Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 21.12.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 31 Fjárhagsmál RARIK reka á reiðanum: Áætlaður rekstrarhalli á þessu ári 41,4 milljónir kr. — segir í nefndaráliti um verðjöfnunargjald Fulltrúar sjálf.staðismanna í iðnadarnefnd neðri deildar Al- þingis, Birgir ísl. Gunnarsson og Jósef H. Þorgeirsson, hafa lagt fram svohljóðandi nefndarálit varðandi verðjöfnunargjald á raforku: „Við undirritaðir nefndarmenn erum andvígir verðjöfnunargjaldi af raforku eins og það hefur verið lagt á. Teljum við skattheimtu af raforkusölu orðna meiri en góðu hófi gegnir, en slík skattheimta kemur ekki síst illa við íslenskan iðnað. Raforkukostnaður er mikill þáttur í rekstrarkostnaði margra iðnfyrirtaekja. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart iðnaði annarra landa, sem íslenskur iðnaður þarf að keppa við. Ymis fleiri rök mæla gegn verð- jöfnunargjaldinu, og benda má á að Samband ísl. rafveitna hefur eindregið lagst gegn þessu gjaldi. Gjald þetta hefur verið fram- lengt frá ári til árs, og í hvert sinn sem gjald þetta hefur verið fram- lengt hafa fylgt yfirlýsingar um að leysa eigi fjárhagsvanda Raf- magnsveitna ríkisins á annan hátt, en lítið orðið úr framkvæmd- um. Nú ætti að vera betri grund- völlur til þess en nokkru sinni fyrr, þar sem mjög hefur dregið úr þeim mikla kostnaði, sem fylgt hefur mikilli raforkuframleiðslu með dísilkeyrslu. Lagning orku- flutningslína til Orkubús Vest- fjarða og norður og austur um land hefur breytt fjárhagsstöðu Orkubúsins og RARIK. Þá má og benda á að með samningi ríkis- stjórnarinnar og Landsvirkjunar um yfirtöku Landsvirkjunar á 132 kv stofnlínukerfi landsins (hyggðalínunni) er tryggt að raf- orkuverð verði hið sama á öllum afhendingarstöðum stofnlínukerf- isins um land allt. Við lýsum óánægju okkar yfir því, að fjárhagsmál RARIK hafa verið látin reka á reiðanum. Árið 1979 og 1980 gerði RARIK tillögur um lausn á fjárhagsvanda fyrir- tækisins. Þær tillögur voru tví- þættar: Annars vegar að óarðbær- ar framkvæmdir yrðu kostaðar af ríkissjóði. Hins vegar að gjaldskrá hækkaði í samræmi við verðbólgu. Á fjárlögum áranna 1979, 1980 og 1981 lagði ríkissjóður ríflega til óarðbærra (félagslegra) fram- kvæmda RARIK. Hins vegar vant- ar verulega upp á í fjárlögum 1982 og í fjárlagafrv. ársins 1983. 1980 og 1981 voru hækkanir á gjaldskrá undir verðbólgu, en nú hefur verið bætt úr því, þó að enn sé óleystur sá halli sem verið hefur í fyrir- tækinu undanfarin ár. Rekstrar- halli 1981 var 24 millj.kr. og áætl- aður halli 1982 41,4 millj. kr. Af þessu má sjá að því fer fjarri, að gerð hafi verið gangskör að því að leysa fjárhagsvanda RÁRIK. Vandanum er velt til framtíðar- innar á þessu sviði sem öðrum. Með því að bæta fjárhagsstöðu RARIK mætti tryggja eðlilega jöfnun á raforkuverði og koma í veg fyrir hallarekstur fyrirtækis- ins. Þar sem enn hefur ekki verið gerð gangskör að því að leysa fjár- hagsvanda RARIK, þrátt fyrir margar yfirlýsingar þar um, vilj- um við ekki nú stofna fjárhag RARIK og orkubús Vestfjarða í óvissu, enda aðeins nokkrir dagar þar til heimildir til núverandi verðjöfnunargjalds renna út. Við viljum því ekki greiða atkvæði gegn frumvarpinu, en viljum láta þessi sjónarmið koma frarn." Stjórnarfrumvarp: Veiting ríkis- borgararéttar í GÆR var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um veitingu ís- lenzks ríkisborgararéttar til eft- irtalinna: Blanco, Hugo Roberto, nemi í Reykjavík, f. 16. maí 1953 í Arg- entínu. Boulter, Fred, umsjónar- maður í Reykjavík, f. 22. febrúar 1956 í Bandaríkjunum. Cates, James Michael, verkamaður í Hafnarfirði, f. 29. mars 1964 á ís- landi. Eriksen, Liv Synnöve, skrifstofustúlka í Reykjavík, f. 7. febrúar 1935 í Noregi. Fernandez, Daniele, kennari í Reykjavík, f. 5. apríl 1950 í Marokkó. Garðar Ragnvaldsson, rafvirki í Kópa- vogi, f. 6. nóvember 1955 á íslandi. Henriksen, Rosa Kristiane Jakob- ine, verkakona í Keflavík, f. 11. febrúar 1961 á Grænlandi. Hentze, Amy Evarda, húsmóðir á Skaga- strönd, f. 5. febrúar 1939 í Færeyj- um. Hiibner, Tryggvi Júlíus, nemi í Kópavogi. f. 11. janúar 1957 á íslandi. Jacobsen, Turid Egholm, húsmóðir í Reykjavík, f. 2. júní 1935 í Noregi. Hansen, Sofie Katr- ine Deodora, húsmóðir á Kjalar- nesi, f. 12. maí 1953 á Grænlandi. Kashima, Miyako, prestur í Reykjavík, f. 3. febrúar 1947 í Jap- an. Lozanov, Krsto, rafsuðumaður í Reykjavík, f. 28. nóvember 1937 í Búlgaríu. Mahaney, Stella Marie, verslunarmaður á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1962 í Bandaríkjun- um. Suarez, Maria Emma, hús- móðir í Reykjavík, f. 5. apríl 1954 á Filippseyjum. Thepchai, Narcum- on, húsmóðir í Reykjavík, f. 3. mars 1952 í Thailandi. Wilkinson, Janine Ruth, kennari í Hafnar- firði, f. 16. ágúst 1955 í Englandi. Lárus Jónsson, alþingismaður: Er verið að svipta Alþingi fjár- y ei tingav aldinu ? EIN alvarlegasta afleiðing af óraunhæfri fjárlagagerð, sagði Lárus Jónsson (S) í fjárlagaum- ræðu, kemur fram í því að ein- stakir ráðherrar og ríkisstjórnin í heild veitir hundruö aukafjár- veitinga, án nokkurs samráðs við Alþingi eða fjárveitinga- nefnd. Samtals námu þessar ráðherrafjárveitingar frá upphafi þessa árs fram til októberloka kr. 541.808.000. Sem dæmi um þessar aukafjárveitingar skal nefna: • 1. Menntamálaráðuneytið ................. 80.278 m.kr. • 2. Landbúnaðarráðuneytið ................ 13.638 m.kr. • 3. Dóms-og kirkjumálaráðuneytið ......... 21.203 m.kr. • 4. Heilbr,- og tryggingaráðun............ 61.372 m.kr. • 5. Samgönguráðuneytið ................... 26.905 m.kr. • 6. Iðnaðarráðuneytið .................... 16.894 m.kr. • 7. Viðskiptaráðuneytið ................. 272.817 m.kr. Hér er gengið svo langt sagði Lárus Jónsson að segja má að verið sé að svipta Alþingi fjárveitingavaldinu. Þessum vinnu- brögðum verður að breyta. Nefndarálit sjálfstæðismanna: Húsnæðislánakerfið svipt tekjustofnum í ncfndaráliti sjálfstæðismanna í fjárveitinganefnd um fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar segir svo um fjárveitingar til Byggingarsjóðs ríkis- ins og Byggingarsjóðs verkamanna. „Fjárveitingar til húsnæðismála í heild hafa verið skornar gífur- lega niður á undangengnum árum. Skv. fyrri lögum áttu 2%-stig af launaskatti að renna í Bygging- arsjóð ríkisins og auk þess svo- nefnt byggingarsjóðsgjald sem var 1% álag á tekju- og eignar- skatt og aðflutningsgjöld. Árið 1979 voru þessir tekju- stofnar fyrst skertir, að hluta til með samningum milli launþega og ríkisvaldsins. Skerðing launaskatts var 620 millj. gkr. 1979, 3.660 millj. 1980. Árið 1981 var launaskattur felldur niður sem tekjustofn Byggingar- sjóðs — en 1%-stig af skattinum gert að tekjustofni Byggingar- sjóðs verkamanna. Þannig var helmingurinn af þeim launaskatti, sem áður var tekjustofn húsnæð- iskerfisins, tekinn í ríkissjóð auk alls byggingarsjóðsgjaldsins. Eftir stendur þó í lögunum um launa- skatt að 2% hans, af 3,5% alls, skuli renna til húsnæðismála! Verðfag hvers árs Verðlag 1978 1978 = 100 1978 50.890 50.890 100 1979 64.507 44.037 87 1980 75.330 33.097 65 1981 118.000 33.697 66 1982 168.514 31.096 61 1983 25.644 50,4 1983 C104.5S.lt1> 135.571) 70 Keiknað er hér meó sérstöku Cramlagi, 85 millj. króna, skv. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar með hráöahirgðalögunum. Beinar fjárveitingar til beggja sjóðanna hafa skerst sem hér seg- ir (í þús. kr.): Niðurskurðurinn er slíkur að helmingi raungildis þeirra fjár- veitinga, sem gengu í sjóðina báða 1978, á að verja til húsnæðismála skv. frv. til fjárlaga fyrir árið 1983. Þótt sérstök fjárveiting — sem mikið er af gumað — 85 millj. kr., sé reiknuð með verður raungildi fjárframlaga úr ríkissjóði þriðj- ungi minna á næsta ári en 1978. Sé á hinn bóginn athugað, hvernig raungildi fjárveitinga skiptist milli sjóðanna, hefur það hækkað til Byggingarsjóðs verka- manna, en er nú ekki nema brot af framlaginu 1978 til Byggingar- sjóðs ríkisins. Þar kemur fram sú stefna ríkisstjórnarinnar annars vegar, að standa skuli að félags- legum byggingum á kostnað al- mennra húsbyggjenda, og hins vegar að draga í heild úr íbúðar- húsabyggingum." MICROMA | er framtíðarúrið þitt | j - því getur þú treyst. | | Þetta er aðeins hluti | af úrvalinu. \1I( m i si N ! 7^ ! étaþjónusta | FRANCH MIC HFLSEN 1 URSMIOAMEISTARI LAUGAVEGI 39 SIMi 1346?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.