Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 48

Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 48
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2) ?EMBER 1982 Y&. Nú var Mabbutt miö herji og skoraði tvö — leikur vel í hvaða stöðu sem er J Ensku meistararnir Liverpool eru nú komnir meö fimm stiga forskot f 1. deíldinni eftir 4—2-sigur á Evrópumeisturum Aston Villa á útivellí á laugardag- inn. Manchester United náöi hins vegar aðeins markalausu jafntefli á útivelli gegn Swansea en held- ur engu að síður öðru sætinu. David Hodgson, Kenny Dalglish og Alan Kennedy komu Liverpool í 3— 0 — og voru þá aöeins 27 mín. liðnar af leiknum. Virtist því allt stefna í mjög auöveldan og örugg- an sigur Liverpool, heimaliðiö var ekkert á þeim buxunum, og Gary Shaw og Peter Withe náöu aö minnka muninn niöur í eitt mark fyrir hlé. Skömmu fyrir leikslok skoraöi lan Rush svo fjóröa mark Liverpool og gulltryggöi sigurinn — hans 16. mark á keppnistíma- bilinu. Áhorfendur á þessum stór- leik voru 34.568. Áhorfendur á Vetch Field fengu ekki að sjá nein mörk, en leikur Swansea og Manchester United var engu aö síður mjög skemmti- legur og vel leikinn. Bæöi liöin fengu góö marktækifæri og heföi leikurinn alveg eins getað endaö 4— 4 eöa 5:5 ef leikmenn heföu nýtt færin sem buöust. United haföi unniö fimm leiki í röö fyrir þennan. Áhorfendur voru 15.748. Nú lék Mabbutt sem miðherji og skoraði tvívegis Þaö verður ekki af Gary Mabb- utt skafið. Venjulega leikur hann sem miövallarspilari meö Totten- ham — á dögunum lék hann sem bakvöröur í landsliði Englands og einhvern tíma sagöi Keith Burk- inshaw, stjóri Spurs, aö miðvarð- arstaöan hentaði honum best. Á laugardaginn lék hann síöan sem miöherji í staö Steve Archi- bald sem er meiddur og skoraöi bæöi mörk liösins. Birmingham haföi ekki unniö leik á útivelli á tímabilinu og engin breyting varð þar á gegn Tottenham á White Hart Lane. Tottenham var í stór- 1. DEILD Liverpool 19 12 4 3 45 17 40 Man. Utd. 19 10 5 4 28 14 35 Nott. Forest 19 11 2 6 33 25 35 Watford 19 10 3 6 37 22 33 Aston Villa 19 10 1 8 30 24 31 West llam IJtd. 19 10 1 8 33 28 31 Coventry 20 9 4 7 25 24 31 WBA 19 9 3 7 31 28 30 Man. (’ity 19 8 4 7 23 26 28 Ipswich 20 7 6 7 32 24 27 Tottenham 19 8 3 8 30 27 27 Everton 19 7 5 7 32 26 26 Southampton 19 74 8 24 32 25 Stoke 19 7 3 9 32 31 24 Notts County 19 7 3 9 24 34 24 Arsenal 19 6 5 8 21 26 23 Swansea 19 64 9 26 30 22 Brighton 19 64 9 19 37 22 Luton 19 48 7 36 43 20 Sunderland 19 4 5 10 24 37 17 Norwich 19 4 5 10 20 33 17 Birmingham 19 38 8 12 29 17 2. DEILD QPR 20 12 4 4 31 17 40 Wolves 19 114 4 36 19 37 Fulham 19 11 3 5 41 27 36 Sheffield Wed. 19 9 5 5 32 22 32 (írimsby Town 19 9 3 7 30 31 30 Leicester 19 9 2 8 35 23 29 I Oldham Athletic 19 78 4 32 24 29 Leeds Utd. 19 78 4 23 18 29 Shrewsbury 19 8 5 6 24 24 29 Barnsley 19 6 8 5 27 25 26 Blackburn 19 75 7 31 30 26 Crystal Palace 19 6 7 6 23 23 25 Carlisle lltd. 19 74 8 38 39 25 ('helsea 19 6 6 7 23 23 24 Newcastle l’td. 19 6 6 7 27 28 24 I ('harlton Athletic 19 73 9 28 39 24 Kotherham 19 57 7 22 30 22 Middlesbrough 19 5 6 8 22 39 21 Bolton 19 4 5 10 19 28 17 Cambridge 20 4511 21 33 17 Burnley 19 4 3 12 27 38 15 Derby County 19 2 9 8 18 30 15 sókn allan tímann en leikmenn Birmingham lögöu alla áherslu á vörnina. Mabbutt skoraöi bæöi mörkin ( síöari hálfleiknum, en bakvöröurinn David Langan minnkaöi muninn fyrir Birmingham er langt var liðiö á leikinn. Áhorf- endur: 20.546. Góðar fréttir berast nú úr her- búöum Tottenham fyrir aðdáendur félagsins — nefnilega þær, aö Osvaldo Ardiles gengur til liös viö félagiö á ny mjög fljótlega. Hann var sem kunnugt er lánaöur til franska liösins Paris St. Germain til eins árs, en hefur aldrei náö aö aölagast aöstæöum nægilega vel. Samkomulag hefur nú tekist á milli liöanna aö hann geti haldiö til Englands á ný enda kappinn sjálf- ur ólmur í þaö. Hann dvelur um jólin í Argentínu en allar líkur eru á því aö fyrsti leikur hans meö Tott- enham eftir Frakklandsdvöiina veröi gegn Southampton 8. janúar. „Þaö yröi stórkostleg jólagjöf aö fá Ossie aftur heim á White Hart Lane,“ sagöi Keith Burkinshaw í samtali viö fréttamann AP áöur en samkomulagiö náöist og ætti hann því aö vera kátur nú. Luton rótburstað Leikmenn Luton voru heldur betur teknir í bakaríiö er þeir sóttu Everton heim á Goodison Park. Bakvörðurinn John Bailey kom Liverpool-liðinu á sporiö eftir 12 mínútur meö sínu fyrsta marki í vetur. Staöan í hálfleik var 2—0 og skoraöi Kevin Sheedy annaö markiö. Terry Curran og Adrian Heath (2) skoruðu svo í síöari hálf- leiknum. Áhorfendur voru 14.982. Cyrelle Regis náöi aö jafna fyrir West Bromwich Albion í fyrri hálf- leiknum eftir aö Danny Wallace haföi tekiö forystu fyrir South- ampton snemma í leiknum. En leikmenn Albion áttu ekkert svar viö þremur mörkum Dýrlinganna i seinni hálfleiknum — David Armstrong, Steve Moran og David Puckett skoruöu þau. 16.896 áhorfendur sáu leikinn. Arsenal steinlá Gary Rowell sá um aö stigin þrjú yröu eftir í Sunderland því hann skoraði öll þrjú mörk liösins er Arsenal var lagt að velli. Vonir Sunderland um aö sleppa viö fall skánuöu viö þennan sigur, en liðið er nú í þriöja neösta sæti. Arsen- al-liöiö þótti mjög slakt í leiknum, sem 11.753 áhorfendur fylgdust meö. Mark Hately skoraöi eitt mark í hvorum hálfleik fyrir Coventry og reyndist þaö nóg til sigurs gegn Stoke. Sigurinn var mjög auðveld- ur og er Coventry nú komiö í sjö- unda sæti deildarinnar. Áhorfend- ur voru 10.065. Mark Andy Ritchie tryggði Brighton jafntefli á Maine Road gegn Man. City og er liðiö ósigraö eftir aö Jimmy Mella tók viö liöinu eftir aö stjórinn var rekinn. Kevin Bond náöi forystu fyrir City á 45. mínútu en mark Ritchie kom á 50. mínútu. Eitthvaö viröast hundarnir í Manchester órólegir, a.m.k. á Maine Road. Viö sögöum frá því um daginn aö hundur heföi hlaupiö inn á völlin í leik City og Birming- ham og tók þá heilar tíu mínútur aö ná honum. Annar hundur kom inn á völlinn nú en hann náöist eftir fjórar mínútur. Áhorfendur voru 20.615. Loks West Ham- sigur á útivelli Eftir sjö útileiki í röö án sigurs náöi West Ham loks þremur stig- um á útivelli. Notts County var lagt aö velli 2—1. Alan Dickins, 18 ára • Gary Mabbutt hefur sýnt aó hann getur leikiö vel í hvaöa stööu sem er á vellinum (nema ef til vill í markinu). Um helgina lék hann sem miðherji í staö Steve Archibald og skoraöi tvö mörk. nýliöi hjá West Ham, hélt upp á daginn meö því aö skora fyrra mark liðsins eftir sex mínútur og David Hunt skoraöi síöan sjálfs- mark níu mínútum seinna. Staöan 2—0 í hálfleik. Nigel Worthington minnkaði muninn fyrir County á 73. minútu og Justin Fashanu, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Notts County, náöi aö koma knettinum í netiö stuttu fyrir leikslok en markiö var ekki dæmt gilt vegna rang- stööu. Áhorfendur voru aöeins 8.457. Eftir tvo tapleiki í röö sigraöi Watford og er liöið nú í fjóröa sæti deildarinnar. Watford haföi tölu- veröa yfirburöi gegn Ipswich og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Ross Jenkins (18. mín.) og Les Taylor (27. mín.) skoruðu fyrir Watford en Paul Mariner gerði eina mark Ipswich níu mínútum fyrir leikslok. Áhorfendur voru 18.048. Steve Hodge skoraöi fyrir Nott- ingham Forest eftir aöeins 22 sek- úndur og haföi enginn leikmaöur Norwich enn komiö viö boltann er hann lá í netinu. Mark þetta reynd- ist hiö eina í leiknum — skemmti- legum leik þar sem bæöi liö börö- ust af miklum krafti. Norwich lék vel en náöi ekki aö brjóta niður þrælsterka vörn Forest. Áhorfend- ur á Carrow Road voru 14.151. Knatt- spyrnu úrslit England ÚRSLIT LEIKJA I I. DEILD: Aston Villa — Liverpool 2—4 Coventry City — Stoke City 2—0 Everton — Luton Town 5—0 Manchester Clty — Brighton 1—1 Norwich City — Nottingham Forest 0—1 Notts County — West llam 1—2 Southampton — West Bromwich 4—1 Sunderland — Arsenal 3—0 Swansea — Manchester lltd. 0—0 Tottenham — Birmingham City 2—1 Watlord — Ipswich Town 2—1 ÚRSLIT LEIKJA f 2. DEILD: Blackb. Kovers — Kotherham lltd. 3—0 Carlisle Htd. — Kulham 3—2 ('harlton Athletic — Barnsley 3—2 ('helsea — Bolton Wanderers 2—1 Derby County — ('rystal Palace I—1 Grimsby Town — Burnley 3—2 Leeds Utd. — Shrewsbury Town 1—1 Leicester City — Oldham Athletic 2—1 Sheffield Wed. — Newcastle lltd. 1—1 Wolverhampton — QI*K 4—0 ('ambridge IJtd. — Middlesbrough 2—0 ÚRSLIT í 3. DEILD: Bradford (’ity — Sheffield lltd. frestað Brentford — Exeter (’ity 4—0 Bristol Rovers — Wrexham 4—0 (’hesterfield — Portsmouth 0—1 Doncaster Rovers — Millwall 2—1 Lincoln (’ity — Bournemouth 9—0 Newport County — Walsall 1 — 1 Plymouth Argyle— (•illingham 2—0 Reading — Huddersfield Town 1 — 1 Wigan Athletic — Oxford Utd. 0—1 Southend Utd. — (’ardiff (’ity 1—2 Orient — Preston 2—1 ÚRSLIT í 4. DEILD: Blackpool — Scunthorpe 3—1 Bury — Bristol City 2—2 Chester — York City 0—1 Hereford Utd. — Northampton Townl—1 Port Vale — Wimbledon 1—0 Rochdale — Aldershot 3—1 Swindon Town — Hartlepool 3—0 (’olchester Utd. — Stockport 3—0 Crewe — Hull City 0—3 Halifax Town — Tranmere Rovers 1—2 Mansfield Town — Torquay Utd. 2—1 Skotland Úrslit leikja í úrvalsdeildinni urðu þessi í Skotlandi: Ihindee — Aberdeen 0-2 Rilmarnock — Celtic 0—4 Morton — Dundee llnited 1-2 Motherwell — Hibernian 0-1 Rangers — St. Mirien 1-0 1. deild: Hamilton — Sl t. Johnstone 1-1 Kaith — ('lydebank 0-3 Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: (’eltic 15 13 1 1 43:16 27 Dundee Unitetl 1 15 104 1 36:11 24 Aberdeen 16 10 3 3 31:13 23 Kangers 15 57 3 25:17 17 Dundee 15 54 6 19:18 14 St. Mirren 16 36 7 17:28 12 Ilibernian 16 27 7 13:23 11 Morton 16 26 8 14:29 10 Motherwell 16 4 1 11 16:35 9 Kilmarnock 16 1 7 8 15:39 9 Juraen Hingsen lofar ... „Eg næ heims- metinu aftur“ Frá Uwe Fibelkorn, fréttamanni Morgunblaðsins í Vestur-Pýskalandi. Júrgen Hingsen, sem varö ann- ar í tugþraut í Evrópumeistara- mótinu í Aþenu í haust, fór ný- lega til Kaliforníu, þar sem hann mun dveljast viö æfingar á næst- unni. „Dailey Thompson hefur æft í San Diego í nokkur ár og ég vil æfa viö sömu aöstæöur og hann,“ sagöi Hingsen. Hann mun stunda æfingar i Santa Barbara þangaö til í apríl, en þá mun hann snúa aftur til Þýskalands og hann er ákveöinn í því aö ná heimsmetinu í tugþraut á ný. í lok október lofaöi kappinn forseta v-þýska frjálsíþróttasam- bandsins, Carl Carstens, í hófi í Bonn aö hann myndi ná metinu á ný: „Herra forseti, ég mun ná heimsmetinu á ný,“ sagöi tug- þrautarkempan. i Kaliforníu er hægt aö æfa bæöi kringlukast og spjótkast á veturna og þetta eru einmitt þær greinar sem Hingsen var ekki ánægöur meö árangur sinn á síöasta keppn- istímabili. „Ég vil ná aö kasta 50 metra í kringlukasti í staö 45.“ Hann vill einnig ná betri árangri í stangarstökki — „Á æfingum hef ég náö aö stökkva fimm metra, þannig ég á aö geta náö því í keppni líka.“ — SH/ UF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.