Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 29

Morgunblaðið - 21.12.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 33 Guðlaugur Gíslason Jóns Björnssonar frá Bólstaðar- hlíð, sem var einn þeirra fjögurra, sem björguðust af Guðrúnu. Myndasafn Jóns Björnssonar af íslenskum skipum er orðið stór- merkilegt og get ég ekki annað en hér í leiðinni bent á, að slíkan mann með eldáhuga safnarans ætti þegar í stað að ráða að fyrir- huguðu Sjóminjasafni Islands. Væntanlegt Sjóminjasafn ætti strax að tryggja sér myndir Jóns, sem ná nú til skipa og báta frá öllum verstöðvum landsins. í formála kaflans um slysfarir saknaði ég að sjá ekki nafn Jóns heitins Sigurðssonar, Vestmanna- braut 73, þegar getið er heimilda í bókum Steinars J. Lúðvíkssonar, Þrautgóðir á raunastund. Báta- teikningar Jóns, einar 5 myndir í kaflanum, eru ómerktar. Þetta ætti að vera auðvelt að lagfæra. Jón Sigurðsson ritaði merkilegar frásagnir af sjóslysum við Vestmannaeyjar, sem eru m.a. heimildir Steinars og fleiri, sem hafa skrifað um slys Vestmanna- eyjabáta. Kaflar um samtímaat- burði, saga vatnsveitunnar og samgöngumálin eru mjög fróðleg- ir. Þar kemur m.a. fram, að allar götur síðan 1916 fjailaði sýslu- nefnd og bæjarstjórn Vestmanna- eyja um þetta vandamál Eyja- manna, sem fyrst var leyst með útlögn tveggja vatnsleiðsla árið 1968 og 1971. Þetta var brautryðj- endaverk á heimsmælikvarða, sem stórfyrirtækið NKT í Kaup- mannahöfn tók að sér. I kaflanum um vatnsöflun kem- ur m.a. fram, að ein hugsanlegra lausna voru kaup á lítilli kjarn- orkustöð, sein var þá til sölu í Bretlandi. Víða í bókinni er komið inn á björgunar- og öryggismál, m.a. er getið um tilkynninga- skyldu Vestmannaeyjaflotans skömmu eftir 1940, en Björgunar- félag Vestmannaeyja greiddi í upphafi og lengi vel hálf laun næt- urvarðar á Loftskeytastöðinni í Vestmannaeyjum. Árið 1927 gekkst Björgunarfélagið fyrir birtingu veðurskeyta tvisvar á sól- arhring fyrir almenning og sjó- menn. Forvitnilegur kafli er um hraunhitaveituna. I bókarlok er skrá og myndir af þingmönnum Vestmannaeyinga frá upphafi, svo og lækna og presta í Vestmanna- eyjum. Mikið hagræði er að hafa þessar skrár embættismanna á einum stað, en þetta er dreift um hin ýmsu töl eins og alþingismanna- tal. læknatal o.fl. I kaflanum um Barnaskóla Vestmannaeyja og myndarlegt átak sýslunefndar árið 1880 hefði mátt geta þess, að fyrsti barna- skóli landsins var settur á stofn í Eyjum árið 1745. Hér hefur í stuttu máli verið gerð grein fyrir efni bókar, sem spannar vítt og breitt svið eins mesta athafnapláss landsins. Að sjálfsögðu nær bókin ekki til allra þátta Vestmannaeyja, en hún er mikilsvert framlag í þá mósaikmynd, sem saga eins byggðarlags er. Höfundur hefur lagt mikla vinnu og alúð í gerð bókarinnar. Viðfangsefnið er hon- um mjög kært. Forvitnilegt og mjög æskilegt hefði verið að fá enn meira úr sögu samtímans, þar sem höfund- ur var sjálfur þátttakandi og iðu- lega frumkvöðull. Mikið moldviðri hefur iðulega verið í stjórnmálum í Vestmanna- eyjum og gætu sagnfræðingar síð- ar meir orðið í nokkrum vanda að átta sig á staðreyndum. Það er því nauðsynlegt að öll sjónarmið komi fram, ekki síst þeirra, sem voru í eldlínunni. Guðlaugur Gíslason er vel pennafær, skrifar lipurt og læsilegt mál. Hann ætti að taka saman kafla úr stjórnmálasögu sinni, persónulegar endurminn- ingar, sem bók hans sneiðir hjá sem réttast er í bók með svipuðu sniði og hér er fjallað um. En fróð- legt væri að fá sjónarmið og reynslu stjórnmálamanns, sem tók þátt í rás atburða og fram- kvæmdum í Vestmannaeyjum í yf- ir 40 ár. Af sérlegum athugasemdum við bókina, sem ætti að vera auðvelt að lagfæra, því að það er trúa mín, að Eyjar gegnum aldirnar verði bók, sem fljótlega verður endur- prentuð, vil ég nefna, að æskilegra væri að hafa ítarlegri myndar- texta við gullfallega mynd á bls. 11, þar sem eru sýndar allar suð- ureyjarnar. Þá vantar texta við mynd af gamla þinghúsinu og barnaskólanum, Heimagötu 3, svo og höfundarnafn við málverk Eng- ilberts Gíslasonar á bls. 28. Við mynd á bls. 17 væri æskilegt að hafa ártal. Á bls. 12 undir mynd á að standa Helgafell og Eldféll í stað Sæfell og Helgafell. Þá vant- ar myndir af tveimur síðustu bæj- arstjórum kaupstaðarins á bls. 25 um yfirlitsmynd af bæjarstjórum. Meinleg prentvilla er á bls. 40, þar stendur Guðrún Símonardóttir (Tyrkja-Gudda) frá Bakkagerði, en á auðvitað að vera Stakkagerði. Myndin af Kristjáni í Klöpp á ní- ræðisaldri uppi í Heimakletti er ómerkt. Ég hefi aldrei séð þessa mynd áður, hún er í senn skemmtileg og merkileg. Það er galli á jafn vandaðri bók, að ekki fylgir skrá yfir heimildarit, þó heimilda sé víða getið í upphafi kafla og betur kann ég við skrá yfir höfunda mynda, en nafn ljós- myndara undir hverri mynd, sérstaklega þó, þegar einn ljós- myndari er höfundur nær allra myndanna. Svipur bókarinnar hefði orðið enn fallegri án þessa. Þegar á heildina er litið er mik- ill fengur að Eyjar gegnum aldirn- ar og bókin mun verða eldri og yngri Vestmannaeyingum kær- komin lesning. Ég óska höfundi til hamingju og þakka honum og út- gefanda vandaðan frágang mynda og texta, ekki síst hina fallegu kápumynd eftir C.W. Ludvig af Vestmannaeyjahöfn frá 1780. Femiieu náttkjólar 100% BÓMULL LONDON DÖMUDEILD Austurstræti 14, sími 14260. ÍSLENSKAR BÆKUR ttí-ot FATnATJ HÆP'KTTP rjflJ inli I Irl IX OrljiVUri MYIVTDRÖINTD Bókaverslun Snæbjamar Hafnarstræti %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.