Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 24
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982
Qlafur G. Einarsson formaður þingfl. sjálfstæðismanna:
Við ríkjandi aðstæður á
þing að koma saman
strax upp úr áramótum
Treystum ekki ríkisstjórninni fyrir rétti til útgáfu bráðabirgðalaga
Stjórnarandstæöingar gagn-
rýndu harðlega, á lokadegi þings
fyrir jólahlé, að ríkisstjórnin
stefndi í langt starfshlé Alþingis,
þrátt fyrir hrýn og aðkallandi
vandamál, en hugðist jafnframt
tryggja sér rétt til útgáfu bráða-
birgðalaga í þinghléi. Þessir
starfshættir væru lítilsvirðing við
þingræðið í landinu, sögðu þeir, og
ekkert hamlaði að þingmenn gætu
komið til starfa eins og aðrir
landsmenn strax upp úr áramótum
í stað 17. janúar, eins og ríkis-
stjórnin vildi. Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra, sagði hins-
vegar að ríkisstjórnin myndi ekki
gefa út bráðabirgðalög í þinghléi
nema brýna nauðsyn bæri til og þá
í sambandi við ákvörðun fisk-
verðs. Ef svo færi yrði haft samráð
við stjórnarandstöðu. Sjávarút-
vegsráðherra hefði þegar ákveðið
að skipa samstarfsnefnd úr öllum
þingflokkum um ákvörðun fisk-
verðs.
Ólafur G. Einarsson, formað-
ur þingflokks sjálfstæðismanna,
sagði m.a. í umræðu um hið
langa þinghlé og tillögu um
heimild til handa ríkisstjórninni
(sem var samþykkt) til að gefa
út bráðabirgðalög:
„Sú staðreynd hefur legið ljós
fyrir síðan í ágústmánuði sl. að
ríkisstjórnin hefði ekki starf-
hæfan meirihluta á Alþingi.
Samt hefur ríkisstjórnin látið
sem ekkert sé og talið sig geta
farið sínu fram án minnsta sam-
ráðs við stjórnarandstöðuna.
Hefur þar verið skákað í því
skjólinu að stjórnin hefði meiri
hluta í sameinuðu þingi, 31 at-
kvæði. Því væri ekki hægt að
fella hana, sem er að sjálfsögðu
rétt. Engu skipti hins vegar,
hvort unnt yrði að koma málum
í gegnum neðri deild. Keppikefl-
ið hefur því verið að sitja áfram
og það raunar miklu lengur en
sætt er. Það má raunar segja, að
með vissum hætti hafi þetta
ekki komið að sök, þar sem
stjórnin hefur ekki haft nein
sérstök mál til að berjast fyrir,
Ólafur G. Einarsson
enda sjálfsagt engin samstaða í
stjórnarliðinu um málatilbúnað.
Það sem að hennar mati var
hvað nauðsynlegast, kjaraskerð-
ing og skattahækkanir, var sett
í bráðabirgðalögin, sem ekki
hafa enn fengið afgreiðslu, enda
ekki lögð fyrir þingið fyrr en
Fjárlög með milljarðar nýkróna „gat“:
Gengið á rétt Alþing-
is sem fjárveitinga-
valds og löggjafa
Óraunhæft fjárlagafrumvarp:
Meiriháttar kaup-
skerðingu þarf til
þess að það standizt
— segir þingflokkur Alþýðuflokksins
- sagði talsmaður
Sjálfstæðisflokks,
Lárus Jónsson
• 1) Fjárlög ársins 1983 eru
óraunhæf sýndaráætlun, sem ber öll
merki þess að ríkisstjórnin, sem að
þeim stendur, hyggst ekki bera
ábyrgð á framkvæmd þeirra.
• 2) Miðað við stefnumörkun í
þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar
fyrir árið 1983 skortir hvorki meira
né minna en milljarð nýkróna til að
endar náist saman.
• 3) Gert er ráð fyrir tekju-
stofnum, sem engin lagaheimild er
enn fyrir, og nú við 3ju afgreiðslu er
tekjuáætlunin enn „teygð um 230
m.kr.“ án raunhæfra forsenda.
• 4) Vegna óraunhæfra verölags-
forsenda, sem fjárlögin byggja á, er
hætt við því að framhald verði á því
gagnrýnisverða framferði fram-
kvæmdavaldsins, að setja sér eigin
„fjárlög" við hlið fjárlagafrumvarps.
Þannig eru slíkar fjárveitingar, fram
hjá fjárlögum og þingheimildum, frá
ársbyrjun til októberloka 1982 kr.
541.808.000.— Ríkisstjórnin gengur
ekki aðeins á rétt löggjafarvaldsins
með freklegri beitingu bráðabirgða-
laga, heldur ekki siður á rétt fjár-
veitingavaldsins með verulegum
aukafjárveitinum utan ramma fjár-
laga.
Þetta vóru helztu efnisatriði í
gagnrýni Lárusar Jónssonar (S),
IArus Jónsson
talsmanns Sjálfstæðisflokksins,
við 3ju umræðu fjárlaga sl. laug-
ardag. Það kom og fram í máli
hans að fjárlagafrumvarpið hefði
hækkað um 285 m.kr. (2,2% ) við
3ju umræðu og yrði því að niður-
stöðu 12 milljarða 975 m.kr.
Lárus sagði að ráðgerður
rekstrarafgangur væri 28 m.kr.
eða 0,2% og ráðgerður greiðslu-
afgangur 10 m.kr. eða 0,07%, en
fjárlögin í heild væru það hrófa-
tildur, bæði að því er varðar verð-
lagsforsendur og önnur atriði, að
taka yrði allar tölulegar niður-
stöður með fyllsta fyrirvara.
KJARTAN Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins, sagði fjárlög ársins
1983 sorglega óraunhæf; gera ráð
fyrir tekjustofnum sem engin laga-
heimild væri fyrir, auk þess sem út-
gjaldahlið væri stórlega vanáætluð.
Hann las í sameinuðu þingi eftirfar-
andi samþykkt þingflokks Alþýðu-
flokksins:
„Við afgreiðslu fjárlaga á und-
anförnum þingum hefur þing-
flokkur Alþýðuflokksins flutt
breytingartillögur um lækkun
ríkisútgjalda, skattalækkanir og
kerfisbreytingar á ríkisbúskapn-
um. Þ.á m. eru tillögur um lækkun
niðurgreiðslna og útflutningsbóta
á landbúnaðarafurðir og sparnað í
starfsemi ýmissa opinberra stofn-
ana. Alþýðuflokkurinn leggur enn
og aftur áherslu á nauðsyn kerf-
isbreytingar í efnahagsmálum og
uppstokkun á fjármálastjórn
ríkisins til að náð verði árangri í
efnahagsstjórn.
Fyrirliggjandi fjárlagafrum-
varp er hins vegar fjarri
raunveruleikanum. Það boðar
enga efnahagsstefnu. Þannig eru
útgjöld áætluð svo lág, að meiri-
háttar kaupskerðingu þarf til að
þau standist. Gert er ráð fyrir
tekjum af sköttum, sem ekki eru
lagaheimildir fyrir.
Efnahagsframvindan er þar á
ofan enn óvissari en nokkru sinni
fyrr. Opinskátt er rætt um meiri-
háttar gengisfellingu um áramót,
þótt kaupskerðingarlög ríkis-
stjórnarinnar, sem öllu áttu að
bjarga, séu enn í fullu gildi.
Öll undirstaða þessa fjárlaga-
frumvarps, bæði tekna- og gjald-
megin, er því reist á sandi blekk-
mánuði eftir að það kom saman.
Þingflokkur sjálfstæð-
ismanna hefur ekki þá reynslu
af þessari ríkisstjórn og sízt að
því er tekur til útgáfu hennar á
bráðabirgðalögum, að hann vilji
treysta henni fyrir því valdi sem
felst í þingfrestun fram í miðjan
janúar. Því er það að við sjálf-
stæðismenn munum greiða at-
kvæði gegn þessari tillögu. Við
þessar aðstæður í þjóðfélaginu
og hér á Alþingi er það skoðun
okkar, að þing ætti að koma
saman þegar eftir áramót eða
þann 3. janúar nk. Með hliðsjón
af því væri óþarft að flytja
frestunartillögu sem þessa.
Yfirlýsing hæstvirts forsætis-
ráherra hér áðan um samráð við
stjórnarandstöðuna og að
bráðabirgðalögin verði ekki gef-
in út nema þá til lausnar á til-
teknum vanda og þá því aðeins
að brýna nauðsyn bæri til, er út
af fyrir sig hin athyglisverðasta.
Eg ætla, að þetta sé í fyrsta sinn
sem slík yfirlýsing er gefin á Al-
þingi. Hún felur í sér síðbúna
yfirlýsingu um gjaldþrot þessar-
ar ríkisstjórnar og viðurkenn-
ingu á því, sem við höfum haldið
fram. Það er einnig athyglis-
vert, að forsætisráherra skuli
lýsa því yfir, að ef bráðabirgða-
lög verða sett, þá verði þau lögð
fyrir alþingið þegar í stað er það
kemur saman að nýju. Þessi yf-
irlýsing er góðra gjalda verð, en
hún vekur upp spurningar um
það, hver það er sem krefur for-
sætisráðherra um að lýsa þessu
yfir. Skyldi einhver stuðn-
ingsmanna stjórnarinnar vera
búinn að fá nóg af því sem áður
hefur gerzt í hliðstæðum mál-
um.“
Kjartan Jóhannsson
inga og óraunsæis. Fjárlög byggð
á fölskum forsendum eru hald-
laus, og afgreiðsla þessa frum-
varps óraunhæf. Breytingartillög-
ur þjóna þá ekki tilgangi. Það sem
þarf eru ný fjárlög. Þingflokkur
Alþýðuflokksins mun því ekki
flytja breytingartillögur við þetta
frumvarp, þóít einstakir þing-
menn hans flytji tillögur um
minniháttar tilfærslur, en flokk-
urinn ítrekar enn nauðsyn ger-
breyttrar efnahagsstefnu."
hljómplata með söngtextum eftirSIGURÐ ÞÓRARINSSON
Norræna félagið vill meö þessari auglýs-
ingu vekja athygli á nýútkominni hljóm-
plötu meö þýddum og frumsömdum söng-
textum eftir Sigurö Þórarinsson, jaröfræö-
ing.
Hljómplata þessi er tengd sjötugsafmæli
Siguröar, 8. janúar á þessu ári. Norræna
félagiö í Reykjavík efndi til dagskrár í Nor-
ræna húsinu 7. febrúar s.l. þar sem ein-
göngu voru fluttir söngtextar eftir Sigurö.
Höföu margir viö orö aö gefa þyrfti söngv-
ana út á hljómplötu og varö þaö aö ráöi. Á
plötunni syngur nokkurnveginn sami hópur
megniö af þeim söngvum sem fluttir voru
og eru flytjendur alls 13 talsins. 14 lög eru
á plötunni.
Útgefandi
NORRÆNA
FÉLAGIO.
Heildtolu •imt 29S7M29544