi í
héraðinu héldu kyrru fyrir í
morgun, og láta þeir þó veður og
ófærð ekki hamla för sinni að
jafnaði.
Áætlunarbíll Norðurleiða frá
Reykjavík komst til Blönduóss
seint í gærkveldi og fór ekki
lengra vegna veðurs. Áætlun-
arvél frá Flugleiðum sem kom
hingað á laugardag er hér enn.
Símabilanir hafa ekki verið telj-
andi, en rafmagnslaust var hér í
bænum af og til í gærkvöldi, og
Siglufírði, 20. desember.
KALT er í ve! flestum húsum í Siglu-
firði í dag vegna bilunar í borholu
hitaveitunnar á Skútudal. Útlit er
fyrir áframhaldandi kulda í húsum,
þar sem taka verður dælu í borhol-
unni upp á yfirborðið vegna bilunar i
dælunni, en það er tafsamt verk og
ekki bætir ófærðin úr. Viðgerðar-
mönnum hefur gengið erfiðlega að
komast inn á Skútudal, en þangað
eru um átta kílómetrar.
Dælan er á 180—190 metra dýpi.
Fengin hefur verið dæla að láni
olli það truflunum, meðal ann-
ars á sjónvarpi. Ekki er vitað til
að slys hafi orðið á fólki í þessu
norðan áhlaupi og um tjón á
mannvirkjum hefur ekki frétzt.
Kári.
frá Akureyri meðan gert verður
við þá sem fyrir er. Þær borholur
sem eftir eru anna engan veginn
hitaþörfinni, og því er útlit fyrir
að hús verði köld í nótt og á morg-
un a.m.k.
Snjór er ekki mikill í bænum
sjálfum, en engar samgöngur hafa
verið hingað frá því á laugardag,
þar sem allar leiðir eru lokaðar.
Hafþór landaði í dag 120 tonnum
af góðum fiski. Er mikil bót að fá
þetta skip hingað.
Matti.
Kalt í húsum í Siglufirði
Hið íslenska bókmenntafélag:
Hafin útgáfa íslensks
bókaflokks um heimspeki
HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG stendur að útgáfu þriggja bóka nú fyrir
jólin. Þær eru: UM ELLINA eftir Cíceró, sem er sautjánda ritið í flokknum
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, SIÐFERÐI OG MANNLEGT EDLI eftir Pál
S. Árdal og BRESKIR TOGARAR OG ÍSLANDSMIÐ 1889—1916 eftir Jón Þ.
Þór. Fyrr á árinu kom út bókin Rætur íslandsklukkunar eftir Eirík Jónsson. Þá
hefur Skírnir, tímarit Hins íslenska bókmenntafélags komið út á árinu.
UM ELLINA eftir Marcús Túllíus
Cíceró er heimspekileg rökræða um
ellina. Hún er lögð í munn Cató hin-
um eldra, sem ræðir við tvo unga
menn um æsku og elli og hvernig
lifa beri lífinu svo menn megi njóta
ellinar sem annarra æviskeiða. Þar
með fjallar bókin um mörg önnur
áleitnustu umhugsunarefni manna,
svo sem dauðann og hvort hann sé
mönnum böl eða blessun.
Um höfundinn segir svo í frétta-
bréfi hins íslenska bókmenntafé-
lags: „Marcus Tullius Cicero var
einn af forustumönnum rómverska
lýðveldisins á síðustu árum þess og
á sinni tíð í mestum metum fyrir
mælsku sína og aðra snilli í mál-
flutningi á þingi og fyrir dómi. Á
síðari öldum er Ciceros þó fremur
minnst fyrir rit sín, en í þeim gerði
hann öllum öðrum höfundum frem-
ur móðurmál sitt, latínu, að því
menntamáli sem hún, og hennar
vegna önnur Evrópumál, hafa verið
síðan. Þetta gerði hann með því að
fjalla á latínu um heimspekileg efni
sem fram á daga hans hafði einung-
is verið skrifað um á grísku. Fyrir
vikið má Cicero heita einn skapari
þess tungutaks sem hefur mótað
evrópskar menntir allt til þesa
dags.“
UM ELLINA er í þýðingu Kjart-
ans Ragnars, en inngang og skýr-
ingar að ritinu skrifar Eyjólfur
Kolbeins.
SIÐFERÐI OG MANNLEGT
EÐLI eftir Pál S. Árdal fjallar um
siðfræði og sálarfræði skotans Dav-
id Hume, en hann er einn mesti
heimspekingur Vesturlanda á síðari
tímum. Á bókarkápu segir meðal
annars að Hume hafi verið fyrstur
manna til að fjalla um mannlegt
siðferði án nokkura tilvísana til
kristinnar trúar eða annarra trú-
arbragða og yfirnáttúrulegra hluta.
Fyrir vikið hafi rit hans markað
einhver mestu tímamót í sögu vest-
rænnar hugsunar og raunar í sögu
mannlegrar hugsunar yfirleitt.
Þá segir einnig á bókarkápu að
höfundur sinni ekki einungis kenn-
ingum Humes í þessu riti sínu, held-
ur hafi hann einnig verið afkasta-
mikill höfundur um siðfræði og
þessa þáttar í ævistarfi hans njóti
verkið ekki síður en lærdóms hans
um Hume. Bók hans sé ekki einung-
is tilraun til að lýsa kenningum
Humes, heldur líka til að vega þær
og meta. Og í leiðinni taki höfundur
afstöðu til ýmissa helstu ágrein-
ingsefna í siðfræði nútimans.
Páll S. Árdal er prófessor í heim-
speki við Queens University í
Kingston Ontario Kanada. Hann
hefur einkum fengist við kenningar
Humes og árið 1966 kom út bók
hans PASSION AND vALUE IN
HUMES TREATISE - ÁSTRÍÐUR
OG VERÐMÆTI í RITGERÐ
HUMES, sem er að sögn löngu við-
urkennd sem eitt merkasta framlag
okkar tíma til aukins og dýpri skiln-
ings á kenningum Humes. Þá hafa
komið út eftir Pál fjöldi ritgerða um
Aðstandendur þeirra rita sem út koma á vegum Hins íslenska bókmenntafélags nú fyrir jólin. Taldir frá vinstri: Eyjólfur
Kolbeins, sem ritar inngang og skýringar að riti Ciceros Um ellina og Kjartan Ragnars sem þýddi það, Páll S. Árdal höfundur
bókarinnar Siðferði og mannlegt eðli, Þorsteinn Gylfason ritstjóri Lærdómsrita bókmenntafélagsins og hins nýja bókaflokks
íslensk heimspeki og Jón Þ. Þór höfundur Breskir togarar og Islandsmið 1889—1916. MorgunbiaAið öi.k.m.
einstök atriði í kenningum Humes,
sem og um ýmis atriði í siðfræði.
Ætlunin er að þetta sé fyrsta ritið
í flokki undir nafninu ÍSLENSK
HEIMSPEKI — Philosophia Island-
ica. Eru tvö næstu ritin í þessum
flokki í undirbúningi og er hið fyrra
þeirra væntanlegt þegar á næsta
ári.
Þriðja bókin sem Hið íslenska
bókmenntafélag gefur út er
BRESKIR TOGARAR OG ÍS-
LANDSMIÐ 1889-1916 eftir Jón Þ.
Þór, sagnfræðing. Þetta er rit í rit-
röðinni safni til sögu íslands. Bókin
skiptist í sjö meginkafla . í upphafi
er greint frá fyrstu tilraunum
breskra sjómanna til botnvörpu-
veiða við íslandsstrendur og færð
rök fyrir því að þær hafi hafist
nokkuð fyrr en áður hefur verið tal-
ið. Síðan er rakin veiðisaga breskra
togara á íslandsmiðum á áður-
greindu tímabili, sagt frá helstu
veiðisvæðum þeirra, aflabrögðum,
aflasamsetningu og greint frá því
hver var hlutur Breta í heildarafla á
Islandsmiðum á þessum árum. Enn
fremur er fjallað um samskipti tog-
aramanna við Islendinga og rakin
saga hins illræmda „tröllafiskirís",
segir meðal annars í fréttabréfi
Hins íslenska bókmentafélags um
efni bókarinnar.
Þar segir einnig, að fjallað sé um
fislkveiðideilur Breta og Islendinga
1895—1916 og að sögn höfundar
ritsins er það kannski ein merkasta
niðurstaða bókarinnar að Danir
sigruðu í þeirri deilu ef eitthvað var,
en ekki Bretar eins og oft hefur ver-
ið talið hingað til. Þá er alllangur
kafli um landhelgisgæslu Dana við
ísland og um fyrstu tilraunir ís-
lendinga til Landhelgisgæslu.
Athugasemd
vegna fréttar um
loðdýraskinn
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Jóni
Ragnari Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenzkra loð-
dýraræktenda vegna fréttar sem höfð er eftir Skúla Skúlasyni í frétt
í Mbl. sl. laugardag:
„I Morgunblaðinu laugardag-
inn 18. desember sl. eru birtar
fréttir af sölu loðskinna á
Norðurlöndunum og hjá Hud-
son Bay í London. Umboðsmað-
ur Hudson Bay, Skúli Skúlason,
segir að 60% blárefaskinna
hafi selzt og 95% skinna af sha-
dow-refum. Þessar upplýsingar
umboðsmannsins stangast al-
gjörlega á við þær upplýsingar
sem Hudson Bay-fyrirtækið
hefur gefið. Samkvæmt upplýs-
ingum fyrirtækisins voru boðin
upp 149.726 blárefaskinn í
flokkunum London Fur Group.
Af þeim seldust 35%, en ekki
65%. Sölutregða var aðallega á
stórum skinnum. Verðlækkun
var 12,5% frá nóvember-upp-
boðinu 1982.
Þá voru boðin upp 22.803
shadow-refaskinn. Af þeim
seldust 60%, en ekki 95%, eins
og haft er eftir umboðsmannin-
um, og er verðlækkun 7,5% frá
nóvember-uppboði í ár. Stór
skinn og ljósir litir seldust
mjög vel að sögn Hudson Bay.
20.300 sovézk blárefaskinn voru
að mestu dregin til baka. Hins
vegar seldust öll silfurrefa-
skinnin (10 þúsund) sem í boði
voru. Pólsku blárefaskinnin
lækkuðu um 15% frá nóvem-
ber-uppboði 1982, en 55% af
55.158 seldust. Þá voru boðin
6.722 shadow-refaskinn frá
Póllandi og seldust 80% þeirra,
en 10% verðlækkun varð á þeim
samanborið við nóvember-
uppboðið í ár. Ekki liggja fyrir
meðalverð frá Hudson Bay-
fyrirtækinu, en varla er ástæða
til að ætla að þau verð sem
Skúli Skúlason nefnir í frétt-
inni séu nær sannleikanum en
tölurnar um söluhlutföll."